Morgunblaðið - 09.04.1995, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 9. APRÍL 1995 11
Reykjavíkur og varðaði nýja stöðu
starfsmannastjóra, en eftir dóm
Héraðsdóms, sem var kæranda í
hag, hefur heilbrigðisráðherra nú
áfrýjað til Hæstaréttar. Jenný, sem
var í stöðu deildarstjóra Heilsu-
verndarstöðvarinnar, var meðal
umsækjenda um stöðu starfs-
mannastjóra, en hana fékk karl-
maður. Jenný vildi fá úr því skorið
hvort um brot á jafnréttislögum
væri að ræða og síðar bætti hún
við kæruefnið þar sem hún óskaði
eftir því að tekin yrði afstaða til
þess hvort sá launamunur, sem
varð á henni sem deildarstjóra og
hins nýja starfsmannastjóra, væri
réttmætur lögum skv., en nýi
starfsmannastjórinn byijaði á hærri
launum en hún hætti á sem deildar-
stjóri.
Álit kærunefndar var á þá leið
að Jenný hefði meiri menntun en
sá sem ráðinn var í stöðuna þó
bæði teldust hæf til að gegna stöð-
unni menntunar- og starfsferilslega
séð. Þó verði að telja starfsreynslu
Jennýjar þess eðlis að hún hafi ver-
ið hæfari, enda var það mat kæru-
nefndar að ekki hafi verið sýnt fram
á að sá, sem starfið lilaut, hafi
haft einhveija sérstaka hæfileika
umfram Jennýju sem réttlættu það
að gengið væri fram hjá henni við
ráðningu í starfið.
Hvað varðaði síðara kæruefnið
fullyrti kærandi að með ráðningu
starfsmannastjóra hafi deildar-
stjórastarfið verið brotið upp og
hluti þess falinn nýráðnum starfs-
mannastjóra. Lýsingar forstjóra og
annarra samstarfsmanna studdu þá
fullyrðingu. Samhliða höfðu verið
gerðar skipulagsbreytingar og
verkefni færð til í kjölfar laga um
verkaskiptingu ríkis og sveitarfé-
laga og vildu yfirmenn því mema
að hærri laun starfsmannasljóra
miðað við deildarstjóra væru þar
með réttlætanleg. Kærunefndin
taldi hinsvegar að ekki hafi verið
sýnt fram á að starf starfsmanna-
stjóra væri umfangsmeira eða fæli
í sér meiri ábyrgð en það starf sem
kærandi gegndi samhliða öðrum
störfum sem deildarstjóri. Hún taldi
því að um jafnverðmæt og sambæri-
leg störf væri að ræða í skilningi
jafnréttislaga og því væri sá mun-
ur, sem væri á launum þeirra, óeðli-
legur og andstæður jafnréttislög-
um.
í kjölfar dómsniðurstöðu Héraðs-
dóms Reykjavíkur, sem kveðin var
upp þann 14. nóv. sl., hefur heil-
brigðisráðherra nú áfrýjað málinu
til Hæstaréttar. Héraðsdómur
komst að þeirri niðurstöðu að
stefnda hafi borið að ráða Jennýju
í starfið og voru henni dæmdar
bætur, sem nema tæpum 800 þús.
kr. auk vaxta. Héraðsdómur hafn-
aði hinsvegar launakröfunni og hef-
ur þeim þætti málsins sömuleiðis
verið gagnáfrýjað til Hæstaréttar.
Starfsmat
í íslensku jafnréttislögunum seg-
ir að konum og körlum skulu greidd
jöfn laun og skulu njóta sömu kjara
fyrir jafnverðmæt og sambærileg
störf. Það er hinsvegar annmörkum
háð að bera saman það sem kallað
er „jafnverðmæt" störf því hvergi
er að finna viðmiðunarreglur um
hvaða störf teljist jöfn að verðleik-
um. Vandi nefndarinnar getur því
verið ærinn þegar kemur að slíkum
samanburði, enda segir formaður
kærunefndar jafnréttismála brýnt
að 4. grein jafnréttislaganna verði
útfærð nánar, en hún gengur út á
það að konum og körlum skulu
greidd jöfn laun og skulu njóta
sömu kjara fyrir jafnverðmæt og
sambærileg störf. Það er mikilvægt
að atvinnurekendur geti skilgreint
hvernig þeir ákvarða laun starfs-
manna og að launakerfið sé gagn-
sætt. í ljósi þess hversu mjög vinnu-
markaðurinn er kynskiptur getur
samanburður á hefðbundnum
karla- og kvennastörfum reynst
erfiður í reynd þegar ólík störf eru
borin saman, t.d. störf leikskóla-
kennara annars vegar og iðnaðar-
manna hinsvegar, að sögn Ragn-
hildar.
Sömuleiðis þegar kærunefnd
fjallar um starfsmat út frájafnrétt-
islögum, verða samanburðarhóp-
arnir að starfa hjá sama atvinnu-
rekanda enda verið að ijalla um
ábyrgð atvinnurekenda til að greiða
sömu laun fyrir jafnverðmæt og
sambærileg störf. Það þarf á hinn
bóginn ekki, svo dæmi sé tekið, að
fela í sér launamisrétti, skv. jafn-
réttislögum, að Iðju-konur séu með
lægstu laun á vinnumarkaði.
Starfsmat er nauðsynleg for-
senda þess að jafnlaunaákváeði nái
tilætluðum markmiðum sínum. Það
auðveldar þeim, sem verða fyrir
launamisrétti á vinnumarkaði, að
leita réttar síns og fá leiðréttingu
fyrir dómstólum enda er starfsmat
til þess ætlað að skera úr um hve-
nær og hvers konar störf eru jafn-
verðmæt og sambærileg, burtséð
frá kynferði þeirra, sem störfin
vinna, að sögn Ragnhildar.
Félagsmálaráðherra hefur ný-
lega skipað starfshóp, sem m.a. er
ætlað að vinna að tillögum um
starfsmat sem tækis til að draga
úr launamun karla og kvenna. Gert
er ráð fyrir að upplýsingum um
starfsmat verði safnað erlendis frá
og að skýrsla um þetta efni liggi
fyrir í október nk. Kærunefnd jafn-
réttismála horfir því með eftirvænt-
ingu til árangurs af starfi þessarar
nefndar.
Fordæniisgildi
En það eru ekki bara íslenskar
konur, sem hafa verið að beijast
fyrir sömu launum fyrir sömu störf
á hinum almenna vinnumarkaði því
launamál kynjanna ber víðá við í
alþjóðlegum samþykktum, sem ís-
lendingar eru m.a. aðilar að. Jafn-
launáákvæði flestra ríkja grundvall-
ast á tveimur samþykktum Alþjóða-
vinnumálástofnunarinnar (ILO). Sú
Það er hínsvegar ann-
mörkum háð að bera
saman það sem kallað
er „jafnverðmæt"
störf því hvergi er að
finna viðmiðunarregl-
ur um hvaða störf telj-
ist jöfn að verðleikum.
fyrri er frá árinu 1951 og var full-
gilt af íslands hálfu árið 1958. Sú
seinni var samþykkt árið 1958 og
fullgilt árið 1963.
í 69. grein EES-samningsins,
sem gekk í gildi í ársbyijun 1993,
er einnig að finna ákvæði um jafn-
rétti kynjanna á vinnumarkaði. Auk
þess fylgja samningnum fímm til-
skipanir á sviði jafnréttismála á
vinnumarkaði. Þein-a mikilvægust
er jafnlaunatilskipun ESB frá 1975
sem orðrétt er tekin upp í EES-
samningnum. Þar með munu dóm-
ar, sem dæmdir hafa verið á grund-
velli þessara jafnlaunaákvæða, hafa
fordæmisgildi hér á landi.
í jafnlaunasamþykktinni frá
1975 er fjallað nokkuð um starfs-
mat, en þar segii' m.a.: „Þegar
starfsflokkunarkerfi er notað til að
ákvarða launagreiðslur verður að
gæta þess sérstaklega að það sé
byggt á sömu forsendum fyrir bæði
konur og karla og mótað á þann
hátt að öll mismunun vegna kyn-
ferðis sé útilokuð." Einnig segir að
stjórnvöld geti ákveðið hvaða regl-
um verði beitt við matið, hafi þau
með höndum ákvörðun laynataxta,
en þegar taxtarnir séu ákveðnir
með heildarsamningum, geti aðilar
þeirra ákveðið vinnureglur viðvíkj-
andi starfsmati. í íslenskum lögum
er ekki að finna neinar leiðbeining-
ar um hvernig standa skuli að sam-
anburði á verðmæti starfa eða
hvaða sjónarmið skuli einkum
leggja til grundvallar við slíkan
samanburð. Og ef litið er til fram-
kvæmdaáætlunar ríkisstjórnarinnar
í jafnréttismálum, sem mótuð var
til fjögurra ára, 1993-1997, er að-
eins að finna almennt orðaða yfir-
lýsingu um að kerfisbundið mat á
störfum ríkisstarfsmanna skuli fara
ft-am. Eftir er hinsvegar að útfæra
nánar hvernig að því starfsmati
skuli staðið.
K/ERUR FRÁ KONUM
SONIA SVEINSDÓTTIR óskaði
eftir því að kærunefnd kannaði
hvort ákveðnar skipulagsbreyt-
ingar á Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri brytu í bága við jafn-
réttislög, en breytingarnar fólu
m.a. í sér að tvær stöður hjúkrun-
arframkvæmdastjóra, sem konur
gegndu, voru lagðar niður en
settar á laggirnar tvær nýjar og
lægra launaðar stöðurskrifstofu-
stjóra og verkefnisstjóra sem
skipaðar voru karlmönnum. Þá
var staða fræðslustjóra hjúkrun-
ar, sem áður var full staða, gerð
að hálfri. Sonja gegndi annarri
hjúkrunarframkvæmdastjóra-
stöðunni og var henni sagtupp
störfum hjá sjúkrahúsinu og ósk-
aði hún jafnframt eftir því hvort
uppsögnin væri réttmæt.
Kærunefndin taldi að með því
að fella á brott eitt stjómunar-
stig innan yfirstjórar hjúkrunar
væri verið að draga úr vægi
stjórnunar innan hefðbundins
starfssviðs kvenna. Jafnframt
lægi fyrir að á sama tíma hefðu
verið gerðar breytingar á starfs-
heitum tveggja karla. Nefndin
taldi það ekki skipta máli hvort
þar hafi eínungis verið um leið-
réttingu á starfsheiti að ræða eða
raunverulega breytingu á starfi.
Sú ákvörðun stjórnar FSA að
segja kæranda upp störfum þótti
hinsvegar ekki fela í sér mismun-
un vegna kynferðis enda færðust
störf hennar yfir til annarra
kvenna. Uppsögnin taldist því
ekki bijóta gegn lögum, en
nefndin taldi á hinn bóginn skipu-
lagsbreytingarnar gera það.
Verslunar mannaf élag
Reykjavíkur fyrir hönd Bjarkar
Angantýsdóttur óskaði eftir því
að kærunefnd tæki afstöðu til
þess hvort sá munur, sem væri
á launum Bjarkar, sem svæðis-
stjóra í bakaríi Hagkaupa í
Kringlunni, og forvera hennar í
starfi brytigegn ákvæðum jafn-
réttislaga. I öðru lagi var óskað
álits á því hvort sá munur, sem
væri á launum svæðisstjóra bak-
arís og annarra svæðisstjóra
matvöruverslunar, bryti í bága
við jafnréttislög.
Kæmnefndin féllst á þau rök
Hagkaupa að það væri ekki and-
stætt ákvæðum jafnréttislaga að
greiða menntuðum starfsmanni
hærri laun en ómenntuðum, en
forveri hennar var bakaramennt-
aður. Því bæri að fallast á þau
rök Hagkaupa að Björk ætti ekki
rétt á sömu launum og forveri
hennar hafði. Hins vegar ætti
Björk rétt á launahækkun vegna
þess að henni var falið starf
svæðisstjóra og var þeim tilmæl-
um beint til fyrirtækisins að hún
ætti kröfu á því að sömu sjónar-
mið yrðu lögð til grundvallar við
KONUM og körlum skulu greidd jöfn laun
fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf.
K/ERUR FRA KÖRLUM
ákvörðun launa hennar og ann-
arra svæðisstjóra matvörudeild-
ar, m.a. menntun, fjöldi starfs-
manna, velta og nýting eða rýrn-
un vöru. Með vísan til þess var
fallist á að ekki væri óeðlilegt
að laun svæðisstjóra bakarís
væru lægst.
í kjölfar niðurstöðu kæru-
nefndar hefur VR stefnt málinu
fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur og
er þetta þar með fyrsta launa-
jafnréttismálið, sem verkalýðsfé-
lag tekur upp á sína arma og fer
með fyrir dómstóla. Málið snýst
fyrir héraðsdómi um fjárkröfur á
hendur Hagkaupum og byggjast
þær kröfur á því sem kærunefnd-
in taldi eðlilegt að viðkomandi
starfskraftur hefði í laun sem
svæðisstjóri.
Sigríður Þorgrímsdóttir
blaðamaður óskaði eftir því að
kærunefnd kannaði hvort sú
ákvörðun Dagsprents hf. að segja
henni upp störfum er hún var
barnshafandi bryti gegn jafnrétt-
islögum og lögum um fæðingar-
orlof. Kærunefnd komst að þeirri
niðurstöðu að uppsögnin bryti
gegn báðum þessum lögum. í
kjölfarið höfðaði Blaðamannafé-
lag íslands fyrir hönd Sigríðar
mál fyrir Héraðsdómi Norður-
lands eystra og má búast dóms-
niðurstöðu innan tíðar.
Guðrún Erla Ólafsdóttir, út-
sendingarstjóri hjá RUV, óskaði
eftir því að tekin yrði afstaða til
þess hvort sá munur, sem væri
á launum hennar og karlkyns
samstarfsmanns, bryti gegn
ákvæðum jafnréttislaga óháð
stéttarfélagsaðild, en Guðrún
Erla tók laun skv. kjarasamningi
BHMR og karlkyns samstarfs-
maðurinn skv. kjarasamningi
Rafiðnaðarsambands íslands.
Óumdeilt var að þau unnu sömu
störf og ekki var því heldur mót-
mælt að grunnlaun karlsins voru
rúmum 20 þús. kr. hærri en
grunnlaun Guðrúnar Erlu.
Kærunefndin taldi að Guðrún
Erla ætti skv. jafnréttislögum
rétt á því að grunnlaun hennar
yrðu ákvörðuð með sama hætti
og grunnlaun karlmannsins að
teknu tilliti til starfsaldurs. Til-
mælum nefndarinnar um launa-
leiðréttingu var hafnað af fjár-
málaráðuneytinu og verður mál-
inu því stefnt fyrir dómstóla.
ÓLAFUR B. SCHRAM óskaði
eftir afstöðu kærunefndar til þess
hvort ákvæði laga Kvenfélags
Bessastaðahrepps um aðild að
félaginu bryti gegn ákvæðum
lagaumjafnrétti kynjanna. Ólaf--
ur hafði sótt um aðild að félag-
inu, en verið synjað með þeim
rökum að félagið væri aðeins
opið konum.
Kærunefndin taldi að reglur
kvenfélagsins brytu ekki í bága
við jafnréttislög, en gætu verið
andstæðar því markmiði laganna
að koma á jafnrétti og jafnri
stöðu kynjanna. Niðurstaða
nefndarinnar byggist á því að í
stjómarskránni er mönnum
tryggður réttur til að stofna félög
í sérhveijum löglegum tilgangi
án þess að sækja þurfi um leyfi
til þess. í stjórnarskránni er ekk-
ert ákvæði um jafnrétti kynja,
en óumdeilt er að tilgangur
kvenfélaga er ekki andstæður
lögum.
Vigfús Andrésson, kennari,
óskaði eftir því að kærunefnd
tæki afstöðu til þess hvort ráðn-
ing kennara við barnaskólann að
Skógum bi-yti gegn jafnréttislög-
um. Málavextir voru þeir að aug-
lýst var laus staða við barnaskól-
ann á Skógum. Umsækjendur
voru tveir, kærandi og kona,
fóstra að mennt, sem fékk stöð-
una. Kærunefndin taldi að Vigfús
hafi verið hæfari í starfið og að
ráðning konunnar hafi verið brot
á jafnréttislögum.
Árni Árnason, ritstjóri hjá
Námsgagnastofnun, óskaði eftir
því að kærunefnd kannaði hvort
synjun fjármálaráðuneytisins á
beiðni hans um launað fæðingar-
orlof bryti gegn ákvæðum laga
um jafna stöðu ogjafnan rétt
kvenna og karla, en í lögunum
er kveðið á um að konum og
körlum skuli greidd jöfn laun og
skulu þau njóta sömu kjara fyrir
jafnverðmæt og sambærileg
störf. Með kjörum er átt við líf-
eyris-, orlofs- og veikindarétt og
hvers konar önnur samningsrétt-
indi. Kærunefndin telur að laun
í fæðingarorlofi falli þar með
undir hugtakið „kjör“ í skilningi
laganna. Aftur á inóti takmarka
lög um réttindi og skyldur starfs-
manna ríkisins frá árinu 1954
launagreiðslur í barnsburðarleyfi
við konur enda voru þau lög sett
á þeim tíma er engin ástæða
þótti til að veita feðrum rétt til
töku fæðingarorlofs. Hvers kyns
mismunun eftir kynferði er hins-
vegar óheimil skv. jafnréttislög-
um þó heimilt sé að taka sérstakt
tillit til kvenna vegna þungunar
eða barnsburðar. Slíkt tillit er
lögfest í lögum um almanna-
tryggingar með því að fyrsti
mánuður fæðingarorlofs er af
heilsufarsástæðum bundinn móð-
ur og samþykki hennar þarf til
að faðir taki hluta þess.
Kærunefndin taldi þá túlkun
að ríkinu sé ekki skylt að greiða
körlum í sinni þjónustu laun í
fæðingarorlofi hvorki í samræmi
við jafnréttislög né lög um al-
mannatryggingar og fæðingaror-
lof. Kærunefndin beindi því þeim
tilmælum til fjármálaráðuneytis-
ins að það hlutaðist til um að
gerðar verði þær ráðstafanir, sem
þarf til þess að viðurkenndur
verði og tryggður réttur feðra í
þjónustu ríkisins til launa í fæð-
ingarorlofi.