Morgunblaðið - 09.04.1995, Side 6
6 SUNNUDAGUR 9. APRÍL 1995
ERLEINIT
MORGUNBLAÐIÐ
BAKSVIÐ
Húsleit í
hjá Claes
Brusscl. Reuter.
BELGÍSKA lögreglan gerði húsleit
á heimili og skrifstofu Willy Claes,
framkvæmdastjóra Atlantshafs-
bandalagsins, á föstudagskvöld. Að £
sögn Claes voru bankareikningar
hans einnig skoðaðir. ™
Claes nýtti sér ekki rétt sinn til
að njóta friðhelgi diplómata, þar
sem hann vildi sýna lögreglunni
fullt samstarf. Leitin var gerð í
tenglslum við rannsókn á spillingar-
máli sem Claes hefur verið bendlað-
ur við.
Menem sig’lir krappan sjó
í kosningabaráttunni
&
€
v
í
C
4
CARLOS Menem Argent-
ínuforseti á í vök að
verjast vegna efna-
hagslegra þrenginga
og pólitískra áfalla. Stuðnings-
menn hans eru ekki lengur full-
vissir um að hann nái endurkjöri
í fyrri umferð kosninganna 14.
maí.
Menem komst til valda árið
1989 og næstu árin kom hann á
efnahagslegum umbótum, sem
fylgismenn hans kalla „efnahag-
sundrið". Gripið var til spam-
aðaraðgerða, vísi-
tölubinding launa
afnumin, svo og höft
á gjaldeyrisviðskipti,
með þeim árangri að
verðbólgan var nán-
ast kveðin niður.
Þetta „efnahagsund-
ur“ er nú í mikilli
hættu vegna fjár-
hagskreppunnar í
Mexíkó í janúar.
Eins og í öðrum
ríkjum í Rómönsku
Ameríku hafði
kreppan í Mexíkó
alvarleg áhrif á
efnahagsmál Arg-
entínu. Sérfræðing-
ar segja að mjög hafí dregið úr
fjárfestingum í þessum heims-
hluta síðustu mánuði. Gengið
hefur verulega á varasjóði arg-
entínska seðlabankans.
Vinstrimönnum
varpað í hafið
Menem beið ennfremur álits-
hnekki þegar fjölmiðlar birtu
Iista yfir 1.000 Argentínumenn
sem voru drepnir á ------------
valdatíma herforingja-
stjórnarinnar í Arg-
entínu á áttunda ára-
tugnum. Forsetinn og
ráðherrar hans höfðu
áður neitað því að slík-
ur listi væri til. Birt-
ingin kynti undir kröfum um að
glæpir herforingjastjórnarinnar
yrðu rannsakaðir frekar, en
Menem hefur hingað til verið
tregur til þess.
Talið er að a.m.k. 10.000 Arg-
entínumenn hafi verið drepnir
eða „horfið" í stríði herforingja-
stjórnarinnar gegn vinstrimönn-
um á þessum tíma. Leiðtogar
herforingjastjórnarinnar voru
dæmdir í fangelsi en Menem
veitti þeim sakaruppgjöf, þótt
hann hefði sjálfur verið fangi
herforingjastjórnarinnar.
Fyrrverandi höfuðsmaður í
argentínska sjóhemum, Adolfo
Scilingo, viðurkenndi nýlega að
hann hefði tekið þátt í að drepa
vinstrimenn á þessum tíma.
Hann sagði að mönnunum hefði
verið rænt og gefin svefnlyf áður
en þeim hefði verið hent nöktum
úr flugvélum í Atlantshafið.
Talið er að 1.750 manns hafi
verið drepnir með þessum hætti
á árunum 1976-78.
Telur skriftir nægja
Menem brást ókvæða við játn-
ingu höfuðsmannsins. „Það að
menn skuli enn velta sér upp úr
fortíðinni og sú staðreynd að
fréttastofur og blaðamenn skuli
taka málið upp aftur
til að reka hníf í sár-
ið sem við erum að
reyna að græða, er
óeðlilegt og ógeð-
fellt að mínu mati.“
Forsetinn bætti
við að þegar menn
iðruðust gjörða
sinna ættu þeir að
leita til prests og
skrifta. Hann lýsti
Scilingo sem glæpa-
manni og svipti
hann höfuðsmanns-
tigninni á þeirri for-
sendu að hann hefði
Carlos Menem Verið sakfelldur fyrir
„svik“ árið 1991.
Scilingo hafði þá keypt bíl sem
reyndist hafa verið stolið.
Umdeild vopnaviðskipti
Menem varð þó fyrir meira
áfalli fyrir hálfum mánuði þegar
argentínsk stjórnvöld voru sök-
uð um að hafa selt Ecuador
vopn, fyrir milligöngu stjórnar-
innar í Venezuela. A sama tíma
háði Ecuador landamærastríð
gegn Perúmönnum,
elstu og nánustu
bandamönnum Arg-
entínumanna í Róm-
önsku Ameríku.
Ríkisrekin vopna-
verksmiðja í Argentínu
hefur einnig verið sök-
uð um að hafa selt byssur til
Króatíu, þar sem argentínskir
hermenn stunda friðargæslu á
vegum Sameinuðu þjóðanna.
Knappara forskot
Menem er leiðtogi Peronista
og ef marka má nýjustu skoð-
anakannanir hefur fylgi hans
minnkað um sex prósentustig
síðustu vikur og er komið niður
í 41%. Jose Bordon, leiðtogi
FREPASO, bandalags miðju- og
vinstrimanna, hefur hins vegar
sótt í sig veðrið og aukið fylgi
sitt úr 26% í 30%.
Ef þetta yrðu úrslit fyrri um-
ferðarinnar myndi Menem ná
endurkjöri því samkvæmt nýrri
kosningalöggjöf, sem samþykkt
Fylgi Menems
minnkar og
óvíst er að
hann nái
endurkjöri
KONUR í samtökum mæðra þeirra sem „hurfu“ i stríði herfor-
ingjastjórnárinnar í Argentínu gegn vinstrimönnum á áttunda
áratugnum krefjast þess að birtur verði listi yfir fórnarlömb-
in. Talið er að a.m.k. 10.000 manns hafi verið látnir hverfa
og ættingjum þeirra haldið i óvissu um örlög þeirra.
var í fyrra, nægir honum að fá
40% atkvæða, að því tilskildu að
hann fái 10% meira en sá sem
verður í öðru sæti.
Á eftir þeim kemur Horacio
Massaccesi, forsetaefni Róttæka
sambandsins, sem er aldargam-
alt og hefur verið erkifjandi Per-
onista síðustu áratugina. Fylgi
hans er 19%.
Fréttaskýrendur segja að Me-
nem leggi mikla áherslu á að ná
endurkjöri strax í fyrri umferð-
inni af ótta við að kjósendur
Róttæka sambandsins fylki sér
um Bordon í síðari umferðinni.
Þess vegna sé það nú ---------
Peronistum í hag að
stuðla að auknu fylgi
gömlu erkifjendanna í
Róttæka sambandinu
til að dreifa atkvæðum
andstæðinganna í fyrri
umferðinni.
Fjórði er Aldo Rico, fyrrver-
andi ofursti, með 4% fylgi. Hann
tók þátt í Falklandseyjastríðinu
gegn Bretum árið 1982 og var
ennfremur forsprakki einnar af
mörgum valdaránstilraunum í
sögu Argentínu. Rico er ieiðtogi
hægrihreyfingar sem fékk 10%
í kosningum á miðjum síðasta
áratug.
Óspilltur andstæðingur
Skoðanakannanir sýna að
Bordon nýtur æ meiri vinsælda
í ijölmennustu kjördæmunum -
Buenos Aires, Santa Fe, Rosario
og Cordoba. Hann kveðst nú
vera sannfærður um að geta
komið í veg fyrir að Menem nái
endurkjöri strax í fyrri umferð
Vinstrimönn-
um varpað
nöktum og
sofandi í Atl-
antshafið
kosninganna 14. maí.
Bordon er hófsamur þing-
maður og fyrrverandi héraðs-
stjóri í Mendoza við rætur An-
des-fjalla. Hann var atkvæða-
mikill í flokki Peronista þar til
hann sagði sig úr honum til að
bjóða sig fram gegn forsetanum.
Bordon nýtur stuðnings
óánægðra Peronista og hreyf-
inga sem höfða til millistétt-
arfólks i borgunum.
Vinsældir Bordons eru raktar
til þess að hann þykir heiðarlegur
stjórnmálamaður og líklegur til
að stemma stigu við spillingunni
-------- sem hefur sett mark
sitt á stjóm Menems.
Forsetinn hefur nokkr-
um sinnum þurft að
stokka upp í stjóm sinni
á síðustu áram vegna
________ spillingarmála.
Stuðningsmenn Me-
nems segja að þótt svo fari að
forsetinn nái ekki endurkjöri í
fyrri umferðinni fari hann með
sigur af hólmi í þeirri síðari þar
sem kjósendur veigri sér við að
skapa óvissu í argentínskum
stjórnmálum með því að kjósa
yfír sig nýjan forseta.
Stuðningsmenn Bordons telja
hins vegar fullvíst að takist þeim
að koma í veg fyrir sigur Me-
nems í fyrri umferðinni muni
•fylgismenn þeirra flokka, sem
tapa, fylkja sér um Bordon og
tryggja honum sigur í seinni
umferðinni.
Heimildir: The Daily Tele-
graph, The Independent og
The Economist.
—-.-—
Reutcr
Skæruliðar
myrtu gísla
ÍBÚAR í þorpi á Mindanao, einni
af Filippseyjum, bera á brott lík
af gísl sem skæruliðar múslima
myrtu. Múslimarnir tóku tugi
gísla er þeir gerðu morðárás sína
á borgina Ipil á þriðjudag en þá
féllu yfir 40 manns. Gíslana nota
skæruliðar sem „skildi“. Her-
sveitir stjórnvalda í Manila beij-
ast enn við uppreisnarliðið en að
minnsta kosti fimm gíslar og sex
skæruliðar hafa fallið. Hörðnuðu
bardagar enn í gær, skömmu
áður en Fidel Ramos, forseti
Filippseyja, var væntanlegur til
Ipil. Þúsundir óbreyttra borgara
hafa flúið frá átakasvæðunum.
Breti líflátinn
Jackson. Reuter.
BRETINN Nicolas Ingram var tek-
inn af lífi í rafmagnsstól í Georgíu-
ríki kl. 1.15 í fyrrinótt. Þá hafði
áfrýjunardómstóll hnekkt úrskurði
umdæmisdómara um frestun frá
því fyrr um daginn.
Að sögn vitna hrækti Ingram að
fangavörðum þegar hann var spurð-
ur hvort hann vildi segja eitthvað
að lokum og afþakkaði síðustu
máltíðina. Lögfræðingur Ingrams
segir hann hafa verið miður sín og
ófæran um að koma upp orði.
Harður skjálfti
á V-Samóa
Wellington. Reuter.
ÖFLUGUR jarðskjálfti skók í gær
Vestur-Samóa en að sögn yfirvalda
á eyjunum höfðu engar fregnir bor-
ist af skemmdum eða manntjóni.
Ástralska jarðvísindastofnunin
sagði skjálftann hafa mælst 7,8
stig á Richter.
♦ ♦ ♦------
Börn fórust
í skógareldi
Peking. Reuter.
29 kínversk skólabörn fórust í skóg-
areldi í norðurhluta Kína í gær■
Alls voru 195 börn og fjórir kenn-
arar í skógarferð og tókst flestum
að flýja undan eldinum-
Carlos Menem, forseti Argentínu, hefur
orðið fyrir hverjum hnekkinum á fætur
öðrum að undanfömu og nýjustu skoðana-
kannanir benda til þess að fylgi hans fari
minnkandi fyrir forsetakosningarnar
í næsta mánuði.