Morgunblaðið - 16.02.1995, Page 52

Morgunblaðið - 16.02.1995, Page 52
52 FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ MARY SHELLEY’S T tRANKENSTElN Lili Taylor Fisher Stevens Cisli Halldorsson Laura Hughes Rúrik Haraldsson Flosi Ólafsson Bríet Héðinsdóttir Sýnd í Félagsbíói Keflavík fimmtudag, föstudag og sunnudag kl. 9. AÐEINS ÞÚ Sýnd kl. 7.10. Á KÖLDUM KLAKA Hann ætlaði í sólina á Hawaii, en hafnaði í isköldum faðmi drauga og furðufugla. Gamansöm ferðasaga með ívafi spennu og dularfullra atburða. Nýjasta kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar um ævintýri ungsJapana á íslandi. Leikstjori Friðrik Þór Frið &VÍlllllki!i:4l,4í I £ 4 * « 4 £.»500 FRANKENSTEIN ROBERT DE NIRO ★★★ g.b. dv „Kenneth Branagh og leikarar hans fara á kostum í þessari nýju og stórbrotnu útgáfu hinnar sígildu sögu um doktor Frarlkenstein og tilraunir hans til að taka að sér hlutverk skaparans." KENNETH BRANAGH Sýnd kl. 4.50, 9 og 11.15. B. i. 16 ára. Stuttmynd Ingu Lísu Middleton, „í draumi sérhvers manns", eftir sögu Þórarins Eldjárns sýnd á undan „ Á KÖLDUM KLAKA". Aðalhlutverk: Ingvar E. Sigurðsson. ★ ★★ Ó.H.T. Rás 2. ÍSLENSKUR BÍÓPAKKI TVÆR MYNDIR - EINN MIÐI Miðaverð 700 kr. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. 200 kr. afsláttarmiði á pizzum frá HRÓA HETTI fylgir hverjum bíómiða á myndina Á KÖLDUM KLAKA. STJÖRNUBÍÓLÍNAN SÍMI 991065 Taktu þátt í spennandi kvikmyndagetraun. Verðlaun: 12" PIZZA m/3 áleggsteg. og 'h I. kók fra Hróa hetti og boðsmiðar á myndir í STJÖRNUBÍÓI. Verð kr. 39,90 mín. Veðjað BRESKIR veðbankar spá Forrest Gump, Tom Hanks og Jessicu Lange þremur eftirsóttustu óskarsverð- launastyttunum við óskarsverðlauna- afhendinguna sem fram fer í Los Angeles 28. mars næstkomandi. Myndin um ótrúlegt lífshlaup ein- feldningsins Forrest Gump hlaut hvorki fleiri né færri en 13 tilnefning- ar til verðlaunanna og veðbankar telja hana sigurstranglegasta í þeim tveimur flokkum sem mesta athygli hljóta hveiju sinni; besta mynd og besti leikari. Tom Hanks aftur? Aðeins ein mynd hefur hlotið fleiri tilnefningar til óskarsverðlaunanna en Forrest Gump; það var myndin All About Eve sem Bette Davis lék í árið 1950. Fyrir höfðu þrjár myndir hlotið þrettán tilnefningar, Gone with The Wind árið 1939, From Here to Etem- ity, árið 1953 og síðast Who’s Afraid AKUREYRI: BORGARBIO SYND KL.9 OG 11.15. REYKJAVIK: BIÓHÖLL SYND KL.5, 6.50, 9 OG 11.20. SÝND I SAL 2, KL.6.45. REYKJAVIK: BIOBORG SYND KL.5, 6.45, 9 OG 11.20. IGump of Virginia Woolf, árið 1968. Breskir veðbankar em á því að myndin um Forrest Gump sé sigur- stranglegust í óskarsverðlaunakapp- hlaupinu um bestu mynd ársins. Fyr- ir hverjar fjórar krónur sem menn veðja á Gump hjá breskum veðbönk- um fást aðeins fímm til baka. Þá er því spáð að Tom Hanks hljóti styttuna fyrir leik sinn í hlutverki Gumps, en það yrði annað árið í röð sem hann færi manna glaðastur heim af afhendingunni því eins og kunn- ugt er var hann verðlaunaður fyrir leik sinn í Philadelphia í fyrra. Hjá konunum leiðir Jessica Lange kapphlaupið og þeir sem veðja á hana eiga lítinn gróða í vændum þar sem henni þykir hafa tekist einkar vel upp í hlutverki geðveikrar eigin- konu herflugmanns í myndinni Blue Sky. Reyfari (Pulp Fiction) er talin sú mynd sem helst getur velgt Gump undir uggum sem besta mynd og TOM Hanks og Forrest Gump fá líklega báðir óskarsverð- laun ef marka má veðmang- ara í Bretlandi. fást 6 krónur fyrir hveija eina verði sú niðurstaðan. Eins er aðalleikari þeirrar myndar, John Travolta, helst talinn ógna Tom Hanks sem besti leikari. Kieslowski tilnefnd- ur en Rauður ekki ÞAÐ kom pólska leikstjóranum Krystoff Kieslowski — sem gerði Rauðan, Hvítan og Bláan — gjörsamlega í opna skjöldu að hann skyldi tilnefndur til óskarsverðlauna sem besti leik- sljóri í fyrrinótt þrátt fyrir að bandaríska kvikmyndaakadem- ían væri áður búin að lýsa því yfir að nýjasta mynd hans, Rauður, kæmi ekki til greina til tilnefningar sem bestra erlenda kvikmyndin. Keppinautar Kieslowskis um Óskarinn eru ekki af verri end- anum: Woody Allen fyrir Bullets Over Broadway, Robert Zemeckis fyrir Forrest Gump, Robert Redford fyrir Quiz Show og loks Quentin Tarantino fyrir Pulp Fiction. Kieslowski er yfirlýstur svart- sýnismaður og gefur ekki mikið fyrir möguleikana á að hafna styttunni eftirsóttu þann 28. mars næstkomandi. „Ég á svona 0,5% möguleika á að vinna,“ sagði hann í sam- tali við Reuters-Créttastofuna í fyrradag. „En ég er ánægður, hamingjusamur. Þetta var mjög mikilvæg ákvörðun," sagði Ki- eslowski og kvaðst ekki bera neinn kala til akademíunnar fyr- ir að hafa útilokað Rauðan frá keppninni. Þetta var annað árið í röð sem fornar og strangar reglur kvik- myndaakademíuinnar varðandi val á bestu erlendu mynd urðu til að útiloka Kieslowski. „f fyrra vildi franski framleið- andinn minn að Blár yrði til- nefnd sem framlag Frakka. Frakkar höfnuðu af því að þeim þótti myndin of pólsk. Vegna þess tilnefndi Pólland myndina sem sitt framlag en þá neitaði akademían að taka við henni af því að þeim þótti hún of frönsk,“ sagði leikstjórinn. Nýjasta myndin, Rauður, var tekin í Sviss í samvinnu við þar- lenda sem ætluðu að tilnefna hana sem sitt framlag til bestu erlendu kvikmyndar. „En akademían neitaði af því að þeim þótti myndin ekki nógu svissnesk,“ segir Kieslowski. Myndimar Rauður og Blár eru sem kunnugt er tveir hlutar þríleiks — eða þrílits — sem Ki- eslowski gerði um ástina frá ýmsum sjónarhornum. Blár var fyrst, þá Hvítur og síðan Rauð- ur. Þótt Kieslowski segi að hon- um þyki myndir hans ekki hafa fengið sanngjarna meðhöndlun hjá akademíunni segist hann te\ja að reglur akademíunnar um skilyrði fyrir tilnefningu séu innra mál hennar og segir að mikilvægt sé að kvikmyndir á erlendum málum liljóti þar við- urkenningu. „Ég vona bara að niðurstaðan úr þessu öllu verði sú að aka- demían leggi ekki niður þann sið að veita eriendum myndum sérstaka viðurkenningu," sagðihann. KRYSTOFF Kieslowski og leikkonan Irene Jacob kætast sjálf- sagt saman yfir velgengni leikstjórans og myndarinnar Rauðs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.