Morgunblaðið - 05.04.1995, Side 18

Morgunblaðið - 05.04.1995, Side 18
18 MIÐVIKUDÁGUR 5. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT i Sljórn Haydars Aliyevs í Azerbajdzhan Pólitískar hand- tökur hafnar Bakú. Reuter. HAYDAR Aliyev, forseti Az- erbajdzhans, hefur hafið herferð gegn pólitískum andstæðingum sín- um og margir þeirra hafa verið handteknir frá því stjórnarherinn kvað niður vaidaránstilraun sér- sveita innanríkisráðuneytisins 17. mars. Stjórnarandstæðingar og erlend- ir stjómarerindrekar í Bakú segja að tugir andstæðinga Aliyevs hafí verið handteknir. „400 manns hafa verið handteknir á síðustu vikum. Sumir þeirra hafa verið látnir laus- ir en aðrir em enn í fangelsi," sagði vestrænn stjórnarerindreki. Vafa Gulizade, ráðgjafi forset- ans, neitaði því ekki að stjórnmála- menn hefðu verið handteknir en sagði það ekki mikið tiltökumál. „Imyndið ykkur hvað myndi gerast ef valdarán yrði reynt í Bandaríkj- unum. Fjölmargir yrðu handteknir. Kannski em einhveijir þeirra glæpamenn, aðrir kannski saklaus- Dagblöð ritskoðuð Azerskir embættismenn hafa sagt að Þjóðfylkingin, helsti stjóm- arandstöðuflokkurinn, og fleiri flokkar hafí staðið á bak við valda- ránstilraunina. Deilur um Færeyjabanka Lausn sögð í augsýn Þórshöfn, Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. BJÖRN Westh, dómsmálaráðherra Dana, var í Færeyjum um helgina í von um að geta leyst deilu Dana og Færeyinga um rannsókn á yfirtök- unni á Færeyjabanka. Með í fartesk- inu hafði hann tillögu til lausnar en ekki búist er við að Færeyingar taki þegar í stað afstöðu til hennar. Jóhannes Eidesgaard, fjármála- ráðherra Færeyinga, sagði á mánu- dag að tillögur Westh kæmu mjög til móts við óskir Færeyinga og væri ráðlegast að samþykkja þær. „Ef við sættum okkur ekki við rannsókn af þessu tagi er hætta á að ekki verði gerð nein rannsókn", sagði hann. í tillögu Westh er gert ráð fyrir að allir málsaðilar, þ. á m. Den Danske Bank, afhendi öll gögn sem tengjast málinu. Færeyingar teija að þeir hafi tapað miklu fé á yfírtökunni. Asim Mollzade, varaformaður Þjóðfylkingarinnar, sagði að 83 fé- lagar í flokknum hefðu verið hand- teknir. Dagblöð stjómarandstæð- inga hafa einnig verið ritskoðuð og Mollzade kvaðst óttast að harkaleg- ar aðgerðir gegn hvers konar and- ófí væru í undirbúningi. Aliyev stjórnaði Azerbajdzhan með harðri hendi á sovéttímanum og var vikið úr stjórnmálaráði sov- éska kommúnistaflokksins árið 1987 vegna tregðu við að fram- fylgja stefnu Míkhaíls Gorbatsjovs. Aliyev komst til valda aftur árið 1992 eftir að herinn steypti þjóð- kjömum forseta, Albufaz Elchibey. Liðsmenn Búrúndíhers sakaðir um fjöldamorð á hútúum Tútsar myrða hundr- uð barna osr kvenna nrn. Rí»ntí»r. Bujumbura. Reuter. UM 400 hútúar, aðallega konur og börn, vom drepnir í bænum Gasorwe í norðausturhluta Búr- úndí eftir að hafa verið haldið í gíslingu í síðustu viku, að sögn stjómarerindreka í landinu. Óstað- festar fregnir herma að fjöldamorð hafí einnig verið framin í tveim þorpum í austurhlutanum. Talsmaður hers Búrúndís kvaðst ekki vita með vissu hversu margir hefðu verið drepnir í Gasorwe en taldi þá hafa verið um 20. Fjögur börn, sem særðust alvarlega í árás- inni, voru á sjúkrahúsi og Robert Kraeger, sendiherra Bandaríkj- anna í Búrúndí, heimsótti þau. Hann kvaðst telja að meira en 400 manns hefðu beðið bana og lang- flest fórnarlambanna hefðu verið konur og börn. Hútúar taldir hefna sín Reuter FAÐIR og afi drengs, sem lifði af fjöldamorð í Búrúndí í síð- ustu viku, standa hjá honum á sjúkrahúsi. Drengurinn höfuð- kúpubrotnaði þegar tútsar börðu hann með gijóti. Kraeger sagði að foreldrar barn- anna hefðu haft eftir þeim að liðs- menn Búrúndí-hers hefðu framið morðin. Fómarlömbin voru öll hútúar og herinn er aðallega skip- aður tútsum, sem era í minnihluta í Búrúndí. „Við getum búist við því að vopnaðir hútúar hefni þessara fjöldamorða á næstunni," sagði vestrænn stjómarerindreki. „Þeir hafa ekki vel skipulagðar skærul- iðasveitir en þeir geta hefnt sín.“ Talið er að fjöldamorðin hafi orðið til þess að 50.000 Rúanda- menn flúðu frá búðum sínum í Búrúndí um helgina og reyndu að fara yfir landamærin til Tanzaníu. Þeir era á meðal hundraða þúsunda hútúa sem flúðu óöldina í Rúanda í fyrra þegar allt að milljón tútsa og hófsamra hútúa var drepin. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna hvatti stjómvöld í Búr- úndí til að vemda rúandísku flótta- mennina betur. Stjórn Tanzaníu varð ekki við beiðni stofnunarinnar um að opna landamærin að nýju, en þeim var lokað um helgina til að koma í veg fyrir að rúandíska flóttafólkið kæmist til landsins. Reuter Mótmæla vatnsskorti ÞÚSUNDIR íbúar höfuðborgar Bangladesh, Dhaka, gengu um götur í gær með tóm vatnsílát til að mótmæla skorti á drykkjarvatni. Ástæða vatnss- kortsins er sögð sú að ekki hef- ur komið dropi úr lofti svo vik- um og mánuðum skiptir. ♦ » Varnarmálaráðherra Kennedys forseta Víetnam-stríðið „ægileg mistök“ Washington. Reuter. ROBERT McNamara, sem var varnarmálaráðherra Banda- ríkjanna er Víetnam-stríðið hófst, telur að gerð hafi verið „ægileg mistök“ I tengslum við þátttöku Bandaríkjamanna í átökum Saigon-stjórnarinnar og kommúnista. Úskýra verði þessi mistök fyrir komandi kynslóðum. Þetta kemur fram í væntanlegum endurminning- um McNamara sem er 78 ára gamall. Vikuritið Newsweek mun á næstunni birta útdrátt úr bók- inni. McNamara var varnar- málaráðherra á stjórnarárum forsetanna Johns Kennedys og Lyndons Johnsons er báðir voru demókratar. Ráðherrann fyrrverandi hef- ur oft verið sakaður um að hafa ekki gert nóg til að reyna að binda enda á stríðið fyrr en raunin varð. Árið 1973 lauk ríkisstjórn repúblikanans Ric- hards Nixons þátttöku Banda- ríkjanna í stríðinu, tveim árum síðar sigruðu kommúnistar og tóku öll völd í Víetnam. Áður hefur komið fram opin- berlega að McNamara sann- færðist um það þegar haustið 1966 að Bandaríkjamenn, er sendu fyrstu hermenn sína á vettvang 1963, og vopnabræð- Robert McNamara ur þeirra i Suður-Víetnam myndu ekki geta unnið hernað- arsigur á kommúnistum. Út á við fullyrti McNamara hins vegar að styijaldarreksturinn gengi vel. Flugslysið við Búkarest Flugmenn kvörtuðu undan bilun Brussel. Reuter. FLUGMAÐUR rúmensku þotunnar sem fórst rétt eftir flugtak í Búkar- est sl. föstudag kvartaði um tækni- vanda rétt áður en samband flugvél- arinnar við flugtum rofnaði, að sögn belgíska blaðsins Le Soir. Blaðið kvaðst hafa komist yfir afrit af samtölum í flugstjórnarklef- anum og samskiptum flugmanna við fiugtuminn. „Það er eitthvað að þessum,“ sagði flugmaðurinn og er sagður hafa átt við einhveija bilun sem fram hefði komið á mælaborði þotunnar. Hún var af gerðinni Airbus og í eigu rúmenska flugféiagsins Tarom. Steyptist hún til jarðar nokkrum mínútum eftir flugtak og fórust með henni 60 manns. Rúmenska blaðið Libera vitnaði einnig í afrit af samtölum flugmann- anna og sagði að á einum stað, rétt í í' € € í t. 1 1 Skotar sáu ekki Major C:.; t London. Reuter. BBC-sjónvarpsstöðin tapaði í gær máli sem hún hafði höfðað til að fá leyfi til að sjónvarpa viðtali við John Major, forsætisráðherra Bret- lands, í skoska sjónvarpinu. Ástæð- an er sveitarstjómarkosningar í Skotlandi sem fram fara á morgun, fimmtudag en skoskur dómstóll taldi að frambjóðendur íhalds- manna myndu njóta góðs af og því gætti sjónvarpsstöðin ekki hlutleys- is í tengslum við kosningarnar. Viðtalið, sem var 40 mínútna langt, var sýnt á Englandi og í Wales en Skotum stóð á meðan til boða gömul heimildarmynd. Hefur sjónvarpsstöðin verið gagnrýnd harðlega af andstæðing- um íhaldsmanna vegna þessa. Ge- orge Robertson, talsmaður Verka- mannaflokksins í málefnum Skot- lands, sagði BBC hafa farið út á ystu nöf. í. c; í c í í í 6 fyrir brotlendinguna, hefði flugmað- urinn hrópað: „Hvur skrambinn er að gerast þarna aftur í.“ Sérfræðingar sem vinna að rann- sókn slyssins kanna m.a. hvort sprenging hafí orðið um borð. Að sögn Le Soir virðist trúin á þá kenn- ingu fara þverrandi þó ennþá hafi hún ekki verið afskrifuð. Sagði belg- íska fréttastofan Beiga að sérfræð- ingar væru farnir að hneigjast meira að því, að bilun hefði orðið í flugvél- inni sjálfri. Nauðlent í Varsjá Þotu af gerðinni BAC 1-11 frá Tarom-félaginu var nauðlent í Var- sjá um hádegisbil í gær vegna sprengjuhótunar. Var hún á leið frá Búkarest til Kaupmannahafnar þeg- ar hringt var í flugturn og sagt, að sprengja væri um borð í flugvélinni. i f

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.