Morgunblaðið - 09.04.1995, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 9. APRÍL 1995
KNATTSPYRNA
MORGUNBLAÐIÐ
Líður á köflum eins
og háHgerðum
pabba hinna í liðinu
Rúnar Kristinsson,
landsliðsmaður í knatt-
spymu úr KR gekk til
liðs við sænska úrvals-
deildarliðið Örgryte frá
Gautaborg í vetur.
Grétar Þór Eyþórs-
son, fréttaritari Morg-
unblaðsins hitti Rúnar
að máli, en sænska
deildarkeppnin hefst
einmitt um helgina.
RÚNAR gerði 2ja ára samning við
sænska úrvalsdeildarliðið. Örgryte,
eða ÖIS eins og það er kallað í
daglegu tali vann sig upp úr 1.
deildinni á síðastliðnu sumri og
leikur í úrvalsdeildinni í ár. Marga
knattspyrnuáhugamenn rekur
eflaust minni til þess að á árum
áður lék Eyjamaðurinn Öm Ósk-
arsson með liðinu. Ferðalag milli
þessara deilda hefur verið reglan
hjá ÖIS, fremur en hitt undanfarin
ár og illa hefur gengið að halda
sér í úrvalsdeildinni tvö ár í röð.
Nú á hinsvegar að gera átak í
þessum efnum og alls hafa sex
nýir leikmenn verið fengnir til liðs-
ins. Nýr þjálfari tók við ÓIS í fyrra,
Kalle Björklund, en hann er mágur
Tommy Svenssons landsliðsþjálf-
ara og faðir Joachims Björklund
landsliðsmiðvarðar.
Morgunblaðsmenn hittu Rúnar
að máli í félagsheimili liðsins á
félagssvæðinu ÖlS-gárden, sem
stendur í útjaðri austanverðrar
borgarinnar.
Hvemig hafnaði svo Rúnar
Kristinsson í Örgryte?
„Framkvæmdastjóri félagsins,
Gunder Bengtsson, hafði áhuga á
íslenskum leikmanni og hafði sam-
Morgunblaðið/Golli
RÚNAR Krlstinsson fyrir utan félagsheimili Örgryte í útjaðri austanverðrar Gautaborgar.
Morgunblaðið/Golli
Á ÆFINGU með Örgryte. „Hér er engin stjarna og alllr sltja vlð sama borð. Þetta eru mest
allt unglr strákar og mór líður eins og hálfgerðum pabba á köflum. En þetta eru hresslr strák-
ar og gott að ná sambandl við þá,“ segir Runar um félaga sína í liðinu.
band við KR-inga, meðal annarra.
Ahuginn reyndist síðan gagn-
kvæmur og samningar tókust - svo
einfalt var nú það.“
Og hvernig hefur þú og fjöl-
skyldan komið ykkur fyrir í borg-
inni?
„Ég hef fengið 4 herbergja íbúð
á góðum og rólegum stað í austur-
bænum og þar líður okkur vel,
mér, konu minni Erlu Maríu Jóns-
dóttur og syninum Rúnari Alex,
sem kom í heiminn þann 18. febr-
úar, Þar sem ég er eingöngu í
knattspyrnunni gefst mér góðut
tími til að vera heima með fjöl-
skyldunni og fylgjast með syninum
vaxa og dafna. Eg er hvorki i vinnu
með knattspymunni, né í námi, þó
slíkt gæti komið til síðar.“
Hvernig félag er svo ÖIS?
„Þetta er að mörgu leyti líkt og
KR, flottur, alvöru klúbbur og
traustur. Menn hugsa hlutina líka
faglega. Félagið er ríkt og stendur
mjög vei, enda líka mikils metið
innan sænskrar knattspyrnu, þó
svo gengið hafi ekki verið sem
best undanfarin ár. Mikið er lagt
uppúr félagsskap milli leikmann-
anna og að þeir umgangist utan
æfínga og leikja. Hér er engin
stjarna og allir sitja við sama borð.
Þetta eru mest allt ungir strákar
og mér líður eins og hálfgerðum
pabba á köflum. En þetta eru
hressir strákar og gott að ná sam-
bandi við þá.“
Hvernig líta svo dagarnir og
vikurnar út?
„Við æfum 6 sinnum í viku, ef
leikir eru reiknaðir inn, og sumir
okkar æfa 2var sinnum á dag tvo
daga vikunnar, þá aðallega tækni-
æfíngar aukaíega. Þær æfíngar
leggjast þó af þegar mótið fer í
gang. Það er mikil áhersla lögð á
að hafa boltann með í öllum æfing-
um og mikið er spilað, það eru
allar útgáfur af spili með boltann.
Auk þess eru öll hlaup með bolta,
hann er alltaf með í för.“
En sjálf æfingaaðstaðan?
„Hún er mjög góð og allt önnur
en maður býr við á íslandi. Heima
er ekki hægt að æfa jafnmikið
með bolta á undirbúningstímanum
í janúar og febrúar. Hér höfum
við verið að æfa og spila á möl frá
áramótum, en í janúar og febrúar
spila menn innanhúss á íslandi,
æfa í líkamsræktarstöðvum og
fara þaðan í útihlaup. Við aðstæð-
urnar hér næst leikformið mun
fyrr - það hefur ekki dottið úr
æfing í vetur vegna veðurs.“
Hvemig líst þér á þjálfarann,
Kalle Björklund?
„Mér líst vel á hann, hann er
með fínar æfíngar og fjölbreyttar
og allir eru komnir í gott form.
Hann er mjög ákveðinn og sterkur
persónuleiki og menn komast ekki
upp með neitt óþarfa múður við
hann.“
Að sjálfu liðinu og knattspym-
unni sem það spilar. Hvað viltu
segja um þá hlið mála?
„Knattspyman sem við spilum í
sumar markast mjög af því að við
erum nýliðar og erfítt verður að
halda sér uppi. Við munum leika
agaðan vamarleik, spila aftarlega
á vellinum og reyna að beita skyndi-
sóknum. Liðið á þó eftir að spilast
nokkuð saman, í fyrstu uppstillingu
em 6 nýir leikmenn, þannig að
hálft liðið er nýtt. Ég sjálfur spila
inni á miðjunni og sé fram á mikla
vamarvinnu. Það verður þó að sjá
hvemig málin þróast. Ókkur er
spáð 12. sæti í deildinni, sem myndi
þýða að við lentum í aukaleikjum
í haust um sæti í henni. Við setjum
stefnuna sjálfír á 8.-10 sætið og
viljum alls ekki þurfa að lenda í
neinum aukaleikjum. Reynslan hef-
ur líka sýnt að tiltölulega fá stig
skilja að liðin í sætum 5 -10, þann-
ig að ef vel tekst til gætum við
lent svo ofarlega.“
Hvaða mun sérð þú á sænskri
og íslenskri knattspyrnu?
„Fyrst og fremst er hraðinn í
öllu mun meiri héma, bæði á spil-
inu og á leikmönnum sjálfum. Mér
fínnst til dæmis ótrúlegt hvað
kantmenn þurfa að hlaupa mikið
hér. Hérna er líka töluverð harka
og menn taka vel á. Hinsvegar er
ekki endilega lagt meira uppúr
spili en heima og mér finnst það
einkenna marga leikmenn hversu
varkárnislega þeir spila. Það er
eins og j)eir þori ekki að taka
áhættu. Ég tel þó hiklaust að ég
muni bæta mig sem knattspyrnu-
maður á því að vera hér.“
Nú fengu Svíar skell í Tyrklandi
á dögunum, hvernig líst þér á
landsleikinn við þá þann 1. júní?
„Ég hlakka mikið til þess leiks,
það verður örugglega gaman að
spila hann, ekki síst af því að
maður er leikmaður hér í landinu.
Þetta verður þungur róður og
spurning hvort við náum sama
góða Ieik og á Laugardalsvellinum
í haust. Svíamir koma líka mun
grimmari til leiks núna. Ég tel
samt ekki útilokað að við gætum
náð jöfnu.“
Að lokum Rúnar, hvernig spjar-
ar KR sig í sumar?
„Ég ætla ekki að vera með of
bjartsýnislegar yfirlýsingar, en
eigum við ekki að segja að KR nái
allavega betri árangri en í fyrra,“
sagði landsliðsmaðurinn hjá Ör-
gryte.