Morgunblaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1995 15 Morgunblaðio/Agust Blondal WEST End-hópurinn sigraði í einum hópleiknum og tóku þeir við verðlaunum frá Þrótti og nutu veitinga frá Pizza 67. Mikil þátttaka í getraunum Neskaupstað - Mjög mikil þátt- taka hefur veriðí Neskaupstað í vetur í íslenskum getraunum og hefur Þróttur oft verið meðal þeirra íþróttafélaga á landinu sem mestar tekjur hafa í viku hverri af þátttöku í getraununum þrátt fyrir að félagið teljist ekki fjölmennt á landsvísu. Mikill áhugi skapast í kring um þessar getraunir og er m.a. um 40 hópar sem taka þátt i hópleik Þróttar og Pizza 67 og er meting- ur mikill á mill hópanna. Knatt- spyrnudeild Þróttar nýtur ágóð- ans af getraununum og á það m.a. sinn þátt i að á síðasta ári skilaði rekstur deildarinnar um 300 þúsund króna afgangi á móti 2,5 milljóna kr. tapi árið áður og ef fer sem horfir stefnir allt í mun betri af komu á þessu ári. Sagt frá Jónasi frá Hriflu og samskiptum við Þingeyinga Húsavík - Guðjón Friðriksson sagn- fræðingur hélt fyrirlestur í Safna- húsinu á Húsavík sunnudaginn 2. apríl sl. og fjallaði um Jónas Jóns- son frá Hriflu og samskipti hans við Þingeyinga og þá sérstaklega með í huga uppgjör vegna kosninga 1946 og 1949. Áheyrendur gerðu róðan róm að erindi Guðjóns enda er hann gagn- kunnugur ferli Jónasar eftir ára- langar rannsóknir og útgáfu 3. binda verks um æfi hans og störf. Þess má að lokum geta að hinn 1. maí nk. eru 110 ár liðin frá fæð- ingu Jónasar, þessa áhrifaríka og umdeilda stjórnmálamanns. Sendibíll innréttað- Morgunblaðið/Sig. Jóns. MJÓLKURHÚSINU er haganlega komið fyrir í sendibílnum. Mjólkurbú Flóamanna ur sem mjólkurhús Selfossi - Færanlegt mjólkurhús hefur verið tekið í notkun hjá Mjólk- urbúi Flóamanna. Mjolkurframleið- endur geta fengið mjólkurhúsið Ián- að endurgjaldslaust í ákveðinn dagafjölda á meðan þeir eru að gera endurbætur á mjólkurhúsum sínum heima fyrir. Þetta auðveldar framleiðendum að gera endurbætur á mjólkurhúsunum, flísaleggja, mála, breyta og lagfæra. Mjólkurhúsið er í sendibíl sem innréttaður hefur verið sem full- komin endaeining mjaltakerfis með fjórum mjaltatækjum, sjálfvirkri þvottavél, vatnshitakút, sogdælu, vöskum, 800 lítra mjólkurtanki ásamt ýmsum aukahlutum. Þjón- ustumenn MBF taka við beiðnum frá framleiðendum um afnot af SENDIBÍLLINN sem inn- réttaður hefur verið sem mjólkurhús. mjólkurhúsinu, koma með það og tengja við röralagnir í fjósum þann- ig að mjólkurhúsið á staðnum er að öllu leyti tekið úr notkun á með- an endurbætur standa yfir. LANDIÐ Mikil umræða um skólamál á 40. fjórðungsþingi Vestfirðinga Málefni framhaldsskól- ans tekin til skoðunar ísafirði - Fjórðungsþingi Vest- firðinga, hinu 40. í röðinni, lauk í Stjómsýsluhúsinu á ísafirði á laugardaginn. Samþykkt var að kjósa þriggja manna nefnd sem móta á tillögur um yfirtöku sveitarfélaga á mál- efnum grunnskólans en í henni eiga sæti Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Ísafírði, Anna Jens- dóttir á Patreksfirði og Stefán Gíslason á Hólmavík. Þá var sam- þykkt að beina því til stjómar fjórðungssambandsins að taka málefni Framhaldsskóla Vest- fjarða til skoðunar. Hlutverk nefndarinnar er meðal annars að kanna ástæður fyrir því að nemendur sækja í nokkram mæli burt í nám sem þó er í boði upp á hér vestra auk þess sem kanna á hvaða námsbrautir, sem ekki er að hafa hér, er einkum sótt í frá Vestfjörðum til annarra landshluta, og hvernig mætti koma á því námi og jafnvel öðrum námsgreinum. Þá er nefndinni gert á grundvelli niðurstöðu síðar- nefndu könnunarinnar að gera til- lögur um stofnun námsbrauta, m.a. á framhaldsskóla- og há- skólastigi. Niðurstöðum á nefndin að skila eigi síðar en fyrir lok marsmánaðar 1996. Starfsemi sambandsins verði skoðuð Þá var samþykkt að skipa milli- þinganefnd til að skoða starfsemi og samþykktir sambandsins auk þess sem ákveðið var að halda á sömu braut. og verið hefur varð- andi málefni atvinnuráðgjafa Vestfjarða. Samþykkt var ályktun Morgunblaðið/Halldór Sveinbjömsson EIRÍKUR Finnur Greipsson, nýráðinn frainkvæmdastjóri fjórð- ungssambandsins (t.h.), þakkar hér fráfarandi framkvæmda- sljóra til 22 ára, Jóhanni T. Bjarnasyni, fyrir farsælt starf. þar sem fagnað er því sem áunn- ist hefur með lækkun gjaldskrár fyrir langlínusímtöl og hét þingið á stjórnvöld að ganga enn lengra í þessu efni með það að markmiði að sama gjaldskrá gildi að lokum um allt land, án tillits til fjar- lægða. Þá skorar þingið á stjórn- völd að leyfa veiðar smáhvala án tafar og þingið samþykkti að taka undir áskoran bæjarstjórnar ísa- fjarðar til ríkisstjórnar íslands um að væntanleg rannsóknarstöð snjóflóða á íslandi verði staðsett á ísafirði. Nýr framkvæmdastjóri Stjórn fjórðungssambandsins er öll endurkjörin til tveggja ára. Nýr framkvæmdastjóri tók við fjórð- ungssambandinu að þinginu loknu en það er Eiríkur Finnur Greipsson frá Flateyri. Hann tók við af Jó- hanni T. Bjarnasyni sem gegnt hefur stöðunni í rúmlega 22 ár. „Fyrsti starfsdagurinn hefur gengið mjög vel, ég hef fengið mikið af hlýjum og góðum kveðj- um, bæði hér úr húsinu sem og frá öðram sem hafa hringt eða komið í heimsókn. Eg er mjög ánægður og vona bara að ég geti staðið undir þeim væntingum sem til mín era bomar, því það er auðvitað erfitt að feta í fótspor jafn farsæls framkvæmdastjóra og Jóhanns T. Bjamasonar," sagði Eiríkur Finnur Greipsson í samtali við blaðið. SUZUKI SWIFT Verulega góður kostur Suzuki Swift er bíil, sem hefur reynst einstaklega vel við íslenskar aðstæður, eins og mikill fjöldi ánægðra eigenda getur vitnað um. Rekstrarkostnaður er sérstaklega lágur vegna lítillar bilanatíðni, og sparneytni er í algjörum sérflokki, frá 4.0 lítrum á hundraðið. Endursöluverð á Suzuki Swift er einnig óvenju hátt. Nú getum við boðið Suzuki Swift á ákaflega hagstæðu verði. Verð: Suzuki Swift frá kr. 998.000 $ SUZUKI SUZUKI BÍLAfí HF Skeifan 17, sfmi 568 5100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.