Morgunblaðið - 18.05.1995, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 18.05.1995, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1995 23 LISTIR Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir « Arnís-jasskórinn ásamt Arna Isleifs. Æfingabúð- ir fyrir Jasshátíð Egilsstöðum - Arnís-jasskórinn undir stjórn Árna ísleifs jassfröm- uðar var nýverið í æfingabúðum í Hallormsstað. Kórinn samanstendur af níu manns eftir endurskipulagn- ingu á honum en 5 manns eru nýir. I búðunum aðstoðaði Julian Hew- lett við raddæfingar en allar radd- setningar hefur Árni gert sjálfur. Kórinn kemur tvívegis fram á Jass- hátíð Egilsstaða, í fyrra skipti á opnunarhátíð. Að sögn Áma er undirbúningi fyrir Djasshátíðina lokið en þar koma fram margir tónlistarmenn, m.a. Tórshavner Stórband frá Fær- eyjum, Finn Ziegler kemur fram í fyrsta skipti á Islandi, Stórsveit Reykjavíkur, Dixielandhljómsveit Björns R. Einarssonar og Djassband Homafjarðar svo eitthvað sé nefnt. Eins og undanfarin ár hefur Árni ísleifs annast skipulagningu Jasshá- tíðar Egilsstaða 1995. -----*—♦—«----- Samkór Trésmíða félags Reykjavíkur Sönglög frá 15. öld og íslensk þjóðlög SAMKÓR Trésmíðafélags Reykja- víkur heldur sína árlegu vortónleika í Bústaðakirkju sunnudaginn 21. maí kl. 20. Söngskráin spannar sönglög allt frá 15. öld til nútíma útsetninga á íslenskum þjóðlögum. Þann 24. maí heldur kórinn síðan til Þýskalands í 90 ára afmælisboð TGS-kórsins í Dietzenbach. Formaður kórsins er Karl Bald- ursson og söngstjóri Ferene Utassy. Quelle - stærstir í raftækjum í Þýskalandi! OaWe9' - - 56^ fa* Bo*44° 202^O9V)' V\\\órD f?S' * • s# 564

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.