Morgunblaðið - 09.04.1995, Page 2

Morgunblaðið - 09.04.1995, Page 2
2 SUNNUDAGUR 9. APRÍL 1995 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Krókaleyfisbátarnir á Vestfjörðum héldu kyrru fyrir í höfn í gær Segja fyrstu orrustu unna UM 20 krókaleyfisbátar frá Vest- fjörðum, sem héldu á steinbítsveiðar á föstudag þrátt fyrir að um banndag væri að ræða, héldu flest- ir eða allir kyrru fyrir í höfn í gær. Sveinbjörn Jónsson sjómaður á Suð- ureyri kveðst telja að sjómenn hafi unnið fyrstu orrustu, miðað við at- hafnir og ummæli yfirvalda í kjölfar veiðanna á föstudag. Sveinbjöm segir að tilgangur veiðanna í fyrradag hafi verið að fá ráðamenn til að grípa til athafna gegn sjómönnunum, og í samráði við lögfræðing hópsins, Tryggva Gunnarsson hæstaréttarlögmann, telji menn að betra sé að veita við- komandi fulltrúum stjórnvalda tveggja til þriggja daga ráðrúm til að sýna viðbrögð. Verði þau lítil sem engin, telji hann jafnvel að menn geti sótt skaðabætur hjá ríkinu vegna þeirra daga sem búið er að svipta krókaleyfissjómenn veiðileyf- um. Tryggvi skilaði sjófnönnunum álitsgerð um lögmæti veiða á bann- degi fyrir skömmu. Viðurkenning í viðbrögðum „Sýni hið opinbera ekki viðbrögð önnur en þau sem fram hafa kom- ið, getum við litið svo á að það hafi viðurkennt málflutning okkar,“ segir Sveinbjöm og kveðst frekar reikna með framhaldi aðgerða fljót- lega eftir helgi. Hann kveðst túlka ummæli sjávarútvegsráðherra og forstjóra Fiskistofu í fjöimiðlum þannig að þau styrki málstað hóps- ins. „Sjávarútvegsráðherra segist ekki vilja tjá sig um málið, hann hafi ekki sett sig nægilega inn í það, enjiann hefur nú haft lög- fræðiálitíð undir höndum í þijár vikur og landssamtökin hafa reynt samninga við hann. Fiskistofustjóri sagðist ætla að senda eftirlitsmenn til Vestfjarða til að athuga aflasam- setningu og telji hann sig þurfa þess álítum við að það sýni að hann telji sig væntanlega ekki mega stöðva veiðar okkar á steinbít. Hann sagði einnig að hann hefði hvergi séð aflaskýrslu með hreinum stein- bítsafla, sem fræðir okkur hér á Vestfjörðum um vanþekkingu hans, enda gætu flest allir sjómenn boðið honum slíkan afla þorra aprílmán- aðar.“ Meðferðarstöðinni við Bláa lónið berst fjöldi erlendra fyrirspurna Böð og ljós samhliða gefa bestan árangur INNLENDAR rannsóknir, sem svokölluð Bláalónsnefnd heil- brigðisráðuneytisins hefur haft veg og vanda af, staðfesta að ljósameðferð samhliða böðun í Bláa lóninu gefur mun betri árangur við að halda niðri ein- kennum af völdum psoria^is- sjúkdómsins en böðun ein og sér eða ljósameðferð ein og sér. Rannsóknir á lækningamætti Bláa lónsins hófust fyrir alvöru árið 1992 þegar tilraunahópur þýskra psoriasis-sjúklinga kom hingað til lands á vegum nefnd- arinnar gagngert tU þess að stunda böð í lóninu. í kjölfarið var hópur íslenskra psoriasis- sjúklinga fenginn í ljósameðferð eingöngu. Niðurstöður sýndu að blettir á húð sjúklinganna höfðu minnkað um helming að aflok- inni þriggja vikna baðmeðferð í lóninu og ljósameðferðin gaf ívið lakari árangur miðað við sama tímabil þó allur munur væri ekki á. Þriðja rannsóknin fór svo fram árið 1993 er annar þýskur hópur kom hingað til lands til þess að stunda ljós og böð í lóninu sam- hliða og leiddu niðurstöður af þeim athugunum í ljós langbest- an árangur í baráttunni við að halda einkennum niðri. Að þriggja vikna ljós- og baðmeð- ferð lokinni hafði dregið úr ein- kennum um 70% og eftir fjórar vikur um 86% að meðaltali. Niðurstöður í erlendum vísindaritum Fyrstu niðurstöður hafa þegar birst í erlendum vísindatímarit- um og verður þriðja og þýðingar- mesta rannsóknin send til birt- ingar erlendis á næstu dögum. „Við höfum kappkostað að leggja megináherslu á að hafa starfsem- ina vel undirbyggða vísindalega séð þannig að við getum staðið við það sem við erum að segja og bjóða,“ segja Ingimar Sig- urðsson, formaður Bláalóns- nefndar heilbrigðisráðuneytis- ins, og Bárður Sigurgeirsson, sérfræðingur í húðlækningum og yfirlæknir meðferðarstöðvarinn- ar við Bláa lónið, en að þeirra sögn er afar lítið tíl af rannsókn- um hjá öðrum þekktum meðferð- arstöðvum, sem psoriasis-sjúkl- ingar leita til, s.s. á Kanaríeyjum og við Dauðahafið. Að sögn Ingimars hafa rann- sóknir verið í gangi á vegum opinberra aðila í þijú undanfarin ár og lætur nærri að kostnaður vegna þeirra nemi um 27 milljón- um króna. ■ Lónið/24-25 Morgunblaðið/Sverrir ÁSDÍS Jónsdóttír hjúkrunarframkvæmdastjóri ber Bláa lóns- kremið í hár ungs psoriasis-sjúklings, en Heilsufélagið við Bláa lónið hefur nú hafið framleiðslu á rakakremi, baðsalti og hreinsi- maska úr efnum úr lóninu. Forseti bæjarstiórnar Bolungarvíkur um að festa kvóta Ósvarar Ekki hægt að breyta for- sendum samninganna Vinnuslys áHöfn Höfn. Morgunblaðið. VINNUSLYS varð á Höfn í gærmorgun þegar var verið að festa bát við loðnubryggj- una. Snurpuhringur á bryggjunni losnaði upp og slóst í höfuð eins skipverja. Maðurinn var talinn mikið slasaður en var þó með rænu. Hann var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur til aðhlynningar. Fimmtíu _ þúsund rósir ALÞÝÐUFLOKKSMENN dreifðu 50 þúsund rósum til að minna á sig fyrir kosningarnar. Að sögn Sigurðar T. Björgvins- sonar kosningastjóra keypti flokkur- inn þær rósir sem fengust hér á landi, tíu þúsund talsins, og flutti inn fjörutíu þúsund til viðbótar frá Hol- landi. Bera átti rósimar í hús í Reykjaneskjördæmi og í Reykjavík var þeim dreift til vegfarenda og í verslunarmiðstöðvum. Eins var nokkuð sent af rósum út á land. ÁGÚST Oddsson forseti bæjar- stjómar Bolungarvíkur segir að á meðan bærinn standi í viðræðum við Aðalbjörn Jóakimsson í Bakka um sölu á hlut bæjarsjóðs í Ósvör geti fulltrúar hans ekki staðið að því að þrengja heimildir í meðferð aflaheimilda. Guðmundur Halldórs- son skorar á bæjarstjórn að upp- lýsa hvemig hún ætli að halda veiðiheimildunum í bænum. Miklar umræður og á köflum heitar urðu á fjölmennum hluthafa- fundi . almenningshlutafélagsins Ósvarar hf. í fyrrakvöld sem boðað- ur var til að afturkalla umboð stjórnar og kjósa nýja. Á fundinum fór Andri Árnason lögmaður bæjar- ins með umboð hans. Ágúst Odds- son segir að meirihluti bæjarstjórn- ar hafi ekki haft áhrif á stjórnun fyrirtækisins í samræmi við eignar- hlut. Fulltrúi hans hafi verið ein- angraður í stjórninni þrátt fyrir að bærinn hefði átt meirihluta hluta- ljár. í ljósi þeirra deilna sem verið hefðu milli eigenda og viðkvæmra samningaviðræðna um sölu á eign bæjarsjóðs hefði þótt rétt að aftur- kalla umboð stjómarinnar og kjósa nýja á meðan á þessum viðræðum stæði. Þrír fulltrúar meirihlutans voru kosnir í stjórn, Ágúst Odds- son, Örn Jóhannsson og Ásgeir Þór Jónsson, auk tveggja sem tengjast minnihlutanum í fyrirtækinu, svo- kölluðum Heimaaflsmönnum, Daða Guðmundssonar og Markúsar Guð- mundssonar. JJvernig ætlar bæjarstjórn að tryggja kvótann? Guðmundur Halldórsson hluthafi og starfsmaður Ósvarar flutti til- lögu til lagabreytinga um að aukinn meirihluta hlutafjár þurfi til að selja varanlegar veiðiheimildir frá félaginu án þess að sambærilegar veiðiheimildir komi í staðinn. Jafn- framt að komi til leigu á veiðiheim- ildum skuli leigugjald taka mið af markaðsgjaldi. Miklar umræður urðu um tillög- una. Fulltrúi bæjarins lagði til að henni yrði vísað til stjórnar en Guðmundur lagði áherslu á að hún kæmi til atkvæða á fundinum. Full- trúi bæjarsjóðs og Bakka hf. sem eiga eða hafa umboð fyrir méiri- hluta hlutabréfa greiddu atkvæði á móti og náði tillagan því ekki til- skildum tveggja þriðju atkvæða meirihluta. Agúst Oddsson segir að tillagan hafí komið fram á við- kvæmum tíma, og ekki væri mögu- legt fyrir bæinn að breyta forsend- unum nú. „Ég skora á bæjarstjórn að hún upplýsi hvernig hún ætlar að tryggja að veiðiheimildirnar haldist í bænum," sagði Guðmundur Hall- dórsson eftir fundinn. „Mér fannst athyglisvert að Aðalbjörn Jóakims- son greiddi atkvæði á móti tillög- unni þrátt fyrir að í kauptilboði hans sé loforð um að hann muni kappkosta að halda heimildunum í bænum.“ Jafnrétti í orði ►Frá því að kærunefnd jafnréttis- mála var sett á laggirnar um mitt ár 1991 hefurhún afgreitt alls 32 mál. /10 Öxin og jörðin ► Yfirgnæfandi meirihluti Banda- ríkjamanna er hlynntur dauðarefs- ingum. /12 Evrópa allra þjóða? ►Þjóðemisátök ógna stöðugleika í Evrópu. Hér er hugað að ýmsum hliðum á þjóðemismálum í álf- unni. /20 Systkini á siglingu ►í Viðskiptum og atvinnulífi á sunnudegi er fjallað um fjölskyldu- fyrirtækið Ferðaskrifstofu Guð- mundar Jónassonar sem er rekið af börnum stofnandans. /22 Lónið og lækningar ►Heimsókn í meðferðarstöð psor- iasis-sjúklinga við Bláa lónið þar sem „rignir“ inn fyrirspurnum hvaðanæva úr heiminum. /24 B ► 1-3 Kleppur—Galapagos ►ÚlfarÞórðarson augnlæknir fæddist að Kleppi 1911 en spilar badminton einu sinni í viku, syndir og hefur svo víða komið við, að fljótlegra er að spyija hann hveiju hann hafi ekki skipt sér af. /1 Fiskur á þurru landi ►Viðtal við norska rithöfundinn Jostein Gaarder, höfund Veraldar Sofflu, sem slegið hefur bók- menntaheiminn út af laginu með velgengni sinni. /5 Ein stór fjöldskyida ►Leikaramir í nýju íslensku kvik- myndinni, Ein stór fjölskylda, höfðu margir hveijir litla reynslu af kvikmyndaleik en reyndust sam- hentur hópur. /16 Endirerupphaf ►Hjónin Guðrún Qg Guðlaugur Bergmann hafa sagt skilið við lífið í höfuðborginni, selt eigur sínar og ákveðið að hefja nýtt líf í Brekkubæ undir Snæfellsjökli. /18 BÍLAR_____________ ► 1-4 Tæknibylting til 2005 ► Bílekið um leið og dagblöðin eru lesin. /2 AA tjaldabakí ► Morgunblaðið fylgist með meist- araliði Alfa Romeo í kappaksturs- keppni. /3 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak ídag 42 Leiðari 28 Fólk í fréttum 44 Helgispjall 28 Bíó/dans 46 Reykjavíkurbréf 28 íþróttir 60 Minningar 30 Útvarp/sjónvarp 52 Myndasögur 40 Dagbók/veður 55 Brids 40 Mannlífsstr. 6b Stjömuspá 40 Kvikmyndir 12b Skák 40 Dægurtónlist 14b Bréf til blaðsins 40 INNLENDAR FRÉTTIR: 2—4—8—BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-6

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.