Morgunblaðið - 18.05.1995, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
■iL
FRÉTTIR
Alþingi
Stjómar-
andstaðan
í forsæti í
3 nefndum
STJÓRNARANDSTAÐAN á Al-
þingi fær formennsku í þremur
þingnefndum á yfirstandandi þingi,
sjávarútvegsnefnd, heilbrigðis- og
trygginganefnd og félagsmála-
nefnd.
Frá þessu var gengið í gær fyrir
kosningar í nefndimar. Össur
Skarphéðinsson, Alþýðuflokki
verður formaður heilbrigðis- og
trygginganefndar, Kristín Ást-
geirsdóttir, Kvennalista verður for-
maður félagsmálanefndar og Stein-
grímur J. Sigfússon, Alþýðubanda-
lagi verður formaður sjávarútvegs-
nefndar.
Þá tilnefndi þingflokkur Fram-
sóknarflokksins í gær formanns-
efni í þeim nefndum sem koma í
hans hlut. Stefán Guðmundsson
verður formaður iðnaðarnefndar,
Ólafur Örn Haraldsson verður for-
maður umhverfisnefndar og Guðni
Ágústsson verður formaður land-
búnaðarnefndar. Áður hafði flokk-
urinn samþykkt að Jón Kristjáns-
son verði formaður fjárlaganefnd-
ar.
Af hálfu Sjálfstæðisflokks verð-
ur Sólveig Pétursdóttir formaður
allshetjarnefndar, Vilhjálmur Eg-
ilsson formaður efnahags- og við-
skiptanefndar, Sigríður A. Þórðar-
dóttir formaður menntamálanefnd-
ar, Einar K. Guðfínnsson formaður
samgöngunefndar og Geir H. Ha-
arde formaður utanríkismálanefnd-
ar.
Alþingi kaus í gær 11 menn í
fjárlaganefnd en 9 menn í aðrar
nefndir auk 9 varamanna í utanrík-
ismálanefnd. Ekki hefur verið
gengið frá því hvetjir verða vara-
formenn nefndanna en gert er ráð
fyrir að þær komi fyrst saman til
fundar á föstudag.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
FÆÐING sveinbarna virðist algild regla í þessari fjölskyldu. í efri röð frá vinstri eru Egill,
Siguijón, Ingvi Rafn, Sigurður Óli og Styrmir, en í þeirri fremri Bjarki, Jóhann Óli, Þór-
björn, Eyþór Smári, Hörður Ingi og Sigurður Óli með yngsta og óskírða karlmanninn í fanginu.
Ekki fæðst stúlkubam í 58 ár
í 58 ÁR hafa aðeins fæðst
sveinbörn í fjölskyldu nokk-
urri í Reykjavík. Fyrir
nokkrum vikum fæddist
tólfti drengurinn frá 1937,
sonarsonarsonur Jóhönnu
Sigurjónsdóttur frá Vest-
mannaeyjum og Sigurðar
Guðmundssonar frá Núpi
undir Eyjafjöllum. Þau eru
bæði látin.
Þau Jóhanna og Sigurður
áttu þrjá syni, Ingva Rafn,
sem fæddist 1937, Sigurð
Óla, sem fæddist 1941, og
Siguijón, fæddan 1949.
Guðrún Þórbjarnardóttir,
eiginkona Sigurðar Óla,
gerði blaðamanni grein fyrir
öllum strákunum í fjölskyld-
unni. „Þetta er nú bara legg-
ur frá tengdaforeldrum mín-
um. Maðurinn minn á tvo
bræður. Eldri bróðir hans
verður 58 ára í júlí og 19.
apríl kom einn lítill. Þá eign-
aðist yngri sonur okkar sitt
fyrsta barn, sem er fjórða
barnabarnið okkar,“ segir
Guðrún.
En þá er að gera grein
fyrir þeim sem fæddust
þarna á milli. Ingvi Rafn er
barnlaus. Siguijón á þijá
syni, Styrmi, Egil og Bjarka,
og Sigurður Óli á tvo syni,
Þórbjörn og Sigurð Óla. Þór-
björn á síðan Hörð Inga,
Eyþór Smára og Jóhann Óla
og Sigurður Óli þann litla,
sem er óskírður.
Guðrún bætir því við að
hún hafi fyrir nokkru ákveð-
ið að styrkja barn á Indlandi
án þess að taka fram hvort
það ætti að vera strákur eða
stelpa en auðvitað hafi strák-
ur orðið fyrir valinu.
Hún segir að tengdamóð-
ur sína hafi alltaf langað
svolítið í stelpu. Hún hafi
alltaf haft gaman af pjatti
og punti, sem meira sé hægt
að gera við stelpur en stráka.
Sjálf sé hún voða hrifin af
litlu gaurunum, sonasonum
sínum, og segist ekki myndu
vilja skipta á þeim fyrir
nokkra stelpu.
Davíð
Scheving
ráðinn
til Hvera-
gerðisbæjar
Hveragerði -
Davíð Scheving
Thorsteinsson
hefur verið ráð-
inn til Hveragerð-
isbæjar til að
sinna tímabundn-
um verkefnum á
sviði atvinnu-
mála.
Á fundi bæjar-
stjóra Hvera-
gerðisbæjar sl.
fimmtudag var
ákveðið að ráða Davíð Scheving
Thorsteinsson, fyrrverandi iðnrek-
anda, sem atvinnuráðgjafa fyrir
bæinn til áramóta.
Hveragerðisbær hefur ekki áður
ráðið til sín starfsmann sem ein-
göngu hefur átt að sinna atvinnu-
málum fyrir bæjarfélagið. Að sögn
Knúts Bruun, forseta bæjarstjórn-
ar, er ætlunin að atvinnuráðgjaf-
inn myndi heildstæða stefnu fyrir
Hveragerði á sviði atvinnumála og
vinni um leið að öðrum sérgreind-
um verkefnum á sviði atvinnu-
mála.
----» ♦ ♦
Maður féll
sjö metra
MAÐUR slasaðist á höfði þegar
hann féll niður af nýbyggingu á
þriðjudag, um sjö metra fall.
Maðurinn var að vinna við að
losa steypufleka í nýbyggingu við
Nesveg. Færa átti flekann með
krana, en flekinn losnaði, maður-
inn féll niður og flekinn einnig en
snerti ekki manninn í fallinu.
Davíð
Scheving
Thorsteinsson.
Búið að landa 57.510 tonnum af síld á tíu stöðum
Forstjóri Gránges 1 Svíþjóð
Óvissa um hvert
síldin stefnir
ALGJÖR óvissa ríkir um það
hvaða stefnu íslenska vorgotssíld-
in kann að taka á næstunni, að
sögn Hjálmars Vilhjálmssonar
fiskifræðings um borð í hafrann-
sóknaskipinu Árna Friðrikssyni.
Skipið er nú við rannsóknir á
útbreiðslu og aðstæðum vorgots-
síldarinnar austan við landið, og í
gær var það um 60 sjómílur suð-
vestur af þeim stað sem íslensku
skipin voru við veiðar innan fær-
eysku lögsögunnar. Þá virtist síld-
artorfa sem kastað var á stefna í
norður, en önnur torfa tók hins
vegar stefnuna í suðaustur.
„Það er því ekki tímabært að
gefa þessu einhveija gönguein-
kunn fyrr en menn eru búnir að
liggja á þessu svæði yfír einhvem
lengri tíma,“ sagði Hjálmar í sam-
tali við Morgunblaðið.
Mikil áta í sjónum
Hjámar sagði að síld í ætisleit
hefði tilhneigingu til að halda í
ýmsar áttir, þannig að nauðsyn-
legt væri að liggja á þeim torfum
sem fundist hefðu til að átta sig
é hver aðalstefna síldargöngunnar
væri.
„Það er því ekkert hægt að
segja um þetta nema eftir ein-
hveija töluverða skoðun, eða þá
að menn hafi séð veiðisvæðið fær-
ast nokkuð jafnt og þétt í ein-
hveija átt. Við verðum á þessari
slóð og suður af næstu 4-5 daga,
en ég veit ekki hvort eitthvað kem-
ur í Ijós á þeim tíma. Síðan ætlum
við að halda eitthvað norðureftir,"
sagði hann.
Hjálmar sagði greinilegt að sfld-
in hagaði sér öðruvisi núna en í
síðustu viku þegar gangan sást
færast stöðugt í suðvestur. Hann
sagði töluvert mikla átu vera í
sjónum á þessum slóðum og því
nóg að éta fyrir síldina, og svo
háttaði til ekkert síður vestantil á
svæðinu en austantil.
Tæplega 60 þúsund
tonnum landað
í gær voru síldveiðiskipin búin
að landa samtals 57.510 tonnum
á tíu stöðum hér á landi. í Nes-
'kaupstað var þá búið að landa
11.464 tonnum, á Seyðisfirði
10.223 tonnum, á Eskifirði 8.036
tonnum, á Reyðarfirði 6.924 tonn-
um, á Hornafirði 4.793 tonnum, á
Þórshöfn 4.748 tonnum, á Raufar-
höfn 4.521 tonni, á Vopnafírði
3.137 tonnum, á Akranesi 2.090
tonnum og á Siglufirði 1.574 tonn-
um.
Atlantsálsverkefn-
ið lifir góðu lífi
GRÁNGES, álframleiðandinn
sænski, hefur ekki horfið frá
áformum um að byggja álver á
Keilisnesi ásamt hinum fyrirtækj-
unum í Atlantsálshópnum svo-
kallaða, Hoogovens í Hollandi og
Alumax í Bandaríkjunum. For-
stjóri Gránges segir að þótt áætl-
unum hafi ekki verið kastað, sé
ekki þar með sagt að ákvarðanir
um að byggja hafi verið teknar.
Lars Westerberg, forstjóri
Gránges, sagði í samtali við
Morgunblaðið að engar ákvarðan-
ir hefðu verið teknar um byggingu
álvers á íslandi. „Það, sem rætt
hefur verið um, er að orkustefnan
í Svíþjóð sé skammsýn um þessar
mundir. Vilji menn fjárfesta í ál-
veri í Svíþjóð, þurfi þeir að fá
upplýsingar um reglur og stefnu
stjórnvalda til mun lengri tíma
en hægt er í dag,“ segir Wester-
berg.
„Blaðamaður spurði mig hvort
Atlantsálsverkefnið væri dautt og
ég svaraði því til að það lifði góðu
lífi. Kosturinn við ísland er að
sjálfsögðu að það virðist hafa mun
hagstæðari stefnu varðandi orku-
verð og orkuverðið er talsvert
lægra.“
Tveir kostir til umræðu
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins er nú rætt um það innan
veggja Gránges að tveir kostir
komi einkum til greina varðandi
næstu fjárfestingar fyrirtækisins.
Annars vegar hafi verið teknar
upp að nýju fyrri áætlanir um að
stækka álver Gránges í Sundsvall.
Hins vegar sé rætt um að byggja,
ásamt öðrum fyrirtækjum Atlant-
sálshópsins, álverksmiðju á Keilis-
nesi.
Verði niðurstaðan af stefnumót-
un sænskra stjórnvalda í orkumál-
um sú, að raforkuverð hækki, sé
líklegt að stækkunin í Sundsvall
víki fyrir endurnýjaðri áherzlu á
Keilisnes.
Fundur í Atlantsálshópnum í
september
Sömu heimildir herma að
Gránges hyggist ræða um framtíð-
arhorfurnar við hin fyrirtækin j
Atlantsálshópnum, Álumax j
Bandaríkjunum og Hoogovens i
Hollandi, í september næstkorn-
andi. Hins vegar sé ekki endilega
búizt við ákvörðunum á þeiæ
fundi. Þá sé fjármögnun verkefnis-
ins ekki tryggð og leggja þurfi
mun meiri vinnu í þá hlið mála.
i
I
I
i
ft
r
»
i
i
ft
Y