Morgunblaðið - 09.04.1995, Síða 42

Morgunblaðið - 09.04.1995, Síða 42
42 SUNNUDAGUR 9. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ Stórglæsilegar og vandabar dragtir, sumarkjólar og létt dress. Ps. Vel þess virði að líta á 50% afsláttarslána. JOSS Kringlunni, sími 689150. Det Nodvendige Seminarium ■ QanmnrIr ■ ■ getur enn tekið inn 3 íslenska ■ I/CIIIIIIUI IVU NEMENDUR HINN 1. SEPT. 1995 4ra ára alþjóðlegt, nútíma kennaranám, sem veitir réttindi til kennslu í mörgum skólum og uppeldisstofnunum í Evrópu og þriðja heiminum. Námið er: • 1 ár með alþjóðlegu námsefni. Innifalin er 4ra mánaða námsferð til Asíu. • 1 ár námsefni innanlands. Innifalin er 6 mán. þátttaka í dönsku atvinnulífi. • 2ja ára fagnám. Innifalið er 2x6 mánaða starfsnám í grunnskóla og öðrum skólum innanlands og utan. Eftir útskrift tekur við eins árs vinna í skóla í Afríku. Allir nemendur búa í skólanum. Kynningarfundur um skólann verður haldinn I Reykjavík í apríl. Ef þú hefur áhuga, hringdu þá eða sendu símbréf og fáðu bækling áður en kynningarfundurinn er haldinn. Det Nodvendige Seminarium, Tvind, DK-6990 Ulfborg Sími 00 45 43 99 55 44, símbréf 00 45 43 99 59 82. DÖNSKUSKÓLINN STÓRHÖFÐA 17 í Dönskuskólanum eru nú að hefjast ný námskeið, bæði fyrir byrjendur og þá sem vilja bæta við sig kunnáttu og þjálfun. Hagnýt dönsk málnotkun kennd I samtalshópum, þar sem hámarks- fjöldi nemenda er 8, og fer kennslan fram 2 tíma, tvisvar sinnum í viku. Einnig verða haldin stutt námskeið fyrir unglinga sem vilja bæta sig í málfræði og framburði fyrir vorið. Jafnframt er boðið upp á einkatíma eða annarskonar sérhæfða kennslu I munnlegri og skriflegri dönsku. Innritun er þegar hafin í síma 567-7770 og einnig eru veittar upplýsingar í síma 567-6794. Auður Leifsdóttir hefur margra ára reynslu I dönskukennslu við Námsflokka Reykjavíkur, Háskóla Islands og Kennaraháskóla íslands. STEIKARTILBOÐ Mest eeldu steikur á Islandi Liúffenaar nautaqriHðteikur á 495 K.R. FáekaðmaVk frá Góu fylgir hverju barnaboxi. wu/ Stendur til 9. apríl. Jíarlínn '■VEITINGASTOFA- Sprengisandi Sjabu hlutina í víbara samhengi! - kjarni málsins! SKÁK tlmsjón Margelr Pétursson ÞESSI skemmtilega skák var tefld á heimsþemamóti í bréfskák nýlega. Hvítt: Manuel Ramos Barraso, Spáni. Svart: Kári Elíson, (2.055), drottningarbragð, 1. d4 - d5 2. c4 - e6 3. Rf3 - Rf6 4. Rc3 - Be7 5. Bf4 - 0-0 6. e3 - c5 7. dxc5 — Bxc5 8. Dc2 — Rc6 9. a3 - Da5 10. 0-0-0 - Bd7 11. g4 - Hfc8 12. Kbl — b5! (Beljavski kom fyrstur með þennan leik gegn Gelf- and í Linares 1991 og vann glæsilega. Hér reynir hvítur að sleppa því að taka peðið, eins og Gelfand gerði) 13. g5 - Rh5 14. Bg3 - b4 15. Ra4 - b3 16. Dxb3 - Rxg3 17. hxg3 — Hab8 18. Dc2 - Bxa3 19. Kcl 19. - Rd4! (En ekki 19. — Bxb2+ 20. Rxb2 — Dal+ 21. Dbl) 20. Rxd4 — Bxa4 21. Dxh7+ - Kf8 22. bxa3 - Dc3+ 23. Rc2 - Hb2 24. Hd2 — Hxc2+ og hvítur gafst upp því mátið blasir við. Á slíkum þemamótum er byijunin valin fyrirfram, f þessu tilviki afar tvísýnt afbrigði drottningarbragðs þar sem hrókað er á sitt hvorum vængnum. Pennavinir TUTTUGU og sjö ára Ghanamaður með áhuga á bréfaskriftum, tónlist, kvikmyndum o.fl.: E.K. Adu, P.O. Box 64, Kade, Easterii Region, Ghana. I DAG VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Vegna alþingis- kosninganna 1995 VARAST skaltu vinstra vor, valt er því að treysta. Veldu heldur visku og þor og velferð íslands reista. Kjósandi á Suðurlandi. Þingkosningar 1995 Andar víða ári kalt, æran hleður vígi. Því pólitíkin út um allt er á lóðaríi. Öllum fer að búnast betur birtir senn, er margra trú. Þessi heijans hægri vegur hann fer víst að enda nú. Hnakkakerrtur Halldór þar hlúir að bændasonum, Nú er flokkur framsóknar fullum af loforðunum. Er nú flokkur alþýðu óðum að skreppa saman. Hefur vaðið vitleysu vakið í bændum amann. Ýmsir hreppa illviðrin, yggldir verða í sinni. Nú mun Grímsson garmur- inn gjökta á uppbótinni. Á okkar kæra íslandi enginn gæða nýtur. Þegar kemur Þjóðvaki þjóðarskútan flýtur í lífínu óðum léttast spor, lokaður úti er tregi. Það er að koma vinstra vor, vinur elskulegi. G.L. Um laun lögreglumanna EFTIR allmiklar umræður um lág laun núna undanf- arið, þá sérstaklega mest áberandi laun kennara og flugfreyja, þá datt mér í hug hvort fólki væri yfír- leitt kunnugt um laun lög- reglumanna. Ég held ég megi segja að byijendur þar, sem ekki hafa lokið skóla, byiji með um 57.000 kr. (fer sjálfsagt eftir aldri o.fl.). Að lögregluskólan- um loknum með 8 ára starfsreynslu veit ég um lögreglumann með u.þ.b. 78.000 kr. í mánaðarlaun. Að sjálfsögðu hafa lög- reglumenn vaktaálag en eftirvinnulaun þeirra verða aldrei há, þegar grunnlaun eru þetta lág, og þótt' þeir vinni 50 stundir í auka- vinnu þá verða launin ekk- ert til að hrópa húrra fyr- ir, þegar haft er í huga hvað þessir menn mega ganga í gegnum við sam- skipti við alls konar fólk, sumt bæði andlega og lík- amlega vanheilt. Líf þessara manna er í stöðugri hættu og meiðsl algeng við átök við ofbeld- isfullt fólk. Þessir menn eru okkar stoð og stytta og bregðast ætíð vel við kalli ef til þeirra er leitað. Vill ekki einhver taka launamál lögreglumanna til athugunar, það væri tími til kominn að gera betur við þá og hafa má í huga stöðugt óöryggi þeirra um eigið líf og heilsu og þegar þeir hljóta meiðsl þá eru þeirra miskabætur víst ekki miklar að öllu jöfnu. Munið að lögreglumenn geta þurft að sjá fyrir fjöl- skyldum, þeir eru ekki allir einhleypir, og greiðið þeim mannsæmandi laun fyrir áhættustörf. Lesandi Mbl. Aðstandendafé- lag hjartaveikra barna VÆNTANLEG er formleg stofnun aðstandendafélags hjartaveikra barna. Við undirritaðir viljum benda á að full þörf er á félagi sem hefur það að markmiði sínu að félagar miðli hver öðrum af reynslu sinni og veiti hver öðrum þá hjálp og þann stuðning sem mögulegur er. Við viljum einnig leggja áherslu á að skurðaðgerðir á bömum færist til íslands þar sem við teljum að með réttum tækjabúnaði sé mögulegt að framkvæma hjartaað- gerðir sem hingað til hafa farið fram erlendis að- standendum til mikilla erf- iðleika. Ef þú kæri að- standandi hefur áhuga á því að leggja okkur lið þá hafðu endilega samband við Jane Alexander í síma 5682189, Elínu Viðar, sími 5677905 eða Gunnhildi Hreinsdóttur í síma 5543057. iZMM SVÖRT stutt og víð kápa með víðum ermum með skinnkanti og loðkraga var tekin í misgripum á Skuggabarnum 17. mars sl. Kápan er 20 ára göm- ui, sérhönnuð og ein sinnar tegundar hér á landi. Finnandi hafi vinsamlegast samband í síma 623436 (Sigríður) eða á Skugga- barinn. Yíkveiji skrifar... EGAR ÞESSAR línur eru sett- ar á blað hafa landsmenn enn ekki skilað atkvæðum sínum í kjörkassana, enda kjördagur ekki upp runninn. Þegar þið, lesendur góðir, beijið þær augum, liggja kosningaúrslitin hins vegar fyrir. Þar sem Víkveiji er ekki forspár getur hann ekki, því miður, tekið þátt í umræðuefni dagsins í dag, kosningaúrslitunum, eða hvaða flokkar hreiðra um sig í Stjórnar- ráðinu, sem af þeim væntanlega ræðst. Síðustu daga og vikur hefur kosningakönnunum og niðurstöð- um þeirra rignt yfir rangláta sem réttláta í þessu landi. Misvel hefur verið að þeim þeim staðið og mis- Vísandi hafa þær reynzt. Eftir á verður fróðlegt að bera saman niðurstöður kannana og kosninga. AF þeim samanburði sést væntan- lega, hveijir vönduðu til vinnu- bragða, að þessu leyti, og hverjir ekki. Skoðið málið. xxx VETURINN HEFUR víða reynst landsmönnum erfiður. Höfuðborgarsvæðið kemur að vlsu þokkalega undan vetri, ef svo má að orði komast. En nyrðra og vestra - og reyndar á Austfjörðum norðanverðum - hefur Vetur kon- ungur leikið fólk grátt. Fólk er víða þrúgað og þreytt eftir fann- fergi, illviðri og skammdegi. Þó tók steininn úr í byggðarlögum sem búa við viðvarandi snjóflóða- hættu. Víkveiji kæmi ekki á óvart þótt stöku fjölskylda í harðbýlli byggð- um hafi hugsað um búferlaflutn- ing. En það er ekki auðhlaupið að flutningum byggðarlaga eða lands- homa á milli. Fjötrarnir mega sín oft meira en frelsið, sem við teljum okkur hafa til breytinga í þessum efnum. Kunningi Víkveija, sem á stórt og fallegt einbýlishús í sinni heimabyggð, telur sig og fjöl- marga, sem líkt er ástatt um, í dæmigerðum átthagafjötrum. í vegiegri húseign hans liggur afrakstur áratuga starfs. En það er ekki_ seljanlegt. Eftirspurn er engin. Á sumum stöðum í stijál- býli seljast hús og íbúðir aðeins fyrir brotabrot af kostnaðarverði — og Reykjavíkurverði. Átthaga- fjötrar binda fólk við óseljanlegar eignir. XXX AFTUR KEMUR vor í dal, segja þeir bjartsýnu. Myrkrið, skammdegið og kuldinn eru að baki, það er að segja í náttúrunn- ar ríki. Sól og regn vekja senn líf- ríki umhverfisins til nýs lífs. Þá léttist brúnin á landanum! Það má og segja, hvernig sem kosningarnar hafa nú farið, að gróandinn hafi sagt til sín í ís- lenzku atvinnu- og efnahagslífi síðustu misserin. Þar hefur ríkt byijandi hagvöxtur, hagstæður viðskiptajöfnuður og batnandi samkeppnisstaða íslenzkra at- vinnuvega. Verðbólga hefur náðst niður fyrir það sem er í grannríkj- um, vextir hafa lækkað, fjárlaga- halli minnkað og erlendar skuldir hafa verið greiddar niður þijú ár í röð. Það er að vísu erfiðara að gæta fengis fjár en afla. Vonandi glutra nýkjörnir landsfeður ekki niður efnahagsbatanum og stöðug- leikanum, hornsteinum batnandi lífskjara og baráttunnar gegn at- vinnuleysinu. Fari svo verður síðar meir talað um sumarið, sem ýmsir þóttust sjá fyrir í þjóðarbúskapn- um, sem „sumarið sem aldrei kom“. En takizt okkur að varðveita þann árangur, sem náðist 1991- 1994, erum við í góðum málum. Og ef okkur tekst að auki, sem mestu varðar, að byggja upp sjávarauðlindina með hófsamari veiðisókn næstu árin, og vinna búvörumarkaði erlendis með hreinum, lífrænum afurðum, má svo fara, að smjör dijúpi á ný af stráum um land allt, einnig í svo- kölluðum snjóakistum. Þar sem hagsæld ríkir unir fólk sér. Þar eru húseignir seljanlegar, enda eftirspurn til staðar, stundum umfram framboð. Og enginn lif- andi maður talar um átthagafjötra þar sem honum líður vel.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.