Morgunblaðið - 24.02.1995, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ
MIIMIMINGAR
FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1995 37
hjálpa henni að halda áfram. Minn-
ingnna um þig munum við Kiddi
geyma og varðveita með börnunum
okkar.
Guð geymi þig, pabbi minn. Góða
nótt, elskan.
Þín dóttir,
Ásgerður.
Það er erfítt að sætta sig við að
pabbi skuli vera dáinn. Eftir langan
og annasaman starfsferil, var hann
byrjaður að slaka á og um leið jókst
tíminn fyrir fjölskylduna og áhuga-
májin.
Ég ólst upp við það að pabbi
ynni mikið og að hann fylgdist með
áhugamálum mínum úr hæfílegri
fjarlægð, en þegar kom að atvinnu-
málum, að ég tali nú ekki ura stjóm-
mál, gat hann eitt löngum tíma í
að útskýra flókin ferli. Ég vandist
því að orð hans væru nokkuð ná-
lægt því að hafa lagagildi, því þótt
ekki væri mikið talað, var hlustað
á það sem hann sagði og röksemda-
færslan ekki dregin í efa. Hann
kenndi mér stundvísi og að maður
ætti að leggja sig allan fram hvort
sem væri í áhugamáium, námi eða
vinnu.
Eftir að ég kom í land af sjónum
flutti ég og íjölskyldan mín, eigin-
konan Kolbrún og synir Gunnar
Pétur og Þorbjöm, til Isafjarðar þar
sem yngsti sonur okkar, Loftur
Gísli, fæddist. Það var gott að eiga
hann að þegar við þurftum að
bregða okkur í borgina. Hann var
oft á flugvellinum ef einhver úr fjöl-
skyldunni þurfti suður. Innan um
aðra var auðvelt að þekkja hann
úr vegna stærðar og hvíta hársins.
Eftir að hann hætti sem forstjóri
Tryggingamiðstöðvarinnar bjuggu
hann og mamma stundum til tilefni
til að við kæmum suður svo að fjöl-
skyldan gæti hist, en öll hin bömin
þeirra búa á Reykjavíkursvæðinu.
Eftir að við fluttum vestur voru
lengstu símtöl okkar pabba um
pólitík en hún var áhugamál okkar
beggja. Þá var oft talað um pólitík-
ina héma fyrir vestan, en eins og
flestir vita hefur verið mikið að
gerast í pólitíkinni hér undanfarin
ár.
Þegar ég ásamt félögum mínum
í Slysavarnafélaginu vann að kaup-
um á björgunarbátnum Daníel Sig-
mundssyni leitaði ég oft ráða hjá
honum, þá eins og svo oft áður
reyndust ráð hans góð, en auk þess
að gefa okkur góð ráð styrkti hann
starfsemi björgunarbátsins mjög
vel.
Við söknum hans öll héma fyrir
vestan, en vitum þó að mamma á
um sárast að binda. Við biðjum Guð
að leiða hana og styrkja.
Einhvem veginn fínnst mér að
þar sem hann situr nú vildi hann
senda okkur þessi orð spámannsins:
„Þó ég sé látinn, harmið mig
ekki með tárum. Hugsið ekki um
dauðann með hanni og ótta, ég er
svo nærri að hvert eitt ykkar tár
snertir mig og kvelur. En þegar þið
hlæið og syngið með glöðum hug,
lyftist sál mín upp í mót til ljóss-
ins: verið glöð og þakklát fyrir allt
sem lífið gefur, og ég, þótt látinn
sé, tek þátt í gleði ykkar yfír lífinu."
Guð blessi minningu föður míns.
Jóhann G. Ólafson.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Með þessum orðum vil ég kveðja
niinn elskulega tengdaföður, Gísla,
sem var mér ávallt svo góður.
Maður horfír með söknuði og
trega fram í framtíðina þegar blá-
kaldur veruleikinn rennur upp fyrir
ntanni um að Gísli muni ekki vera
þar lengur til staðar. Þó trúi ég því
að við eigum eftir að fínna fyrir
nálægð hans á stundum, þar sem
hann mun áfram fylgja okkur og
leiðbeina á lífsins braut.
Eftir situr minning um hjarta-
hlýjan og góðan mann sem með
sínum sterka persónuleika mótaði
sitt nánasta umhverfí.
Elsku Inga mín, megi Guð
styrkja þig í þinni miklu sorg og
megi hann leiða þig aftur inn á
þann veg þar sem sáttina er að
fínna, lífsgleðina og hamingjuna.
Hildur Jóhannsdóttir.
Elsku afi.
Mig langar til að skrifa svo margt
fallegt. um þig. Þú varst alltaf svo
hress og kátur. Með afa fer svo
margt. Alltaf var mjög kært með
okkur nöfnunum. Síðastliðið sumar
komst þú á alla heimaleiki mína í
fótboltanum. Því miður varð ég
ekki íslandsmeistari þá, en ég lofa
þér að ég mun gera mitt besta til
ná sem mestum árangri í starfí sem
og í leik í framtíðinni.
Ég þakka þér þær ánægjulegu
stundir er ég fékk að fara með þér
sem burðarkarl og veiðifélagi í
veiðiferðimar síðastliðin tvö sumur.
Þú kenndir mér allt um laxveiði,
það væri ekki nóg að eiga bara
réttu græjumar heldur líka að fara
vel með þær. Ég hafði unun af að
ganga frá veiðidótinu þínu er þú
komst úr veiðiferð, allt var svo
skipulagt hjá þér, þú vildir alltaf
ganga frá öllu strax, ekki seinna.
Ég skil það núna að til að ná ár-
angri í lífinu þarf að gera hlutina
strax, en segja ekki alltaf: „Ég
geri það á eftir.“
Það verður tómlegt að koma á
Fornuströndina og geta ekki rætt
við þig um væntanlega veiðitúra
eða íþróttaleikina sem ég á fyrir
höndum. Það var bara um daginn
að þú keyrðir okkur vinina á æfíngu
upp í Breiðholt.
Mig langar að vitna í orð spá-
mannsins:
„Og hvað er að hætta að draga
andann annað en að frelsa hann frá
friðlausum öldum lífsins, svo að
hann geti risið upp í mætti sínum
og ófyötraður leitað á fund guðs
síns? Aðeins sá, sem drekkur af
vatni þagnarinnar, mun þekkja hinn
volduga söng. Og þegar þú hefur
náð ævitindinum, þá fyrst munt þú
hefja fyallgönguna. Og þegar jörðin
krefst líkama þíns muntu dansa í
fyrsta sinn.“ (Kahlil Gibran.)
Elsku afí minn og nafni, þú varst
öðlingsmaður, hafðu þökk fyrir allt
og allt. Minningin um þig lifír í
hjarta mínu.
Þinn nafni,
Gísli Kristjánsson.
Stórt skarð hefur verið rofíð í
raðir sjálfstæðismanna í Reykjavík
og það skarð verður erfitt að fylla.
Með Gísla Ólafssyni er genginn
einn tryggásti og ötulasti stuðings-
maður flokksins í kjördæminu.
Hann var formaður kjördæmis-
ráðs á árunum 1982-1988 og stýrði
flokkstarfinu í kjördæminu af þeirri
alkunnu elju sem einkenndi öll störf
Gísla. Sjálfstæðisflokkurinn, starf
hans, stefna og framganga skipti
hann miklu máli og mun sjaldan
hafa liðið sá dagur að málefni og
staða flokksins í íslensku þjóðlífí
væri ekki til umræðu í hans daglega
lífi. Að vera þess aðnjótandi að
starfa undir sjóm Gísla á hinum
pólitíska vettvangi er mikil lífs-
reynsla og ómissandi veganesti þess
sem fyrir verður. Hafðu þökk fyrir
það Gísli. Sjálfstæðismenn í Reykja-
neskjördæmi þakka þér samfylgd-
ina, náið samstarf og einlæga vin-
áttu. Við minnumst þín með óskiptri
virðingu. Við vottum Ingveldi, böm-
um og öðrum ástvinum einlæga
samúð okkar.
Erna Nielsen, formaður kjör-
dæmisráðs Sjálfstæðisflokks-
ins í Reykjaneskjördæmi.
• Fleirí minningargreinar um
Gísla Ólafson bíða birtingar og
munu birtast í balðinu næstu
daga.
JONE.
GUÐMUNDSSON
+Jón E. Guð-
mundsson járn-
smíðameistari
fæddist i Hafnar-
firði 12. júlí 1916.
Hann lést á Land-
spítalanum 16.
febrúar 1995. For-
eldrar hans voru
Ágústa Guðrún
Jónsdóttir og Guð-
mundur Hróbjarts-
son. Þau áttu þrett-
án börn og eru
fimm á lífi, þau
Gísli, Engilbjartur,
Friðmey, Ruth og
Kristbjörg. Jón kvæntist Hall-
dóru Sigurðardóttur, f. 15. júlí
1919 á Gjögri í Strandasýslu,
13. apríl 1946. Foreldrar henn-
ar voru Jústa Benediktsdóttir
og Sigurður Sveinsson. Böm
Jóns og Halldóru voru tvö: Sig-
ríður Jústa, fædd 4. október
1948, gift Bjarna Jóhannssyni.
Þeirra böm: Guðrún, fædd 3.5.
1974 og Jón Eyvind-
ur, fæddur 5.7.
1978; Guðmundur,
fæddur 3. apríl
1954, dáinn 21. nóv-
ember 1993. Kvænt-
ist Ólafíu Guðrúnu
Jónsdóttur, dáin 10.
október 1988.
Þeirra böm: Jökull,
fæddur 17. mars
1981, og Jón
Trausti, fæddur 25.
maí 1983. Áður átti
Ólafía soninn Ás-
geir Jón Ásgeirs-
son, fæddur 23.
mars 1973. Jón lærði járnsmíði
hjá föður sinum Guðmundi og
rak um langt árabil Vélsmiðj-
una Klett í Hafnarfirði ásamt
bróður sínum Gísla Guðmunds-
syni og Jóhanni Björassyni.
Útför Jóns verður gerð frá
Fríkirkjunni í Hafnarfirði
föstudaginn 24. febrúar og
hefst athöfnin kl. 13.30.
HELSTA gæfa mín var að fjölskylda
mín tengdist Hróurunum í Hafnar-
fírði. Jón E. Guðmundsson eða oft-
ast kallaður Jón í Kletti kvæntist
föðursystur minni Halldóru. Þau
hjón byggðu Hamarsbraut 10 og
bjuggu þar með bömum sínum
tveimur. f kjallaranum bjó Krist-
björg systir Jóns með sonum sínum
tveimur, svo það var oft margt um
manninn á Hamarsbrautinni.
Ég hef alltaf litið á Hamarsbraut-
ina sem mitt annað heimili því ég
fluttist þangað með föðurömmu
minni þegar ég var tveggja ára og
bjó þar í nokkur ár. Það hafa verið
mörg aukabömin á heimilinu og var
ég hvorki það fyrsta né hið síðasta
sem dvaldist þar. Mínar bestu minn-
ingar em tengdar heimili Jóns og
fjölskyldu hans. Bílskúrinn var æv-
intýri líkastur, en ég man ekki eft-
ir að hafa séð bíl þar inni. Þar vom
geymd ýmis konar verkfæri og
garðáhöld. Hugmyndaríki og feg-
urðarskyn Jóns voru ótrúleg. Eg
minnist þríhymingsins í garðinum,
sem fylltur var með stjúpmæðrum
á hveiju sumri til augnayndis úr
stofuglugganum. Hóllinn með þrep-
unum upp að fánastönginni og allir
stóru steinarnir með huldufólkinu,
sem ekki mátti áreita. Nágrannam-
ir Bjami í Bjarnabæ með allar kind-
umar og nunnurnar í Kató, sem
keyrðu Vólkswagen-rúgbrauð. Ég
á líka óteljandi minningar frá ýms-
um útilegum með tjald og veiði-
stöng og silunga sem Jón veiddi
handa okkur. Jón var ekki aðeins
eldsmiður og flinkur jámsmíður,
hann gat einnig handfjallað mýkri
efni eins og pappamassa. Eitt sinn
þurfti að útbúa börnin á grímuball
í skólann. Það vom ekki keypt
ómerkileg plastnef og hattar heldur
var sest niður og búnir til alvöru
grímubúningar. Mér er sérstaklega
minnisstæð svarta ófrýnilega grýl-
an með andlit úr pappamassa, sem
auðvitað vann fyrstu verðlaun.
Þegar heilsu Jóns fór að hraka
og hann átti orðið erfitt um gang
útbjó hann sér lítið verkstæði í kjall-
aranum og sat þar við smíði sína.
Hann smíðaði ýmsa þjóðlega
skrautmuni úr kopar og marga
kertastjaka úr járni og þá fléttaði
hann oft járnið. Ég á einn slíkan
sem hann færði mér í afmælisgjöf
fyrir nokkmm ámm. Ég hitti Jón
um síðustu jól og fékk að fara í
bílskúrinn og sjá verk sem hann
hafði nýlokið við. Þar stóð járnrúm
handa bamabarninu, sem var að
fara að búa. Það rúm ber vott um
ótrúlega hugmyndaríki járnsmiðs-
ins og listamannsins sem skapaði
það við erfiðar aðstæður í kjallara
sínum.
Við mæðgur sendum fjölskyld-
unni samúðar- og saknaðarkveðjur
frá Noregi og Ella Magga þakkar
fyrir litla koparskóinn.
Kristín Benediktsdóttir,
Noregi.
Hýstu þér bæ,
hlé fyrir vindum, repi og snæ.
Taktu sjálfur tinnu og stál,
og tendraðu gneistann - þitt arinbál.
(D. Stef.)
Þá er hérvist vinar þrýtur, hvarfl-
ar hugurinn til bernskuáranna, upp
á Hamarsbraut 10. Þar fléttuðust
saman í gleði og sorg fyrstu spor
okkar bræðra, og höfðingja húss-
ins, Jóns og Halldóm, sem okkur
leyfðist ætíð að nefna Nonna
frænda og Dódó. Þar fengum við
að fylgjast með ævibroti þessa at-
hafnamanns þegar starfsemi hans
reis hvað hæst, vakinn og sofinn
varðandi hag fyrirtækis síns, Vél-
smiðjunnar Kletts. Ríkur þáttur í
lífí Nonna var mikil festa, og að
halda í heiðri góðar venjur. Kom
þetta fram í öllu fari hans, hvort
sem um var að ræða ræktarsemi
við systkini sín og aðra ættingja,
nágranna eða garðinn sinn. Því
þrátt fyrir fáar frístundir hans á
þessum ámm var óbrigðult að sáð
var fyrir morgunfrúm sem gægðust
upp í kjallaraglugganum að vori,
tilbúnar í þríhyrnt blómabeðið, er
minnti á gult teppi þegar leið á
sumarið. Reglubundnar eftirlits-
ferðir niður í smiðju á sunnudags-
morgnum urðu jafn ómissandi og
beiski bijóstsykurinn sem keyptur
var á leiðinni. Eins var um marga
aðra hluti sem svo að sameina ætt-
ingja um jól og ganga í kringum
jólatréð. Og erfítt reyndist að hætta
þessum annars skemmtilega sið
þeirra hjóna á seinni árum, þegar
við vorum komnir með okkar eigin
fjölskyldur. Nonni var þúsundþjala-
smiður og nutum við þess óspart
krakkarnir, og síðar meir barna-
börnin hans, hversu fús hann reynd-
ist til þátttöku í uppátækjum okk-
ar. Mátti þá vart á milli sjá hvor
naut sín betur ökumaður kassabíls-
ins, grímuklæddur, Mikki mús,
gufuvélstjóramir, eða fagmaðurinn
Nonni. Iðjusemi hans var ótrúleg
og ekki síst hin seinni ár þegar
hann var sestur í helgan stein og
smíðaði af listfengi fjölda haglegra
gripa í litlu smiðjunni í kjallaranum.
Ljúft er að minnast á farsælt
hjónaband þeirra Halldóru og Jóns,
sem ekki aðeins héldu gott og
rausnarlegt heimili fyrir sig og börn
sín, heldur og önnur, sem hjá þeim
dvöldu um lengri eða skemmri tíma.
Reyndi ekki síst á samheldi þeirra
hjóna hin síðari ár í veikindum og
ástvinamissi.
Hafðu þökk fyrir öll þín spor.
Það besta, sem fellur öðrum í arf,
er endurminning um göfugt starf.
(D. Stef.)
Það er lán hvers manns í lífinu
að vera samferða góðum manni.
Slíkur var Jón E. Guðmundsson.
Hreiðar og Sigurður
Sigurjónssynir.
Heiðursmaðurinn Jón E. Guð-
mundsson er látinn, 78 ára að aldri.
Hann veiktist skyndilega fímmtu-
daginn 16. þessa mánaðar og var
allur að kveldi.
Enginn maður, mér óskyldur,
hefur reynst mér betur en Jón Guð-
mundsson. Kynni okkar hófust er
hann fór að gera hosur sínar græn-
ar fyrir Dódó, móðursystur minni,
sem ég ólst upp með. Hann var
fundvís að gleðja barnshjartað og
hændist ég því mjög að honum.
Margs er að minnast og eru það
allt ljúfar minningar.
Ég minnist heimsókna að Lyng-
bergi, þar sem Jón bjó hjá foreldrum
sínum, þeim mætu hjónum Ágústu
Guðmundsdóttur og Guðmundi
Hróbjartssyni. Jón átti plötuspilara,
sem á þessum árum voru ekki al-
gengir á heimilum í Hafnarfírði.
Hann átti einnig mikið og gott
plötusafn og var það mikil skemmt-
un að fá að fara endrum og eins
og hlusta á tónlist, sem þetta undra-
tæki framkallaði.
Dódó og Jón giftu sig 13. apríl
1946 og hófu búskap á Norður-
braut 15 í Hafnarfirði. Þá var oft
farið í heimsókn til þeirra til þess
að fá Jón til að spila á spil, og iðu-
lega var vinkona með í för. Við
spiluðum og Dódó heklaði eða
saumaði út og áður en farið var
heim var boðið upp á mjólk og kök-
ur-.
Árið 1949 fluttu þau að Hamars-
braut 10, en það hús byggðu þau
hjónin og hefur heimili þeirra stað-
ið þar síðan og ber listfengi þeirra
fagurt vitni. Hefur heimili þeirra
ávallt staðið mér og mínum opið
og verið sem mitt annað heimili.
Sérstaklega á ég þeim mikið að
þakka er þau tóku mig inn á heim-
ili sitt ásamt ungum syni mínum.
Þá endurtók gamla sagan sig, hann
hændist að Jóni eins og móðir hans
hafði gert um 20 árum áður.
Ein mesta ánægja þeirra hjóna
var að ferðast um landið og naut
ég oft gestrisni þeirra í slíkum ferð-
um. Þessar ferðir voru Jóni mikil
afslöppun eftir langa og erilsama
vinnuviku. Sjaldan naut hann sín
betur en með veiðistöng og við frið-
sælt vatn í hópi góðra vina.
Ég og fjölskylda mín kveðjum
Jón Guðmundsson með trega, við
hefðum viljað njóta samvista við
hann miklu lengur, en hann fékk
þá ósk sína uppfyllta að_ dvelja í
húsi sínu til dauðadags. Ástvinum
vottum við dýpstu samúð og biðjum
þeim Guðs blessunar.
Sigríður Stefánsdóttir.
Birting afmælis- og
minningargreina
MORGUNBLÁÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar
endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í
Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85,
Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfí í
númer 691181. Það eru vinsamleg tilmæli blaðsins að lengd grein-
anna fari ekki yfír eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og
hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Greinarhöfundar eru beðn-
ir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar
greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmæl-
isfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.