Morgunblaðið - 05.04.1995, Page 44

Morgunblaðið - 05.04.1995, Page 44
44 MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ BREF TEL BLAÐSINS Tommi og Jenni Ljóska það tr pott þ'ett tcið tiL að grxoa mtirt pentyq Ferdinand Smáfólk Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 5691329 Um hvað snúast kosningarnar? Frá Aðalheiði Jónsdóttur: NÚ HAFA tvö fyrirbæri í íslenskri pólitík skotist fram á sjónarsviðið með framboð. Síst hefði ég hugsað að flokkarnir væru ekki nógu marg- ir. Náttúrulagaflokkurinn ætlar að frelsa þjóðina frá öllu illu sem hijáir hana og stofna hér réttlátt velferðar- þjóðfélag með 250 manna hug- leiðsluhópi. Mér skilst hins vegar, ef sú ríkisstjórn sem nú er að skila af sér fær umboð til að halda áfram, að svo geti farið að þessi ágæti hópur hafi hreint ekkert að gera og bætist þar með við á atvinnuleys- isskrá. Því hefur ríkisstjórnin ekki verið að vinna slík kraftaverk að hún þarf enga framtíðarsýn að hafa? Aðeins leggja sín ágætu verk fram fyrir kjósendur, og þar kennir margra grasa eins og jöfnun lífs- kjara og allt eftir því, einnig er farið í smiðju fyrrverandi ríkis- stjórnar og þangað sótt ýmislegt, sem gott er að hafa, t.d. stöðugleik- ann, sem nú er orðinn einkaeign þessarar ríkisstjórnar og Sjálfstæð- isflokkurinn einn fær um að varð- veita. Ef grannt er skoðað kemur í ljós að kosningabarátta getur tekið á sig hinar ólíklegustu myndir. Sérkenni- legast af öllu því sem nú hefir kom- ið fram sýnist mér vera hvemig sum- ir pólitíkusar og pólitískir áhuga- menn hafa verið að rísla sér við beinagrindina af gömlu Rússagrýl- unni sinni og reyna að blása í hana lífi. Þetta verður varla skilið á annan veg en þann, að þeir hafi ekki getað hugsað sér að skilja við Grýlu gömlu og séu orðnir illa haldnir og sálsjúk- ir eftir að hafa lifað með henni allan þennan tíma. Dæmt til að mistakast Þegar Jóhanna Sigurðardóttir féll í formannskjöri í Alþýðuflokknum og hrópaði „Minn tími mun koma“ var sem þrumugnýr dyndi yfir og upp úr þessum kynlega veðurofsa fæddist svo Þjóðvaki, sem á að sam- eina allt félagshyggjufólk í eina fylk- ingu. Varla getur reyndur stjórn- málamaður trúað því sjálfur að þetta takmark náist með því að stofna nýjan flokk og sundra svo sem kost- ur er vinstri samstöðu. Þau fárán- legu vinnubrögð geta aðeins komið til góða þeim flokki er hún nú útilok- ar frá öllu stjórnarsamstarfl við sig, þrátt fyrir sjö ára samstarf í slíkri ríkisstjórn og að sögn umhverfisráð- herra geti sjálfri sér þakkað fyrir að núverandi ríkisstjóm var mynduð. Þá gat hún ekki hugsað sér að sitja áfram í ríkisstjóm með félags- hyggjuflokkunum, sem fengu þó skýrt umboð frá kjósendum að halda samstarfinu áfram. Er þetta trúverð- ugur málflutningur? Þó aldrei nema stillt sé upp nýju andliti, nýju nafni og ný stefnuskrá kynnt, sem virðist í mörgu hliðstæð stefnu Alþýðu- bandalagsins, sem hún hafnaði öllu samstarfí við fyrir nokkrum mánuð- um af því að hinir stjórnarandstöðu- flokkarnir höfnuðu samfylkingu. Svona getur stjórnmálamaður orðið undarlegur þegar hann trúir því að hann hafi köllun og sé til þess kjör- inn að stjórna þjóðfélaginu með því að sundra þeim kröftum sem hann þykist vilja vinna með. Slík fyrirætl- un fordæmir sjálfa sig og er dæmd til að mistakast. Þjóðvaki segir frá því með miklum fögnuði að skoðanakönnun sem gerð var fyrir blaðið sýni að jafn margir treysti Jóhönnu og Davíð Oddssyni best til að jafna lífskjörin í landinu. Þetta eru athyglisverðir svarendur, og þar sem forsætisráðherra og fyrr- verandi félagsmálaráðherra skipa sama sess í hugum þessa fólks ættu þau, þrátt fyrir allar yfírlýsingar Jóhönnu, að geta náð saman til að sýna aðdáendum sínum skömmtun- arhæfileikana og réttlætið við að skipta þjóðarkökunni. Því það er ekki eins og þau séu ekki gamal- reynd og hafí gert þetta áður. Þótt nú sé eins og aðdáendurnir hafí gleymt því öllu. Það er hins vegar stórhættulegt að ganga að kjörborð- inu og hafa gleymt öllu sem gerðist í pólitík. En það er fleira en þessi samjöfnuður, sem gleður Þjóðvaka. Því Jóhanna hefur kastað öllum sín- um pólitísku syndum bak við sig og eftirlætur samráðherrunum allt góð- gætið. Rís þar með upp úr niðurlæg- ingu sinni, þar sem hún fékk í öll þessi ár engu ráðið og á þess vegna enga sök. Er nokkuð skrýtið þótt slíkur stjórnmálamaður eignist aðdáendur marga er trúi á hann og vitni í fjölmiðlum sælir í sínu hjarta? Því þeir vita eins og leiðtoginn að þeirra tími er kominn. Svona getur lánið stundum leikið við fólk. Kannski hefðu þessar leitandi sálir aldrei lært að þekkja sinn vitjunar- tíma, ef fyrrverandi félagsmálaráð- herra hefði ekki fallið í formanns- slagnum forðum. Ég lýk þessum hugleiðingum með því að skora á vinstri sinnað félags- hyggjufólk að standa saman í öflugri sigurgöngu í þessum kosningum. AÐALHEIÐUR JÓNSDÓTTIR, Kaplaskjólsvegi 55, Reykjavík. Veistu hvað ég myndi gera ef ég Jú, það skal ég segja þér.. en segðu Af hverju er svona erfitt að tala væri þú? mér fyrst hvað þú ætlaðir að gera við þig? áður en ég spurði þig hvort þú vissir hvað ég myndi gera ef ég væri þú.. Eru konur ósýnilegar á Austurlandi? Frá Kvennaiistanum á Austur- landi: VIÐ KONUR í Kvennalistanum höfum nú enn fengið sönnur á því að framboð okkar hér á Austur- landi hræri upp í reynsluheimi karla. í vikublaðinu Austra, sem gefið er út af framsóknarfólki á Egilsstöðum, birtist mynd frá sameiginlegum fundi frambjóð- enda á Austurlandi sem sýndi efstu menn allra lista nema Kvennalistakonuna. Svona mynd- birting styður þá úreltu hugmynd að pólitík sé einungis fyrir karla. Þessi aðferð hefur tíðkast við að eyða ummerkjum um störf kvenna í heimssögunni. Hveijum dettur svo í hug að framboð Kvennalist- ans sé tímaskekkja? F.H. Kvennalistans á Austurlandi, ÍRIS MÁSDÓTTIR, kosningastýra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.