Morgunblaðið - 09.04.1995, Síða 29
28 SUNNUDAGUR 9. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 9. APRÍL 1995 29
JMtargmifcliiftife
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
HUGMYNDIR um víðtækt
fríverzlunarsvæði, sem
spanni Norður-Ameríku o g
Evrópu, eru allrar athygli
verðar. Tillögur um slíkt sam-
starf hafa verið uppi um nokk-
urt skeið. Þannig lagði Malc-
olm Rifkind, varnarmálaráð-
herra Bretlands, það til síðast-
iiðið haust að tekið yrði upp
víðtækt samstarf vestrænna
ríkja beggja megin Atlantsála,
jafnt á öryggissviðinu sem í
viðskiptum. Jean Chrétien,
forsætisráðherra Kanada,
stakk skömmu fyrir jól upp á
gerð fríverzlunarsamnings
milli Evrópusambandsins og
Fríverzlunarbandalags
Norður-Ameríku, NAFTA.
Nú hafa þessar hugmyndir,
þótt enn séu þær ómótaðar og
óljósar, fengið nýjan byr undir
vængi eftir að Bill Clinton
Bandaríkjaforseti og John
Major, forsætisráðherra Bret-
lands, ræddu þær í Washingt-
on í liðinni viku. Hér á landi
hafa þær fengið góðar viðtök-
ur hjá forystumönnum stjórn-
málaflokka.
Hugmyndir á borð við þær,
sem Malcolm Rifkind hefur
Árvakur hf., Reykjavtk.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
haft uppi, byggjast á því að
Norður-Ameríka og Vestur-
Evrópa eigi sameiginlega
hagsmuni jafnt í öryggis- og
efnahagsmálum og ríki þessa
heimshluta eigi aukinheldur
sameiginlega siðmenningu og
sömu gildi um frelsi og fram-
tak, lýðræði og mannréttindi.
Rifkind segist fremur líta á
Atlantshafið sem brú en vík
milli vina. Tillögur hans end-
urspegla hins vegar ótta
margra Breta — sem ekki er
ástæðulaus — við að breyttar
aðstæður eftir lok kalda
stríðsins, aukið sjálfstraust
Evrópusambandsins í öryggis-
málum og dvínandi áhugi
Bandaríkjanna á þátttöku í
vörnum Evrópu, muni reka
fleyg á milli gamalla banda-
manna. Þess vegna sé nauð-
synlegt að styrkja tengslin.
Þannig er það hárrétt, sem
Jón Baldvin Hannibalsson ut-
anríkisráðherra segir í samtali
við Morgunblaðið á föstudag,
að með víðtæku viðskiptasam-
starfi yfir Atlantsháfið yrði
byggð brú milli bandamanna,
samhliða öryggissamstarfmu
í Atlantshafsbandalaginu.
Slíkt er ekki sízt nauðsynlegt,
þegar margar nýjar hættur
blasa við Vesturlöndum.
Það er rétt, sem bent hefur
verið á, að alþjóðleg fríverzlun
eigi að miklu leyti að vera
tryggð með hinum nýja GATT-
samningi. Hins vegar er hægt
að ganga lengra í afnámi við-
skiptahindrana, eins og gert
hefur verið bæði með myndun
innri markaðar Evrópusam-
bandsins og EFTA og með
stofnun NAFTA. Það gæti
stuðlað að hagvexti, dregið úr
spennu vegna ágreiningsmála
í viðskiptum og jafnframt eflt
samstöðu hins vestræna
heims.
íslendingar eiga hér mikilla
hagsmuna að gæta. Víðtæk
fríverzlun hlýtur alltaf að vera
okkur í hag, sem eigum allt
okkar undir útflutningi. Jafn-
framt er mikilvægt fyrir ís-
land, sem byggir öryggi sitt á
aðild að Atlantshafsbandalag-
inu og varnarsamstarfi við
Bandaríkin, að tengslin yfir
Atlantshafið séu sem sterkust.
Loks gæti ísland, sem er í
miðju Atlantshafi, hagnazt á
vaxandi viðskiptum og sam-
skiptum bandamannanna
beggja vegna hafsins.
íslendingum ber því að
fylgjast vel með umræðum um
eflt Atlantshafssamstarf. Eitt
af því, sem ber að hyggja að,
er að hætta er á að áhugi
Ameríkuríkja beinist einkum
að samningum við Evrópu-
sambandið. Sem aðilar að
innri markaði Evrópu með
þátttöku í EES eiga íslending-
ar að taka fullan þátt í hugs-
anlegum viðræðum um við-
skiptasamstarf og eiga fulla
aðild að þeim samningi, sem
kann að verða niðurstaðan.
NY BRU MILLI
BANDAMANNA?
1 99 TÁKN
lOO.geta skír-
skotað í margvíslega
merkingu. Þannig
mætti segja að liljan
sé konunglegt blóm.
Hún var tilaðmynda
notuð þannig við frönsku hirðina
enda var sagt að engill hefði fært
Kloðvík I konungi Frankaríkis
(481-511) þetta einstæða blóm að
gjöf. En lilja getur einnig verið blóm
dauðans, einkum þar sem hvítur litur
er tákn dauðans, en ekki svartur.
En þó er liljan einkum tákn fyrir
hreinleikann. Snákar forðast hana. í
kristni er hún tákn hreinleikans,
kærleikans. Gabríel erkiengill heldur
venjuléga á lilju og líklega héfur
hann gert það við boðun Maríu.
■J OA TÁKN ERU MARG-
104: »vísleg; giftingarhringur,
kross, þjóðfáninn, rauð rós, kertaljós
á kvöldverðarborði; fálki. Persónur
geta verið tákn, Tarzan, E.T., Kvisl-
ing, en þó einkum ýmsir aðrir sem
hafa skilið eftir sig dýpri spor og
merkingarmeiri í menningarsögu
okkar og væri hægt að telja upp
endalaust. Hjartað er tákn ástar en
þó ekki alltaf. Drekinn er tákn hins
illa, en þó ekki alltaf. Við sjáum það
í fomum sögum íslenzkum en við
getum notið frásagna af Sigurði
fáfnisbana án þess hugsa um tákn
þess illa. En vitneskjan um það dýpk-
ar hinn sálræna bakgrunn sögunnar
ef svo mætti að orði komast. For-
feður okkar nutu fomsagna með
öðrum hætti en við. Samt getum við
notið foms skáldskapar, bæði ljóða
og þá ekkisíður íslendinga sagna,
án þekkingar á táknfræði fomaldar.
Við þurfum ekkert að vita um Guð-
rúnu, Sigurð eða Brynhildi til að
njóta hetjukvæðanna og hins mikil-
fenglega skáldskapar þeirra til fulln-
ustu. Við getum notið jólanna án
þess vita hver er táknræn merking
jólatrés og páskanna án þess hafa
hugmynd um hlutverk páskaeggsins
í upprisuhátíðinni.
Merking tákns þarf
ekki endilega að liggja
í tákninu sjálfu, heldur
skírskotunum utan
þess. Goethe sagði að
sannur symbólismi
væri fólginn í því að hið sérstæða
lýsi hinu almenna, ekki sem draumur
eða skuggi, heldur opinberun þess
sem liggur ekki í augum uppi. Þann-
ig getur tákn í senn verið dulmál og
opinberun. Hans Biedermann segir í
Dictionary of Symbolism að tákn séu
meðal verðmætustu eigna mannsins
og af þeim hafa sprottið ýmis merk-
ustu verk siðmenningarinnar: kirkj-
ur, pýramíðar, hof, sinfóníur, högg-
myndir, málverk, hátíðir, dansar —
og síðast en ekkisízt skáldskapur,
og þá einkum ljóðlist í ýmsu formi.
1 QfT TÁKN STYTTA LEIÐ-
AO<J#ina í texta og eru því
einatt harla mikilvæg í ljóðlist. Það
styttir tilaðmynda leiðina að segja
að stjómmálamaður sé haukur og
annar friðardúfa. Þessi táknlegu orð
segja allt sem segja þarf.
1 OC HVERNIG GETUM VIÐ
X Ö VI • skilið indíána þegar hann
sér jámhestinn í fyrsta skipti á slétt-
um Bandaríkjanna? Hann miðaði
auðvitað allt við umhverfi sitt og
reynslu og við getum reynt að upp-
lifa jámhestinn með honum. En veru-
leiki indíánans er skáldskapur okkar
og það er í þessum skáldskap mikilla
lýsinga og eftirminnilegra tákna sem
við getum gert okkur í hugarlund
hvemig indíánanum leið þegar hann
sá í fyrsta skipti æðandi jámbraut á
gömlu veiðilandi hans. Og sjálfsagt
breyttist. þessi veruleiki í táknræna
samsvörun við annað í lífi indíánans
og hann eignast nýja reynslu og
ímyndaðan heim hins ógurlega jám-
hests sem verður einhvers konar tákn
um yfirgang og miskunnarleysi hvíta
mannsins þar vestra. Við getum ekki
skynjað slíkan óvæntan veruleika
nema við breytum honum í ævintýri
og upplifum hann einsog hveija aðra
þjóðsögu. Þessvegna ekkisízt eru
þjóðsögur mikilvægar; ævintýri; og
skáldskapur. En þessi veruleiki um-
hverfis jámhestinn var engin þjóð-
saga í augum indíánans. Hann var
honum jafnmikill veruleiki og hvað-
eina í umhverfi hans, hvortsem það
var Andinn mikli eða Hvíta augað.
-J O n TÁKNSÖGUR EÐA
lO I »allegóríur eru af ýmsu
tagi. Við getum skírskotað í náttúr-
una til að lýsa ævi mannsins, en sá
sem ekki les æviferilinn útúr lýsing-'
unni getur notið hennar til fulls ef
náttúrulýsingamar eru góðar og eft-
irminnilegar. Draumar koma úr dul-
arvitundinni. Margir halda því fram
að okkur séu sagðir óorðnir hlutir í
draumum og þá ævinlega í einhvers-
konar dulargervi, sumir telja drauma
jafnvel skilaboð að handan. Við þurf-
um helzt að geta lesið úr táknum
eða skírskotunum, en það tókst Njáli
sjaldnast. Margt í guðsþjónustunni
er dulbúið með táknum og skírskot-
unum. Það er einkum í kaþólskri trú
en einnig eimir eftir af því í okkar
kirkju, þótt siðbótarmenn réðust að
táknum einsog úlfar að lömbum.
Kirkjuskipið sjálft minnir á ferðalag.
Það er leið okkar allra til fyrirheitna
landsins. Nú minna kirkjur einatt á
geimskip frekaren önnur farartæki
og gæti það verið tímanna lákn.
Nafn helgikvæðis allra helgikvæða,
Lilja, er guðsmóðir í dularbúningi,
en efni kvæðisins leynir sér ekki
þegar lesið er. Geisli er tákn Krists
eða skírskotun til hans en menn
gátu notið þessa merka, en erfiða
kvæðis þótt þeir tengdu ekki endilega
táknlega merkingu geisla við Krist.
Og svona mætti lengi telja enda er
nútímaskáldskapur einnig — og sem
betur fer — með ívafi tákna og skír-
skotana sem veita honum útsýn til
allra átta.
M
(meira næsta sunnudag)
HELGI
spjall
=fc
EGAR ÞETTA TÖLU-
blað Morgunblaðsins
berst til kaupenda
blaðsins er ýmist stutt
í að kjörstöðum verði
lokað eða kjördagur er
liðinn og úrslit kosning-
anna liggja fyrir. Þegar
þetta Reykjavíkurbréf er skrifað á laugar-
dagsmorgni er því engin aðstaða til þess
að fjalla um það, sem upp úr kjörkössunum
hefur komið. Hins vegar er fullt tilefni til
að fjalla um kosningabaráttuna sjálfa und-
anfamar vikur, ekki sízt vegna þess, að
hún sker sig úr á margan hátt, þegar tek-
ið er mið af fyrri kosningum.
Segja má, að tvennt hafi sett sterkastan
svip á kosningabaráttuna nú; skoðana-
kannanir og auglýsingar. Starfsmenn aug-
lýsingastofa og þeirra fyrirtækja og stofn-
ana, sem gera skoðanakannanir, hafa því
verið meiri þátttakendur í þessari kosn-
ingabaráttu en áður hefur tíðkazt. Hið
hefðbundna starfslið stjórnmálaflokkanna
hefur því ekki komið eins mikið við sögu
og áður og sú tíð er liðin fyrir fullt og
allt, að fjölmiðlar og þá sérstaklega dag-
blöð séu beinir aðilar að kosningabaráttu.
í kosningabaráttunni fyrir borgar- og
sveitarstjórnarkosningamar í fyrra var
Morgunblaðið í fyrsta skipti áratugum
saman rekið á þann veg, að skoðanir blaðs-
ins og afstaða komu hvergi fram nema í
ritstjómargreinum, þ.e. forystugreinum og
Reykjavíkurbréfum. Fréttasíður blaðsins
og innsíður voru vettvangur, sem endur-
speglaði kosningabaráttuna í heild en ekki
fyrst og fremst eins flokks. Hið sama á
við um hlut blaðsins að kosningabarátt-
unni fyrir þingkosningamar nú. Afstaða
blaðsins sjálfs hefur hvergi komið fram
nema í forystugreinum og Reykjavíkur-
bréfum. Fréttasíður og innsíður hafa end-
urspeglað kosningabaráttuna frá degi til
dags og einu gilt hver hefur átt hlut að
máli.
Skoðanakannanir hafa smátt og smátt
orðið ríkur þáttur í stjómmálabaráttunni
hér eins og annars staðar. Sú var tíðin,
að menn litu skoðanakannanir homauga.
Jónas Kristjánsson, ritstjóri DV, er óum-
deilanlega fmmkvöðull að gerð skoðana-
kannana um afstöðu manna í stjómmálum
hér á landi. Framan af töldu menn ýmist,
að lítið mark væri takandi á þessum könn-
unum eða að þær gætu verið stjórnmála-
flokkunum erfíðar á ýmsan hátt.
Þessi ótti við skoðanakannanir er ekki
lengur fyrir hendi innan stjómmálaflokk-
anna. Þeir eru byijaðir að notfæra sér þær
með sama hætti og flokkar gera í öðram
löndum. Það fara fram fleiri skoðanakann-
anir en þær, sem birtast í fjölmiðlum.
Stjómmálaflokkamir láta nú gera kannan-
ir fyrir sig, sem ekki era birtar, m.a. til
þess að auðvelda frambjóðendum að átta
sig á því hvað kjósendur era að hugsa um
og á hvaða málefni ástæða er til að leggja
mesta áherzlu. Það er eilíft deiluefni, hvort
þessar kannanir era þar með famar að
stjórna afstöðu flokka og frambjóðenda
meira en góðu hófu gegnir. Hvað sem
þeim deilum líður er alveg ljóst, að skoð-
anakannanir eru orðnar ómissandi tæki
fyrir stjómmálamenn og flokka til þess
að fylgjast með afstöðu almennings, og
fjölmiðla til þess að fylgjast með og fjalla
um, hvemig einstökum flokkum vegnar í
kosningabaráttu.
Stjómmálaflokkar geta notfært sér
kannanir á margan hátt. Þeir sem njóta
velgengni í könnunum nota þær til þess
að fá aukinn byr í seglin. Hinir, sem standa
höllum fæti skv. könnunum, nota þá stöðu
til að hvetja liðsmenn sína til dáða. Síð-
ustu vikur kosningabaráttunnar kom það
t.d. á óvart, að Sjálfstæðisflokkurinn var
veikari en ætla mátti miðað við kannanir
í upphafi kosningabaráttunnar. Þessa
stöðu hafa frambjóðendur og forystumenn
Sjálfstæðisflokksins notað af miklum
dugnaði til að draga upp mynd af því, sem
kynni að gerast, ef niðurstaða kosninga
yrði í samræmi við niðurstöður kannana.
Þessi baráttuaðferð hefur áreiðanlega skil-
að Sjálfstæðisflokknum töluverðu at-
kvæðamagni.
Menn hafa orðið nokkuð góða tilfinn-
ingu fyrir því hvað hefur áhrif á afstöðu
fólks, sem spurt er í skoðanakönnunum.
Augljóslega skiptir miklu máli, hvernig
spurning er orðuð. Jafnframt er ljóst, að
allt andrúm í samfélaginu á þeirri stundu,
sem könnun er gerð, hefur mikil áhrif á
niðurstöðuna. Einnig hvort helztu tals-
menn flokks hafa verið mikið í fjölmiðlum
á svipuðum tíma og könnun er gerð.
Stjómmálafiokkur, sem lendir í erfiðum
málum, sér afleiðingar þess í könnunum.
Það skiptir líka máli í hvaða stól menn
sitja, þegar spurt er um afstöðu til einstakl-
inga í lykilstöðum.
Þegar úrslit liggja fyrir velta menn því
fyrir sér hvaða könnun er næst úrslitum.
En sannleikurinn er sá, að niðurstöður síð-
ustu kannana fyrir kosningar geta haft
veraleg áhrif á afstöðu kjósenda á báða
vegu. Skoðanakannanir segja ekki aðra
sögu en þá hver afstaða fólks er á þeirri
stundu, sem spurt er. Sú afstaða getur
breytzt.
I nálægum löndum gjósa gjaman upp
miklar umræður um skoðanakannanir, ef
í ljós kemur, að þær ná ekki að mæla síð-
ustu breytingar í afstöðu kjósenda. Frægt
dæmi um þetta eru síðustu þingkosningar,
sem fram fóra í Bretlandi, þegar John
Major vann óvæntan sigur. Á síðustu sólar-
hringum kosningabaráttunnar breyttist
afstaða kjósenda á þann veg, að þeir veittu
íhaldsflokknum brautargengi. Fæstir
þeirra, sem gera skoðanakannanir í Bret-
landi, náðu að merkja þá sveiflu í atkvæð-
um yfir til íhaldsflokksins. Þetta hefur þó
ekki orðið til að draga úr trú manna á
skoðanakönnunum.
stjórnmála-
Auglýsinga- “nýtt "2
stofurnar starfskrafta, þekk-
ingu og hæfni aug-
lýsingastofa í jafn ríkum mæli og nú. Það
var athyglisvert, að Ólafur Ragnar Gríms-
son, formaður Alþýðubandalagsins, kvart-
aði undan því í sjónvarpsumræðum for-
manna og talsmanna flokkanna í gær-
kvöldi, föstudagskvöld, að auglýsinga-
mennskan væri gengin út í öfgar. En það
er einmitt Alþýðubandalagið, sem er eins
konar framkvöðull að því að nota auglýs-
ingastofur í kosningabaráttu. Þótt það
hafi eitthvað verið gert á allmörgum und-
anförnum árum hafði það ekki verið gert
í þeim mæli, sem Alþýðubandalagið gerði
fyrir þingkosningarnar 1991.
Þegar á heildina er litið er ekki hægt
að segja, að þátttaka auglýsingastofanna
hafi haft annað en jákvæð áhrif á kosn-
ingabaráttuna. Að vísu eru skiptar skoðan-
ir um þá áherzlu, sem einstakir flokkar
hafa lagt á einstaka forystumenn sína og
finnst sumum það jaðra við persónudýrk-
un. Það er auðvitað mál flokkanna og ráð-
gjafa þeirra að taka slíkar ákvarðanir, en
um leið afleiðingunum, ef staða forystu-
manna eða viðhorf almennings til áherzlu
á einstakar persónur er ranglega metið.
Þetta era ekki fyrstu kosningar á ís-
landi, þar sem áherzla er lögð á persónur
forystumanna. í kjölfar forsetakosning-
anna í Bandaríkjunum 1960, þegar John
F. Kennedy vann sigur í harðri baráttu
við Richard Nixon, vora ungir menn í
mörgum löndum innblásnir af hugmyndum
um, að kosningar ætti að reka eins og
Kennedy hafði gert. Ungir sjálfstæðis-
menn fengu ráðið því, að það var gert í
borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík
1966, en þá naut Sjálfstæðisflokkurinn í
Reylqavík mikilla vinsælda Geirs Hall-
grímssonar, þáverandi borgarstjóra. Eldri
menn í flokknum vöruðu við því að of langt
væri gengið og þótt niðurstaða kosning-
anna yrði sú, að Sjálfstæðisflokkurinn
héldi meirihluta sínum, var það ekki með
þeim glæsibrag sem búizt hafði verið við.
Að kosningum loknum varð niðurstaða
umræðna innan Sjálfstæðisflokksins sú,
REYKJAVÍKU RBRÉF
Laugardagur 8. apríl
..... Ljósmynd/Snorri Snorrason
KVOLDSOL yfir Oræfajökli.
að of Iangt hefði verið gengið í að notast
við erlendar fyrirmyndir.
En síðan hefur margt breytzt. Sjón-
varpsöldin veldur því óhjákvæmilega, að
persónuleiki forystumanna stjórnmála-
flokkanna kemur meira við sögu í kosn-
ingabaráttu en áður. Hvort sem mönnum
líkar betur eða verr. Þótt áherzla á ein-
staklinga í kosningabaráttu flokkanna
hafi verið umdeild má telja líklegt, að við
séum komin út á þá braut eins og flestar,
ef ekki allar, nálægar þjóðir.
Auglýsingastofurnar hafa átt ríkan þátt
í því, að kosningabaráttan er orðin fag-
legri, ef svo má að orði komast, en áður
var. Hið jákvæða við framlag þeirra er
m.a. það, að ef flokkarnir á annað borð
leggja áherzlu á málefni í kosningabar-
áttu, auðvelda auglýsingastofurnar þeim
það verk að koma málefnaafstöðu sinni
til skila til almennings á einfaldan og að-
gengilegan hátt. Auðvitað er það líka hlut-
verk fjölmiðlanna að upplýsa fólk um af-
stöðu flokka til manna og málefna, en
þeir vinna það verk út frá svolítið öðru
sjónarhorni en auglýsingastofurnar.
Þá hefur það ekki farið fram hjá sjón-
varpsáhorfendum sérstaklega, að einstakir
forystumenn koma fram í sjónvarpi á ann-
an veg en þeir gerðu áður. Þar má áreiðan-
lega merkja áhrif auglýsingastofa eða ráð-
gjafa í almannatengslum. Hin breytta
framkoma birtist áhorfendum á margan
hátt, m.a. í líflegri framkomu og einnig
því að menn gera minna af því en áður
að grípa fram í hver fyrir öðrum og sýna
kannski meiri kurteisi en áður.
Segja má, að það hafi aðeins einu sinni
skapast neikvæður tónn í sjónvarpsumræð-
unum í gærkvöldi, föstudagskvöldi. Það
var þegar Ólafur Ragnar Grímsson gekk
hart fram í að ásaka Alþýðuflokkinn um
spillingu. Þá kom Davíð Oddsson Jóni
Baldvin drengilega til varnar, og minnti
formann Alþýðubandalagsins á að ýmis
verk hans sjálfs, þ.e. Ólafs Ragnars, í fjár-
málaráðuneytinu mætti flokka undir spill-
ingu og átti augljóslega við töku veðs í
gagnabanka bókaforlags, sem ríkið tapaði
umtalsverðum upphæðum á, þótt hann
nefndi það ekki sérstaklega. Nú má telja
víst, að Ólafur Ragnar líti sjálfur á þetta
mál sem mestu mistök sín í fjármálaráðu-
neytinu, en sú staðreynd, að hann var
minntur rækilega á það, sýnir, að það
borgar sig ekki fyrir stjómmálaforingja
að fara á þetta plan. Þeir gera minna og
minna af því og þar gætir áreiðanlega að
einhveiju leyti áhrifa fagmanna í auglýs-
ingum og almannatengslum. Jón Baldvin
komst hnyttilega að orði af þessu tilefni,
þegar hann benti á nauðsyn „siðvæðingar
í munnsöfnuði stjórnmálamanna".
Auðvitað er viss hætta fólgin í afskipt-
um auglýsingastofa af kosningabaráttu.
Hættan er sú, að þær hafi tilhneigingu til
að leiða flokkana út í of mikla plastveröld,
ef svo má að orði komast, að yfirbragð
málflutnings og kosningabaráttu verði svo
vel pússað og fágað, að kosningabarátta
flokkanna verði ekki í neinum tengslum
við raunveraleikann í daglegu lífi fólks.
Það er ekki hægt að segja með sann-
gimi eða rökum, að auglýsingastofurnar
hafi fallið í þá gryfju í þessari kosningabar-
áttu. Þegar upp er staðið hefur þátttaka
þeirra orðið þeim sjálfum til sóma, þótt
alltaf megi deila um einstök atriði.
KOSNINGAR
kosta peninga.
Þjónusta auglýs-
ingastofa kostar
peninga og auglýsingapláss í fjölmiðlum
er dýrt. Þess vegna er augljóst, að flokk-
arnir hafa varið verulegum fjármunum í
kosningabaráttuna eins og jafnan áður.
Raunar upplýsti Ólafur Ragnar Grímsson
í fyrrnefndum sjónvarpsumræðum, að Al-
þýðubandalagið hefði varið 3 milljónum
króna í auglýsingar, þótt ekki væri ljóst,
hvort hann ætti við allan þann kostnað
sem er samfara auglýsingum eða aðeins
hluta hans. Halldór Ásgrímsson sagði, að
kostnaður Framsóknarflokksins af svo-
nefndum flettiskiltum væri um ein milljón
króna.
í kosningabaráttunni vegna borgar-
stjómarkosninganna fyrir ári var töluvert
rælt um kostnað framboðslistanna í
Reykjavík. Því var haldið fram, að hann
væri alla vega tveir til þrír tugir milljóna,
ef ekki meira. Auðvitað er ljóst, að stjóm-
málaflokkamir bera veralegan kostnað af
kosningabaráttu. Hins vegar hefur því
stundum verið haldið fram, að Sjálfstæðis-
flokkurinn hafi margfalt meiri fjármuni í
kosningum en aðrir flokkar. Það má vel
vera, en það hefur ekki verið áberandi í
auglýsingum, a.m.k. ekki í dagblöðum.
Hér skal ekkert fullyrt um útvarps- og
sj ónvarpsauglýsingar.
Kosningar era hluti af okkar lýðræðis-
lega stjómkerfí og það verður aldrei hægt
að komast hjá því, að þær kosti peninga.
Hins vegar er ekki óeðlilegt, að smátt og
smátt verði settar leikreglur í þessum efn-
um, sem öðram, þ.e. að fyrir iiggi opinber-
lega hvað flokkarnir veija miklum fjár-
munum í kosningar og hugsanlega, að
settar verði einhveijar reglur eins og t.d.
hefur verið gert í Bandaríkjunum um hvað
fjárframlög í kosningasjóð megi nema
hárri upphæð.
Það á ekki að líta á fjármál stjórnmála-
flokkanna sem feimnismál, eins og hér
hefur tíðkast, heldur gera þeim kleift að
starfa með eðlilegum hætti fyrir opnum
tjöldum. Flokkarnir era mikilvægur þáttur
í því lýðræði, sem við búum við og það á
að skipa þeim þann sess í samfélaginu.
Fjármagnið
„Segja má, að
tvennt hafi sett
sterkastan svip á
kosningabarátt-
una nú; skoðana-
kannanir og aug-
lýsingar. Starfs-
menn auglýsinga-
stofa og þeirra
fyrirtíekja og
stofnana, sem
gera skoðana-
kannanir, hafa
því verið meiri
þátttakendur í
þessari kosninga-
baráttu en áður
hefur tíðkazt.“