Morgunblaðið - 24.02.1995, Qupperneq 40
MOBGUNBLAÐIÐ
40 FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1996
BKEF
HL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
HANN' VAETecfcoe.
/NN I SHOL4HOM I
Grettir
Tommi og Jenni
Ljóska
Smáfólk
N0,WE UIEREN T
REQUIREP TO
REA.D A BOOK
THI5 MONTH..
U)HAT?!V0U MEAN
I REAPA BOOK
WHEN I PIPN'T
HAVE T0 ?!!
VOU MEAN I
REAP IT FOR
NOTHING?!
marcie,u;hatam
I 60IN6 T0 P0?
15 TMERE ANVTHING
I CAN TAKE ?
Nei, það er ekki Hvað?! Áttu við að Áttu við að ég Magga, hvað á ég að
ætlast til að við ég lesi bók þegar lesi hana fyrir gera?
lesum bók þennan ég þarf þess ekki?!! ekki neitt?!
mánuðinn...
Er eitthvað sem ég get
tekið?
Athugasemd við
fréttaflutning
Frá Axeli Axelssyni:
DV birti mánudaginn 23. janúar sl.
frétt undir fyrirsögninni „Sparkaði
illilega í vinkonu sína - eftir að hún
hafði skemmt bíl hans“ og mynd
með sem sýndi hvar verið var að
flytja stúlku á börum inn í sjúkrabíl.
Í fréttinni sagði að stúlkan hefði
verið flutt á slysadeild eftir að pilt-
ur, sem hún þekkti vel, hafði ráðist
harkalega á hana, m.a. með spörk-
um. Fram kom að stúlkan hefði
ekki reynst alvarlega slösuð og
hefði fengið að fara heim af slysa-
deild að rannsókn lokinni. Þá sagði
að parinu hefði orðið sundurorða
og hefði það leitt til þess að stúlkan
sparkaði í bíl piltsins og skemmt
hann. „Mun hann hafa brugðist
hinn versti við, ráðist harkalega að
stúlkunni og sparkað margsinnis í
hana með fyrrgreindum afleiðing-
um,“ eins og segir orðrétt.
Undirritaður er vitni og vill koma
eftirfarandi á framfæri:
Ofangreint atvik átti sér stað við
Arahóla þar sem unga stúlkan býr.
Um kvöldið kom til orðaskipta,
stúlkan sló piltinn og hljóp út. Vitn-
ið hafði heyrt læti og séð þetta út
um glugga. Ég var staddur í næstu
íbúð.
Pilturinn fór á eftir henni til að
reyna að róa hana niður, haft var
orð á því að hann væri ekki óvanur
því. Hún hljóp beint að bíl piltsins
og byijaði að sparka 1 hann. Hljóp
ég þá út og ætlaði að stoppa hana
af en þá sló hún mig utan undir
og var hún þá búin að slá tvo aðra
sem urðu á vegi hennar. Hafði hún
rifið skyrtu annars og klórað hann
til blóðs.
Síðan hélt hún áfram að sparka
í bílinn, reyndi þá pilturinn að
stöðva hana, en hún féll þá vegna
hálku en stóð strax upp, komu þá *
vinnufélagar hennar og héldu þeim
báðum, síðan slepptu þeir stúlkunni
og gat hún þá aftur sparkað í bílinn.
Síðan hljóp hún burt frá bílnum,
og datt vegna hálku, og lenti á
kantsteini. (Tjónið á bílnum, sem
er nýlegur, er því mun meira vegna
þess að vinnufélagarnir héldu bíl-
eigandann sem var að vernda eigur
sínar og hefur tjónið verið metið
af tryggingafélagi upp á a.m.k. 200
þús. krónur). Piltinum tókst í þann
mund að slíta sig frá strákunum.
Hann hafði því enga möguleika til
að sparka í stúlkuna eins og segir
í frétt DV.
Rétt í þessu kom lögreglan, tók
piltinn og setti hann inn í lögreglu-
bíl. Hann skrúfaði niður rúðuna til
að geta fýlgst með umræðum og
lagt orð í belg. Öskraði þá annar
lögreglumannanna til hans að
„halda kjafti“. Jafnframt sagði
hann félaga sínum að handjáma
piltinn. Sá herti handjárnin svo fast
að hendur þrútnuðu út og er hann
með talsverða áverka vegna þess.
(Áverkavottorð liggur fyrir.) Piltur-
inn bað um að slakað yrði á hand-
járnunum en við því var ekki orðið.
Mörg vitni eru að þessum atburði.
Eftir að stúlkan var skoðúð á slysa-
deild var hún send heim.
Undirrituðum lék hugur á að vita
hver heimild DV fyrir fréttinni hefði
verið og spurðist fyrir hjá lögreglu
sem kannaðist ekki við að hafa
gefíð upplýsingar um málið.
AXEL AXELSSON,
Lindarseli 7, Reyiqavík.
Kjör kennara
Frá Sigurði R. Sigurbjörnssyni:
KJÖR kennara í grunnskólum lands-
ins eru mörgum sem lokuð bók, jafnt
almenningi sem stjórnendum samfé-
lagsins. Mig langar til að skýra með
einföldum hætti hver mánaðarlaun
kennara í gmnnskólum landsins eru
í dag og munu verða í náinni fram-
tíð miðað við gang samningavið-
ræðna. Ég vil taka sem dæmi kenn-
ara sem hefur einn 10 ára bekk til
umráða og kennir honum öll bókleg
fög eða um 20 kennslustundir á viku.
Hann kennir þessum börnum frá kl.
8:00-12:30 alla virka daga vikunnar.
Inn á milli eru um 10 kennslustund-
ir (eyður) sem hann nýtir til að und-
irbúa sig með því að taka til verk-
efni eða búa þau til, hafa samráð
við aðra kennara eða annað starfs-
fólk skólans, ræða við foreldra og
fleiri aðila sem vilja tengjast skóla-
starfinu.
Mánaðarlaun með kaffitímagæslu
og heimavinnu. kr. 48.000.00.
Lífeyrissjóður 4% kr. - 1.920.00
Stéttarfélagsgjald 1,8% kr. -
864.00
Útborguð laun innan skattleysis-
marka kr. 45.216.00
Þetta eru þau laun sem grunn-
skólakennari fær á mánuði 12 mán-
uði ársins fyrir að fylgja eftir námi
eins bekkjar í grunnskóla. Þessi laun
eru miðuð við 3ja-4ra ára starfsald-
ur, með 4ra ára háskólanám að baki.
Þessi grunnskólakennari getur aug-
ljóslega ekki séð sjálfum sér né fjöl-
skyldu sinni farborða með þessum
launum. Hann verður því að kenna
meira, eiga góða fyrirvinnu eða vera
á bótum frá sveitarfélagi sínu. Með
breyttum kennsluháttum finnst
flestum kennurum nóg að kenna ein-
um bekk, hugsa síðan um sín eigin
börn og heimili hálfan daginn og
sinna síðan yfirferð verkefna og
frekari undirbúningi á kvöldin og
um helgar, heima hjá sér. Ef kenn-
ari er fyrirvinna heimilis verður hann
að kenna meira, en framtíðin lofar
ekki góðu hvað varðar meiri vinnu
fyrir kennara. Einsetning skólanna
þýðir minni vinnu meðal kennara.
Fyrirvinna sem allt í einu situr í ein-
setnum skóla verður því að leita sér
að annarri vinnu eða vera á atvinnu-
leysisbótum sem er ekki mikið lak-
ari kostur en að hafa vinnu við
kennslu á einum bekk eins og sést
hér að ofan. Þegar kennarar sjá
framtíðina svona fyrir sér er ekki
óeðlilegt að álykta sem svo að þeir
hafi litlu að tapa með því að fara í
langt og strangt verkfall.
SIGURÐUR R. SIGURBJÖRNSSON
er í samtökunum Fjölskylduvernd.
Allt efni sem birtist í Morgunblaöinu og Lesbók verður framvegis varðveitt i
Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan,
hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu
efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.