Morgunblaðið - 09.04.1995, Síða 16
16 SUNNUDAGUR 9. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Þaueru
að vinna
úr þjóðar-
arfinum
Morgunblaðið/Júlíus
Steinunn Inga
Ottarsdóttir,
Þröstur
Helgason,
Steinunn
Haraldsdóttir
og Eiríkur
Guðmundsson
Á hátíða- og tyllidögum verður mönnum
gjaman tíðrætt um þýðingu íslenskra bók-
mennta. Að vísu er þá oft átt við fombók-
menntimar eða þær bókmenntir sem studdu
sjálfstæðisbaráttu íslendinga á sínum tíma.
Hins vegar eigum við í dag nýjar bókmennt-
ir sem vekja athygli utan landsteinanna.
Islenskar bókmenntir em kennslugrein í há-
skólanum og þar fýlgjast menn grannt með
framvindu þessara mála. Guðrún Guðlaugs-
*
dóttir ræddi við Steinunni Ingu Ottarsdóttur
og fleiri nemendur í heimspekideild Háskól-
ans um námið, framtíðina og viðfangsefni.
NÁMIÐ í íslenskum bók-
menntum á MA-stigi,
sem er framhaldsnám
eftir BA-próf, er þess
eðlis að ekki fást starfsréttindi út á
það. Hins vegar er reynslan sú að
margir af þeim sem þessa menntun
hafa leggja stund á kennslu eða
fræðimennsku. Kennslan er byggð
upp á námskeiðum þar sem fjallað
er um afmörkuð svið íslenskra bók-
mennta, t.d. stefnur í bókmenntum,
einstaka höfunda eða nýjustu bók-
mennntakenningar. Náminu lýkur
með ritgerð, þar sem hver og einn
sérhæfír sig að ákveðnu marki. „Við
erum náttúrlega ekki ánægð með að
þetta nám skuli ekki veita okkur
nein starfsréttindi og enn óánægðari
með að atvinnumöguleikar eru væg-
ast sagt af skortium skammti," segir
Steinunn Óttarsdóttir, einn af nem-
endum á MA-stigi í íslenskum bók-
menntum. „Verst er þó hvað niður-
skurðurinn í menntakerfinu hefur
bitnað mikið á okkur á þann veg að
samkvæmt reglum um MA á námið
að vera heildstætt og hægt á að
vera að velja sér sérsvið í upphafi
námsins. Nú er það ekki hægt leng-
ur. Ýmis námskeið sem nauðsynleg
eru falla kannski niður og erfiðlega
gengur að fá eðlilegt samhengi í
námið.“
Gömul ferðasaga frá Kína
En hvað skyldu nemendur í ís-
lenskum bókmenntum vera að fást
við um þessar mundir?
„Það er sitt af hveiju, ég er t.d.
að fást við óprentað handrit af ferða-
sögu frá 18. öld. Það er saga af ís-
lenskum alþýðumanni sem tók sig
upp og fór til Kína og ritaði svo
seinna endurminningar sínar i formi
ferðasögu," segir Steinunn Inga. „Ég
ætla að skrifa upp allt handritið staf-
rétt og með nútíma stafsetningu og
fjalla síðan um tengsl þessarar ferða-
sögu við sjálfsævisögur sem voru að
koma fram á sjónarsviðið á þessum
tíma. Handrit þessa manns heitir
Reisubók Eiríks Björnsson víðförla,
og það hafa örfáir lesið af núlifandi
mönnum nema ég. Það er til í þrem-
ur uppskriftum, tvær eru varðveittar
hér í Þjóðarbókhlöðu en ein í Kaup-
mannahöfn. Handrit sem þetta er
hrein gullnáma fyrir ungan fræði-
mann, þarna er nýtt viðfangsefni sem
enginn hefur fengist við áður, en um
flest önnur tímabil í íslenskri bók-
menntasögu er búið að skrifa mikið
um.“
Grímur Thomsen var
stórmerkilegur maður
Steinunn Haraldsdóttir er farin að
huga að lokaritgerð í MA-námi sínum
í íslenskum bókmenntum. „Mig lang-
ar að skrifa um Grím Thomsen, gera
heildarúttekt á verkum hans og hug-
myndaheimi. Það hefur ekki verið
gert áður,“ segir Steinunn. „Það sem
vekur áhuga minn er hvað Grímur á
margar hliðar, þjóðlegu hliðina
þekkja flestir, nægir í því sambandi
að nefna kvæði eins og Skúlaskeið
og Á Sprengisandi. Hin hliðin, sem
er duiúðugari og þunglyndislegri, er
kannski öllu meira spennandi, hún
Réttarhöld
vinnandi móður
AÐALSAKSÓKNARINN Marcia Clark I máli O.J. Simpsons
í réttinum ásamt adalveijanda hans Johnnie Cochran.
AÐ VERA skipuð ákærandi
í „réttarhöldum aldarinn-
ar“, þar sem boltahetjan
fræga O.J. Simpson er
sakaður um að hafa myrt Nicole eig-
inkonu sína og elskhuga hennar,
þykir mikill frami fyrir Marciu Clark.
Varla hefur hún þó reiknað með að
framinn mundi skaða hana í hennar
eigin máli um forræði barna sinna.
Réttarhöldin yfír bandarísku fót-
boltahetjunni O.J. Simpson standa
yfir í Bandaríkjunum og er sjónvarp-
að vikum saman dag hvern beint úr
réttarsalnum um heimsbyggðina.
Sky-sjónvarpsstöðin sendir út um
gervihnött og hefur sérfræðinga til
að svara bréfum frá öllum heimsálf-
um og útskýra þetta furðulega og
flókna réttarsjónarspil. Og aðrir
ijölmiðlar flytja stöðugt fréttir af því
hvað þetta vitnið eða hitt sagði og
hvernig lögmennimir stóðu sig í að
yfirheyra þau.
Allir sem þar koma við sögu eru
orðnir frægt fólk í fréttunum, sem
allir þekkja engu síður en Hollywood-
stjörnunar. Ein þeirra er saksóknar-
inn Marcia Clark, fertug kona með
stæl, sem alltaf er í forgrunni og
yfirheyrir vitni. Annar er blökkumað-
urinn Johnnie Cochran, aðalveijandi
O.J. Simpsons. Þessi fjallmyndarlega
dökka fótboltahetja Simpson situr
fjærst með sínum frægu veijendum
og gnæfír yfir þá.
í fyrstu var O.J. Simpson einn
fyrir rétti í því sem nefnt hefur ver-
ið réttarhöld aldarinnar. En eftir að
milljónir manna urðu sjónvarpsfíkiar,
sem ekki mega missa af neinu í
málinu, komust lykilþættir í banda-
rískum lífháttum undir smásjána,
m.a viðhorf til kynþátta, stjörnu-
frægð og réttarfarið. Fyrir skömmu
var hlutverk útivinnandi móður dreg-
ið fyrir rétt. Slúðrarar slógu fram
lykilspurningu: ætti þessi ögrandi
veijandi, Marcia Clark, móðir
tveggja lítilla drengja, að vera þarna
í réttinum eða í eldhúsinu heima?
Réttarhöldin hafa vakið upp að nýju
ákafar deilur um hvað séu góðir for-
eldrar og fylgir bakslag í fullyrðing-
una um að „konur tíunda áratugar-
ins“ eigi að fá það allt: frama, eigin-
mann og börn. Feður virðast í sókn.
Frami eða barnagæsla
Allt byrjaði þetta þegar Marcia
Clark, sem þremur dögum áður en
Nicole Brown Simpson og Ron Gold-
man fundust myrt 12. júní 1994 sótti
um skilnað frá manni sínum, tjáði
Lance Ito dómara (einum enn sem
orðinn er frægur um heimsbyggðina)
að hún gæti ekki komið til aukafund-
ar í réttinum seint að kvöldi vegna
þess að hún þyrfti að fara heim og
gæta þriggja og fimm ára gamalla
barna sinna. Hinn litríki veijandi
Simpsons, Johnnie Cochran, hreytti
háðslega í hana að þetta væri „sam-
særi“ til að afia veijendum viðbótar
undirbúningstíma. Marcia Clark varð
foxill og svaraði á móti að þessi
ummæli væru móðgun við allar vinn-
andi mæður og að hún hefði verið
„freklega móðguð sem kona, sem
einstætt foreldri og sem saksóknari“.
Málið hefði getað verið þarmeð út
sögunni þegar réttahöldin drögnuð-
ust áfram með óendanlegri strollu
vitna, ef tölvuverkfræðingurinn Gor-
don Clark, eiginmaður Marciu til
þrettán ára, hefði ekki á þeirri stundu
sakað hana um að hafa meiri áhuga
á að sinna meintum morðingja en
sínum eigin börnum og væri því ekki
lengur hæf til að fá forsjá barnanna.
Síðan lagði hann fram kröfu í skiln-
aðarréttinum um að honum yrði
umsvifalaust úrskurðuð forsjá bam-
anna. Hann sagði að Marcia kæmi
iðulega ekki heim úr vinnunni fyrr
en kl. 10 og væri þá oft að vinna
heima. Hann aftur á móti kæmi heim
kl. 6.15 og vildi glaður eyða kvöldun-
um með drengjunum. Vinir hennar
segja að Marcia sé mjög góð móðir
og muni beijast fyrir jafnri forsjá
bamanna. Marcia Clark var öskureið
við mann sinn fyrir þessar ásakanir
og jafnframt í hafti starfsskuldbind-
inga sinna við ein mestu réttarhöld
sögunnar. Draumastarfið var orðið
að martröð móðurinnar.
Þetta vakti upp heiftarlegar um-
ræður í Bandaríkjunum. Margar kon-
ur spurðu hvort þarna væri ekki rak-
ið dæmi um ríkjandi tvöfeldni. Hvers
vegna má karlmaður vinna myrkr-
anna á milli til þess að veita fjöl-
skyldu sinni sem best farborða og
fá almennt lof fyrir, en kona ætti á
hættu að verða hegnt fyrir það sama?
Forseti Bandarísku lögfræðingasam-
takanna, Roberta Cooper Ramo,
sagði: „Ef faðir leggur að sér við
vinnu er litið svo á að það komi hon-
um til góða. Annað er kynlegt, að
um leið og við erum að hvetja konur
á framfæri félagsmáiastofnana til
að vinna, þá erum við að segja fram-
sæknum konum að vinna ekki. Ég
get ekki áttað mig á þessu“.
í þessu sambandi hafa menn rifjað
upp kvikmyndina frægu Kramer vs
Kramer með Meryl Streep og Dustin
Hoffman, sem voru að beijast um
forræði barns síns. Hún hafði farið
að heiman, en fékk forræði barnsins.
í Hollywodstíl endaði myndin þó á
því að hún lét honum eftir barnið
með tárin í augunum.
Fleiri feður fá forsjá
Æ fleiri feður fara nú fram á for-
ræði barna sinna við skilnað. Og feð-
ur fá í vaxandi mæli forræðið. Svo
Mareia hefur fulla ástæðu til að hafa
áhyggjur af þessu. Enda nefnd nokk-