Morgunblaðið - 18.05.1995, Qupperneq 26
26 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Þj óðminj asafnið
opnað á ný
AÐ undirlagi ICOM, alþjóðasam-
bands safna, var ákveðið fyrir nokkr-
um árum, að 18. maí skyldi vera
alþjóðlegur safnadagur og að þá
skyldu menningarsöguleg söfn aðild-
arlanda kynna sérstaklega starfsemi
sína auk hinna venjulegu sýninga.
Þennan dag ættu söfnin sérstaklega
að kynna hina innri starfsemi sína
svo sem verkstæði, rannsóknarstof-
ur, geymslur eftir mætti og skýrðar
skyidu rannsóknir á þeirra vegum
almenningi og öðrum þeim, sem
kynnast vildu.
Hér á íslandi var
haldinn slíkur safna-
dagur árið 1992. Hins
vegar varð ljóst, að
þessi tími hentaði ekki
vel hérlendis. Fæst
söfnin hafa þá hafið
sumarstarfsemi sína, en
sem kunnugt er eru
flest byggðasöfn og
minni söfn aðeins opin
almenningi yfir sumar-
ið, þótt öll hafí þau í
meira eða minna mæli
skólaþjónustu yfir vet-
urinn einnig. Vorið er
sérstakur annatími víða
úti á landsbyggðinni þar
sem mörg byggðasöfnin
starfa og ferðamanna-
tími þá ekki hafinn.
Af þessum sökum hefur verið
brugðið á það ráð hérlendis að hafa
svokallaðan þjóðminjadag fyrsta
sunnudag í júlí og verður svo einnig
í ár. En atl vgli skai samt'vakin á
þessum degi, 18. maí, einkum vegna
þess, að þá verður Þjóðminjasafnið
opnað á ný eftir að hafa verið Iokað
um hartnær eins árs skeið vegna
umfangsmikilla viðgerða safnhúss-
ins.
Opnaðar verða sýningar á miðhæð
safnsins og efri hæðinni. Sýningarn-
ar eru um margt hinar sömu í megin-
atriðum og fyrr var, en þó endumý-
jaðar og umbættar. Víða hafa gripir
verið grisjaðir, ýmsum nýjum gripum
bætt við og aðrir hlutir færðir á
nýja staði svo að þeir njóti sín betur
Þór Magnússon
og verði hluti af eðlilegri heild og
njóta nú margir þeirra sín betur en
fyrr.
Fomaldarsalurinn er að meginefni
eins og fyrr, en allir skápar hafa
verið lagfærðir og gripir settir á gler-
hillur í stað gömlu máluðu tréhilln-
anna. Þá hefur gripum verið skipað
niður á nýjan hátt og í stað þess,
að áður vom frekar hafðir saman
hlutir úr sama fundarstað hefur
mörgu nú verið skipað eftir tegund-
um og gerð. Þannig eru hlutir frá
einstökum starfsþáttum saman, svo
sem verkfæri og áhöld
fomaldar, eldunará-
höld, gripir sem sýna
verzlun landsmanna til
foma, siglingar og
ýmsa atvinnuþætti svo
og þróun húsagerðar
fyrstu aldirnar. Skýr-
ingartextar era allir
endumýjaðir.
Næstu salimir tveir
hafa hlotið allmikla end-
umýjun sýningargripa.
Glerhillur hafa verið
settar i skápa, sýningar-
rými í þeim stækkað ög
hægt er nú að skoða
gripi í skápum frá báð-
um hliðum. Lögð er
áherzla hér eins og ann-
ars staðar á smekklega uppsetningu
og fallegan frágang. I þessum sölum
eru sem fyrr útskurður og hannyrðir
í öndvegi, úrval margra beztu gripa
safnsins, flest það sem fyrr var á
sýningunum en einnig sitthvað sein
ekki var áður.
Talsverð nýskipan er í litlum hlið-
arsal, þar sem gamla baðstofan frá
Skörðum í Dalasýslu er áhugaverður
sýningargripur. En þar fyrir framan
hefur nú verið komið fyrir gömlum
matarílátum og áhöldum, eldunar-
hlóðum og öðra því, sem eldhúsi og
matseld tilheyrir.
Kirkjusalirnir þrír eru einnig tals-
vert breyttir með nýrri uppsetningu
gripa. Vegna viðgerðar safnhússins
á fyrra ári varð að taka niður mikið
af sýningarmunum hér og hefur nú
Ekki er hægt, segir Þór
Magnússon, að hafa
sýningar Þjóðminja-
safnsins opnar nema
fram eftir hausti.
verið endurskipulagt að talsverðum
hluta, bæði sýningargripir í skápum
og stærri gripir. Einkum á þetta við
í „Ólafskirkjunni", sem svo hefur
verið nefnd vegna líkneskis Ólafs
helga, frá Kálfafellsstað. Þar er kom-
in upp á ný milligerðin gamla úr
Bessastaðakirkju, madonnumyndin
frá Síðumúla, sem fyrr var í forsal,
kirkjuklukkur og prédikunarstólar.
Meiri breytingar hafa verið gerðar í
„Péturskirkjunni", sem svo er nefnd
eftir líkneskinu af Pétri postula frá
Hvammi í Hvammssveit. Áherzla er
lögð á að sýna hér altaristöflur og
kirkjulist íslenzkra listamanna síðari
alda svo sem Guðmundar frá Bjarna-
staðahlíð, Ámunda smiðs Jónssonar,
feðganna Hallgríms Jónssonar og
Jóns sonar hans og Ófeigs Jónssonar
frá Heiðarbæ. Þá er sérstaklega
minnt á Guðbrand biskup með mál-
verki af honum, biblíunni 'sem hann
gaf út og nokkrum gripum tengdum
honum, svo og Hallgrím Pétursson
á sama hátt. Margir gripanna hafa
verið hreinsaðir og forvarðir og era
þeir nú hinir fegurstu á að líta.
Á efri hæðinni verður sýningin
„Nútíð við fortíð“ opnuð eins og hún
var, en hún var sett upp í tilefni 130
ára afmælis safnsins og eru þar
margar mestu gersemar safnsins
sérstaklega sýndar. I tengslum við
afmælið var gefín út bókin „Gersem-
ar og þarfaþing“, sem hlotið hefur
verðskuldaða athygli.
Á neðstu hæð voru áður sjóminja-
deild og landbúnaðardeild til sýnis.
Ekki er unnt að opna þær á ný vegna
þess, að þá sali þurfti að taka fyrir
geymslur og vinnustofur til bráða-
birgða meðan á viðgerð safnsins
stendur.
Ekki verður hægt að hafa þessar
sýningar Þjóðminjasafnsins opnar
nema fram eftir hausti. í upphafi
næsta árs verður hafízt handa við
næsta áfanga í viðgerð safnhússins,
innanhússviðgerðir sem verða um-
fangsmiklar. Vegna þeirra verður að
taka ofan safngripina á ný og setja
flesta þeirra í geymslur meðan á við-
gerð stendur. En allillt þykir ef aðal
minjasafn einnar þjóðar er langvar-
andi lokað og því þótti allt til vinn-
andi að geta haft sæmilega frambæri-
legar sýningar opnar í sumar, enda
er þá aðal ferðamannatíminn. Ferða-
menn, innlendir sem erlendir, sakna
þess eðlilega ef hið sögulega sýning-
arsafn þjóðarinnar er ekki opið. Þessa
varð berlega vart síðastliðið sumar,
er safnið var að mestu lokað.
Þjóðminjasafnið verður opið í sum-
ar alla daga nema mánudaga kl.
11-17. Minnt skal ennfremur á tvö
sérsöfn Þjóðminjasafnsins, Sjóminja-
safnið í Hafnarfirði í hinu gamla
Bryde-pakkhúsi við Vesturgötu, og
Lækningasögusafnið í Nesi við Selt-
jörn, í húsinu þar sem fyrsti land-
læknirinn, Bjarni Pálsson, bjó fyrstur
manna. Þá skal einnig minnt á Mynt-
safn Seðlabanka og Þjóðminjasafns,
sem til sýnis er í Einholti 4.
Höfundur er þjóðmiiyavörður.
Kirkjulistin fær sjálf-
stæða athygli
KIRKJULISTAHÁTÍÐ er nú haldin
í Reykjavík í fímmta sinn. Þór Jak-
obsson, þáverandi formaður List-
vinafélags Hallgrímskirkju, spáði
því árið 1989 að um aldamótin
2000, á þúsund ára afmæli íslands-
kristni, yrði kirkjulistahátíð í Hall-
grímskirkju væntanlega föst í sessi
og talin til ungra hefða. Flest bend-
ir til þess að hann reynist sannspár.
Listvinafélagið stóð eitt að
tveimur fyrstu hátíðunum, sem
haldnar voru 1987 og 1989, alfarið
í Hallgrímskirkju. Reykjavíkur-
prófastsdæmin tvö hafa síðan
gengið til liðs við félagið og skipa
yfirstjórn Kirkjulistahátíðar ásamt
þjóðkirkjunni.
Dagskrá Kirkjulistahátíðar 1995
verður öll í Hallgrímskirkju, líkt
og var 1993. Ástæður þess að dacr-
Við bjóðum
góð greiðslukjör,
og mánaðar-
afborganir
fyrir hverja
íbúð fara
allt niður í
1600 kr.
Nýtt og slitsterkt
teppi á stigahúsið
ákomið á gólf fyrir kr. 21.488,
- stgr. pr. hverja íbúð
Það er ódýrara en margir halda að teppaleggja stigahúsið.
Verðið að otan er dæmi um kostnað á hverja íbúð í 8-íbúða
stigahúsi fyrir 71 fm af Quattro-stigateppi ákomið á gólfið.
QLIATTI-lO -stigahúsateppin hafa
svo sannarlega slegið í gegn hérlendis og
sannað gildi sitt. Teppabúðin hefur lagt um
15.000 fermetra af þessum sígildu og fallegu
álagsteppum hérlendis á stigahús, verslanir
og skrifstofur.
QUATTRlO-teppin eru einstök að
því leyti að þau má þrífa með klór til að ná úr
þeim blettum. Þau eru mjög slitsterk, með
þéttri lykkjuáferð og fást í 15 hentugum og
fallegum litum.
Leitið tilboða yður að
kostnaðarlausu.
Við mælum,
sníðum og
leggjum —•
fljótt og vel.
Önnumst afrif og
förgun gamalta
teppa ef óskað er.
skrárliðir hátíðarinnar
verða allir í Hallgríms-
kirkju en ekki dreift
um prófastsdæmin eru
einkum þær, að það
hefur reynst hag-
kvæmara að beina at-
hygli að einu sam-
komuhúsi hátíðardag-
ana heldur en mörgum
og safna kröftum úr
prófastsdæmunum
frekar á einn stað til
sameiginlégra verk-
efna. Þá hefur tilkoma
Klais-orgelsins í Hall-
grímskirkju gert hana Jóhann E.
að einstökum stað til Björnsson.
tónleikahalds.
Á það hefur verið bent að sér-
hver trúarleg athöfn sé í raun
stefnumót fjölmargra listgreina.
Dr. Hjalti Hugason sem sæti á í
yfirstjórn Kirkjulistahátíðar hefur
m.a. íjallað um þetta: „Byggingar-
listin mótar kirkjuhúsið og skapar
þar með umgjörð helgihaldsins;
myndlistin glæðir húsið lífi og litum
og skapar þar með lífsloft tilbeiðsl-
Á Kirkjulistahátíð í
Reykjavík, sem hefst 3.
júní nk., segir Jóhann
E. Björnsson, fá listirn-
árum var efnt til al-
þjóðlegrar samkeppni
um stutt orgelverk til
flutnings við guðþjón-
ustur. Fyrir hátíðina í
ár hafa sr. Kristján
Valur Ingólfsson og
Hjálmar H. Ragnars-
son tónskáld verið
fengnir til þess að gera
nýja barnasálma sem
sungnir verða af sam-
kór barna úr prófast-
dæmunum. Þá hefur
Steinunn Jóhannes-
dóttir rithöfundur að
beiðni hátíðarinnar
skrifað leikverk um
Guðríði Símonardóttur
ar, sem eru samofnar
allri trúariðkun, sjálf-
stæða athygli.
unnar; ljóðlistin brýst víða fram í
þeim heígitextum, sem fluttir eru;
leiklistin býr djúpt að.baki helgisið-
anna og hins litúrgíska atferlis.
Sannleikurinn er sá, að við allt
helgihald og tilbeiðslu eru listirnar
of nærri, of samofnar trúariðkun-
inni til að við veitum þeim sjálf-
stæða athygli.“
Listirnar eru lífæð guðþjón-
ustunnar og trúarleg hugsun ná-
skyld listrænni. Á kirkjulistahátíð
veitum við þessari lífæð og þessum
skyldleika sjálfstæða athygli.
Kirkjulist er líka hagnýt list á
borð við húsagerðarlist. Hún mót-
ast ekki einvörðungu af fagur-
fræðilegum sjónarmiðum. Hún hef-
ur fyrst og fremst að leiðarljósi
kristna boðun og tilbeiðslu. í
tengslum við hátíðina fyrir tveimur
til flutnings í kór kirkjunnar. Þann-
ig reynir Kirkjulistahátíð að fá
fram verk sem koma til með að
nýtast í almennu kirkjustarfi á ís-
landi. Auk þess var samið við ís-
lenska dansflokkinn að hann sýni
sérsamið verk við Requiem Mozart,
sem Nanna Ólafsdóttir samdi og
stjórnar.
Kirkjulistahátíð í Reykjavík
1995 hefst á Hvítasunnu og er það
engin tilviljun að áhersla er lögð á
andann og listirnar um það leyti.
Dagskráin er fjölbreytt og vönduð
og samanstendur af myndlist, leikl-
ist, söng og tónlist að ógleymdum
dansi sem er nýjung að þessu sinni.
Þrír þekktir orgelleikarar spila á
orgelið í Hallgrímskirkju hátíðar-
dagana. Það er Frakkinn Frangois-
Henry Houbart, Þjóðveijinn Edgar
Krapp og Englendingurinn Gillian
Weir. Gustav Vasa Oratorikör og
Kungliga Hovkapellet frá Svíþjóð
heiðra okkur með tónleikum. Og
hingað kemur sýning norsku vefja-
listakonunnar Else Marie Jakobsen,
en hróður hennar hefur farið víða
um lönd. í sambandi við vefjalist-
sýninguna er ánægjulegt að um
hana hefur tekist samstarf milli
kirkjulistaviku á Akureyri og
Kirkjulistahátíðar í Reykjavík.
Þetta samstarf gæti verið lítið skref
í átt til þess að haldin verði listahá-
tíð íslensku þjóðkirkjunnar allrar.
Kirkjulistahátíð er tækifæri fyrir
kirkjuna alla að sameinast um þá
fjársjóði sem hún á í fögrum list-
um, er efla og dýpka hið venju-
bundna starf hennar.
Höfundur er forstjóri
vátryggingarfélagsins Ábyrgðar
ogá sæti í framkvæmdastjórn
Kirkjulistahátíðar 1995.