Morgunblaðið - 09.04.1995, Síða 41

Morgunblaðið - 09.04.1995, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. APRÍL1995 41 BRÉF TIL BLAÐSIIMS Handknattleikur - Ger- um góðan leik betri Vonandi tekst IR að varðveita hið menningar- lega safn íþróttamynda Frá Halldórí Jóni Garðarssyni: MIKIÐ hefur verið fjallað um dóm- aramál í handknattleik upp á síðkast- ið. Eftir að úrslitakeppni, þar sem átta efstu liðin í deildinni eigast við, var komið á laggirnar, hefur spennan aukist mjög og ekkert lið sættir sig við að falla úr keppni um sjálfan íslandsmeistaratitilinn. Ef eitthvað fer úrskeiðis hjá liðinu sem tapar, þá virðist einfaldasta leiðin vera sú að kenna dómurum um mistökin. Miklir peningar Sífellt meiri peningar eru í íþrótt- um í dag og svo á einnig við um handboltann. Það má segja að á ís- landi sé orðin nokkurs konar atvinnu- mennska í handboltanum, þó svo að margir trúi því ekki. Leikmenn eru keyptir erlendis frá, og þá aðallega frá fyrrum austantjaldslöndunum, og þjálfarar fá orðið himinhá laun. Is- lenskir leikmenn, einkum þeir sem eru í landsliðinu, fá einnig borgað, svo og margir gamlir jaxlar sem eru enn í boltanum. Dómarar ekki í nógu góðri æfingu Þjálfarar og leikmenn eru æði oft röflandi út af dómgæslu, bæði í leikj- um og í fjölmiðlum eftir leikina. Gamli góði íþróttaandinn er að hverfa. Að vísu eru það oft sömu mennimir sem eru að kvarta og kveina í leikjum og eftir leiki. En eru dómarar svona lélegir? Því miður eiga margir dómarar sem dæma í fyrstu deildinni ekkert erindi þarna. Dómarar eru greinilega ekki í eins góðri æfingu og leikmenn. Það er mjög mikil pressa á dómurum og það virðist oft sem þeir séu ekki í nógu góðu jafnvægi andlega. Margir dóm- arar virðast ekki halda út heilan leik, þeir klikka oft á mikilvægum augna- blikum þegar spennan er í hámarki. Lág laun dómara í einum af fréttatíma Stöðvar 2, ekki alls fyrir löngu, var rætt við þá Ólaf Schram, formann HSÍ, Viggó Sigurðsson, þjáfara Stjörnunnar og Jóhann Inga Gunnarsson, sálfræðing og fyrrverandi handknattleiksþjálf- ara til margra ára, um dómaramál. Þar sagði Olafur meðal annars að Stjarnan, sem er með topplið bæði í meistaraflokki karla og kvenna og með alla flokka í íslandsmóti, væri aðeins með einn dómara, sem reynd- ar væri héraðsdómari. A þessu verð- ur að vera breyting. Það er greini- legt að það eru mjög fáir sem sækj- ast eftir að dæma í handknattleik. En hvað er til ráða? Hvemig er hægt að gera dómarastarfið eftir- sóknarvert? Eins og áður kom fram þá fá bæði þjálfarar og leikmenn ágætis peningaupphæðir frá sínum félögum, en það sama verður ekki sagt um dómara. Samkvæmt mínum heimildum fá dómarar um 3.000 kr. fyrir að dæma leik, sem er vægast sagt mjög lítið. Ef dómarastarfið væri betur borgað væri það örugg- lega eftirsóknarverðara og þá væri hægt að gera meiri kröfur til þeirra. Eg vona að aðstandendur hand- boltans muni hugsa sinn gang fyrir næsta keppnistímabil og gera eitt- hvað í dómaramálum. Það mun bæði auka gæði íþróttarinnar og laða að fleiri áhorfendur. HALLDÓR JÓN GARÐARSSON, Glitvangi 13, Hafnarfirði. Frá Þorsteini Einarssyni: ÞANN 11. mars síðastliðinn, sem bar upp á laugardag, var boðið upp á hátíð í lægðinni milli Kópavogs og Elliðavogs, þar sem nú kallast Mjódd en þar hefur íþróttafélag Reykjavíkur (ÍR) numið land og gert sér velli. Nú var félagsheimili risið og skyldi vígja það á 88. afmælisdeg- inum. Var fjölmenni mætt svo að heimilið rúmaði hann vart. Aldnir og ungir voru hýrir á svip við að færa hið aldna ágæta félag yfir þrep- skjöld vistlegs heimilis. Alúðlega samverustund áttum við þarna sam- an félagar og gestir. Ræður söguleg- ar og fagnandi voru fluttar. Þrír sæmdarfélagar heiðraðir. Gjafir færðar. Heillaóskir frá borginni flutti borgarstjóri. Prestur las guðs- orð, blessaði húsið og flutti bæn. Að lokum vígslufundinum nutu viðstaddir veitinga. Tilkynnt var að í kjallarasal væri ljósmyndasýning. Ég bjóst ekki við miklu þarna niðri, því að nóg virtist félagið hafa haft á prjónunum. Ég hélt niður í salinn meir af kurteisi en að ég byggist við að sjá nokkuð markvert. En í vistlegum íþróttasal gaf að líta. Raðað hafði verið upp spjöldum milli uppistaðna og á þau festar ljósmyndir, skjöl og texti. Mjög góð birta var í salnum og því naut sýningin sín vel. Því sem komið var fyrir var raðað eftir aldri, tímabilum í starfí félagsins og íþróttagreinum. Margt bar fyrir augu, sem rifjaði upp fyrir manni kunna atburði. Undrun sætti að til væru myndir af þeim. Af sumum höfðu sést ræksni, en á sýningaspjoldum voru þær sem nýjar. Athyglisvert var að sjá hve snyrtilega var gengið frá myndun- um. í þetta hefur verið eytt miklum tíma og sýnilegt að kunnáttumenn hafa komið að verkinu. Þá hafa margir og þeir þrautseigir komið í verk að upplýsa og skrá hvaða ein- staklinga er að sjá á myndunum eða af hvaða atburðum þær eru. Fáir hafa sem Dóra (Halldóra Guðmundsdóttir í úrvalsflokki ÍR í leikfimi undir stjórn Björns Jakobs- sonar 1920-’30) haldið utan um ljós- myndir, sem hún hefur tekið. Mynd- ir hennar á sýningunni geyma sögu frá tíma, þegar myndavél var eigi í margra eign. -Við lok skoðunar þessar sýning- ar vaknar sú spurning: á hún eftir að tvístrast eða getur félagið fórnað þessu safni hentugri geymslu? -Ég hefi lengi haft áhuga á íþróttasögu. IR-ingar hafa með öflun og uppsetningu, tilheyrandi textum veitt til þeirrar söguvarðveislu ómet- anlegan skerf, sem má ekki sundra. Ég hefi með öðrum tvívegis (1970 9g 1987) starfað að sögusýningum ÍSÍ. Þó í þærr eytt vinnu og tíma, munum og myndum safnað, þá hafa gögnin sundrast eða lent í óheppileg- ar geymslur. í húsasamstæðu í Laugardal sem nefnist íþróttamið- stöð ÍSÍ hefur ekki fengist sómasam- legt rými fyrir muni og myndir íþróttasögunnar. Vonandi tekst IR að varðveita þetta menningarlega safn íþrótta- mynda. Þökk ÍR-ingar fyrir ljós- myndasýninguna og heill fylgi fé- lagsheimilinu. ÞORSTEINN EINARSSON, Laugarásvegi 47. Barnaskór frá Bopy Margar gerðir í st.18-34 Margir litir. Hvítir stelpuskór íst. 27-35 Verð kr. t.990 smáskór Suðurlandsbraut 52, sími: 683919. „Þín verslun“— hvar er hún? Frá Elísabetu Jónsdóttur: TILEFNI þessa að ég skrifa þessa grein er óþægilegt og leiðinlegt atvik er henti mig í Hagabúðinni fyrir rúmum mánuði. Astæða þess að ég skrifa ekki um það fyrr en nú er blað sem kom inn um lúguna hjá mér ekki alls fyrir löngu og vakti upp hugsun um þjónustu verslana. Þetta blað er auglýsinga- blað ýmissa verslana og heitir „Þín verslun". Reyndar er Hagabúðin ekki í þessu blaði en það er Melabúðin en þangað hef ég snúið mínum við- skiptum síðan umrætt atvik gerð- ist. Umræddan dag ætlaði ég að kaupa í kvöldmatinn í Hagabúðinni eins og ég hafði mjög oft gert, bý reyndar nálægt henni og hef búið þar í um 14 ár svo að leið mín hefur legið þangað alloft sem og í aðrar verslanir í vesturbænum og vænti þess að starfsmenn og eig- endur Hagabúðarinnar hafi þekkt mig í útliti þar sem ég hef stöku sinnum átt tal við þá. Mínum vörum var rennt í gegn og tók ég þá upp hefti mitt frá Islandsbanka og ætl- aði að borga, afgreiðslumaðurinn (sem ég held örugglega að sé einn af eigendum) spyr þá er hann sér heftið „Ertu með debetkort," ég segi sem satt var að kortið væri enn ósótt í banka en ég væri með vegabréf sem ég hélt að mætti duga í þetta sinn. Eg var nú ekki að koma þarna inn í fyrsta skiptið og tel ég að vegabréf sé að mörgu leyti eins gott og debetkort. Hann svarar því neitandi og því næst kallaði hann yfir á næsta kassa í annan eiganda sem var þar að afgreiða, „Hreinn, við tökum örugglega ekki ávísanir nema með debetkortum“ ‘ og þar með var öll athygli annarra viðskiptavina á mér „Nei, við verð- um að fylgja settum reglum." Þar hafði ég það, sem sagt viðskiptavin- ur sem alloft hafði verslað hjá þeim þurfti að skila sínum vörum vegna þess að þeir voru ekki tilbúnir til að gera undantekningu frá reglunni og þjóna sínum viðskiptavini með því að taka við ávísun með vega- bréf sem skilríki. Ég hefði virkilega getað skilið mennina ef að þeir hefðu haft einhveija aðra ástæðu en debetkortið, en svo var nú aldeil- is ekki. Og þá er ég í raun komin að hvata mínum að skrifum þessum, blaðinu sem ég fékk í pósti „Þín verslun", sem vakti mig til umhugs- unar um hvað væri í raun „Mín verslun“ og það var alla vega ekki Hagabúðin og svo er annað sem að ég hef orðið vitni að í Melabúð- inni að þeir hafa tekið ávísanir án debetkorta. Mér var nú reyndar spurn í eitt skiptið við afgreiðslu- stúlkuna í Melabúðinni þegar að hún hafði tekið við ávísun frá stúlku um tvítugt sem hafði einungis öku- skírteini sem skilríki, þá varð mér spurn „takið þið ávísanir án debet- korta?“ „Já/‘ svaraði stúlkan, „ég verð að þjóna okkar föstu kúnn- um.“ Já, þar kom það sem þeir í Hagabúðinni áttu að gera í mínu tilfelli „þjóna sínum fasta kúnna“.-* Mér var það misboðið þennan dag í Hagabúðinni að ég og mín fjöl- skylda verslum aldrei oftar í Haga- búðinni og hef ég snúið mínum við- skiptum til Melabúðarinnar og líkar mjög vel við þá þjónustu sem mér er veitt þar, þeir kunna auðsjáan- lega að þjóna sínum kúnna, og eiga vel heima í blaði þessu „Þín versl- un“. Ég held að samkeppnin sé það mikil á milli fyrirtækja og verslana að þeir verði að gera undantekning- ar á reglum til þess að geta þjónað og treyst sínum kúnna á kurteisan hátt. ELÍSABET JÓNSDÓTTIR, Tómasarhaga 17, Reykjavík. ERUM FLUTT í AUSTURVER við Háaleitisbraut

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.