Morgunblaðið - 09.04.1995, Síða 56

Morgunblaðið - 09.04.1995, Síða 56
póst gíró Ármúla 6 • 150 Reykjavík © 550 7472 MORGUNBIJWIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 SUNNUDAGUR 9. APRÍL1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Rúmlega 192 þúsund á kjörskrá í alþingiskosningunum Morgunblaðið/RAX DAVIÐ Oddsson forsætisráðherra og eiginkona hans, Ástríður Thorarensen, komatil kjörstaðar í Melaskóla í gærmorgun ásamt Þorsteini syni sínum. Morgunblaðið/Ámi Sæberg HALLDÓR Ásgrímsson formaður Framsóknarflokksins flaug til Hafnar í Hornafirði snemma í gærmorgun til að kjósa og með í för voru dætur hans íris Huld og Guðrún Lind. Kjörsókn fyrri hluta dags ívið dræmari en síðast KJÖRSÓKN víðast hvar á landinu var heldur dræmari á hádegi í gær en í síðustu alþingiskosningum. Þó er sá munur ekki talinn marktækur. Veður var víðast hvar með ágætum og ekki útlit fyrir að bæta þyrfti sunnudeginum við sem kjördegi. í Reykjavík höfðu 13,45% kjósenda greitt atkvæði á hádegi og sagði Jón G. Tómasson, formaður yfírkjör- stjórnar, að kjörsóknin væri ívið dræmari en síðast, en þó vart svo að marktækt væri. í kosningunum 1991 höfðu 13,75% kosið á hádegi. Mest kjörsókn var í Alftamýrar- skóla fyrir hádegi í gær, en þar höfðu 16,62% kjósenda í kjördeild- inni kosið kl. 12. Dræmust var kjörsókn í Austurbæjarskóla, þar sem 8,6% höfðu kosið. Á Vesturlandi var kjörsókn svip- uð og í síðustu kosningum. Þó skar Akranes sig lítillega úr, en þar var kjörsókn heldur dræmari en síðast, eða 12% á móti 13% síð- ast. Líkt og annars staðar var sá munur ekki talinn marktækur. Á Vestfjörðum var 5% kjörsókn á ísafirði, 4,7% í Vesturbyggð, 6,3% á Tálknafirði og um 10% á Þingeyri og voru þær tölur svipað- ar og síðast. Kjörfundir hófust ekki fyrr en á hádegi á Flateyri, Súðavík og Suðureyri. Dræmt á Blönduósi í Norðurlandskjördæmi vestra var kjörsókn svipuð og annars staðar, en þó óvenju dræm á Blönduósi, þar sem rúmlega 60 af rúmlega 700 manns á kjörskrá höfðu kosið á hádegi. Ekki var veðri þar um að kenna, því það var stillt. í Norðurlandskjördæmi eystra var sama sagan, kjörsókn ívið minni en síðast, en þó vart svo að mark væri á takandi. Á hádegi Prentvilla PRENTVILLA uppgötvaðist á kjör- seðlinum í Reykjavík í gær, en þar stóð „V-listi Samtakaka um kvennalista", í stað Samtaka um kvennalista. Hjörleifur Kvaran, borgarlög- maður, sem sæti á í kjörstjóm, sagði sð þessi mistök væru mjög leiðin- leg, en hann sæi ekki að prentvillan höfðu 11,9% kosið, en 12,2% á sama tíma í síðustu þingkosning- um. Blíða var á Akureyri, en snjó- þyngsli höfðu þó gert mönnum líf- ið leitt fyrir kosningarnar. Sam- kvæmt upplýsingum yfirkjör- stjórnar tók t.d. einn dag að ryðja bílastæði við Oddeyrarskóla, svo kjósendur kæmust að. Kjörsókn Austfirðinga var víð- ast svipuð og í síðustu alþingis- kosningum og var á hádegi á bilinu 6-12%. í Fellahreppi áttu kjósend- ur þó metið í kjörsókn fyrir há- degi, eða 15%. A Suðurlandi var kjörsókn svip- uð og í alþingiskosningunum 1991 og sveitarstjórnarkosningunum í fyrra. Á hádegi í gær höfðu 10,04% kjósenda kosið þar sem fæst var, eða í Rangárvallahreppi, en íbúar Djúpárhrepps áttu metið þá stund- ina, en þar höfðu 18,67% kosið. Hvergerðingar fylgdu á hæla þeirra með 15,5% kjörsókn. I Reykjaneskjördæmi var kjör- sókn svipuð og síðast, en þó var kjörsókn Kópavogsbúa dræmari en þá. Þar í bæ höfðu 7,6% kosið á hádegi, í Hafnarfírði 11,7%, í garðabæ 9,7%, á Seltjarnarnesi 13% og 12% í Mosfellsbæ. ■ Forystumennirnir/4 á kjörseðli varðaði ógildingu kosningar. Hjörleifur sagði að hann vissi ekki til þess að prentvilla hefði áður uppgötvast á kjörseðli. „Við sáum þessa villu þegar við lásum próförk að seðlinum og gerðum athugasemd við hana. Sú athuga- semd hefur ekki skilað sér til prent- smiðjunnar,“ sagði Hjörleifur. Morgunblaðið/Sigrún Vorið komið á Höfn Hornafjörður. Morgunblaðið. I HUGUM flestra landsmanna er vorið nokkuð langt undan en fyrir þá sem búa í Horna- firði er það komið með allri sinni dýrð. Ibúar Hornafjarðar taka við sér um leið og þeir heyra söng fyrstu farfuglanna í fjörunni og finna ilm vorsins fylla loftið. Þeir eru fyrir þó nokkru farnir að huga að vorverkunum, sópa stéttir og palla, klippa runna og tré og njóta söngs fuglanna sem og litskrúðugra krókusa sem nú prýða margan garðinn hér í bæ. Þessi unga snót, Hrefna Rún Kristinsdóttir, nýtur þess vel að skoða og kanna vorboðana í garði ömmu sinnar í Hornafirði. Skuldir heimila 293 millj- arðar kr. FJÁREIGNIR íslenskra heimila námu 414,5 milljörðum á síðasta ári þegar eignir í lífeyrissjóðum upp á tæpa 230 milljarða króna eru meðtaldar. Eignir bundnar í íbúðar- húsnæði námu 478,5 milljörðum og hafa vaxið á föstu verðlagi um rúma 100 milljarða á sl. tíu árum. Á sama tíma hafa skuldir heim- ila einnig vaxið hröðum skrefum og námu á síðasta ári tæpum 293 milljörðum króna, að því er fram kemur í upplýsingum Seðlabanka íslands. Hreinar fjáreignir að með- töldum eignum í lífeyrissjóðum eru tæpir 122 milljarðar, en ef þær eru undanskildar eru skuldir umfram fjáreignir tæpir 108 milljarðar. Eiginfjárhlutfall lækkar Ef litið er til síðustu ára og ára- tuga hefur eiginfjárhlutfall ís- lenskra heimila farið jafnt og þétt lækkandi, hvort sem eignir í lífeyr- issjóðum eru meðtaldar eða ekki. Eiginfjárhlutfallið þegar ekki er tekið tillit til eigna í lífeyrissjóðum var tæp 80% fyrir tíu árum en var í fyrra rétt tæp 60% eða 59,75%. Eignir bundnar í lífeyrissjóðum hafa vaxið mjög mikið á undanförn- um árum og hækka eiginfjárhlut- fallið um tæp 10 prósentustig í 69,40%. Fyrir fimmtán árum mun- aði innan við einu prósentustigi á eiginfjárhlutfallinu eftir hvort eign- ir lífeyrissjóða voru teknar með í reikninginn eða ekki. í tölum Seðlabankans kemur fram að skuldir íslenskra heimila hafa vaxið um tæpa 100 milljarða á síðustu 5 árum og hafa raunar stöðugt farið vaxandi frá því verð- trygging var tekin upp. ------» ♦ ♦ 17 ára stúlku nauðgað SAUTJÁN ára stúlku var nauðgað á Selfossi aðfaranótt laugardags. Að sögn lögreglu var stúlkan á gangi með manni, sem hún þekkir ekki, og er talið að þau hafi verið að koma af dansleik á Hótel Sel- fossi. Maðurinn kom fram vilja sín- um úti á götu. Komið var að stúlkunni þar sem hún ráfaði um og hún færð á lög- reglustöðina. Á henni voru einhverj- ir áverkar, mar og klór. Hún var flutt á neyðarmóttöku fyrir fórn- arlömb nauðgana á slysadeild Borg- arspítala. Mannsins er nú leitað. ------» ♦ »------ Hrafnar á rjúpnaveiðum Miðhúsum. Morgunblaðið. SVO virðist sem uppsveifla sé í rjúpnastofninum, og að fleiri veiði þær en ijúpnaskyttur og refir. Það hefur sést til hrafna sem taka tjúp- ur, en þá eru tveir um veiðina. Þar sem afætur eru á ám eða lækjum koma endur saman og eru þær þægileg bráð fyrir örninn. Rjúpur og snjótittlingar eru einu lífverurnar sem koma í heimsókn. Rjúpan sækir í víðinn, en snjótittl- ingarnir þiggja það sem maðurinn gefur þeim.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.