Morgunblaðið - 24.02.1995, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 24.02.1995, Qupperneq 1
96 SÍÐUR B/C/D 46. TBL. 83. ÁRG. FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Willy Claes í vanda vegna mútumáls Kyndir undir efasemdum um að hann sé hæfur sem framkvæmdastjóri NATO Brussel. Reuter. WILLY Claes, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, NATO, virðist vera í slæmum málum vegna mótsagnakenndra yfírlýs- inga um pólitískt spillingarmál í Belgíu. Snýst það um mútur frá ítalska vopnaframleiðandanum Agusta en Claes kvaðst áður ekk- ert um þær vita en hefur nú viður- kennt að hafa heyrt þeirra getið. Óttast er, að staða hans í NATO geti verið í hættu vegna þessa máls. „Willy Claes í fijálsu falli“ var fyrirsögnin á forsíðu belgíska dag- blaðsins Het Volk og fjölmiðlar sögðu, að lítið væri eftir af trúverð- ugleika hans. í fréttum belgíska ríkisútvarpsins sagði, að hæstirétt- ur landsins myndi ákveða á næstu dögum hvort Claes yrði sviptur friðhelgi til að unnt væri að yfír- heyra hann um hugsanlega aðild að mútuhneyksl- inu. Örlátir „ítalir“ Málið varðar mútur, sem Ag- usta greiddi Flæmska sósíal- istaflokknum seint á síðasta áratug til að greiða fyrir sölu á 46 þyrlum, en Claes hefur ávallt neitað að hafa vitað um þær. Á miðvikudag viður- kenndi hins vegar Frank Vand- enbroucke, utanríkisráðherra Belgíu, að sér hefði verið sagt frá mútunum í janúar 1989 en þá var hann formaður sósíalistaflokksins. Claes sneri þá við blaðinu og seg- ist nú „muna það óglöggt“, að Etienne Mange, fjárhirðir flokks- ins, hefði sagt, að „ítalimir" væru örlátir á fé. Á þessum tíma var Claes efnahagsráðherra. Mange, sem var handtekinn í síðustu viku, segir, að leiðtogar sósíalistaflokksins hafí ráðið hon- um frá að þiggja fé af Agusta en hann hafí gert það engu að síður. Lögfræðingar Mange halda því sama fram. Talsmenn Agusta hafa alltaf neitað öllu. Beðið átekta ÍNATO Hjá NATO er fylgst grannt með þessum máli enda hafði Claes full- yrt við sendiherra aðildarríkjanna, að hann hefði aldrei tengst neinu misjöfnu af þessu tagi. Sagt er, að afstaða þeirra flestra sé sú, að hann fái að njóta vafans þar til rannsókn málsins lýkur. Er lögð mikil áhersla á, að henni verði hraðað sem mest. Eftir öðrum heimildum er haft, að málið hafí kynt undir efasemd- um um, að Claes sé hæfur til að vera framkvæmdastjóri NATO. Willy Claes kuTONiUH IS A dead end . GKEENPl ACE Reuter UMKRINGDUR hermönnum á alla kanta leggur Borís Jeltsín blómsveig að minnisvarða um óþekkta hermanninn í Moskvu í gær. Jeltsín sér teikn um upplausn í heraum Moskvu. Reuter. Jospin fær nýjan keppinaut París. Reuter. LIONEL Jospin, forsetafram- bjóðandi franskra sósíalista, varð fyrir áfalli í gær er vinstri-miðjumaðurinn Jean- Francois Hoiy skýrði frá fram- boði sínu. „Eg vil vera fram- bjóðandi nútímalegra vinstri- manna í þessum kosningum," sagði Hory. Jospin, hægrimaðurinn Edouard Balladur forsætisráð- herra og flokksbróðir hans Jacques Chirac hljóta hver um sig 22% atkvæða í fyrri um- ferð kosninganna 23. apríl, samkvæmt könnun Ipsos- stofnunarinnar sem birt var í gær. Samkvæmt henni ynni Balladur í seinni umferðinni. í könnun sömu stofnunar fyrir tveimur vikum var fylgi Balladurs 26%, Chiracs 20% og Jospins 19%. Liðsmaður Tapie Kommúnistar og flokkar umhverfissinna hafa þegar valið eigin forsetaframbjóð- endur í fyrri umferðinni. Hory, sem er liðsmaður Róttæka flokksins, situr nú á Evrópu- þinginu. Þekktasti flokksmað- urinn er umdeildur auðkýfing- ur og fyrrverandi ráðherra, Bemard Tapie. Hory, sem er 45 ára, sagði í gær að baráttumál sín yrðu sameinuð Evrópa og að at- vinnuleysi ungmenna yrði gert ólöglegt, einnig vill hann um- bætur á velferðarkerfinu. BORÍS N. Jeltsín Rússlandsforseti hét því í gær að efla herinn með auknum fjárveitingum, nýjum vopnabúnaði og bættum kjörum hermanna. „Það er farið að bera á upplausn í hernum. Við verðum að sýna hörku og vera ákveðin svo að liðsmenn heraflans trúi að um- bætur verði gerðar," sagði forset- inn í ræðu er hann flutti í tilefni Dags hersins. Yfírmenn hersins hafa áður fengið loforð um auknar fjárveit- ingar en lítið orðið úr efndum. Dagblað hersins, Rauða stjarnan, birti í gær leiðara á forsíðu þar sem sagt var með beiskju að ráðamenn létu sér vanda hersins í léttu rúmi liggja. Alexander Lebed hershöfðingi, sem nýtur vaxandi fylgis meðal liðsforingja, segir í viðtali við bandaríska vikuritið Time að hætta sé á að herinn klofni. Yfirmenn í sérhveiju héraði líti á liðsaflann þar sem sinn einkaher. Ráðamenn hafi heitið umbótum en látið óskhyggj- una duga. Lebed segir að erfitt sé að sjá hvort innrásin í Tsjetsjníju hafi verið skipulögð af „viðvaningum eða bijálæðingum". Reka þurfi „vindbelgi" úr röðum yfirmanna sem hafí gert óreynda unglinga að byssufóðri í Tsjetsjníju. Vilja afsögn Jeltsíns Ný könnun blaðsins Sevodníja sýnir að 57% Rússa vilja að Jeltsín segi þegar af sér embætti og 68% eru andvíg því að hann bjóði sig fram á ný 1996. Andmæla flutningum með kjam- orkuúrgang LIÐSMENN umhverfisverndar- samtakanna Greenpeace efndu til mótmæla við höfnina í Cherbourg í Frakklandi í gær. Þar var verið að lesta kjarn- orkuúrgang um borð í japanskt skip. Urgangurinn var upphaf- lega fluttur frá Japan til Frakk- lands þar sem hann var endur- unninn af franska orkufyrir- tækinu COGEMA. Bóluefni gegn lifr- arbólgu MATVÆIA- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur gefið grænt ljós á fyrsta bóluefnið gegn lifrarbólgu af A-stofni. Gert er ráð fyrir að lyfið, sem nefnist Havrix, verði fá- anlegt til notkunar innan nokkurra vikna. Lifrarbólga af A-stofni heijar á 100-150 þúsund Bandaríkjamenn á ári, eink- um fólk sem ferðast milli landa og fólk í þjónustu bandaríska heraflans. Ein- kennin eru lík einkennum flensu en veikin, sem er veik- asta afbrigði lifrarbólgu, gengur yfir á mánuði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.