Morgunblaðið - 09.04.1995, Page 24

Morgunblaðið - 09.04.1995, Page 24
24 SUNNUDAGUR 9. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ X i i Morgunblaðið/Sverrir ÁSDÍS Jónsdóttir, hiúkrunarframkveemdastjóri meóferóarstðóvar psoriasis-sjúklinga vió Blóa lónió, segir sjúkdóminn leggjast oft og tiówm ó andlega líóan sjúklinga. Því só nauósynlegt aó halda lóttleikanum ó lofti og gefa hverjum og einum góóan tima. RANNSÓKNIR á lækninga- mætti Bláa lónsins við húð- sjúkdómnum psoriasis eru nú á lokastigi. Svokölluð Bláalóns- nefnd heilbrigðisráðuneytisins hefur haft veg og vanda af rannsóknum þessum og fengið til liðs við sig til- raunahópa, erlenda jafnt sem ís- lenska. Arið 1992 var fyrst fenginn hópur þýskra psoriasis-sjúklinga til þess að stunda böð í lóninu. í kjölfar- ið var hópur íslenskra psoriasis-sjúkl- inga fenginn í ljósameðferð ein- göngu. Árangur af þessum meðferð- um reyndist þó nokkur því að þrem- ur vikum liðnum hafði böðunin ein og sér minnkað húðeinkenni um helming og að sama skapi gaf ljósa- meðferð ein og sér svipaðan árang- ur, en þó ívið lakari miðað við sama tímabil. Þegar á hinn bóginn böðun og ljós eru notuð jafnhliða sem með- ferðarúrræði, næst langbestur árangur, eins og niðurstöður þriðju Miklar rannsóknir hafa faríð fram á lækn- ingamætti Bláa lónsins með tilliti til psoriasis- sjúkdómsins á undanfömum árum. Nýjustu niðurstöður staðfesta að meðferð, sem fólgin er í böðun í lóninu og ljósameðferð jafnhliða, hafí mjög jákvæðan árangur í för með sér og mun betri en ef eingöngu eru stunduð böð eða eingöngu ljós. Jóhanna Ingvarsdótt- ir heimsótti meðferðarstöð psoriasis-sjúklinga við Bláa lónið þar sem „rignir“ inn fyrirspum- um hvaðanæva úr heiminum. rannsóknarinnar sýna glöggt og byggðist á þýskum tilraunahóp, sem hingað kom 1993. Að þremur vikum liðnum höfðu sjúklingar náð einkenn- um niður um rúmlega 70% og að fjórum vikum liðnum um 86% að meðaltali. Psoriasis er ólæknandi sjúkdómur, sem veldur fyrst og fremst einkenn- um frá húð og liðum og eru húðein- kennin mest áberandi. Hinar mis- munandi meðferðir, sem notaðar hafa verið í baráttunni við að halda einkennum í skefjum, gagnast sjúkl- ingum misvel. Það, sem kann að duga einum vel, dugar ekki öðrum. Talið er að um það bil 3% mannkyns séu með psoriasis á einhvetju stigi, en einungis hluti þeirra þarfnast mikillar meðferðar. Oft er meðferð við húðeinkennum ýmiss konar ster- akrem, sem geta haft slæmar auka- verkanir á líkamann við langtíma- notkun. Áhugi psoriasis-sjúklinga á frá Feereyjum „REYNSLA mín af meðferðinni er nyög góð, annars væri ég ekki hér í annað sinn,“ segir Eyðún Jóensen, sálfræðingur frá Þórs- höfn í Færeyjum, en í fyrra skipt- ið kom hann ásamt sjö löndum sinum í júlí sl. Eyðún segist hafa borið smá- blett á bringunni lengi vel, en það var ekki fyrr en árið 1989 í kjöl- far hjartaáfalls sem psoriasis blossaði upp fyrir alvöru og þá fyrst í hársverðinum og síðan um líkamann allan. „Eg trúi þvi að þessi meðferð, sem hér er boðið upp á, hjálpi fólki og hef sjálfur af henni mjög jákvæða reynslu. I fyrra var ég hér í þrjár vikur og var hvað verst útleikinn af okkur sem komum frá Færeyjum. En eftir tveggja vikna meðferð var ég orðinn nær blettalaus. Síðan fór að bera á blettum að nýju skömmu fyrir jól og kenni ég um miklu álagi í vinnunni og eins því að ég fór ekki að ráðum læknisins míns í kjölfar meðferðarinnar. Eg taldi að ég væri fullfrískur maður enda mjúkur eins og barnsrass," segir Eyðún. „Eg tók þá ákvörðun að koma á ný í meðferð til að sjá fram á gott sumar. Ég hef hins vegar prófað ýmsar meðferðir, en aldrei legið á sjúkrahúsi vegna þessa vandamáls." Eyðún segir að í fyrra hafi hóp- urinn haldið til á gistiheimili, sem rekið er í tengslum við Hótel Keflavík, en öll aðstaða sé nú mun ákjósanlegri á Hótelinu við Bláa lónið og það í göngufæri við með- ferðarstöðina. Auk þess væri þjón- ustan nú mun persónulegri og heimilislegri en áður. „Eg var líka svolítið hræddur um að dvötin Eyðún Jóensen Anders Laustsen Hilda Freeman Lotta Högdln HVERIMIG LIKAR ÞEIM VISTIIM? yrði hálf einmanaleg, en hún hef- ur verið mjög skemmtileg og fé- lagsleg. Við höfum t.d. farið út að dansa í Grindavik, í skoðunar- ferðir og í göngutúra.“ Anders Laustsen frá Danmörku „ÉG HLAKKA fyrst og fremst til þess að komast aftur til Iæknanna minna í Kaupmannahöfn til þess að sýna þeim þann árangur, sem ég hef fengið hér,“ segir Anders Laustsen, fyrrverandi þjónn í Kaupmannahöfn, sem nú er kom- inn á eftirlaun. Hann segist hafa frétt af Bláa lóninu í gegnum kunningja, sem oft færu til íslands, en hann seg- ist ekki vera sáttur við að fá með- ferðina ekki niðurgreidda eins og sumir psoriasis-sjúklingar sem færu til Dauðahafsins. „Maður þarf víst að vera mjög þjáðurtil þess að fá þess konar aðstoð og sjúkrahúsin vilja helst ekki senda okkur úr landi því þá þurfa þau að greiða fyrir meðferðina. Mér hefur líkað meðferðin vel og allt umhverfi er þægilegt þó ég hafi svo sem ekki átt von á því að veðr- ið væri eins slæmt og raun bar vitni.“ Viðvíkjandi sjúkdómnum segist Anders hafa reynt allar mögulegar meðferðir, en ekkert hafi hjálpað honum eins mikið og Bláa lóns meðferðin, en hann fékk psoriasis fyrir tíu árum, þá 55 ára að aldri. Hilda Freeman frá Bretlandi „ÉG ÞEKKI fólk, sem hafði verið á íslandi og þau aðstoðu mig við komuna hingað. Árangurinn er sæmilegur hvað mig varðar, en húðin mín er erfið viðfangs, er mér sagt. Hún svarar ekki með- ferð mjög auðveldlega þó ég við- urkenni fúslega að ég hafi aldrei fengið jafngóðan bata og nú,“ seg- ir Hilda Freeman, húsmóðir í Sussex í Bretlandi. Hilda fékk psoriasis 16 ára göm- ul og segist hafa háð harða bar- áttu gegn sjúkdómnum allt sitt líf, en hún er nú 67 ára. Tvær systur hennar hafa sjúkdóminn einnig, en þó eru einkenni ekki eins slæm og í hennar tilviki. Hilda segist hafa komið til íslands í fyrra til þess að líta á aðstæður og ákvað þá að undirgangast með- ferð hér. Hún segist fara í lónið tvisvar á dag, klukkutíma í senn og í millitíðinni í ljósameðferð. „Eg gæti vel hugsað mér að koma aftur og það sem mér finnst afar jákvætt er það að maður fær at- hygli hér sem ekki er hægt að segja um sjúkrastofnanir í Bret- landi. Hér er hugsað mjög vel um mann og umhverfið er heimilis- legt. Þetta er eins og að vera í fríi. í Bretlandi er starfsfólkið of upptekið til þess að sinna sjúkling- unum.“ EyðúnJóensen náttúrulegum meðferðarvalkostum hefur því vaxið. Göngudeild og heilswfceói Meðferðarstöð psoriasis-sjúklinga við Bláa lónið er orðin að göngudeild innan íslenska heilbrigðiskerfisins og viðurkennd sem slík hjá Trygginga- stofnun ríkisins. Með öðrum orðum geta íslenskir psoriasis-sjúklingar sótt í þjónustu þangað, en þurfa til- vísun frá húðsjúkdómalækni. Rúm- lega 100 íslenskir psoriasis-sjúkling- ar nutu meðferðar við Bláa lónið í fyrra og miðað við eftjrspum nú mun sú tala tvöfaldast á þessu ári. Sjúk- lingar erlendis frá þurfa sömuleiðis að hafa í farteskinu tilvísun frá lækni, en stefnt er að því að fá er- lenda sjúkrasjóði og tryggingastofn- anir til að greiða kostnað fyrir skjól- stæðinga sína vegna meðferðar við Bláa lónið enda mun a.m.k. vera hefð fyrir því á Norðurlöndunum og í Þýskalandi að styðja psoriasis-sjúkl- inga til náttúrulegrar meðferðar bæði á Lanzarote á Kanaríeyjum og við Dauðahafið í ísrael. Meðferðarstöðin við Bláa lónið fékk starfsleyfi 1. janúar 1994 og síðan hefur starfsemin orðið sífellt umfangsmeiri. Nú er svo komið að fyrirspurnum „rignir" inn á borð hjúkrunarframkvæmdastjórans, Ás- dísar Jónsdóttur, sem hefur haft í nógu að snúast frá því að hún tók við þeirri stöðu 1. október sl. Morg- unblaðið heimsótti þessa nýju viðbót innan íslenska heilbrigðiskerfisins fyrir skömmu þar sem 27 sjúklingar frá fimm löndum voru í þann veginn að ljúka meðferð, sem staðið hafði í þijár vikur. Andrúmsloftið er mjög svo heimilislegt og frjálslegt, ólíkt Lotta Högdin frá Svtþjód LOTTA Högdin frá Hamstad í Svíþjóð kom hingað til lands ásamt systur sinni og vinkonu, en allar bera þær tegund húðsjúkdóms af verstu gerð sem gengur undir samheitinu Iktyosis. Þær fæddust með sjúkdóminn, sem á islensku er kallaður fiskahúð, og er eins og fiskahreystur viðkomu. Lotta er 29 ára gömul og segist starfa við bókband heima í Ham- stad. Hún verði hins vegar að vera frá vinnu á sumrin á meðan heit- ast er og leita skjóls í skugga þar sem að sól og hiti hafi mjög slæm áhrif á hana. Þrátt fyrir að Bláa lónið sé á köflum fremur heitt, virðist það engu að síður hafa góð áhrif, enda leiti þær stöllur í lónið þar sem það er kaldast, fari upp úr við og við til þess að kæla sig niður og drekki mikið vatn, en svitakirtlar eru hjá þeim með öllu óvirkir. Þannig verður húðin stíf, hörð og springur í miklum hitum og heima segist Lotta þurfa fara í bað nokkrum sinnum á dag til að bleyta húðina upp. Lækningamáttur Bláa lónsins hefur ekki verið rannsakaður sér- staklega m.t.t. þessa sérstæða sjúkdóms, sem talinn er eiga ræt- ur sínar að rekja til skemmdra Iitninga, heldur komu stúlkurnar þijár á eigin ábyrgð. Aftur á móti var ákveðið að þær undir- gengust sömu meðferð og psorias- is-sjúlingar fá, þaö er böðun og Ijósameðferð, sem hefur tekist vel, enda segist Lottu aldrei hafa liðiðjafnvelognúþráttfyrirað . hafa verið á lyfjakúrum, sem hafi haft í för með sér alvarlegar auka- verkanir, m.a. í augura og blæð- ingar innvortis. 5 L. I í r » i i t l i f » I t I I i I t i I i i I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.