Morgunblaðið - 16.02.1995, Page 44

Morgunblaðið - 16.02.1995, Page 44
44 FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ VOU KNOW, THE MAINI CHARACTER IN VOUR NOVEL D0E5N'T HAVE TO BE E)ÍACTLY LIKE ME.. Þú veist að aðalpersónan í bók- inni þarf ekki að vera nákvæm- Iega eins og ég. Þú getur gert fáeinar minnihátt- Gott ... í sögunni minni ert þú ar breytingar ef þú mátt til. veiðihundur. BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Hugleiðingar í tilefni bók- menntaverðlauna Frá Ólafi Ormssyni: Athyglisverð viðurkenning íslensk skáldverk vekja athygli erlendis. Einar Már Guðmundsson bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í ár fyrir skáldsögu sína Englar al- heimsins. Sannar- lega ánægjulegur vottur þess að ís- lenskar nútíma- bókmenntir eru samkeppnishæfar og meðal athyglis- verðustu bóka er út koma á síðari árum á Norður- löndum. Það hefur verið ötullega unnið að því á síðustu árum að kynna íslenskar nútímabókmenntir er- lendis og fjöldi þýddra bóka hefur komið fyrir augu lesenda frá hin- um ýmsu forlögum árlega, höfund- ar eins og Einar Kárason, Einar Már Guðmundsson, Guðbergur Bergsson, Gyrðir Elíasson, Matthí- as Johannessen, Thor Vilhjálms- son og Vigdís Grímsdóttir eru nú þýddir á hinar ýmsu þjóðtungur og vekja þannig athygli á landi og þjóð, íslenskri menningu og bókmenntum. Smáþjóð á mörkum hins byggi- lega heims sem á allt sitt undir móðurmálinu og varðveislu þess og byggir tilveru sína og framtíð á viðhaldi málsins hlýtur að fyllast stolti og bjartsýni þegar íslenskar bækur vinna til viðurkenningar á alþjóðlegum vettvangi. Það vekur athygli sem vel er gert og viður- kenning sem bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs skiptir okkur ís- Iendinga ekki litlu máli á tímum þegar þrengt er að bókaútgáfunni og hún á nú í harðri samkeppni við fjölmiðla og afþreyingariðnað- inn sem stöðugt þrengir sér meir inn í líf nútímamanna í gegnum sjónvarp og kvikmyndir og á síð- ustu árum myndbönd og tölvuleiki. Sjálfur tilverugrundvöllurinn í húfi Bókaútgáfan á íslandi hefur mátt búa við að ríkið hefur lagt virðisaukaskatt á bækur síðastlið- in ár og af þeim sökum er bóka- verð óhóflega hátt miðað við t.d. verð á geisladiskum og hljómplöt- um. Um þýðingu þess fyrir smáþjóð eins og okkur íslendinga að halda úti öflugri bókaútgáfu þarf ekki að fara mörgum orðum. Sjálfur tilverugrundvöllurinn er í húfi og því brýnt að hlúa að bókaútgáf- unni í landinu og gera því fólki sem að henni kemur fært að búa við góð starfskilyrði og launakjör. Verk Halldórs Laxness og Gunnars Gunnarssonar og fleiri rithöfunda af eldri kynslóðinni ruddu brautina. Þýðingar á verk- um þeirra á hina ýmsu þjóðtungur eru einhver besta landkynning sem um getur. Nú er komið að yngri höfundum að halda uppi þeirra merki. Hrópandi andstæða Á sama tíma og íslenskar bók- menntir öðlast alþjóðlega viður- kenningu er annars konar og mið- ur heillavænleg þróun í gangi í íslensku samfélagi. Þar á ég við þá innrætingu sem fram fer daglega í sjónvarpi og kvikmyndum. Lágkúran í sjón- varpi nútímans, ofbeldið og glæp- irnir sem dag hvern ber fyrir augu kvikmyndahúsagesta og sjón- varpsáhorfenda, og ekkert lát er á. Hér á landi er rekin sjónvarps- stöð, Stöð 2, sem gerir slíkt efni að meginuppistöðu í dagskrá sinni og ef eitthvað er eykur slíkt efni þannig að þar er lítið annað boðið upp á þessa dagana og vikumar. Engu er líkara en sú sjónvarps- stöð sé starfrækt í fylki í Banda- ríkjunum en ekki á íslensku landi. Áherslunar í fréttum, allt efnisval, stíllinn, innihaldið er amerískt og sótt til þeirrar lágmenningar sem einkennir bandarískar sjónvarps- stöðvar um þessar mundir. Þessi ameríska innræting sem hefur verið í gangi á Stöð 2 nán- ast frá því að sjónvarpsstöðin hóf starfsemi sína fyrir tæpum tíu árum er farin að hafa sín áhrif á umhverfið og ekki endilega að þeir sem alast upp við slíkt taki beinlínis eftir því. Sem fyrr er glöggt gests augað. Sergei S. Geischin, 23 ára gamall maður er ber titilinn fy'ölmiðlafull- trúi hjá rússneska sendiráðinu og mér er ekki kunnugt um að hafi orðið kommúnískri hugmynda- fræði að bráð, er fremur lýðræðis- sinni að vestrænni fyrirmynd, gott ef ekki frjálshyggjumaður, segir í viðtali í Morgunblaðinu 3. febrúar síðastliðinn: „Mér finnst því miður íslenskir unglingar oft vilja gleyma uppruna sínum. Þeir sækja alltof mikið í bandaríska siði. Ef ég hitti jafnaldra mína á götum úti og gef mig á tal við þá, svara þeir mér alltaf á ensku en ekki á íslensku. Gamla fólkið sem yfirleitt er mjög sterkt og býr yfir mikilli lífs- reynslu, talar aftur á móti skýra, fallega íslensku og ég nýt þess að tala við það. Kynslóðabilið virð- ist vera orðið mjög breytt eða kannski er ég bara orðinn gamall maður.“ Svo mörg eru þau orð og sannarlega athyglisverð. Gegn þessari þróun verður að snúast nú þegar. Tilvera íslenskrar tungu og menningar er í húfi. ÓLAFUR ORMSSON, rithöfundur, Eskihlíð 16a, Reykjavík. hlýtur Ólafur Orrasson Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í Gagnasafni þess._Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.