Morgunblaðið - 24.02.1995, Page 30

Morgunblaðið - 24.02.1995, Page 30
30 FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ T Aðalheiður Jón- asdóttir fæddist á Eiðsstöðum í Blöndudal í Austur- Húnavatnssýslu 30. desember 1922. Hún lést í Reykjavík 16. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Ólöf Bjamadóttir hús- freyja, f. 3. ágúst 1884 að Gerðum í Garði, d. 18. júlí 1957 í Reykjavík, og Jónas Guðmundsson bóndi á Eiðsstöðum, f. 19. janúar 1879 að Víðimýri í Skagafirði, d. 25. september 1933 á Blönduósi. Böm þeirra vom átta auk Aðalheiðar: 1) Bjarni, f. 16. ágúst 1905, d. 5. apríl 1906. 2) Ásta María, f. 18. janúar 1909, d. 18. júni 1967, maður hennar var Mar- inó Helgason, f. 1913, d. 1991. 3) Bjami, f. 1. febrúar 1911, d. 1914. 4) Þorleifur Ragnar, f. 27. október 1913, kvæntur Guðrúnu Ó. Reykdal, f. 1922. 5) Guðmundur, f. 21. nóvem- ber 1916, d. 6. desember 1916. 6) Guðmundur, f. 10. febrúar 1918, kona hans er Margrét Jónsdóttir, f. 1927. 7) Ingiríð- ur, f. 9. október 1920, maður hennar er Magnús Blöndal, f. 1918. 8) Skúli, f. 12. febrúar 1926, kvæntur Guðrúnu Jóns- dóttur, f. 1930. Aðalheiður lauk námi frá Kvennaskólan- um á Blönduósi og lagði stund á hjúkmnarnám við Hjúkrun- arkvennaskóla íslands. Megin- ÞAÐ ERU gömul sannindi og ný, að dauðinn kemur alltaf á óvart, þrátt fyrir að reynt hafi verið að búa sig undir komu hans. Það er oft stutt milli gleði og sorgar. Laugardagskvöldið 11. febrúar sl. voru fjölskyldurnar samankomn- ar í sínu árlega þorrablóti, þar sem gleði og mikil samheldni réð ríkjum að vanda. Þar var Aðalheiður með sitt sígilda bros og ekki var annað að sjá en hún nyti þess að vera með vinum og ættingjum, þrátt fyrir að hún hafi ekki getað tjáð sig vegna sjúkdóms sem hráði hana síðustu árin. Hún hefur ætíð í gegn- um árin verið gleðigjafi hvar sem hún hefur verið og hún naut þess að taka á móti gestum sínum og hluta starfsævi sinnar vann hún að hjúkmn aldr- aðra og umönn- un fólks á með- ferðarstofnun- um fyrir áfengis- sjúklinga. Hún giftist 6. mars 1948 eftirlifandi eiginmanni sín- um, Herði Har- aldssyni, húsa- smíðameistara í Reykjavík, f. 28. febrúar 1916. Hann er sonur hjónanna Halldóru Svein- bjömsdóttur, f. 20. júní 1892, d. 30. apríl 1931, og Haralds Jónssonar, prentara, f. 18. júní 1888, d. 9. september 1977. Aðalheiði og Herði varð fjög- urra barna auðið og em þau öll búsett í Reykjavík. Þau eru: 1) Ólöf Kolbrún, f. 20. febrúar 1949, gift Jóni Stef- ánssyni, f. 1946. 2) Haraldur, f. 9. júní 1950. 3) Björk Lind, f. 21. apríl 1954, maki Ragnar Petersen, f. 1953, þau skildu. Böra þeirra Róbert, f. 1975, og Snorri, f. 1978. 4) Harpa, f. 7. ágúst 1960. Fyrri maki Halldór Carl Steinþórsson, f. 1959, d. 1985; börn þeirra Aðalheiður, f. 1977, og Amór, f. 1982. Síðari maki Brynjar Freyr Stefánsson, f. 1960. Son- ur þeirra Hörður Freyr, f. 1990. Útför Aðalheiðar Jónas- dóttur fer fram frá Langholts- kirkju í dag og hefst athöfnin kl. 15. vinum. Aðeins fimm dögum eftir unjrætt þorrablót kom hið ákveðna kall og undan því var ekki vikist. Það hafa beðið hennar þýðingar- mikil störf handan landamæranna. Heiða, eins og hún var jafnan kölluð, var næst yngst barna þeirra Ólafar Bjarnadóttur og Jónasar Guðmundssonar er bjuggu á Eiðs- stöðum í Blöndudal, Þijú af systkinunum létust í æsku. Þegar Heiða var á ellefta ári féll faðir okkar frá, á góðum aldri. Á þeim árum var ekki margra kosta völ hjá fátækri ekkju í sveit annað en að koma bömum sínum fyrir á stærri býlum í sveitinni og láta þau reyna að vinna fyrir sér. Hópurinn tvístraðist nokkuð og urðu systkin- MINNINGAR in að laga sig að nýjum aðstæðum. Á þessum ámm hafði tæknin ekki haldið innreið sína í íslenskan land- búnað og byggðist því allt á mik- illi erfiðisvinnu og löngum vinnu- degi. Allt gekk þetta án áfalla og þegar fram liðu stundir sótti Heiða vinnu við margvísleg störf. Þar kom að hún fór í hjúkmnarnám og þar með var stefnan tekin á framtíðar lífsstarfið. Aðal vinnustaðir hennar vom Dvalarheimili aldraðra sjó- manna og síðustu árin starfaði hún á Vogi meðan heilsa hennar leyfði. Mér er tjáð að hjúkmnarstörf hafi hentað henni mjög vel, hún var glaðlynd við sjúklinga sína og nær- gætin í allri framkomu og vann hylli allra þeirra sem hennar nutu. Hún var skyldurækin í störfum sín- um og vann öll verk sín af kost- gæfni. Eigi má gleyma hennar aðal starfi, húsmóðurstarfinu, en því miður er það vanmetið oft á tíðum, en það er staðreynd að allar mæð- ur bera birtu í heimili barna sinna og umvefja þau í móðurlegri og óþrotlegri fómfýsi. Börn hennar og Harðar urðu fjögur, öll mannkostafólk og nýtir þjóðfélagsþegnar og segja má að þau hjón hafí notið mikils barna- láns sem er ómetanlegt og mikil guðsgjöf. Barnabömin fimm vom miklir og dýrmætir augasteinar afa og ömmu en nú þarf afínn að gegna báðum hlutverkunum og hann mun valda því hlutverki vel, en hann er sérlega laginn að laða að sér börn og þau em honum mjög nátengd. Þegar heilsu Heiðu fór að hraka sýndu eiginmaðurinn og börnin al- veg einstaka umhyggjusemi og nærgætni og mættu margir af því læra. Við vitum að Heiða hefði svo gjarnan viljað þakka þeim öllum ásamt mörgum vinum sínum fyrir alit sem hún þáði af þeim og einn- ig starfsfólkinu á hjúkmnarheimil- inu Eir sem reyndist henni ákaflega vel og viljum við leyfa okkur að bera þessar kveðjur hennar. Við þökkum Heiðu samfylgdina, söng- inn og gleðina sem henni fylgdu alla tíð. Dauðinn er ekki óvinur heldur ævintýri. Enn er að visu breytt um svið, en er ekki hið nýja svið ennþá opnara, bjartara og fegurra en það sem blasir við okkur hér? í draum- um okkar er það alltaf ljósi vafíð. Annars getum við ekki lýst því, því við höfum hvorki augu til að líta það, né tungu til að segja frá því. En tvennt er það meðal annars sem við treystum að sé þar, enda veitir það lífi okkar mestan unað; samfé- lag ástvina og næg viðfangsefni. Þess vegna er það okkar helga von að Heiða fagni nú fögrum móttök- um og muni með nýjum kröftum leggja aftur hönd á verk sem em AÐALHEIÐUR JÓNASDÓTTIR Páll Ágúst Jóns- son andaðist á Sjúkrahúsi Siglu- fjarðar 13. febrúar síðastliðinn. Hann var fæddur á Kambi í Deildardal 9. sept- ember 1921. For- eldrar hans vora Jón Halldór Araa- son og Hólmfríður Rannveig Þorgils- dóttir. Páll átti fimm bræður og eina systur. Tveir bræðranna em Iátn- ir. Páll kvæntist Unu Sigríði Ásmundsdóttur frá Klöpp í Reyðarfirði. Hún lifir eiginmann sinn. Þau eign- uðust níu böm. Afabörnin em 16 og langafabörnin 11. Jarð- arförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. MIG LANGAR í fáum orðum að minnast föður míns, „Palla á Höfn- inni“, eins og hann var alla jafna kallað- ur. Á mínum uppvaxt- arámm var hann hót- elstjóri á Hótel Höfn á Siglufírði. Það vora skemmtileg ár, alltaf eitthvað um að vera og nóg að gera, því við systkinin fómm snemma að vinna við hin ýmsu störf á „Höfninni“. Þá var mikið um ferðamenn bæði innlenda og er- lenda og minnist ég þess sérstaklega hvað ég var stolt þegar hann var að tala „útlensku". Þá fannst mér ég eiga „flottasta" pabbann í heiminum. Þó mikið væri að gera gaf hann sér tíma til að skreppa í sveitina til ömmu. Það vom skemmtilegir tímar. Oftast fómm við í heimsóknir á næstu bæi, og þá var hann í essinu sínu og alla tíð hrókur alls fagnaðar. Síðan liðu mörg ár. Pabbi var kominn á Landspítalann þjáður af liðagigt. Þá var ég flutt til Reykja- víkur og hæg heimatökin að heim- sækja hann þangað. Seinna fór hann á Reykjalund. Þær vom yndis- legar helgamar sem við áttum heima hjá mér á þeim tíma. Þá var spilastokkurinn ekki langt undan, og engin tímamörk fyrir því hvað spilað var lengi fram eftir nóttu. Hann hafði yndi af spilamennsku og taflmennsku. Það var alltaf jafn gott og gaman að heimsækja hann á Siglufjörð, ætíð var vel tekið á móti okkur fjöl- skyldunni. Hann var alltaf með stórsteikur og hugsaði um að allir fengju fylli sína, enda vann hann lengst af við matreiðslu. Hann var mikill sögumaður, og sagði mjög skemmtilega frá. Aldrei leið honum jafn vel og þegar eldhúskrókurinn var fullsetinn og hann horfði fram- an í skellihlæjandi andlitin. Eins var það síðastliðið sumar þegar við vor- um fyrir norðan, þó hann væri sár- þjáður hætti hann ekki fyrr en hann gat komið öllum til að hlæja. Þann- ig vil ég minnast hans. Ég votta móður minni, systkinum og öðmm aðstandendum mína dýpstu samúð. Megi Guð styrkja okkur í sorginni. Jóhanna. PÁLL ÁGÚST JÓNSSON henni og öðmm til blessunar. Kæra systir. Fjölskyldurnar kveðja þig í bili með söknuði og trega í fullvissu um að þú munir taka á móti okkur þegar við komum með söng og þínu fagra brosi eins og þér var svo tamt að gera meðan þér var gefið líf og heilsa. Guð blessi þig og okkar endur- fund. Systkini. Þegar ég kom fyrst að Árbæjar- skóla fyrir um aldarfjórðungi vakti strax athygli mína kvikur og hnell- inn náungi, sem þó var greinilega kominn til fullorðinsára. Þessum manni kynntist ég fljótt náið og tókst með okkur hið besta sam- band. Hér var Ágúst Filippusson, umsjónarmaður skólans og afi allra bama er skólann sóttu. Jón Árna- son, þáverandi skólastjóri, var ótrú- lega laginn við flest sín verk, þótt ýmsir sæju það ekki fyrr en síðar. Eitt af hans meistarastykkjum var að ráða þau hjón, Svövu Bjarna- dóttur og Ágúst Filippusson, að stofnuninni. Svövu fyrst sem kaffí- konu og Ágúst síðar sem húsvörð. Hafí þau verið afi og amma nem- endanna, þá vomm við kennarar, sem þóttumst þeim aðeins yngri, eins og bömin þeirra. Fyrir utan að Ágúst væri hinn besti félagi og mjög traustur er á reyndi, var hluti af ánægjunni við að umgangast hann að koma hon- um í spjall til að beita sinni oft kaldhæðnu fyndni. Hann var af- bragðsgóður húsvörður og gott til hans að leita með hvað eina og hann hafði vakandi auga á öllu því er umsjón hússins snerti. En þrátt fyrir sérstakan hæfni sína sem umsjónarmaður, varð hann sam- kvæmt starfsreglum að láta af störfum fyrir aldurs sakir, enda þótt hann væri þá betur hæfur í starfið og harðskeyttari til verka en margir honum yngri menn. Ekki fjölyrði ég um hans ævi- kvöld eftir að störfum lauk við Árbæjarskóla, en mikill veit ég að var söknuður hans við fráfall Svövu. Ættingjar hans og tengda- fólk sinnti honum ætíð vel, en ekki vom tengslin minnst við yngri af- komenduma. Alltaf var gaman að heimsækja Gústa, þótt heimsóknum fækkaði síðustu árin. Ógleymdir eru ýmsir persónulegir greiðar og viðvik er hann gerði mér, eftir að störfum hans lauk við Árbæjarskóla. Vil ég þakka það ásamt góðri vináttu og samstarfí gegnum árin. Ég votta þessum látna heiðurs- manni virðingu mína og ættingjum hans og aðstandendum samúð við fráfall hans. Marinó Þ. Guðmundsson. Glaðlyndi og góðvild vom þeir eðlisþættir sem mest vom áberandi í fari Heiðu föðursystur minnar, Aðalheiðar Jónasdóttur. Ef lýsa ætti eiginleikum hennar nánar koma í hug orðin dugnaður, jafn- lyndi, ósérhlífni, manngæska og nærgætni. Það hefur margt breyst í íslensku þjóðlífí frá því að Heiða fæddist í lágreistum torfbæ norður í Blöndudal í Húnavatnssýslu í lok ársins 1922 og margt dreif á daga hennar á rúmlega sjö tugum ára. Bernskustundir í hópi glaðværra systkina að Eiðsstöðum hafa eflaust orðið henni lærdómsríkar en ekkert hefur mótað bamssálina meira en fráfall föður hennar Jón- asar Guðmundssonar þegar hún var á ellefta ári, 1933. Arið eftir var heimilið Ieyst upp og systkinin urðu að fara að vinna fyrir sér eft- ir því sem tök voru á sitt á hveijum staðnum. Heiða var tvö ár á Höllu- stöðum og önnur tvö á Bollastöðum í Blöndudal. Þá var hún í kaupa- vinnu á Hvítárvöllum í Borgarfirði og starfaði eitt ár við saumaskap á Siglufírði. Með dugnaði kom hún sér áfram eins og hin systkinin, fór {Kvenna- skólann á Blönduósi og stundaði hjúkrunamám í Reykjavík en lauk því ekki þar sem aðrar skyldur kölluðu. Meðfram heimilishaldi og upp- eldi barna vann Heiða langa vinnu- daga við hjúkmnarstöf, þar af ára- tug á Hrafnistu og tólf ár á með- ferðarstofnunum SÁÁ. Hjá síðar- nefnda aðilanum vann hún alltaf á næturvöktum og hafði á orði að það væri mun þægilegra til þess að geta notað daginn til annarra verka og oft undruðust vandamenn hennar hve lítillar hvíldar hún unni sér. Fljótlega eftir að hún hætti störf- um fyrir aldurs sakir fór hún að kenna veikinda sem hún átti við að stríða til síðasta dags en naut þá sjálf hjúkrunar á sjúkrastofnun- um og ómældrar ástúðar og um- hyggju fjölskyldu sinnar. Við þáttaskil hvarflar hugurinn til liðinna stunda. Ég minnist þess að þegar ég kom ungur suður til Reykjavíkur í fram- haldsnám var óvíða jafn upplífg- andi að líta inn og á Langholtsveg- inum hjá Heiðu og Herði. Þar var alltaf glaðværð og gleði ríkjandi og heimilið miðstöð skyldfólks, vina og kunningja úr öllum áttum. Á þessum stað lágu leiðir mínar og Elínar konu minnar til dæmis fyrst saman. Oft var þarna spjallað fram á nætur enda Heiða mikill nátt- hrafn og áhugasöm um margvísleg málefni. Ekki átti það síst upp á pallborðið hjá henni að ræða eilífð- armálin og reyna að átta sig á hvers væri að vænta að genginni ævileið. En það var jafnan létt yfir mann- fundum á heimili þeirra Heiðu og Harðar. Einstök kímnigáfa og smit- andi hlátur húsfreyjunnar átti ekki sístan þátt í því að gestir vom löng- um með bros á vör á meðan þeir stóðu við undir þeirra þaki. Heiða var sönghneigð með af- brigðum eins og hún átti kyn til því að í móðurætt hennar hafði sönggleði og tónlistaráhugi borist mann fram af manni. Hún hafði gaman af söng á mannamótum, tók virkan þátt í kórstarfi Húnvetn- ingafélagsins og söng um langt árabil í Kór Langholtskirkju sem tengdasonur hennar, Jón Stefáns- son, hefur stýrt af alkunnri snilld. Tvær dætra hennar, þær Ólöf Kol- brún og Harpa, hafa báðar lokið framhaldsnámi í söng og Ólöf sem kunnugt er verið ein helsta söng- stjama íslensku óperannar um ára- bil og nú óperustjóri. Á heimili Ólafar og Jóns hafa allir ættliðir tengdir systkinunum frá Eiðsstöðum hist á þorranum undanfarin ár til þess að treysta skyldleika- og vináttubönd. Fagn- aður þessa árs fór fram 11. febr- úar síðastliðinn og sóttu hann lið- lega sextíu manns. Þar var Heiða meðal annarra, björt yfírlitum og glæsileg eins og hún átti vanda til með glampa í auga. Örfáum dögum seinna hafði hún kvatt þessa jarð- vist. Það er sjónarsviptir að sjá hana ekki framar og eiga þess ekki kost að gleðjast með henni á góðri stund. Innileg samúð okkar er hjá fjölskyldu hennar og nánasta venslafólki þessa dagana. Vetrarlegt er um að litast í Blöndudal um þessar mundir eins og um Norðurland allt en undir djúpum snjóbreiðunum eru gengin spor bernskunnar á hlaðinu þar sem Eiðsstaðabærinn stóð. En spor Aðalheiðar Jónasdóttur lágu víðar á löngum ferli. Hún lét til sín taka á ýmsum sviðum mannlífsins. Alls staðar geislaði frá henni góðsemi og göfuglyndi. í hugum samferðamanna geym- ast ljúfar myndir og notalegar minn- ingar fá vegferð elskulegrar konu sem sífellt var tilbúin að fórna sér fyrir aðra og veita þeim sem veik- burða vom eða áttu við annan vanda að stríða alla þá alúð og umhyggju sem hún átti til. Við ævilok er bjart yfir minningu hennar. Olafur Ragnarsson. • Flcirí minningnrgrcinur um Aðalheiði Jónasdóttur bíða birt- ingar ogmunu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.