Morgunblaðið - 09.04.1995, Page 43

Morgunblaðið - 09.04.1995, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. APRÍL1995 43 IDAG apríl, er sextug Rut Sig- urmonsdóttir, Jörundar- holti 108, Akranesi. Eigin- maður hennar er Hreinn Elíasson myndlistarmað- ur. Þau hjónin taka á móti gestum á heimili sínu á af- mælisdaginn eftir kl. 15. BRIDS llmsjón Uuöm. l'áll Arnarson TILGANGUR hindrunar- sagna er að setja andstæð- ingana í vanda. Og þeir eru í þeim mun meiri vanda, sem þeir hafa úr fleiri sögn- um að velja. Af þessu má draga lærdóm, sem kemur mörgum á óvart: Að besta hindrunin er ekki endilega sú hæsta! Því hærri sem hindrunin er, því færri eru möguleikar andstæðing- anna. Opnun á þremur spöðum reyndist til dæmis áhrifaríkari hindrun en fjór- ir spaðar í þessu spili úr undanúrslitum íslands- mótsins: Austur gefur; NS á hættu. Norður ♦ 72 V K863 ♦ 1097652 ♦ 9 Austur ♦ KG109863 lii; i * G654 Suður ♦ 5 V Á105 ♦ ÁDG8 ♦ ÁKD32 I fyrstu hendi á hagstæð- um hættum fannst mörgum tilvalið að opna á 4 spöðum með spil austurs. Sé dobl suðurs jafnt til sóknar og varnar, er það sjálfgefin sögn, og eins er jafnsjálf- gefið að norður taki út í 5 tígla. Ekki segir hann 5 hjörtu, a.m.k. Þeir sem nota hreint refsidobl gegn opnun á 4 spöðum, myndu hugsan- lega segja 4 grönd á spili suðurs, og ekki gerir það ákvörðun norðurs þyngri. En þar sem austur opn- aði hæversklega á 3 spöð- um, gerðist þetta víða: Vestur Norður Austur Suður 3 spaðar Dobl* Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass ‘ úttckt I þessu tilfelli þarf norður að velja á milli tveggja, jafn- vel þriggja sagna. Hann get- ur sagt 4 tígla, 4 hjörtu eða hugsanlega 5 tígta. Fyrst- nefnda sögnin lýsir spilunum best, en doblið hefur til- hneigingu til að lofa fjórlit í hjarta, svo það er freistandi að reyna hjartageimið. Hver vill spila bút í tígli þegar 4 hjörtu eru borðleggjandi! Tökum líka eftir vönduðu passi vesturs. Ef hann hækkar í 4 spaða, neyðir hann andstæðingana til að taka rétta ákvörðun. Með passinu heldur hann opnum þeim möguleika að þeir fari í 4 hjörtu. Það er pfnlegt að fara 3 niður á 4 hjörtum þegar 6 tíglar vinnast. Vestur ♦ ÁD4 V DG942 ♦ 43 ♦ 1087 HLUTAVELTA. Þessar brosmildu stúlkur efndu til hlutaveitu til styrktar Rauða krossi íslands. Þær .söfnuðu alls 1.530 krónum og hafa afhent Reykjavíkurdeild Rauða krossins upphæðina. Með morgunkaffinu HÖGNIHREKKVÍSI LEIÐRÉTT Röng tilvísun RÖNG tilvísun var á grein Magnúsar L. Sveinssonar á bls. B1 í blaðinu í gær. Rétt er til- vísunin svona: Jóhanna Sigurðardóttir notaði valdið, segir Magnús L. Sveinsson, til að lögbinda launalækkun. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Rangur messutími ÞAU mistök urðu í blað- inu í gær að rangur messutími birtist hjá Há- teigskirkju. Permingar- messan í dag byrjar klukkan 13,30 en ekki klukkan 14 eins og stóð. STJÖRNUSPÁ cttir Franccs Drakc HRÚTUR Afmælisbarn dagsins: Þú hefurmikinn áhuga á þjóð- félagsmálum ogkemur vel fyrir þig orði. Hrútur (21.mars- 19. apríl) iHM Þótt þú hafir ákveðnar skoð- anir og takir eigin ákvarðan- ir er oft gott að hlusta á það sem aðrir hafa til málanna að leggja. Naut (20. apríl - 20. maí) Þú ert eitthvað annars hugar í dag og átt erfitt með að einbeita þér, en félagi réttir þér hjálparhönd. Kvöldið verður ánægjulegt. Tvíburar (21. maí- 20. júní) í» Þér tekst að leysa smá vandamál sem upp kemur í sambandi ástvina, og allt fer vel að lokum. Pjölskyldan er í fyrirrúmi í kvöld. Krnbbi (21. júnf — 22. júlí) HHB Þér berst óv'ænt heimboð í dag. Láttu ekki fjármálin spilla góðu sambandi vina. Þú ættir að eiga rólegt kvöld heima. Ljón (23. júlí — 22. ágúst) Þú færð góða hugmynd varðandi vinnuna, en of snemmt er að koma henni á framfæri. Margskonar af- þreying er í boði í kvöld. Meyja (23. ágúst - 22. september) Hugsaðu þig um tvisvar áður en þú lánar einhveijum pen- inga í dag. í kvöld gefst gott tækifæri til að skemmta sér í vinahópi. Vog (23. sept. - 22. október) Þú hefur verk að vinna heima í dag þótt áhuginn sé ekki mikill. Reyndu að hespa því af svo þú getir notið kvöldsins með ástvini. Sporödreki (23. okt. - 21. nóvember) 9Kj0 Lausn á gömlu vandamáli reynist auðveldari en þú reiknaðir með, og þú hefur ástæðu til að fagna með fjöl- skyldu og vinum. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) m Breytingar geta orðið á ferðaáætlunum þínum, því í nógu er að snúast heima fyrir. Þú kemur miklu í verk í dag. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú átt erfitt með að einbeita þér við skyidustörfin þar sem hugurinn er við fjölskyldu- málin. Þér berast góðar fréttir. Vatnsberi (20.janúar- 18. febrúar) Hugsaðu þig vel um áður en þú undirritar samninga og lestu vel smáa letrið. Gamall vinur veitir þér góðan stuðn- ing.___________________ Fiskar (19. febrúar - 20. mars) ££ Láttu ekki afskiptasemi vin- ar trufla þig við það sem gera þarf, og sýndu aðgát í fjármáium. Breyting verður á fyrirætlunum þínum. Stjörnusþdna d aó lesa sem dœgradvöl. Sþdr af þessu tagi byggjast ekki d traustum grunni vtsindalegra staóreynda. "... ég er nú búinn að eiga þær þrjár, og þær hafa reynst þannig að það kemur bara ekkert annað til greina..." " ...sonur okkar ráðlagði okkur að kaupa Honda og við ákváðum að prófa. Og við sjáum svo sannalega ekki eftirþvi..." "...Af þvi að mér finnst hann fallegur, þægilegur og á mjög góðu veröi..." Honda á íslandi - Vatnagarðar 24 - S; 568-9900

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.