Morgunblaðið - 09.04.1995, Síða 18
18 SUNNUDAGUR 9. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Frá 10. apríl nœstkomandi svarar sjálfvirkur
símsvari efvaliö er 90 þegar hringt er til
útlanda, þar sem notendum
er bent á aö velja 00.
FRÉTTIR
Morgunblaðið/RAX
BRESKI sendiherrann Michael Hone afhendir Einari Sigurðssyni
háskólabókaverði bókagjöfina í Þjóðarbókhlöðunni.
Bresk bókagjöf
til Þjóðarbókhlöðu
í TILEFNI af opnun Þjóðarbók-
hlöðu hefur breski sendiherrann,
Michael Hone, fært Landsbóka-
safni íslands - Háskólabókasafni
bókagjöf frá breskum sljórnvöld-
um, sem að verðmæti nemur rúm-
lega hálfri milljón íslenskra króna.
Bækurnar eru af ýmsum toga,
svo sem „Comprehensive Rock
Engineering" (í fimm bindum) og
vandaðar útgáfur af verkum bre-
skra skálda og rithöfunda. Þær
eru allar valdar í samræmi við
óskir Landsbókasafns íslands -
Háskólabókasafns. Vonast Michael
Hone sendiherra til að geta afhent
fleiri verk á árunum 1995-1996.
Upplýsmgamiðstöð
myndlistar stofnuð
MENNTAMALARAÐHERRA hefur
gert samning um samstarf við Sam-
band íslenskra myndlistarmanna og
Myndstef, höfunrarréttarsamtök
myndlistarmanna, um stofnun Upp-
lýsjngamiðstöðvar myndlistar.
í fréttatilkynningu segir að hlut-
verk upplýsingamiðstöðvarinnar
verði meðal annars að efla kynningu
á íslenskri myndlist. Einnig að greiða
fyrir því að íslenskir myndlistarmenn
geti nýtt sér tækifæri sem bjóðast
varðandi sýningar og vinnuaðstöðu
jafnt innanlands sem utan. Upplýs-
ingamiðstöðin mun einnig stofna og
reka gagnabanka um myndlist auk
þess að veita myndlistarmönnum
ýmis konar þjónustu og aðstoð.
I samstarfssamningnum, sem er
til fjögurra ára,«r kveðið á um skip-
an verkefnisstjórnar sem sinna á
uppbyggingu miðstöðvarinnar og
fjármögnun. Gert er ráð fyrir að
menntamálaráðuneytið leggi tíu
miiljónir til starfseminnar, með þeim
fyrirvara að heimild fáist til þess í
fjárlögum. Verkefnisstjórn Upplýs-
ingamiðstöðvarinnar skipa Þórunn
J. Hafstein deildarstjóri frá mennta-
málaráðuneytinu, Sólveig Eggerts-
dóttir frá SÍM og Knútur Bruun
hrl. frá Myndstefi.
INTERNET
hjálpartœki viðskiptalífsins
Þriðjudaginn 11. apríl kl. 15-18 í
Tækniskóla íslands, Höfðabakka 9.
Komdu og kynntu þér hvernig þú getur nýtt þér
INTERNETIÐ fyrirtæki þínu til framdráttar.
Haldnir verða fyrirlestrar og sýnikennsla:
♦ Upplýsingaleit
♦ Kynningarstarfsemi
♦ Póstkerfi til nútíma samskipta
♦ Kostnaður við notkun og tengingu
♦ Internet möguleikar OS/2 WARP
^ 20 tölvur tengdar Internetinu
Tölvur skólans verða tengdar Internetinu, þar geta
gestir kynnst möguleikum Internetsins af eigin
raun að fyrirlestrum og kaffihléi loknu.
Þátttökugjald erl.200 kr. Skráning og nánari
upplýsingar á mánudag kl. 13-16 í síma 567 3612,
fax 587 3936, með e-mail gudmanb@taekn.is eða
með því að skoða heimasíðu á veraldarvefnum
http://tackn.is/reksd/kynning.html
CO> K Hr4RP
NÝHERJI íkniskóli HJ íslands