Morgunblaðið - 16.02.1995, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 1995 35
_______AÐSEiMPAR GREIiNiAR_
Askoranir frá Amnesty
íran
MANOUCHEHR Karimzadeh,
teiknari vísindablaðsins Farad, og
Naser Arabha, ritstjóri sama blaðs,
voru handteknir í Teheran í apríl
1992. Þeir voru fangelsaðir fyrir
skopmynd af fótboltakappa er líktist
Ayatollah Khomeini. Karimzadeh
var höfundur myndarinnar. í sept-
ember 1992 var Naser Arabha
dæmdur fyrir að bijóta lög um starf-
semi dagblaða og úrskurðaður í 6
mánaða fangelsi. Hann var leystur
úr haldi snemma árs 1993. Manouc-
hehr Karimzadeh var leiddur fyrir
íslamskan dómstól. Hann var dæmd-
ur í 1 árs fangelsi og gert að greiða
500.000 ríala í íjársekt. í október
1993 var refsingin þyngd í 10 ára
fangelsi. Amnesty Intemational tel-
ur að Karmzadeh sé samviskufangi,
handtekinn fyrir að nýta sér tjáning-
arfrelsi sitt.
Krefjist þess að Manouchehr Ka-
rimzadeh verði tafarlaust leystur úr
haldi.
Sendið bréf til:
H.E. Hojjatoleslam Ali Akbar
Hashemi Rafsanjani
President of the Islamic Republic
The Presidency
Palestine Avenue
Azerbaiijan Intersection
Teheran, Islamic Republic of Iran
Saír
Faðir Mukoma, rómversk-
kaþólskur prestur, var myrtur af
hermönnum í Kananga í Vestur-Saír
í nóvember 1993. Mukoma var að
reyna að stöðva árás hermanna á
kirkju þegar hann var drepinn. Her-
menn fóru ránshendi um kirkjur,
verslanir og heimili í Kananga í nóv-
ember 1993. Klerkar þar höfðu for-
dæmt pyndingar, kúgun, ofríki og
blóðböð sem stuðningsmenn Sair-
forseta, Mobútu Sese-Seko, báru
ábyrgð á, og er talið að aðgerðir
hers hafi verið viðbrögð við þessari
gagnrýni. Þjónar kirkjunnar í Kan-
anga voru sömuleiðis sakaðir um að
afla sér vinsælda á kostnað stjóm-
valda með því að bjóða Kanangabú-
um ókeypis heilsugæslu, mat og
kennslu. Faðir Mukoma og fimm
aðstoðarmenn hans vom drepnir í
yfirreið hersins. Rán og ofbeldisverk
eru enn daglegt brauð í Kananga.
Gerið svo vel að skora á saírsk
stjórnvöld að hefja opinbera rann-
sókn á dauða föður Mukoma og
krefjist þess að morðingjar hans
verði sóttir til saka. Skrifið til:
Son Excellence le Maréchal Mobutu
Sese-Seko
President de la République
Presidence de la Republique
Kinshasa Ngaliema
République démocratique du Zaire
Fylgstu meb í
Kaupmannahöfn
Morgunblabih
fæst á Kastrup flugvelli
og Rábhústorginu
3Rur0itnlrllðbtb
-kjami málsins!
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Bridsfélag
Hornafjarðar
NÚ stendur yfir aðalsveita-
keppni Bridsfélags Hornafjarð-
ar. Eftir þijár umferðir er sveit
Hótel Hafnar á toppnum með
64 stig, í öðru sæti er sveit
Gunnars P. Halldórssonar með
49 stig og Sverrir Guðmundsson
er með 48 stig.
Hreindýramótið stendur nú
yfir í Nesjum. Búnar em tvær
umferðir af þremur og er staðan
þannig:
Þorsteinn Sigjónss. - Gestur Halldórss. 3S9
Jón Malmquist - Haraldur Jónsson 366
Sigurp. Ingibergss. - Valdemar Einarss. 360
Síðasta umferð var spiluð í
gærkveldi.
íslandsmót kvenna
og yngri spilara
í sveitakeppni
Skráning er hafin í íslands-
mót kvenna og yngri spilara í
sveitakeppni, sem haldin verða
í Þönglabakka 1, helgina 24.-26.
febrúar nk.
Mótin heflast á föstudags-
kvöld og stefnt er að því að
spila einfalda umferð, allir við
alla en spiiafjöldi fer eftir ijölda
þátttakenda. Spilamennskan
hefst kl. 19 en kl. 11 á laugar-
dag og sunnudag. Spiluð verða
110-130 spil.
Keppnisgjald er 10.000 kr. á
sveit sem greiðist við upphaf
móts.
Frá Skagfirðingum,
Reykjavík
Skagfírðingar í Reykjavík
hafa ákveðið nýjung í bridsflóru
borgarinnar. Frá og með þriðju-
deginum 21. febrúar verða veitt
peningaverðlaun á eins kvölds
tvímenning á vegum félagsins,
alla þriðjudaga. Minnst þriðj-
ungi greiddra keppnisgjalda
verður veitt aftur til spilara
hvert kvöld.
Þriðjudaginn 7. febrúar urðu
úrslit Þessi:
Ómar Olgeirsson - Kristinn Þórisson 144
BjömJónsson-ÞórðurJónsson 124
JónJónmundss.-HermannFriðrikss. 121
Spilaður er eins kvölds tví-
menningur alla þriðjudaga í
Stakkahlíð 17 (Drangey) og
hefst spilamennska kl. 19.30.
Skráning er hafin í Opna af-
mælismóti Lárusar Hermanns-
sonar, sem spilað verður laugar-
daginn 4. mars í húsnæði Brids-
sambandsins í Þönglabakka 1.
Spilamennska hefst kl. 11
fyrir hádegi og verða spilaðar 2
iotur.
Skráð er á skrifstofu BSÍ og
hjá Ólafi Lárussyni í s. 16538.
Bridsfélag Hreyfils
Nú eru búin tvö kvöld í Bond
a Match keppni félagsins. Staða
efstu sveita er þannig:
sv. GuðjónsJónssonar 132
sv. BernhardLinn 131
sv. Rúnars Gunnarssonar 127
unaðarmál
Örtölvutækni heldur stórkostlega útsölu
á nýjum og notuðum prenturum í heila
viku og rúmlega það, frá fimmtudegi til
laugardags, 16. til 25. febrúar.
Opið á laugardögum kl. 10 - 14.
Tilboð dagsins á hverjum degi - og þá
erum við ekki bara að tala um prentara,
heldur einnig tónera, hugbúnað o. fl.
Nokkur brosleg verÖdæmi:
DeskJet frá kr. 19.900.
Laser prentarar frá kr. 44.900.
HP LaserJet 4L kr. 64.900.
HP LaserJet 4P kr. 89.900.
HP PaintJet 300XL A3 litaprentari
frá kr. 99.000 og ýmis aukabúnaður.
Sérstakt Macintosh-horn, þar sem hægt
er að fá prentara á ótrúlegu verði.
Allskonar aukahlutir á gjafverði, svo
sem skannar fyrir PC eða Macintosh
tölvur, afritunarstöðvar o. fl. o. fl.
Alltaf heitt kaffi á könnunni.
Láttu sjá þig, þaö borgar sig!
Og ekki ord um
þad meir.....
Þekking - þróun - þjónusta
nrwr
ORTOLVUTÆKNI
280 kt-