Morgunblaðið - 09.04.1995, Page 22
22 SUNNUDAGUR 9. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
SYSTKININ Kristín, Gunnar og Signý Guðmundarbörn.
Morgunblaðið/Kristinn
SYSTKINI
Á SIGLINGU
VœSHPn/AIVINNUUF
Á SUIMNUDEGI
►Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar hf. er fjöl-
skyldufyrirtæki, rekið af börnum Guðmundar Jón-
assonar, stofnanda fyrirtækisins, og konu hans, Stef-
aníu Eðvarðsdóttur. Þau hjón létust bæði 1985, en
Guðmundur fór síðustu ferðir sínar með ferðamenn
sumarið 1983. Elstur systkinanna er Gunnar, fæddur
1938, sem er forstjóri fyrirtækisins og sér aðallega
um bifreiðadeildina. Næstelst er Signý, fædd 1942,
sem er framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar og
yngst er Kristín, fædd 1945, en hún hefur haft yfirum-
sjón með gistiheimilinu auk þess sem hún starfar við
hin ýmsu málefni á ferðaskrifstofunni.
eftir Hildi Friðriksdóttur.
KONUNGUR jöklanna var
eitt þeirra nafna sem
Guðmundur Jónasson
gekk undir, enda fór
hann á Vatnajökul flest sumur frá
árinu 1953. Á þeim rúmum 50
árum sem hann hafði það að at-
vinnu að flytja fólk, hvort sem var
til skemmtunar, rannsóknar- eða
björgunarstarfa, fór hann ótrauð-
ur nýjar slóðir, sem margar eru
notaðar enn í dag. Hann vann
mikið með Jöklarannsóknarfélagi
íslands og var oft til hans leitað,
meðal annars ef finna þurfti vöð
yfir ár. Einna þekktast er Hófs-
vaðið yfir Tungná sem hann fann
ásamt Agli Kristbjörnssyni haustið
1950.
Upphaf fyrirtækisins má rekja
langt aftur í tímann eða til „18.
desember 1929 þegar pabbi fékk
bílprófið", eins og Gunnar sonur
hans lýsir því. Upp úr því fór hann
að vinna við akstur og var til
dæmis fenginn til að feija fólk
yfir Holtavörðuheiði þegar ófært
var. Guðmundur brá á það ráð að
fá sér sex fleka, setti einn undir
hvert hjól og tvo fleka framanvið
og selflutti bílinn yfír skaflana. í
þessum ferðúm flutti hann fólk
alla leið til Sauðárkróks. Veturinn
1931-32 ók hann reglulega fyrsta
snjóbílnum sem Vegamálastjórn
fékk til umráða yfír Holtavörðu-
heiði.
Síðan þetta var hafa tímarnir
breyst, fyrirtækið hefur stækkað
og eflst og afkomendurnir eru
teknir við. Nú eru 28 langferðabif-
reiðir í eigu Guðmundar Jónasson-
ar hf., auk eldhúsbíla og annarra
farartækja. Fastráðnir starfsmenn
eru 35 yfir vetrartímann en þeim
fjölgar verulega yfír háannatím-
ann og voru í fyrrasumar 144.
Ólust upp í fyrirtækinu
Systkinin ólust nánast upp með
fyrirtækinu, því það var rekið mik-
ið til heimanfrá. Um 1960 fluttist
fyrirtækið í Borgartún og þá í
húsnæði sem nú er verkstæði.
Systurnar fóru snemma að rukka
og sinna því sem þær gátu valdið,
en Gunnar, sem hefur verið með
bíladellu frá því hann var ungling-
ur, lærði bifvélavirkjun og hefur
unnið við fyrirtækið frá því um
tvítugt.
Signý fór að vinna hjá pabba
sínum í kringum 1960, fyrst með-
fram öðru starfí, en sneri sér síðan
alfarið að fyrirtækinu og sá þá
um skrifstofuhaldið.
Kristín hefur unnið hjá fyrir-
tækinu síðan 1980 en þá kom hún
til afleysinga, en áður hafði hún
farið mörg sumur sem eldabuska
upp á hálendi.
Þrátt fyrir að fyrirtækið sé
deildaskipt skarast störf systkin-
anna stundum og hafa bæði Gunn-
• ar og Kristín töluverð afskipti af
málefnum sem falla undir verksvið
Signýjar. „Við höfum stundum
sagt að hér sé enginn forstjóri,
heldur vinnum við að starfseminni
öll saman,“ segir Signý þegar þær
útskýra starfssvið hvers þeirra
eins og það er nú.
„Við fengum ferðaskrifstofu-
leyfí 1976 og upp úr því fór fyrir-
tækið að verða meira deildaskipt.
Árið 1978 fluttum við í þetta hús-
næði sem við erum í nú og 1979
opnuðum við gistiheimilið, sem er
á þriðju hæð. Þá voru herbergin
einungis átta, en árið 1987 var
byggt við og herbergjum fjölgaði
í tuttugu og tvö.“
Reka gistiheimili
Ástæða þess að Guðmundur
Jónason réðst í að opna gistiheirq-
ili var sú, að lítið framboð var af
ódýru gistirýi í Reykjavík. „Hér
fær fólkið hreint herbergi, gott
rúm og góðan morgunmat en eng-
an lúxus. Herbergin hafa verið vel
nýtt yfír sumartímann og yfir allt
árið 1994 voru gistinæturnar um
7.000,“ segir Signý.
— Nú hafið þið bætt um betur
og gerst hluthafar í Grand Hótel
í Reykjavík. Hversu stór er hlutur
ykkar og hver er ástæða þess að
þið gerðust hluthafar?
„Hlutur okkar er 15%,“ svarar
Signý og segir að þeim hafi ekki
þótt veijandi að fækka gistirýmum
í Reykjavík um 100 herbergi. „Við
höfðum skipt mikið við Holiday
Inn, því þægilegt er að hafa hótel
hinum megin við götuna. Þegar
þeir sem standa að hótelinu komu
að máli við okkur ákváðum við að
slá til.“
— Eruð þið brautryðjendur eins
og pabbi ykkar var?
Nú horfa þær hvor á aðra og
svara síðan að ekki væri sann-
gjarnt að segja það. „Það hefur
svolítið hamlað okkur, að þegar
reksturinn varð umsvifameiri lent-
um við í því að stjóma hér á staðn-
um. Þetta er öðru vísu en þegar
pabbi byijaði þá var bókhaldið ein
vasabók, sem hann tók með sér,
þannig að hann gat verið allt í
öllu. Gunnar hefur einna helst
verið á ferðinni, því hann keyrði
lengi vel rúturnar. Hann notar
reyndar enn hvert tækifæri, en
þau verða alltaf færri,“ segir
Signý.
„Þess vegna reynir hann að fara
með ferðamenn til útlanda," grípur
Kristín fram í. „Við höfum í nokk-
ur ár boðið þriggja til fjögurra
vikna rútuferðir um Evrópu og þá
er bíllinn feijaður með Norrönu."
Þær nefna áramótaferðir hing-
að til lands, en slíkar hópferðir
voru nær óþekktar þegar tekið var
móti stórum hópi Svisslendinga
árið 1989. Sú ferð tókst vel til og
hafa þær verið árlega síðan. Um
síðustu áramót komu t.d. 500
manns á vegum þeirra ti landsins.
Þær nefna einnig skíðaferðir til
útlanda, sem ferðaskrifstofan
bauð fyrst fyrir 14 árum og voru
ekki algengar á þeim tíma.
Grænlandsferðir vinsælar
Þegar talið berst að nýjungum
í ferðum fyrirtækisins nefna þær
Grænlandsferðir, sem voru vel
sóttar í fyrra, einkum eins dags
ferðir. „Utlendingum hefur þótt
eftirsótt að bæta Grænlandi við
þegar þeir eru á annað borð komn-
ir til íslands og hafa sótt í dags-
ferðir þangað. Það kom okkur
einnig á óvart hversu mikinn
áhuga íslendingar hafa haft á
þessum ferðum,“ segja þær.
í þessum töluðum orðum kemur
Gunnar inn eftir að hafa drukkið
venjubundið morgunkaffi með bíl-
stjórunum og starfsmönnum verk-
stæðisins og talið berst að áhuga
föður þeirra á hálendinu. „Fyrstu
árin voru íslendingar aðal við-
skiptavinirnir en síðan hefur
þróunin orðið sú að með vaxandi
ferðamannastraumi eru útlending-
ar orðnir í miklum meirihluta,"
segir hann.
— Hvernig innanlandsferðir
bjóðið þið núna?
„Það er í auknum mæli hótel-
ferðir, auk vor- og haustferða um
Iandið, tjald- og gönguferðir og
vetrarferðir um hálendið á jepp-
um,“ segir Signý.
„Við breytum ferðum og bætum
við áætlunum frá ári til árs og þar
hefur vegakerfið haft mikið að
segja,“ segir Gunnar og minnir á
að áður fyrr hafi bílarnir til dæm-
is ekið slóðir yfir hálendið en nú
sé vegurinn heflaður yfir sumar-
tímann.
— Mynduð þið vilja sjá hálendið
malbikað?
„Nei,“ svara þau.
„Það er eyðilegging," segir
Signý en Gunnar tekur fram að
þau muni ekki lifa það að sjá há-
lendið malbikað. „Engu að síður
þýðir ekkert að vera eins og þeir
sem voru á móti símanum árið
1907. Þetta er þróun sem á sér
stað og skynsemin hlýtur að ráða
í því eins og öðru,“ segir hann.
Einstaklings- og hópferðir
Ferðaskrifstofa Guðmundar
Jónassonar hf. sér ekki eingöngu
um innanlandsferðir eins og marg-
ir gætu haldið. Fyrirtækið er með
svokallað IATA-leyfi, sem veitir
rétt til útgáfu flugfarseðla um all-
an heim auk þess að vera tengt
bókunarkerfmu Amadeus. „Við
urðum að hafa þetta leyfi til að
selja miðana hér innanlands og
ferðir til Grænlands. Þetta hefur
undið upp á sig þannig að nú erum
við með alla almenna farseðlasölu
auk hópferða eins og rútuakstur
um Evrópu og skíðaferðir til Sviss
og Bandaríkjanna," segir Signý.
Hún segir að mikil breyting
hafí orðið á þekkingu_ erlendra
ferðamannafrömuða á íslandi. Á
fyrstu ferðakaupstefnum, sem fyr-
irtækið tók þátt í erlendis, þurfti
mikið að hafa fyrir því að kynna
landið en nú hafí það breyst. „Sú
ánægjulega þróun hefur átt sér
stað að nú kemur fólk til okkar á
ferðakaupstefnunum og biður
okkur um þjónustu, sem bendir til
þess að við séum komin á heims-
kortið," segir hún.
Þegar spurt er hveijir séu helstu
viðskiptavinir fyrirtækisins segja
þau stærstu hópana koma frá
Þýskalandi, Sviss og (Austurríki,
en í auknum mæli frá Hollandi,
Belgíu og Asíu. Þau segja að
Bandaríkjamenn stoppi oftast
stutt við, aðeins í einn eða tvo
daga.
Vonda veðrið heillar
— Sífellt er verið að reyna að
fá ferðamenn hingað utan hefð-
bundins tíma. Hvað heillar þá
mest?
„Maður heyrir stundum að það
sé vonda veðrið," segir Gunnar.
„Við vorum til dæmis með dags-
u
; I
ð
!
V
l
f
e
i
í
i
í
í
r
l
E
t
l
I
!
I