Morgunblaðið - 05.04.1995, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Tillögur sjýlfstæðismanna á Vestfjörðum um fiskveiðisijórn
Tugir sjómanna hafa undir-
ritað stuðningsyfirlýsingu
SMÁBÁTASJÓMENN við Súg-
andafjörð hrundu af stað undir-
skriftasöfnun um seinustu helgi
meðal bátasjómanna á öllum Vest-
fjörðum til stuðnings tillögum
frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins
í kjördæminu í sjávarútvegsmál-
um.
Söfnun undirskriftanna var ekki
lokið í gærkvöldi en þá höfðu bor-
ist listar með tæplega 50 nöfnum
frá Þingeyri, Patreksfírði, Drangs-
nesi, Tálknafirði, Suðureyri, Bol-
ungarvík og Flateyri. Undir-
skriftasöfnunin beindist fyrst og
fremst að bátasjómönnum en auk
þeirra eru nöfn nokkurra fisk-
verkakvenna á listanum. Undir-
skriftum var safnað án tillits til
þess hvar viðkomandi stæðu í
stjómmálum og samkvæmt upp-
lýsingum aðstandenda söfnunar-
innar nær hún langt út fyrir raðir
Sjálfstæðisflokksins.
Frambjóðendur Sjálfstæðis-
flokksins höfðu ekki frumkvæði
að undirskriftasöfnuninni að sögn
Ólafs Hannibalssonar, sem skipar
þriðja sæti á lista flokksins.
Eignir og réttindi
fótum troðin
Sigurgeir Þórarinsson, sjómað-
ur í Bolungarvík, var meðal þeirra
sem stóðu að undirskriftasöfnun-
inni. Hann sagði í samtali við
Morgunblaðið að undirtektir hefðu
verið mjög góðar og meðal þeirra
sem undirrituðu yfirlýsinguna
væru óflokksbundnir sjómenn á
Vestfjörðum. Sigurgeir sagði að
undirskriftum hefði verið safnað í
flestum sjávarbyggðum Vest-
íjarða. „Þetta eru fyrst og fremst
menn sem hafa farið illa út úr
kvótakerfinu og eru ósáttir við
krókaleyfiskerfíð eins og það mun
verða,“ sagði hann.
í yfírlýsingu sjómannanna segir
m.a. að í rúman áratug hafi Vest-
fírðingar orðið að þola neikvæðar
afleiðingar kvótakerfísins og staða
sjávarþorpanna hangi nú á blá-
þræði. Eignir og réttindi sjómanna
og fískverkafólks hafí verið fótum
troðin og ef ekki verði breyting á
afstöðu stjórnvalda innan tíðar,
sem færi fólkinu í þorpunum aftur
þann rétt til nálægra fískimiða
Nærri 50 hafa skrifað undir
SUÐUREYRI:
Sveinbjörn Jónsson.
Signrður Þórisson.
Viihjálmur Kristinsson.
Arnar Barðason.
Asbjörn Ólafsson.
Guðbjörn Kristmannsson.
Óðinn Gestsson.
Guðmundur Ingimarsson.
Arnar Guðmundsson.
Guðmundur Karvel Pálsson.
Sólveig Kristjánsdóttir.
BOLUNGARVÍK:
Sigurgeir Þórarinsson.
Rúnar H. Vilmundarson.
Sigurður B. Hjartarson.
Ragnar I. Hálfdánsson.
Þorleifur Ingólfsson.
Guðmundur Halldórsson.
FLATEYRI:
Hálfdán Kristjánsson.
Hugborg Linda
Gunnarsdóttir.
Brynjólfur Garðarsson.
Konráð Guðbjartsson.
Magnús Karlsson.
Fjóla Aðalsteinsdóttir.
Linda Björk Magnúsdóttir.
Einar Guðbjartsson.
Guðrún Pálsdóttir.
Þröstur Danfelsson.
ÞINGEYRI:
Hafsteinn Aðalsteinsson.
Ragnar Gunnarsson.
Sigurður Fr. Jónsson.
Sigfús Jóhannsson.
VESTURBYGGÐ:
Leif Halldórsson.
DRANGSNES:
Birgir Karl Guðmundsson.
Anna Gunnarsdóttir.
Erling Ómar Guðmundsson.
PATREKSFJÖRÐUR:
Stefán Egilsson.
Ólafur Magnússon.
Gísli Þorgeirsson.
Guðmundur Ólafsson.
TÁLKNAFJ ÖRÐUR:
Tryggvi Ársælsson.
Jón Bjarnason.
Gunnar Ámmarsson.
Ingvar B[jartarson.
Guðni Jóh. Ólafsson.
Ólafur Gunnbjömsson.
Þórhallur Óskarsson.
Bjöm B. Berthelsen.
sem tilvera þeirra byggist á, muni
illa fara.
„Þrátt fyrir ófullkomleika kerf-
isins halda höfundar þess enn uppi
vörnum fyrir það eins og um af-
kvæmi þeirra sé að ræða og hafa
sér til liðs mjög öfluga hagsmuna-
verði sem kerfið hefur skapað. Það
er því nokkuð ljóst að eftir kom-
andi kosningar er ekki hægt að
vænta neinna meiriháttar breyt-
inga á fískveiðistjórnuninni miðað
við núverandi afstöðu stjórnmála-
flokkanna og væntanlega stærð
þeirra.
Við slíkar aðstæður verður það
að teljast gleðiefni þegar fram-
bjóðendur stærsta stjómmála-
flokks landsins í kjördæminu
leggja fram nokkuð vel mótaðar
heildartillögur um nýja fískveiði-
stefnu og lofa Vestfírðingum því
að beijast af hörku fyrir þeim inn-
an síns flokks og á Alþingi. Öllum
má ljóst vera að verkefni fram-
bjóðenda Sjálfstæðisflokksins á
Vestfjörðum verður erfítt en það
er jafnframt ljóst að því meira
brautargengi sem þeir fá í kom-
andi kosningum, því líklegra er
að þeim takist ætlunarverk sitt.
Undirritaðir hafa því ákveðið
að veita þeim stuðning sinn í kom-
andi kosningum og hvetja sem
flesta Vestfírðinga til að gera slíkt
hið sama,“ segir í lok yfírlýsingar-
innar.
Breytingar á gjaldskrá Bílastæðasjóðs
Gjaldskylda stæða
lengdtilkl. 18
BORGARRÁÐ hefur samþykkt
breytingar á gjaldskrá Bílastæða-
sjóðs. Gjaldskylda verður lengd til
klukkan 18 alla virka daga og til
klukkan 14 á laugardögum. Auka-
stöðugjald hækkar og verður 500
kr. í stað 300 kr. áður og tímagjald
á Alþingisreit hækkar úr 30 kr. fyr-
ir fyrsta klukkutímann í 60 kr. Er
það gert til að mæta eftirspum.
Gert er ráð fyrir að árleg tekjuaukn-
ing sjóðsins verði rúmar 28,2 millj-
ónir króna.
í tillögu framkvæmdastjóra Bíla-
stæðasjóðs til borgarráðs, em áætl-
aðar árlegar tekjur vegna lengri
gjaldskyldutíma til klukkan 18 um
18,4 milljónir króna. Jafnframt
hækkar rekstrarkostnaður um tæpar
6 milljónir króna.
500 krónur innan
þriggja daga
Fram kemur að afsláttur af auka-
stöðugjaldi hafi verið tekinn upp
árið 1988 þegar þjónusta bílastæða
var takmörkuð við 50 krónur og eina
klukkustund. Bent er á að nú sé
boðið upp á stöðutíma að eigin vali
gegn breytilegum greiðslumiðlum
þannig að allir sem vilja geti forðast
aukastöðugjald. Upphæðin sem
greiða ber innan þriggja daga verður
framvegis 500 krónur í stað 300
áður. Gert er ráð fyrir að hreinar
tekjur aukist þannig um 6,3 milljón-
ir.
Þá verður bílastæðið á svæðinu
austan við Tollhúsið framvegis á
gjaldsvæði 1 en var á gjaldsvæði 3
og stæðið við Tryggvagötu verður
framvegis á gjaldsvæði 2 en var á
gjaldsvæði 3. Áætluð árleg tekju-.
aukning er 4 milljónir. Þá verður
verð á næturkortum í bílahúsum
lækkað til samræmis í öllum húsun-
um og verður 1.250 kr. á mánuði.
Gert er ráð fyrir að árleg tekjuaukn-
ing verði 2,6 milljónir vegna þessa.
Loks var samþykkt að hækka
skammtímagjald á Alþingisreit en
það er 30 kr. fyrir fyrsta klukkutím-
ann en 10 kr. fyrir hveijar 12 mín.
eftir það. Til að mæta mikilli eftir-
spum á stæðinu var samþykkt að
hækka gjaldið í 60 krónur fyrir
fyrsta klukkutímann og 10 krónur
fyrir hveijar tíu mínútur eftir það.
Jafnframt hefur verið fallið frá
að stytta hámarkstíma á stöðumæl-
um á gjaldsvæði 1 auk lagfæringar
á gjaldskrá miðamæla eins og upp-
haflega var gert ráð fyrir, segir í
tillögu framkvæmdastjóra.
Slysið varð við Þaravatn
á Tröllatunguheiði
Morgunblaðið/Júllus
Viðbót við
kennslu hjá
1.-9. bekk
MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur
ákveðið að nemendur 1.-9. bekkjar
í grunnskólum fái kennsluuppbót á
þessu skólaári og því næsta vegna
verkfalls kennara. Verður tíu
kennslustundum á hveija bekkjar-
deild bætt við nú á vorönninni og 35
á næsta skólaári. Áður hefur verið
ákveðið að bæta 40 stundum við
kennslu tíundubekkinga á vorönn-
inni.
■ Menntamálaráðuneytið gerir ráð
fyrir að hver skóli fái nú á vorönn-
inni til ráðstöfunar sem svarar 10
kennslustundum alls á hveija bekkj-
ardeild, samkvæmt nánari áætlun
skólastjóra, sem fræðslustjóri sam-
þykki. í þeirri áætlun á einnig að
taka tillit til þeirra nemenda, sem
þurfa sérstakan stuðning í námi.
Geti skóli af einhveijum ástæðum
ekki nýtt þennan kennslukvóta, má
færa hluta hans yfír á haustönnina.
Á næsta skólaári verður kennslu-
stundum í 2.-10. bekk grunnskólans
svo fjölgað um níu vikustundir, sem
samsvarar því að hver bekkjardeild
fái eina vikustund aukalega yfír allt
skólaárið, eða 35 stundir alls.
Fram kemur af hálfu ráðuneytis-
ins að í grunnskólalögum sé kveðið
á um að páskaleyfi sé frá pálma-
sunnudegi til og með þriðjudegi eftir
páska. Þar sem lög kveði skýrt á um
rétt nemenda til leyfis, muni ráð-
herra ekki gefa fyrirmæli til skóla
um kennslu í dymbilviku.
-----♦ ♦ ♦-----
Baldur á ísa-
firði samdi
VERKALÝÐSFÉLAGIÐ Baldur á
ísafírði undirritaði kjarasamning við
Vinnuveitendafélag Vestfjarða í
gærkvöldi. Boðuðu verkfalli í dag var
þar með aflýst.
Að sögn Péturs Sigurðssonar, for-
manns Baldurs, verður kaupauka-
samningur fiskvinnslufólks endur-
skoðaður á samningstímabilinu.
Hækkun á desemberuppbót kemur
til framkvæmda strax um næstu jól,
15 ára starfsaldurshækkun færist
niður í 10 ár og neðsta starfsaldurs-
þrep er fellt niður.
Einnig var gerð leiðrétting á
samningi um löndun á ísuðum afla
og frystum afurðum úr fískiskipum.
Kauptryggingarsamningi var breytt
og öðlast fískvinnslufólk nú kaup-
tryggingarrétt eftir tveggja mánaða
starf. Allsheijaratkvæðagreiðsla um
samninginn fer fram á fimmtudag
og föstudag.
Kona hryggbrotnaði víð Þaravatn
Ok vélsleða fram
af klettabrún
Auka ekki við sig- vinnu
SÁTTAFUNDUR í flugfreyjudeil-
unni stóð á mánudag frá kl. 14 og
fram yfír miðnætti. I gær var fund-
arhöldum haldið áfram kl. 13.30
og stóðu enn á tólfta tímanum í
gærkvöldi.
Deiluaðilar hafa ekki látið hafa
neitt eftir sér um gang mála.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins sendi Flugfreyjufélagið fé-
lagsmönnum sínum bréf að loknu
þriggja daga verkfalli félagsins í
síðustu viku. í bréfínu eru þau boð
látin út ganga til flugfreyja og flug-
þjóna, að þau bæti ekki við sig yfir-
vinnu. Þannig er þess farið á leit,
að flugfreyja í hlutastarfi taki ekki
aukavaktir.
Rafvirkjar
samþykktu
samninginn
KJARASAMNINGUR Raf-
iðnaðarsambandsins við ríkið
var samþykktur með þorra
atkvæða á félagsfundi í gær.
Samningurinn felur í sér
um 7% heildarlaunahækkun
á tveggja ára samningstíma-
bili. Hækkunin er mest til
þeirra sem eru á lægri töxt-
um.
KONA á sextugsaldri hryggbrotn-
aði er hún ók vélsleða fram af
klettabelti við Þaravatn á Trölla-
tunguheiði síðdegis í gær. Björgun-
armenn komu fljótlega á vettvang
og kom þyrla vamarliðsins með
hina slösuðu til Reykjavíkur um
kl. 20. Konan gekkst undir
skurðaðgerð í gærkvöldi og var við
sæmilega líðan að sögn læknis.
Konan var ein á sleða í hópi tólf
Saurbæinga á átta vélsleðum. Mun
förinni hafa verið heitið til Hólma-
víkur. Konan ók fram af klettabrún
og hrapaði milli 30 og 40 metra
niður bratta hlíð. Einn leiðangurs-
manna hringdi úr farsíma í lækni
í Búðardal kl. 16.15 og tilkynnti
um slysið. Læknirinn gerði lögreglu
og björgunarliði viðvart.
Björgunarsveit SVFÍ á Reykhól-
um, Heimamenn, lagði strax af
stað og var hjúkrunarfræðingur
með í för. Eins fóru björgunarsveit-
ir frá Hólmavík og Búðardal
hjálpar. Að sögn Jens V. Hanss
ar, formanns Heimamanna, lá I
an í brattri hlíð og um 40 me
niður á jafnsléttu. Strax var ós
eftir aðstoð þyrlu Landhelgisg:
unnar. Hún var í skoðun og
haft samband við björgunars
varnarliðsins sem sendi þyrlu
stað.
Björgun gekk greiðlega
Konan var með meðvitund
gekk greiðlega að flytja hana n
fjallshlíðina og í þyrluna, þótt
stæður væru erficjar á slyss
mikill halli og snjór.
Lagði þyrlan af stað til Rey
vikur upp úr kl. 19. Veðrið á 1
mm var leiðinlegt að sögn J
skyggni fremur takmarkað, s
renningur og 5 til 6 vindstig.
hans mati var á mörkunum að I
an gæti athafnað sig.