Morgunblaðið - 16.02.1995, Side 39

Morgunblaðið - 16.02.1995, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 1995 39 MININIINGAR i i i < i i i i i GUÐLAUG G. BACHMANN + Guðlaug Guðjónsdóttir Bachmann fæddist í Borg- arnesi 22. október 1913. Hún lést á Landspítalanum 11. jan- úar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Borgarnes- kirkju 21. janúar. HINN 11. janúar síðastliðinn lést góður og gegn Borgnesingur, Guð- laug Bachmann. Einhvern veginn er það svo, að mér finnst ég týna broti af sjálfri mér, þegar góður samferðamaður kveður og svo var með Laugu. Hún var eins og hluti af staðnum. Um Guðlaugu hafa verið rituð hlýleg eftirmæli að verðugu, en mig langar til að bæta ofurlitlu við. Fyrst kynntist ég henni í verkalýðs- ferðum. Hún var góður ferðafélagi. Af henni stafaði festu og öryggi. Aldrei æðraðist Lauga þótt ein- hverjir óvæntir örðugleikar mættu okkur á ferðalagi eða áætlun yrði að breytast. Hún var alltaf sama bjargið. Ekki man ég til þess, að til muna færi meira fýrir farangri þeirra Hauks en annarra. Þó var það svo, að ef einhver varð þreyttur að sitja í bflnum og varð slæmur í baki, þá var það Guðlaug, sem dró upp hjá sér dálítinn púða og sagði: „Láttu þetta við bakið, það gæti gagnað.“ Jú, það brást naumast, að púðinn gerði sitt gagn. Stundum sat einhver farþegi fast við hurð á langferðabílnum og hurð- in var helst til lengi opin. Þegar kalt var í veðri heyrðist ef til vill kvörtun hjá farþeganum um kulda á fótum, sem von var. Þá var Lauga ekki lengi að bjarga málum. „Heyrðu, ég heklaði þetta teppi að gamni mínu. Ég stakk því niður í GUÐRÚN SIGRÍÐUR ZOÉGA + Guðrún Sigríður Zoega fæddist í Reykjavík 8. jan- úar 1918. Hún lést á Landspítal- anum 5. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Frí- kirkjunni í Reykjavík 10. febr- úar. ÞAÐ VAR glaður hópur sem út- skrifaðist frá Verslunarskóla ís- lands fyrir tæpum 60 árum. Skóla- göngunni var lokið, prófskírteinið upp á vasann og nú tók alvara lífs- ins við. Á þessum árum hafa mörg skörð verið höggvin í þennan hóp, nú síðast, þegar Sigríður Zoéga varð að lúta í lægra haldi fyrir dauðanum eftir nokkurra ára hetju- lega baráttu. Skólasystkin bindast oft sterkum vináttuböndum. Sigga, eins og hún var kölluð í okkar hópi, rækti þá vináttu vel. Hún var í eðli sínu mjög félagslynd. Við minnumst þess að þegar hópurinn kom sam- an, til að halda upp á 50 ára afmæl- ið, þá hófst fagnaðurinn á heimili hennar. Sigga var yngst sex systkina. Hún ólst upp á góðu heimili í hjarta Reykjavíkur og bar þess merki með fágaðri framkomu og glaðværu fasi. Hún vargæfumanneskja, eign- aðist fyrirmyndar ektamann, fallegt heimili og átti barnaláni að fagna. Síðustu árin voru henni þó þung- bær. Fyrst vegna fráfalls Sveins eiginmanns hennar og síðast vegna veikinda hennar sjálfrar. Þrátt fyrir þau tók hún þátt í árlegum fagnaði okkar. Minningin um hina tryggu skólasystur mun lifa í hugum okkar. Fjölskyldu hennar sendum við samúðarkveðjur. Skólasystkin úr V erslunar- skóla Islands 1935. töskuna svona hinsegin. Vefðu því um fætuma á þér.“ Þá var það mál leyst. Ekki trúi ég öðru en einhver muni eftir „macintosh“-dósinni hennar Guðlaugar, sem líka var dregin upp úr töskunni góðu. Þegar leið á daginn og allir voru orðnir þreyttir á að syngja „Nú blika vio sólarlag" var þessi dós látin ganga eins og ekkert væri sjálfsagðara. Og hvílík dós. í henni var hið fjöl- breytilegasta „nammi“. Svo hafði hún þá náttúru, að hún tæmdist aldrei. Þó að ferðin tæki allt að fimm daga og farið væri sumpart um óbyggðir. Ef einhvern vantaði bílveikitöflu eða höfuðverkjartöflu þá var ráð að leita í sömu tösku. Það var eins og Lauga væri með allt og kynni ráð við öllu. Þegar stofnað var hér félag eldri borgara gerðust þau fljótlega félag- ar Haukur og Lauga. Hún var starfsfús sem fyrr og vann í kaffi- nefnd. Ennþá man ég kaffibrauðið á jólafundi 1991. Þar voru á borðum meðal annars smákökurnar hennar, frábærar bæði að útliti og bragði. Þær beinlínis bráðnuðu á tungunni. Það sá ekki á vinnubrögðum þótt hún væri nokkuð til aldurs komin. Allt er þetta þakkarefni. Meðan ég er að pára þetta segir maðurinn minn við mig: „Já, hún Lauga, það var gott að vinna með henni, þegar við vomm að starfa i sláturhúsinu. Svo hýrði hún mig svo vel á höndunum þegar mér var kalt. Henni var alltaf svo hlýtt.“ Já, Guðlaug Bachmann var hlý kona, slíkra er gott að minnast. Ingibjörg Magnúsdóttir. t Útför JÓNU REYKDAL fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík á morgun, föstudaginn 17. febrúar, kl. 10.30. Þórður Reykdal, Hildur Reykdal, Peter Burger, Þórhildur, Sabrina, Andrew, Cory. t Móðir mín og tengdamóðir, GUÐBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR, Álfaskeiði 60, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Kálfatjarnarkirkju föstudaginn 17. febrúar kl. 13.30. Blóm afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Slysavarnafélagið. Fyrir hönd aðstandenda. Guðmundur Guðmundsson, Sólveig Guðbjartsdóttir. Ástkær faðir okkar, LEÓ ÁRNASON frá Vikum, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 18. febrúar kl. 13.30. Fyrir hönd móður okkar, Herdísar Jóns- dóttur, og annarra aðstandenda, börn hins látna. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR ÞORSTEINSSON, Litla-Hofi, Öræfum, verður jarðsunginn frá Hofskrikju laug- ardaginn 18. febrúar kl. 14.00. Sigrún Jónsdóttir, Halla J. Gunnarsdóttir, Logi Snædal Jónsson, Sigurjón Þ. Gunnarsson, Guðbjörg Magnúsdóttir, Bryndís Gunnarsdóttir, Jón H. Gunnlaugsson, barnabörn og barnabarnabörn. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til btaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að tengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn stn en ekki stuttnefni undir greinunum. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR SIGBJÖRNSSON, Ekkjufellsseli, sem lést í sjúkrahúsinu á Egilsstöðum þann 8. febrúar, verður jarðsunginn frá Egilsstaðakirkju laugardaginn 18. febrúar kl. 14.00. Sigurbjörg Einarsdóttir, Bryndís Einarsdóttir, Margrét Einarsdóttir, Magnús Þórðarson, Baldur Einarsson, Svala Eggertsdóttir, Einar Ólafsson, María Hermannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, GUÐMUNDA KRISTÍN JÚLÍUSDÓTTIR fyrrum húsfreyja á Skjaldartröð, Hellnum, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 17. febrúar kl. 10.30. Börn hi + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, MARINÓS MAGNÚSSONAR frá Þverá, Ólafsfirði, Bylgjubyggð 39A, Ólafsfirði. Margrét Hallgrímsdóttir, Kristfn Halla Marinósdóttir, Bjarki Bragason, Stefán Marinósson, Jóhanna Herdís Ármannsdóttir og barnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför föður okk- ar, tengdaföður, afa og langafa, MAGNÚSAR JÓHANNSSONAR frá Hrísey. Magnús Magnússon, Anna Björg Björgvinsdóttir, Hallgrímur Magnússon, Helga Friða Tómasdóttir, Sigríður Magnúsdóttir, Bjarni Thorarensen, Hulda Vilmundardóttir, Soffanías Cecilsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ÞORSTEINS GÍSLASONAR söðlasmiðs, Vesturbraut 17, Höfn. Sérstakar þakkir til starfsfólks Skjólgarðs fyrir góða umönnun og hjúkrun. Hlíf Ragnarsdóttir, Guðrún Þorsteinsdóttir, Hlynur Finnbogason, Ragnhildur Þorsteinsdóttir og fjölskylda, Hallfri'ður Þorsteinsdóttir, og fjölskylda, Sigurlaug og Signý Gi'sladætur, Guðmundur Guðjónsson. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SOFFfU ÁSBJARGAR MAGNÚSDÓTTUR, Grímslæk, Ölfusi. Sérstakar þakkir viljum við færa hjúkr- unar- og starfsfólki Kumbaravogs. Guð blessi ykkur öll. Sigríður Konráðsdóttir, Guðmundur Þorsteinsson, Gunnar Konráðsson, Gréta Jónsdóttir, Ingólfur Konráðsson, Ragnheiður Halldórsdóttir, Magnús Konráðsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.