Morgunblaðið - 09.04.1995, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 9. APRÍL 1995 9
FRÉTTIR
Smugnmál rædd
í Ósló í lok apríl
Boston. Morgunblaðið.
ISLENSKA sendinefndin, sem nú
situr úthafsveiðiráðstefnu Samein-
uðu þjóðanna í New York, ræddi
seint á föstudag við sendinefndir
Norðmanna og Rússa á ráðstefn-
unni.
Áður höfðu átt sér stað þreifing-
ar milli ríkjanna þriggja um Smug-
una, en eina niðurstaðan úr þessum
viðræðum, sem átt hafa sér stað
utan dagskrár úthafsveiðiráðstefn-
unnar, virðist að svo komnu máli
vera sú að haldnar skuli viðræður
í Ósló 26. og 27. apríl.
„Þetta var ágætis undirbúningur
undir fundinn í Ósló“, sagði Helgi
Ágústsson, sendiherra og forsvars-
maður íslensku sendinefndarinnar,
um föstudagsfundinn þegar Morg-
unblaðið náði tali af honum á laug-
ardagsmorgun.
Baldur samþykkti
NÝGERÐUR kjarasamningur
milli Verkalýðsfélagsins Bald-
urs á Isafirði og vinnuveitenda
á Vestfjörðum var samþykktur
í allsherjaratkvæðagreiðslu
með 117 atkvæðum gegn 5.
Tveir seðlar voru auðir.
Kjarasamningarnir hafa
einnig verið samþykktir í
verkalýðsfélaginu á Patreks-
fírði. Eftir er að bera samning-
ana undir atkvæða í Súðavík
og Hólmavík. Ekki kemur því
til verkfalls á Vestfjörðum, en
verkfall hafði verið boðað á
ísafirði og Patreksfirði.
Morgunblaðið/Sig. Að.
Fyrstu lömbin
nefnd Ari
og Halldór
SAUÐBURÐUR hófst óvenju
snemma á Vaðbrekku í Jökuld-
al. Þó Sigurður Aðalsteinsson
bóndi hafi tekið hrútana frá
ánum fyrir „hrútamessu“, þ.e.
11. nóvember, höfðu hrútarnir
náð að gamna sér eitthvað áður
með þessum afleiðingum.
Fyrstu lömbin, tveir myndar-
legir hrútar, sáu dagsins ljós
20. mars og voru strax nefndir
Ari og Halldór. Sigurður bóndi
gefur þær skýringar á nafngift-
inni að annað hrútlambið, sem
kallað er Ari eftir nýkjörnum
formanni Bændasamtaka Is-
lands, hafi fengið nafn sitt af
því að það jarmaði svo fallega.
Hitt er nefnt í höfuð landbúnað-
arráðherrans. Á myndinni sést
heimasætan, Guðrún, með lamb
í fjárhúsunum.
Framkvæmdir fyrir 72 milljónir króna á íþróttasvæði Akurnesinga
Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson
FRAMKVÆMDIR við nýju stúkubygginguna á Akranesi hafa gengið mjög vel og er
stúkan að taka á sig mynd.
Ný áhorf-
endastúka
byggð
NÚ ER unnið af fullum krafti við
að fullgera nýja áhorfendastúku við
íþróttavöllinn á Akranesi og er ráð-
gert að hún verði fulibúin og tekin
í notkun um miðjan maímánuð. Með
tilkomu hennar batnar öll aðstaða
áhorfenda á íþróttavellinum og allir
staðlar alþjóðasamtaka knattspyrn-
unnar um stúkubyggingar og að-
búnað eru uppfylltir.
Hér er um að ræða mannvirki
sem nær eingöngu er byggt upp
af heimamönnum. Öll forvinna var
framkvæmd í vetur. Stúkan er
Byggð upp með forsteyptum eining-
um, sem nú eru uppkomnar, og eins
er búið að setja gólfeiningarnar.
Þessi vinna tók aðeins vikutíma. í
næstu viku verða síðan settir upp
bitar fyrir þakhlutann og þakið sett
á. Allar framkvæmdir hafa gengið
eins og í sögu.
Þegar stúkan verður fullbyggð
er rými fyrir 582 gesti í númeruðum
sætum og að auki er fullkomin að-
staða fyrir fjölmiðla og heiðurs-
stúka. Gert er ráð fyrir að hægt
sé að stækka stúkuna síðar, bæði
með lengingu og eins verður hægt
að hækka og breikka hana. Stólarn-
ir sem settir verða upp eru frá
stærsta stólaframleiðanda í Evrópu
og meðal leikvanga sem hafa stóla
frá því fyrirtæki eru Nou Camp
leikvöllurinn í Barcelona og Parken
leikvöllurinn í Kaupmannahöfn.
Nýtt vallarhús
brátt tilbúið
Eins og áður segir eru verklok
þessarar framkvæmdar um miðjan
næsta mánuð og á sama tíma verð-
ur tekið í notkun nýtt vallarhús á
íþróttavellinum á Akranesi með
fjórum búningsklefum og félagsað-
stöðu sem tengist síðan öðrum
mannvirkjum á staðnum. Þessar
framkvæmdir í heild munu kosta
rösklega 72 milljónir króna og at-
hygli vekur að Knattspyrnufélag ÍA
greiðir sjálft 40% af kostnaði við
stúkubygginguna, en um þá fram-
kvæmd var gerður sérstakur fram-
kvæmdasamningur milli félagsins
og Akranesbæjar.
Að sögn Jóns Runólfssonar, for-
manns Iþróttabandalags Akaness,
eru þessar framkvæmdir mjög þýð-
ingarmiklar fyrir framtíð íþrótta-
starfs á Akranesi. „Okkar íþrótta-
svæði er orðið gjaldgengt fyrir stór-
viðburði á knattspyrnusviðinu, t.d.
leiki í Evrópumótum og lands-
keppnum og okkur finnst þetta vera
mjög stór áfangi, ekki síst þar sem
hingað til hefur verið lögð aðalá-
hersla á uppbyggingu æfingasvæð-
isins, og því lokið áður en til þess-
ara framkvæmda kom. Þannig hef-
ur okkur tekist að nánast fullgera
aðstöðu, sem kemur okkur til góða
við að halda úti öflugu starfi á
knattspyrnusviðinu," sagði Jón.
Kostnaður við
kosningabaráttu
Alþýðu-
flokkur
hyggst birta
reikninga
JÓN Baldvin Hannibalssön, for-
maður Alþýðuflokksins, sagði í
sjónvarpsumræðum flokksforingja
í fyrrakvöld, að flokkur hans myndi
eftir kosningar birta reikninga yfír
kostnað sinn af kosningabarátt-
unni.
Jón Baldvin sagði að smá fram-
lög væru yfirleitt lögð í kosninga-
sjóð Alþýðuflokksins, og hann væri
ekki skuldbundinn neinum þeim,
sem látið hefði fé af hendi rakna.
Ólafur Ragnar Grímsson, for-
maður Alþýðubandalagsins, upp-
lýsti að flokkur hans hefði sett regl-
ur um „algert hárnark" á þá upp-
hæð, sem hann tæki við frá hveijum
aðila í kosningasjóð.
Formenn flokkanna voru sam-
mála um að ekki væri hætta á að
tengsl við þá, sem fjármögnuðu
baráttu þeirra, hefðu áhrif á stefnu
flokkanna.
Halldór Ásgrímsson, formaður
Framsóknarflokksins, nefndi sem
dæmi um kostnað að sex fletir á
flettiskiltum hefðu kostað eina
milljón króna. Ólafur Ragnar sagði
sjónvarpsauglýsingar flokksins
hafa kostað þijár milljónir.
Ákvæði laga
þverbrotin
SJÁLFSBJÖRG, félag fatlaðra á
Akureyri og nágrenni, mótmælir
setningu reglugerðar um hækkun
bóta almannatrygginga um 4,8%
og segir í ályktun frá aðalfundi að
með útgáfu hennar sé þverbrotin
ákvæði almannatryggingalaga.
Fjórir bótaflokkar trygginga,
grunnlífeyrir, tekjutrygging, heim-
ilisuppbót og sérstök heimilisuppbót
voru í febrúar 48.028 kr. og áttu
skv. samningum almennu stéttarfé-
laganna, sem miðað er við, að
hækka um 2.700 krónur, auk 900
kr. af lágmarksuppbótinni eða um
3.600 kr. samtals.
„Reglugerðin skilar aðeins 2.306
kr. og hirðir því ríkissjóður kr. 394
af launataxtahækkuninni og alla
láglaunahækkunina, eða samtals
1.294 kr. og er það 36% þeirrar
hækkunar sem falla átti í hlut líf-
eyrisþega," segir í ályktuninni.
SKIÐASVÆÐIN
KOLVIÐARHOLSSVÆÐI
BLAFJOLL
Veðurhorfur: Suðvestan kaldi
eða stinningskaldi. Slydda eða
rigning og hiti nálægt frostmarki
fram eftir morgni en síðar él og
vægt frost. Lægir og léttir til
þegar líður á daginn.
Skíðafæri gott og nægur snjór.
Opið: Kl. 10-18 fös:, laug., sun.
og mán. Á þri., mið. og fim. er
opið kl. 10-22.
Upplýsingar í síma 91-801111.
Skíðakennsla er allar helgar og
hefst hún kl. 10.30, 12.00,
13.30, 15.00 og 16.30 og stend-
ur í 1 '/2 klst. í senn.
Ferðir: Sérleyfisferðir Guð-
mundar Jónassonar sjá um dag-
legar áætlunarferðir þegar
skíðasvæðin eru opin með við-
komustöðum víða í borginni.
Uppl. eru gefnar í síma 683277
eða hjá BSÍ í sími 22300. Teitur
Jónasson hf. sér um ferðir frá
Kópavogi, Garðabæ og Hafnar-
firði. Upplýsingar í síma 642030.
Veðurhorfur: Suðvestan kaldi
eða stinningskaldi. Slydda eða
rigning og hiti nálægt frostmarki
fram eftir morgni en síðar él og
vægt frost. Lægir og léttir til
þegar líður á daginn.
Skíðafæri: Gott skíðafæri.
Opið: Kl. 10-18 fös., laug., sun.
og mán. Á þri., mið. og fim. er
opið kl. 10-21.
Upplýsingar í síma 91-801111.
Skíðakennsla er allar helgar kl.
14.30 hjá Skíðadeild Víkings. í
Hamragili er skíðakennsla allar
helgar og hefst hún kl. 10.30,
12.00, 13.30, 15.00 og 16.30
og stendur í 1 '12 klst. í senn.
Ferðir: Sjá Bláfjöll.
SKALAFELL
Veðurhorfur: Suðvestan kaldi
eða stinningskaldi. Slydda eða
rigning og hiti nálægt frostmarki
fram eftir morgni en síðar él og
vægt frost. Lægir og léttir til
þegar líður á daginn.
Skíðafæri ágætt, nægur snjór.
Opið: Kl. 10-18 fös., laug., sun.
og mán. Á þri., mið. og fim. er
opið kl. 10-21.
Upplýsingar: í síma 91-801111.
Skíðakennsla er allar helgar og
hefst hún kl. 10.30, 12.00,
13.30, 15.00 og 16.30 og stend-
ur í 1 '/2 klst. í senn.
Ferðir: Sjá Bláfjöll.
ISAFJORÐUR
Veðurhorfur: Suðvestan kaldi
og snjókoma eða slydda fram
eftir morgni en síðan hægari
suðvestan- eða sunnanátt og
léttir smám saman til. Hiti um
eða rétt undir frostmarki.
Skíðafæri gott og nægur snjór
á báðum svæðum.
Opið: Skíðasvæðið verður opið
laugardag og sunnudag frá kl.
10-17. Opið virka daga frá kl.
13-18 og til kl. 20 þrið. og fim.
Ath. gönguskíðabrautir eru
troðnar í Tungudal.
Upplýsingar: í síma 94-3125
(símsvari).
Ferðir: Áætlunarferðir á svæðið
alla daga frá kl. 12.
AKUREYRI
Veðurhorfur: Suðvestan kaldi
eða stinningskaldi. Skýjað fram-
an af degi og ef til vill einhver
él en léttir til síðdegis, lægir
með kvöldinu. Hiti um frostmark
í fyrstu en síðan heldur kólnandi.
Skíðafæri gott og nægur snjór.
Opið: Virka daga kl. 13-18.45
og laugar- og sunnudaga kl.
10-17.
Upplýsingar í síma 96-22930
(símsvari), 22280 og 23379.
Skíðakennsla: Um helgina frá
kl. 12 og á klst. fresti eftir þátt-
töku.
Ferðir á svæðið á virkum dögum
kl. 13.30, 15.30 og 16.30 og
síðasta ferð kl. 18.30. í bæinn
er síðasta ferð kl. 19.