Morgunblaðið - 18.05.1995, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 18. MAÍ1995 25
LISTIR
Grafíkkjallarinn
GRAFÍKKJALLARINN er opið
grafíkverkstæði, þar sem sex
myndlistarmenn vinna að list sinni.
Þeir eru allir útskrifaður úr Graf-
íkdeild Myndlista- og handíðaskóla
Islands og vinna myndverk með
ýmsum aðferðum sem flokkast
undir grafík, auk þess að vinna
að fleiri tegundum myndlistar.
í Grafíkkjallaranum er líka vísir
að galleríi þar sem til sýnis og
sölu eru grafíkverk og önnur mynd-
list. Einnig gefst fólki kostur á að
fylgjast með listamanni að starfi.
Fyrirhugað er að halda kynn-
ingar og/eða fyrirlestra um grafík
og möguleiki er á því að setja
þarna upp litlar sýningar á verkum
myndlistarmanna, einnig utan
verkstæðis.
Vesturbæjarhátíðin
í tilefni Vesturbæjarhátíðar-
innnar opnar í Hlaðvarpanum sýn-
ing á verkum Önnu Torfadóttur,
írisar Ingvarsdóttir, Margrétar
Birgisdóttur og Nínu Geirsdóttur.
Sýningin opnar 20. maí kl. 15
og verður opin til 10. júní á
fimmtudögum og föstudögum frá
kl. 14-18. Opnunartími um helgar
er enn sem komið er breytilegur
og auglýstur í Grafíkkjallaranum
hveiju sinni.
ÞARFAÞING
FRÁ MÚLALUNDI FYRIR RÁÐSTEFNUR,
NÁMSKEIÐ OG FUNDI.
Stendur fyrir dyrum ráðstefna,námskeið eða fundur?
Fundarmöppurnar og barmmerkin (nafnmerkin) frá
Múlalundi eru einstakt þarfaþing sem auðvelda skipulag
og auka þægindi og árangur þátttakenda. Allar gerðir,
margar stærðir, úrval lita og áletranir að (oinni ósk!
Hafóu samband við sölumenn okkar í síma 562 8501
eða 562 8502.
Múlalundur
Vinnustofa SÍBS • Hátún 10c • Símar: 562 8501 og 562 8502
Nýjar bækur
Nóttin
gleypir
ÞEGAR nóttin gleypti mig
er fyrsta ljóðabók Björns
Harðarsonar. Ljóðin eru ort
á tímabilinu
1989-1994.
Björn
Harðarson
fæddist í
Reykjavík
1971. Hann
stundar nú
nám í sál-
Björn ‘fræði VÍð
Harðarson HáskÓla ís-
lands.
Þegar nóttin gleypti mig
er 64 bls. Káputeikning er
eftir Jón Emil Cl. Guðbrands-
son. Utgefandi er höfundur.
Norræna húsið
Sérvalin verk
nemenda
UM helgina verður opnuð í
Norræna húsinu sýning á sér-
völdum verkum nemenda við
Myndlista- og handíðaskóla
íslands. Sýningin opnar á
laugardag kl. 14 og stendur
til 5. júní.
Nemendur sem sýna á sýn-
ingunni eiga það sameigin-
legt að vera allir að ljúka
námi frá skólanum. Sérstök
sýningarnefnd valdi verkin á
sýninguna og eru þau af
ýmsum toga, en þó ber nokk-
uð á „abstrakt, geómetrísk-
um“ myndverkum.
Morgunblaðið/Silli
VIÐAR við tvö verk sín.
Viðar sýnir í
Safnahúsinu
Húsavík. Morgunblaðið.
VIÐAR Breiðfjörð hélt nýlega
fýrstu einkasýningu sína á
málverkum í Safnahúsinu á
Húsavík. Hann er borinn og
barnfæddur Húsvíkingur, en
fluttist ungur til Vestmanna-
>yja 1983 og hefur búið þar
síðan.
Myndirnar sem hann sýndi
nú voru 33 og olíumálverk.
Aðsókn að sýningunni var
góð.
Kostuleg sumarútsala í viku
Frá föstudegi til föstudags
STOR
útsala á notuðum
bílum sem
fylgja tveir
valkostir af
fjórum:
3* Sumardekk
4. Kók og prins
• Greidslukjör til 48 mánaða
• Visa Euro raðgreiðslur
• Jafnvel engin útborgun
og fyrsta greiðsla eftir
allt að 6 mánuði
Opið til kl. 20 virka daga en á laugardögum frá kl. 10-17
BÍLAHÚSIÐ
VERNDUM VINNU - VELJUM ÍSLENSKT