Morgunblaðið - 09.04.1995, Page 10

Morgunblaðið - 09.04.1995, Page 10
10 SUNNUDAGUR 9. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ KÆRUNEFND jafnréttismúla aö störfum. Frá vinstri: Ragnhildur Benediktsdóttir formaéur, Margrét Heinreksdóttir og Siguróur Tómas Magnússon. Jafnrétti í orði — en ekki á borði Frá því að kærunefnd jafnréttismála var sett á laggimar um mitt ár 1991 hefur hún afgreitt alls 32 mál. Ýmislegt bendir nú til þess að þeim málum, sem stefnt verður fyr- ir dómstóla í framhaldi af niðurstöðum nefndarinnar, muni fjölga á komandi árum. Jóhanna Ingvarsdóttir kynnti sér nokkur þau álitamál, sem kærunefndin hefur haft afskipti af í gegnum tíðina. KÆRUNEFND jafnréttis- mála hefur afgreitt alls 32 kærumál frá því að hún tók til starfa um mitt ár 1991. Að baki liggja 24 kærur frá konum og sex frá körl- um, en allir þessir einstaklingar hafa kært á grundvelli laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla sem samþykkt voru á Al- þingi í marsmánuði 1991. Af þeim 32 málum, sem komið hafa til kasta kærunefndar og hún úrskurðað um, eru átta mál nú til meðferðar hjá lögmönnum eða komin áleiðis á æðri dómsstig. Þar af er aðeins einu máli lokið fyrir Héraðsdómi Reykja- víkur, sem úrskurðaði kæranda í hag, og hefur því máli nú verið áfrýjað til Hæstaréttar. Að mati formanns kærunefndar bendir nú ýmislegt til þess að þeim málum, sem stefnt verður fyrir dómstóla i framhaldi af niðurstöðum nefndar- innar, muni fjölga á komandi árum, ekki síst launakærum, í ljósi ný- legra launakannana sem sýna svart á hvítu að konur bera gjarnan skarðan hlut frá borði miðað við karlmenn í sambærilegum stöðum. Á fyrsta starfsári kærunefndar lágu fyrir íjórir úrskurðir og hið næsta jafnmargir. Þar af voru þrjár konur og einn karl kærendur hvort árið. Árið 1993 úrskurðaði nefndin í tólf málum, átta kvenna og fjög- urra karia, og á síðasta ári lágu einnig fyrir tólf úrskurðir nefndar- innar og voru konur þá í öllum til- fellum kærendur. Kærunefnd hefur nú til umfjöllunar fjögur ný mál til viðbótar, en þar til úrskurðir ganga í málunum, er um trúnaðarmál að ræða. Jafnréttislög Á íslandi hafa jafnréttislög verið í gildi frá 1976, en núverandi lög voru samþykkt í mars 1991. Megin- inntak jafnréttislaganna er að kon- um og körlum skulu tryggðir jafnir möguleikar til atvinnu, launa og menntunar. Hvers kyns mismunun eftir kynferði er óheimil, hvort sem er í launum, fríðindum, ráðningum, stöðuhækkunum eða öðrum atrið- um sem varða kjör starfsfólks. Þó teljast sérstakar tímabundnar að- gerðir, sem ætlaðar eru til að bæta stöðu kvenna til að koma á jafn- rétti og jafnri stöðu kynjanna, ekki ganga gégn lögunum. Það telst sömuleiðis ekki mismunun að taka sérstakt tillit til kvenna vegna þungunar eða bamsburðar. Jafn- réttislögin leggja atvinnurekendum sömuleiðis þá skyldu á herðar að stuðla að því að störf flokkist ekki í sérstök kvenna- og karlastörf. Þegar starf er auglýst og um er að ræða umsækjendur af gagn- stæðu kyni sem teljast jafnhæfir til að gegna starfínu ber þeim að öðru jöfnu að ráða þann umsækjanda, sem er af því kyni sem er í minni- hluta í starfsgreininni. Að öðrum kosti verðj tilgangi jafnréttislaga ekki náð. í samræmi við þetta má taka fram í starfsauglýsingu að sérstaklega sé óskað eftir öðru hvoru kyninu, en þá ber einnig að geta þess að tilgangurinn sé að jafna kynskiptingu í greininni. Allir, sem telja á sér brotið skv. ákvæðum jafnréttislaganna, geta sér að kostnaðarlausu leitað úr- skurðar kærunefndar jafnréttis- mála, sem í sitja þrír löglærðir full- trúar, þar af tveir tilnefndir af Hæstarétti og einn án tilnefningar. í nefndinni eiga nú sæti Ragnhildur Benediktsdóttir skrifstofustjóri sem gegnir formennsku, Sigurður Tóm- as Magnússon skrif- stofustjóri og Margrét Heinreksdóttir sýslufull- trúi. Hlutverk Hlutverk nefndarinn- ar er að taka við ábend- ingum um brot á ákvæð- um jafnréttislaganna, rannsaka mál af því til- efni Og senda að rann- sókn lokinni niðurstöður til þeirra aðila er málið snertir. Nefndin skal einnig í sérstökum til- vikum hafa frumkvæði um ábendingar varðandi framkvæmd jafnrétti- slaganna. Atvinnurekendum, opin- berum stofnunum, félagasamtökum og öðrum þeim, sem upplýst geta mál, er skylt að veita nefndinni all- ar þær upplýsingar er málin varða. Þegar um er að ræða mál, sem ætla má að geti haft stefnumark- andi áhrif á vinnumarkaðinn í heild, skal kærunefnd leita umsagnar frá heildarsamtökum launþega og við- semjendum þeirra. Álitsgerðir kærunefndar eru ekki bindandi fyrir aðila. í þeim tilvikum þar sem ákvæði jafnréttislaganna eru, að mati nefndarinnar, brotin, skal hún beina rökstuddum tilmæl- um um úrbætur til hlutaðeigandi aðila. í samráði við þá er nefndinni heimilt að höfða dómsmál, fallist mótaðili ekki á tilmæli nefndarinn- ar. í þeim tilvikum getur nefndin krafíst viðurkenningar á að jafn- réttislög hafi verið brotin. Ennfrem- ur getur hún krafist bóta vegna fjártjóns og miska. Þeim málum hefur fjölgað nokkuð þar sem aðili óskar eftir að máli hans sé fylgt eftir gagnvart atvinnurekanda. Reynt er áður að leita sátta, en ef það tekst ekki, er mál falið sjálf- stætt starfandi lögmönnum til frek- ari meðferðar. Stöður og laun Að sögn Ragnhildar Benedikts- dóttur, formanns kærunefndar, snúast málin í flestum tilfellum ýmist um stöðuveitingar eða launa- misrétti. „Því miður finnst mér ekki hafa komið inn nógu mikið af launa- kærum þó teikn séu á lofti um að þeim muni fjölga nú i kjölfar launa- kannana, sem sýna að launamis- rétti viðgengst enn á vinnumarkaði gagnvart konum þrátt fyrir þá jafn- réttisbaráttu, sem háð hefur verið á liðnum áratugum. Ennfremur hefur tilkoma kærunefndarinnar gert aðilum auðveldara fyrir og ég tel að starf hennar komi til með að verða enn viðameira á komandi árum. Nefndinni er hinsvegar ekki heimilt að fara í dómsmál nema í samráði við þá einstaklinga, er málin varða, og við gerum það ekki nema þeir óski eftir því. Áður en að því kemur, er reynt til þrautar að ná sáttum sem er auðvitað lang- farsælast fyrir alla aðila. Allir úr- skurðir okkar enda yfírleitt á þvi að reynt verði að finna lausn, sem kærandi getur sætt sig við, en svo er það auðvitað undir hælinn lagt hvernig til tekst.“ Ragnhildur segir að kærunefndin hafi aðeins í einu máli tekið að sér slíkt sáttahlutverk þar sem báðir aðilar óskuðu eftir því að nefndin myndi aðstoða við sáttagjörð. Það var mál Hrefnu Kristmannsdóttur, jarðfræðings og starfsmanns Orku- stofnunar, gegn Orkustofnun sem kærunefndin tók fyrir á fyrsta starfsári sínu. Málavextir voru í stuttu máli þeir að yfirverkefnis- stjóra Jarðhitadeildar Orkustofnun- ar, sem er sá starfsmaður sem gengur næst forstjóra, var veitt tveggja ára launalaust leyfí að eig- in ósk. Hrefna hélt því fram að bæði forstjóri deildarinnar og yfir- verkefnisstjórinn hefðu munnlega gengið frá því við sig að hún leysti yfirverkefnisstjórann af í leyfí hans, en svo varð þó ekki þegar til kom nema að hluta til. Karlmanni var síðan falið að sinna tilgreindum störfum sem yfirverkefnisstjóri gegndi, en það tekið fram að ekki væri verið að setja hann í stöðuna. Mat kærunefndar jafnréttismála var að sú ákvörðun forstjóra deild- arinnar að fela karlmanninum þorra verkefna yfirverkefnisstjóra í leyfí hans mætti jafna við stöðubreyt- ingu. Um væri að ræða starfssvið, sem fæli í sér meiri ábyrgð en það er kærandi gegndi og hærri laun. Nefndin taldi að þrátt fyrir tíma- bundna ráðstöfun væri hér um brot á jafnréttislögum að ræða. Hún beindi þeim tilmælum til orkumála- stjóra að Hrefnu yrði falin störf yfirverkefnisstjórans í leyfi hans eða að stofnunin fyndi aðra lausn, sem kærandi gæti sætt sig við. Lyktir urðu þær að aðilar urðu ásáttir um bætur til handa Hrefnu. Dómsmál Eins og áður er getið er einu máli lokið fyrir Héraðsdómi Reykja- víkur. Það er mál Jennýjar S. Sig- fúsdóttur gegn Heilsuverndarstöð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.