Morgunblaðið - 24.02.1995, Síða 8
8 FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1995
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Góð útkoma úr skoðanakönnun:
Svo þurfa þeir nú að taka bensín við og við Sigurður Ingi minn . . .
Breskt lyfjafyrirtæki þróar lyf eftir tilgátu íslensks geðlæknis
Fj árhagslegur hagnaður
gæti orðið mikill
DR. ERNIR Kr. Snorrason segist ánægður
með viðtökur kenninga sinna en telur fulla
ástæðu til varkárni í spádómum um hugsan-
legan fjárhagslegan hagnað af þeim.
lyfið úr páska-
liljulaukum, og
hefur einkaleyfi á
þeirri vinnslu-
aðferð.
Annað fyrir-
tæki hefur hins
vegar fram-
Ieiðsluleyfi á lyf-
inu. Ernir segir
að mörg stærstu
lyfjafyrirtækin
séu byrjuð að
þróa lyf í þessum
flokki og hafi
gert víðtækar
rannsóknir sem
byggist á tilgátu
hans.
BRESKA lyfjafyrirtækið Shire
Parmaceuticals hefur gert
rammasamning við dr. Erni Kr.
Snorrason taugageðlækni um
leyfi til að styðjast við kenningar
hans um síþreytufár eða Akur-
eyrarveiki, við framleiðslu á lyf-
inu „galanthamine". Fyrirtækið
tryggði sér nýlega einkarétt um
allan heim á að framleiða lyfið
til að vinna á síþreytufári.
Stefnt er að því að setja lyfið
á markað árið 2000 og segir
Emir að þá gæti ávinningur hans
orðið talsverður, því ramma-
samningurinn feli í sér prósentur
af sölu. Eftir sé að ganga frá
samningnum, en Shire hafi þegar
greitt kostnað við að skrá einka-
leyfið um allan heim og hafi
borgað rannsóknir hans seinustu
ár.
Auk þess hafi honum borist
starfstilboð frá virtum stofnun-
um viða um heim í kjölfarið, sem
hann hafí þó ekki tækifæri til
að nýta sér. Hann eigi líka kost
á að hafa hönd í bagga með rann-
sóknum í Bandaríkjunum, Bret-
landi, Japan og víðar.
Mikilvægt að halda
jarðsambandi
„Verulegur fjárhagslegur
ávinningur verður sjálfsagt
mestur eftir árið 2000, en síðan
gæti ég líka selt einkaleyfið og
nú þegar hefur verið stungið að
mér að selja. Það er búið að
nefna einhverjar ótrúlegar upp-
hæðir ef ég held Ieyfinu, hundruð
milljóna á mánuði, en við skulum
halda jarðsambandi og vera
raunsæ því óvissan er til staðar,“
segir Ernir.
Truflun í boðefnakerfl
Ernir setti fram nýja tilgátu
um orsakir og eðli sjúkdómsins,
sem er einkaleyfishæf þar sem
hún bendir á hvernig hægt er
að búa til Iyf í því skyni að með-
höndla sjúkdóminn. Fyrsta
einkaleyfið var samþykkt í
Bandaríkjunum í maí síðastliðn-
um.
Ernir segir að erfitt sé að skil-
greina sjúkdóminn, þar sem sjúk-
dómseinkenni séu margvísleg.
Þar á meðal séu svefntruflanir,
sem komi væntanlega frá heila,
andleg þreyta sem komi væntan-
lega frá heila, líkamleg þreyta
sem komi væntanlega frá vöðv-
um, vöðvaverkir o.fl.
í fljótu bragði virðist ekkert
tengja saman þessi einkenni en
kenning Ernis miðast við að sí-
þreytufár stafi af truflun í einu
boðefnakerfi heilans og tauga-
vöðvamótum. Um sama efnið sé
að ræða og truflast að hluta til
í Alzheimersjúkdómi. Þar sé hins
vegar um að ræðá skemmdir á
frumum sem gangi ekki til baka,
en í síþreytufári sé um bólgur í
heila- og vöðvavef að ræða.
Ernir benti á nokkur lyf sem
gætu gagnast við meðhöndlun
og var lyfið „galanthamine" eitt
þeirra. Shire lyfjafyrirtækið hef-
ur þróað það áfram. „Galantham-
ine“ er gjarnan unnið úr vetrar-
gosalaukum en Shire hefur unnið
Gæti nýstgegn Alzheiíher
Breskir fjölmiðlar, þar á meðal
BBC, Financial Times og New
Scientist, hafa fjallað talsvert
mikið um áform Shire seinustu
vikur, og er Ernis alls staðar
getið sem einkaleyfishafa á hug-
myndinni á bak við lyfið.
í nýlegu viðtali við Financial
Times segir Rolf Stahel, aðal-
framkvæmdastjóri Shire
Parmaceuticals, að engin ná-
kvæm lækning sé til við sí-
þreytufári í Evrópu. í Evrópu
og Bandaríkjunum þjáist að
minnsta kost ein milljón sjúkl-
inga af sjúkdóminum.
Blaðið segir sjúkdóminn leggj-
ast aðallega á fólk á aldrinum
20-45 ára, og geti herjað á mann
í að minnsta kosti hálft ár í senn,
en að meðaltali í tvö og hálft ár.
Shire hafi jafnframt áhuga á
möguleikum „galanthamine" við
meðhöndlun alzheimers-sjúk-
dómsins, þ.e. heilabilunar eða
elliglapa. Fyrirtækið hyggist
hefja víðtæka rannsókn i surnar
á notkunarmöguleikum þess, og
reyna lyfið á um 600 sjúklingum
á sjúkrahúsum í fimm löndum
Evrópu.
IMæsti fundur OMEP haldinn í Reykjavík
Stuðlað að and-
legri og líkamlegri
velferð barna
Valborg Sigurðardóttir
Félagsskapurinn
Bernskan var stofn-
aður árið 1989 og
eru félagsmenn 80 tals-
ins. Bemskan er íslands-
deild OMEP sem eru al-
þjóðleg samtök um upp-
eldi ungra barna. OMEP
var stofnað árið 1948
vegna alvarlegs ástands
bama í stríðshrjáðum
löndum eftir síðari heims-
styrjöld. 50 þjóðlönd eru
aðilar að OMEP en al-
þjóðasamtökin era ráð-
gefandi aðilar að
UNESCO, Evrópuráðinu
og UNICEF. 50 ára af-
mæli samtakanna verður
árið 1998 og þá verður
heimsþing haldið í Kaup-
mannahöfn á vegum
Norðurlandanna. Undir-
búningur er þegar hafinn
og verðúr næsti fundur samtak-
anna haldinn í Reykjavík í apríl
næstkomandi. Formaður íslands-
deildarinnar er Valborg Sigurð-
ardóttir.
Hvað er OMEP?
„OMEP eru alþjóðasamtök
sem vinna að andlegri og líkam-
legri velferð ungra bama. OMEP
stefnir að því markmiði að börn
í öllum löndum heims njóti eins
góðra uppeldisskilyrða og unnt
er innan fjölskyldunnar, á barna-
heimilum, í skólum og í öðram
stofnunum í þjóðfélaginu þar sem
börn kunna að þurfa að dvelja
um styttri eða lengri tíma. Með
þessu markmiði vilja samtökin
bæta allt uppeldsstarf sem er
unnið í þágu barna, styðja rann-
sóknir á börnum og uppeldisskil-
yrðum þeirra og vinna að aukn-
um skilningi þjóða á milli.“
Hvernig varð íslandsdeildin
til?
„Við komum ekki inn í félags-
skapinn fyrr en 1989. Tilefnið
var sáttmáli Sameinuðu þjóð-
anna um réttindi bama sem við
gerðumst þá fullir aðilar að. Fé-
lagsskapurinn OMEP vinnur
mikið til við forvamarstörf og
félagið er þverfaglegt. Stofnend-
ur Islandsdeildarinnar koma úr
ýmsum starfsséttum. Forseti ís-
lands, frú Vigdís Finnbogadóttir,
er einn af stofnendum íslands-
deildarinnar, og fólk úr öllum
stéttum er velkomið í félagið. Á
þessum fimm árum höfum við
stuðlað að fræðslu og
við viljum vinna að fag-
legum og málefnaleg-
um umræðum um hagi
bama. í þessu skyni
höfum við haldið þrjú
málþing um málefni barna sem
era ofarlega á baugi. Við gefum
fyrirlestrana út í litlum bókum.
Nú er komin ritröð sem við köll-
um Rödd barnsins og höfum
fengið styrki til útgáfunnar.“
Hvert hefur starf Bernskunnar
verið?
„Við höfum stofnað Bernsku-
skóg, sem verður bæði uppeldis-
legt og vistfræðilegt verkefni.
Við höfum góða samvinnu við
Reykjavíkurborg sem úthlutaði
okkur 15 hektörum lands við
Úlfljótsvatn til skógræktar og
við hófum þar gróðursetningu í
fyrra í nafni íslenskra barna og
íslenska lýðveldisins. Markmiðið
er að gróðursetja eitt tré fyrir
hvert barn sem fæðist í Reykja-
vík. Það verða um það bil 1.700
plöntur á ári. Búið er að skipu-
► Valborg Sigurðardóttir er
fædd árið 1922 og er uppeldis-
fræðingur að mennt frá há-
skólanum í Minnesota og
Smith’s College og lauk þaðan
mastersnámi árið 1946. Hún
var ráðin sem skólastjóri Fóst-
urskólans frá stofnun, 1946,
en hann hét þá Uppeldisskóíi
Sumargjafar. Hún gegndi því
starfi til ársins 1985. Hún hef-
ur skrifað Uppeldisáætlun fyr-
ir leikskóla fyrir menntamála-
ráðuneytið auk bóka um
myndsköpun barna og leiki og
leikuppeldi. Hún vinnur nú að
því að skrifa sögu Fósturskól-
ans og þróun fóstrumenntunar
á íslandi.
leggja Bernskuskóg fram til árs-
ins 2025 og einn tijálundur verð-
ur gróðursettur með mismunandi
tijátegundum hvert ár. Hug-
myndin er ekki aðeins að græða
landið heldur stuðlum við einnig
að persónulegum tengslum borg-
arbarnsins við náttúrana og vekj-
um áhuga þess á því að efla
hana og vernda.“
Hvert verður næsta verkefni
Bernskunnar?
„Við ætlum að veita viður-
kenningu fyrir vel unnin störf í
þágu barna. Við stefnum að því
þegar tilefni gefast að veita við-
urkenningu til þeirra sem hafa
gengið fram fyrir skjöldu og
stuðlað með einhveij-
um hætti að andlegri
og líkamlegri velferð
ungra barna á íslandi.
Markmiðið með verð-
launaveitingunni er að
vekja athygli á mikilvægum
störfum sem unnin eru í þágu
ungra barna á íslandi og þakka
þau á þennan táknræna hátt.
Við viljum líka vekja athygli á
mikilvægi bemskuáranna, þýð-
ingu þeirra fyrir allan þroskafer-
il mannsins og hvetja þar með
til bættra og aukinna starfa að
málefnum barna. Verðlaunin eru
íslensk hönnun með skírskotun
til markmiða Bemskunnar og
OMEP. Hansína Jensdóttir gull-
smiður hannaði gripinn sem við
köllum Bernskugull. Við veittum
Bernskugullið í fyrsta sinn 11.
febrúar sl. og vorum einróma
samþykk því að veita Kvenfélag-
inu Hringnum verðlaunin að
þessu sinni fyrir starf um ára-
tuga skeið í þágu sjúkra barna á
Islandi."
Tréfyrir hvert
barn fætt í
Reykjavík