Morgunblaðið - 24.02.1995, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 24.02.1995, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1995 33 HÁLFDÁN BJARNASON -4- Hálfdán ■ Bjarnason fæddist í Reykja- vík 28. apríl 1949. Hann lést á Land- spítalanum 13. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Bjarni Hálfdánarson, f. 21.2. 1917, d. 5.6. 1983, og Laufey Ágústa Markús- dóttir, f. 3.8. 1915, d. 12.1. 1984. Hálf- dán var þriðji í röð- inni af fimm systk- inum. Þau eru Markús Sigur- Hörður Kristján, f. 30.1. 1983. geir, f. 24.2. 1947, maki Bára Hálfdán verður jarðsunginn Magnúsdóttir, Hörður Sævar, frá Bústaðakirkju í dag og f. 21.2. 1948, maki Kolbrún hefst athöfnin kl. 13.30. Sverrisdóttir, Jó- hanna Halldóra, f. 16.11. 1950, maki Gísli Sigurjónsson, og Svanfríður Guðrún, f. 13.2. 1952. Hinn 11. apríl 1968 kvænt- ist Hálfdán Vigdísi Huldu Ólafsdóttur, f. 14.12. 1950, og eiga þau fjögur börn. Þau eru Sig- ríður Laufey, f. 14.4. 1968, Bjarni, f. 18.8. 1972, Ólaf- ur, f. 3.6. 1976, og Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) ENN EINU sinni erum við minnt á hvað bilið milli lífs og dauða er stutt, í dag kveðjum við ástkæran bróður okkar, Hálfdán Bjarnason, sem lést 13. febrúar sl. eftir erfið veikindi. Hálfdán ólst upp í Blesugróf og var því mikið í snertingu við náttúr- una. Við nutum þeirra forréttinda, að okkur fannst, að fá að alast þar upp, í þá daga var oft líf og íjör og margt til gamans gert. Við systurnar munum sjaldan eftir því í uppvextinum að hafa séð bræður okkar aðgerðalausa, hug- myndaflugið var óþijótandi, það voru smíðaðir bátar úr kassafjölum og bárujámsplötum og róið á þess- um bátum á Elliðaánum. Oft var farið í leiki í hólmanum og þegar Rafveitan fór að gróðursetja þar tré fengum við systkinin að hjálpa til. Okkur þótt mikið til þess koma, þegar það var sendur maður til að kaupa gosflöskur og súkkulaðikex handa okkur. Eftir þetta varð þetta að árlegum viðburði og það stækkaði ört barna- hópurinn sem hjálpaði til við gróð- ursetningu árlega. Eftir að við systkinin uxum úr grasi og eignuðumst fjölskyldur MIIMNINGAR kom það af sjálfu sér eftir að for- eldrar okkar létust að við sem þá bjuggum úti á landi, gistum alltaf í Flúðaselinu hjá Hálfdáni og Dísu ef skroppið var til Reykjavíkur. Aldrei brást það að okkur væri tekið opnum örmum, og var heimili þeirra okkar systkinunum ávallt opið hvort sem gista þurfti eina nótt eða fá samastað á meðan beð- ið væri eftir húsnæði þegar við flutt- um suður. Við systkinin ferðuðumst mikið saman um ísland. Þegar skipuleggja átti sumarfríið var jafn sjálfsagt og að athuga hvort bíllinn væri í lagi að athuga hvert Hálfdán og Dísa ætluðu í ár. Það var ekki hægt að hugsa sér samhentari og skemmtilegri ferðafélaga, aldrei nein vandamál. Árið 1987 fórum við systurnar og okkar makar ásamt Hálfdáni og Dísu í viku ferð til Glasgow. Þessi ferð var ógleymanleg og alltaf stóð til að fara aftur en af því varð því miður ekki. Hálfdán fór ungur að vinna, hann var sjómaður til nokkurra ára, stundaði sendibílaakstur og vann hjá innkaupadeild LIU í 15 ár. Þegar hann lét af störfum þar keypti hann Bílaþjónustuna Bílkó árið 1994 og rak hana til dauða- dags. Undanfarna mánuði hefur Hálf- dán barist hetjulega við illvígan sjúkdóm, hann vissi að hverju stefndi og tók því með æðruleysi. Innst inni héldum við þó öll í þá veiku von að hann ætti eftir lengri tíma með okkur, en maðurinn með ljáinn hafði betur í þessari baráttu eins og svo oft áður. í öllum sínum veikindum vildi Hálfdán bjarga sér sjálfur í lengstu lög, hann vildi ekki íþyngja öðrum með því að kvarta. Áð lokum var sjúkrahúslega ekki umflúin og þar naut hann mjög góðrar ummönnun- ar. Fyrir það vill íjölskyldan nú þakka læknum og starfsfólki á deild 11E á Landspítalanum. Guð blessi ykkur öll. í gegnum öll hans veikindi stóð Dísa alltaf eins og klettur við hlið Hálfdáns. En þetta er búinn að vera erfiður tími hjá henni og börn- unum, enda studdu þau hann í einu og öllu, allt þar til yfir lauk. Að lokum þegar við kveðjum ástkæran bróður í síðasta sinn, þökkum við fyrir allar yndislegu samverustund- irnar og biðjum honum Guðs bless- unar í nýjum heimkynnum. Elsku Dísa, Bjarni, Sigga, Óli og Diddi, megi góður guð styrkja ykk- ur í þessari miklu sorg. Megi minn- ingin um elskulegan eiginmann og föður sefa sárasta söknuðinn. Blessuð sé minning bróður okkar. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Jóhanna, Svanfríður og fjölskyldur. Það var fyrir nærri þrjátíu árum sem Dísa, bernskuvinkona mín, kynnti mig fyrir háum, myndarleg- um og glaðlegum pilti sem átti eft- ir að verða lífsförunautur hennar síðan. Við vorum öll unglingar þá, varla meira en börn, en vinátta okkar þriggja hefur haldist órofa þótt stundum væri langt á milli okkar. Nú er Hálfdán fallinn frá aðeins 45 ára gamall, eftir ákaflega harða veikindabaráttu undanfarna mán- uði. Og þótt við höfum vitað um hríð að hveiju stefndi og jafnvel beðið þess að bundinn yrði endi á þjáningar hans erum við samt ekki tilbúin að sætta okkur við að missa hann frá okkur svona langt um ald- ur fram. Svipmyndir óteljandi minninga leita á hugann. Dísa, Hálfdán og ég ásamt fleiri , unglingum í gömlum Chevrolettum að kvöldlagi, brúðkaupsdagurinn þeirra þegar við Dísa vorum sautján ára og Hálfdán átján, fyrstu bú- skaparárin þeirra með dótturina litlu, sem mér fannst ég nánast eiga jafn mikið í og þau. Sjálf var ég laus og liðug lengi enn, en sóttist eftir að heimsækja þau og nöfnu mína í litlu íbúðina á Sogaveginum. Síðar varð vík milli vina þegar ég bjó lengi í útlöndum, en alltaf hittumst við í hverri heimsókn til íslands og ég fylgdist með þegár fjölskyldan stækkaði og drengirnir bættust í hópinn, einn af öðrum. Löngu seinna urðum við aftur ná- grannar í Seljahverfi þegar ég var líka komin með fjölskyldu. Yngstu börnin okkar eru jafngömul, aðeins tólf ára, og við héldum að lífið væri aðeins hálfnað þegar reiðar- slagið dundi yfir og veikindi Hálf- dáns komu í ljós í sumar. Hálfdán sýndi einstaka stillingu og geðró í hinu harða stríði síðustu mánuðina. Og Dísa stóð eins og klettur við hlið hans. Ég trúi því að söknuðurinn víki um síðir fyrir birtu minninganna um góðan dreng. Hálfdán var heil- steyptur maður og traustur. Hann var einstaklega hlýr í viðmóti, og glaðlegur. Hann var líka ákaflega greiðvikinn og alltaf fús að rétta hjálparhönd. Þannig mun ég ætíð minnast hans. Elsku Dísa, Sigga, Bjami, Óli og Diddi, við Jón og börnin, ásamt foreldrum mínum biðjum guð að gefa ykkur styrk á erfiðum tímum. Einnig sendum við systkinum Hálf- dánar og tengdaforeldrum innilegar samúðarkveðjur. Sigríður Einarsdóttir. THEÓDÓRA JÓNSDÓTTIR + Theódóra Jónsdóttir fæddist í Norður- Botni í Tálknafirði 17. ágúst 1892. Hún lést á Hrafn- istu í Hafnarfirði 15. febrúar síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Her- dís Teitsdóttir og Jón Gíslason. Bræður hennar voru Sveinn Jóns- son bóndi á Sell- átranesi, d. 1974, og Kristján Jóns- son verkamaður á Patreks- firði, d. 1978. Theódóra bjó á Patreksfirði 1930-1958 ásamt sambýlis- manni sínum, Friðrik Á. Þórð- arsyni, d. 1958, og fóstursyni, Olafi Guðmundssyni, f. 16.10. 1931, d. 4.2. 1978. Árið 1958 fluttist Theódóra til Reykjavíkur og bjó fyrstu árin á Ásvallagötu 1 ásamt fóstursyni sínum en síðan fluttust þau á Ljós- vallagötu 22 til Jóns Guðmunds- sonar, hálfbróður Ólafs. Var hún þar til heimilis uns hún þurfti að fara á Hrafnistu heilsu sinnar vegna. Útför Theódóru fer fram frá Fogsvogskapellu í dag og hefst athöfnin kl. 10.30. Hver fögur dyggð í fari manns er fyrst af rótum kærleikans. Af kærleik sprottin auðmýkt er, við aðra vægð og góðvild hver og friðsemd hrein og hógvært geð og hjartaprýði stilling með. (Helgi Hálfdánarson) ÞEGAR ég ákvað að skrifa minn- ingargrein um elskulega frænku mína sem er látin á 103. aldursári, tók ég mér sálmabók í hönd til að finna sálm sem gæti lýst henni sem best. Þegar ég lagði sálmabókina frá mér tók einn sona minn hana upp og eftir stutta stund sagði hann: „Mamma hafðu þennan sálm, hann segir eins frá og hún var.“ Það eru orð að sönnu. Því hún Dóra var einstök. Kærleikur til ættingja og vina og allur sá inni- leiki sem geislaði af henni er ógleymanlegur. Tilvera hennar í einlægri trú á Guð fær mig til að hugsa um hvað trúin getur gefið fólki mikinn kærleik til að lifa í sátt við það sem okkur er ætlað. Ég kveð frænku mína með virðingu og þökk fyrir það sem hún hefur verið mér og fjölskyldu minni. Far þú i friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Kristín Ólafsdóttir, Tálknafirði. Við viljum með örfáum orðum kveðja elskulegu frænku okkar. Theódóra Jónsdóttir var orðin 102 ára þegar hún lést. Hún hafði dval- ið á Hrafnistu síðastliðin ár við góða umönnun. Hún frænka, eins og við kölluð- um hana alltaf, var öllum alla tíð góð. Við eigum margar góðar minn- ingar úr æsku þegar við heimsótt- um hana á sunnudögum með for- eldrum okkar á Ljósvallagötuna þar sem hún tók vel á móti okkur með hlýju og góðgæti. Hún var alltaf mjög gjafmild, en það voru ekki bara jarðneskar gjafir sem hún gaf okkur heldur líka andlegar gjafir og góðvild. Frænka var alltaf tilbú- in til að hlusta á mann eða lesa fyrir okkur eða segja frá. Hún var mjög trúuð og gaf það henni mikinn styrk þegar á reyndi. Frænka átti til óendanlega góð- vild og hlýju sem hefur verið gott veganesti út í lífið fyrir okkur syst- urnar. Við munum ætíð minnast hennar með hlýhug og þakklæti fyrir margar ánægjustundir. Brosir minning blíð og fögur bemskunnar frá fyrstu tíð ávallt hjartans ástúð þína okkur gafstu fyrr og síð. Heimaranninn hlýja og bjarta höndin blessuð prýddi þín yfir unnum ævistörfum auðna góðrar konu skín. (Höf. ók.) Guð geymi þig og varðveiti, elsku frænka. Eydís María, Dóra Kristín og Inga. Þegar Dóru er minnst kemur fyrst í hugann trúin á guð, síðan hinn hái aldur hennar og svo allt hitt. Það var okkur sem höfum búið á Ljósvallagötunni mjög lærdóms- ríkt að njóta návistar svo trúaðrar konu og leiðsögn Dóru var alltaf hljóð og full af djúpum skilningi. Eftir að hún ung að aldri hafði orðið fyrir trúarreynslu vestur á Patreksfirði var hún staðföst í trú sinni. Eftir dvöl nálægt henni urðu allir heilli, frá henni stafaði ró og friði. Þegar við sem börn höfðum opn- að jólapakkana og mesta spennan var úti hjá flestum fórum við alltaf niður til Dóru að „hjálpa“ henni að opna sína pakka. Hún gladdist allt- af eins og barn yfir hverri fallegri hugsun og nýju lífí. Það ekki viðeigandi, þótt það sé freistandi, að syrgja sárt svo há- aldraða konu, sem lifði rúmlega 102 ár hér á jörð. Hún Dóra okkar geymdi alltaf vel barnið í sér, hún var ætíð undrandi og sátt við sitt og víst er að hún dó „södd líf- daga“, eins og sagt er í Biblíunni. Allar minningarnar sem við eigum og hún gaf eru nú ómetanlegar. Dóra var aldrei spör á minningar úr sínu lífi, en ætíð gætti hún þess þó að fara vel með. Við minnumst hennar á sinni reglulegu göngu út í búð á meðan heilsan leyfði, nostri hennar við pijónaskap, en hún gaf þó allt sem hún pijónaði frá sér, einkum til Betaníu. Mannakorn átti hún og kenndi okkur þannig meðal annars að lesa hina helgu bók, þannig að gaman var að, ásamt ótal myndum úr Biblíunni sem höfðu mikil áhrif á óharðnaða huga. Aldrei var hún þó fyrri til að bera gérsemi trúar sinnar á borð fyrir nokkurn mann, hins vegar voru all- ir jafnir til veislu boðnir ef spurt var eða leitað til. Það hæfir vel minningu Theódóru Jónsdóttur að ljúka þessum orðum með erindi úr Passíusálmunum, en það var hennar yndi að lesa þá og hlusta á þá lesna. Svo að lifa, ég sofni hægt, svo að deyja, að kvöl sé bægt, svo að greftrast sem guðs bam hér gefðu, sætasti Jesú, mér. (H.P.) Með þökk fyrir samfylgdina ... og allt hitt. .. Guð blessi minningu góðrar konu. Fjölskyldan á Ljósvallagötu 22. Manstu eftír bókaröðinni um ísfólkið? Nú er komin ný röð QÁœtur ekki síðri að sögn lesenda. Fjórða bókin á helstu bóksölustöðum. Einnig fáanleg í ÁSKRIFT. Askriftartilboð! Fjórar fvrstu bækurnar á kr. 1 ísfólkið bókaútgáfa • Pósthólf 8950 • 128 Reykjavík • Sími 588 8590 • Fax 588 8380

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.