Morgunblaðið - 18.05.1995, Síða 28

Morgunblaðið - 18.05.1995, Síða 28
28 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Úrelding eða ekki Um mjólkursam- lag Borgfirðinga FÁTT er okkur velunnurum Borgarfjarðarhéraðs ógeðfelldari tílhugsun í dag, en úrelding og lok- un Mjólkursamlags Borgfirðinga. En eins og Þorkell Fjeldsted bóndi í Feijukoti sagði svo skemmtilega í sjónvarpsviðtali, reiknimeistarar hafa komist að þessari niðurstöðu, að úrelding MSB sé fjárhagslega hagkvæm, sem hagræðingaratriði fyrir landbúnaðinn. Mér fannst leynast tónn vantrúar og vandlæt- ingar í tilsvari Þorkels á niðurstöðu reiknimeistaranna, og svo var um mig og ég hygg að svo sé um ótal- inn Qölda einstaklinga í þessu hér- aði, og þá kemur að stóru spurning- unni, reiknuðu reiknimeistararnir, rétt? Því ekki, í þessu máli, að taka mið af'því sem gert er í réttarfari þjóðarinnar, og notast við tvö dcm- stig til að forðast rangar niðurstöð- ur eða að dæma ranga dóma. Af hveiju skyldum við ekki kveðja til annan aðila, til að leggja hagfræði- legt mat á niðurstöðurnar, þar sem allar forsendur fyrir niðurstöðunum hefðu fyrst verið endurskoðaðar. Hér væri mín hugmynd sú að Hag- fræðideild Háskolans yrði falið verkið, þar sem varla væri hlut- lausari aðila hægt að finna, né held- ur hæfari aðila hvað fagþekkingu viðkemur, og hraða svo verkinu sem mest má vera án þess að það kæmi niður á gæðunum. Við sem höfum lítið til málsins lagt hingað til og höfum lifað í þeirri trú að af úreldingu yrði ekki, höfum nú fyllst undrun og hneyksl- un. Þessa dagana er það að upplýs- ast, að iðnfyrirtæki á höfuðborgar- svæðinu, Sól hf. er tilbúið til sam- starfs, og með aukna starfsemi í huga, jafnvel stofna nýtt og stærra fyrirtæki um reksturinn, og þá skrifar ráðherra landbúnaðar í hasti undir úreldingarsamninginn, já, úr- . elding skal það vera og ekkert ann- að. Uppbygging og aukning iðnaðar skal ekki eiga sér stað hér. Lái mér hver sem vill, en ég dreg í efa að landbúnaðarráðherra Guð- mundur Bjamason hefði hraðað svo mjög undirskrift sinni ef um Mjólkursamíag- ið á Húsavík hefði ver- ið að ræða. Ef nú til úreldingar kemur, hvað kostar það. Heyrst hefur að fyrsta útborgun til KB sé ein- ar litlar 250 milljónir jafnvel að endanlegar niðurstöðutölur verði kringum 450 milljónir. Er þetta réttlætan- legt? Og hvar eru þess- ir peningar? En það kemur fleira til. Nú hefur starfs- fólki MSB verið sagt upp störfum. Og þá kemur ein spurning enn. Hve margir verða atvinnulaus- ir, og hve lengi? Er það með í út- reikningum um úreldingarkostnað- inn hve mikið fjármagn þurfí í at- Er það með í úreldingar- kostnaði, hvað atvinnu- leysið kostar, spyr Guð- mundur Jónsson, sem vill að Hagfræðideild Háskólans reikni upp dæmi Mjólkursamlags Borgfirðinga. vinnuleysisbætur til þeirra sem tapa sinni vinnu, eða er ríkissjóði ætlað að axla þá byrði. Að mér læðist grunur sá að ekki fyllist fjármála- ráðherrann tilfinningu þakklætis að fá fleiri viðskiptavini'útgjaldamegin á ríkisreikninginn. Mér finnst að hér sé fleira sem þurfi athugunar við, sem sé sala fasteigna. Þeir sem missa sína at- vinnu við úreldinguna munu leita sér atvinnu annarstaðar og setja sínar íbúðir og hús á sölu hér. Sala á fasteignum á þessu svæði hefur gengið treglega að undanförnu og aukið framboð yrði til þess að ein- hveijir yrðu að selja á verulega niðursettu verði frekar en lenda í gjaldþroti, sem mundi síðan auka erfiðleika annarra fasteignaselj- enda. Sagt er að stöðug- leiki sé undirstaða framfara, ég fæ ekki betur séð en úrelding MSB myndi valda hér ómældum óstöðugleika og þarmeð engum framförum heldur sam- drætti. Úrelding MSB myndi auk þess valda fákeppni á þessu sviði, og hvað segja neyt- endasamtökin um það; samkeppni er líklegri til að lækka verð og bæta þjónustu, en fá- keppni. Það mundi heldur ekki þýða fyrir framkvæmdastjóra stórmark- aðanna að setjast uppí næsta sendi- ferðabíl og aka í Borgarfjörðinn til þess að fá sínum kröfum fullnægt, svo sem gerðist á síðastliðnu sumri. Er ekki hugsanlegt að Hagkaup og fleiri slíkir styðji þessa hugmynd, sem upp er komin um samstarf Sólar hf. og MSB. Það er heldur ekki úr vegi að velta því lítillega fyrir sér hvað það kostar að flytja eitt tonn af mjólk til Reykjavíkur, pakka henni þar í neytendaumbúðir hjá Mjólkursam- sölunni og síðan upp í Borgarfjörð næsta dag, en hér stæðu pökkunar- vélarnar ónotaðar og starfsfólk MSB á atvinnuleysisbótum. Já, eins og Þorkell Fjeldsted sagði, reikni- meistararnir segja það, nefnilega, að það sé hagkvæmt að úrelda MSB, en ég spyr, reiknuðu reikni- meistarnir rétt? Hann er mikill „andskotinn" í börnum vantrúar- innar og sum börn verða ekki barin til hlýðni. Eða flytja mjólk til Reykjavíkur héðan úr Borgarfirði, frammleiða þar úr henni skyr og síðan skyrið upp í Borgarfjörð næsta dag; nú er vitað að verulegur hluti mjólkurinnar verður að mysu við skyrframleiðslu, og hve stór hluti mysunnar skyldi nú seljast, ætli það fari ekki megnið af henni í niðurföllin í höfuðborginni, og Guðmundur Jónsson TlLRAUNA- VERKEFNIÐ ÍBÚÐ Á EFRI HÆÐ Opið hús á Laugavegi 5 dagana 18. til 24. maí kl. 13 til 18 Reykjavíkurborg og Þróunarfélag Reykjavíkur sýna þrjár íbúðir á Laugavegi 5 í tengslum við verkefnið „íbúð á efri hæð“. íbúðimar eru í eigu Félagsíbúða iðnnema. Þær eru búnar hús- gögnum og húsbúnaði frá versluninni Habitat og heimilistækjum frá Heimilistækjum hf. Sýningin verður opnuð í dag kl. 13 og er opin daglega kl. 13 til 18. Henni lýkur miðvikudaginn 24. maí. Lítið inn og sjáið nýjar íbúðir í gömlu húsi í miðborginni! þetta á að vera hagkvæmt. Þessu til viðbótar erum við Borgfírðingar sannfærðir um að hingað til hafi MSB framleitt besta skyr á íslandi að öðrum ólöstuðum. Ennþá hefur ekki orðið af lokun MSB. Ennþá lifír starfsfólk MSB í voninni um áframhaldandi vinnu og ennþá halda velunnarar Borgar- fjarðarhéraðs í vonina um að óábyrg miðstýringar- og niðurrifsöfl fái ekki sínu framgengt eða að ráða ferðinni. Hér er aðeins eitt haldreipi eftir, en það er forysta Sjálfstæðis- flokksins, og á þá forystu treystum við í lengstu lög. á þessum síðustu tímum vaxandi atvinnuleysis hafa komið fram hjá launþegahreyfingunni sem og öðr- um, æ háværari kröfur um að stuðla beri sem mest má vera að uppbygg- ingu atvinnulífs í landinu, en hér á að leggja hundruð milljóna í úreld- ingu rótgróins fyrirtækis, sem hefur óhjákvæmilega í för með sér at- vinnuleysi ef til vill 30-40 manns um óákveðinn tíma; lítið fagnaðar- efni það. Hérna finnst mér nú hlut- irnir heldur betur rekast hver á annars horn, en þetta fyrirtæki er landsþekkt fyrir úrvals matvæla- framleiðslu. Hér með er skorað á forystumenn Sjálfstæðisflokksins að heimsækja þetta fyrirtæki og beija það eigin augum, því sjón er sögu ríkari, einn- ig mundu þeir hafa gleggri mynd af því sem gert hefur verið ef af úreldingu verður. Einnig er hér með skorað á hagræðingarnefndina að útskýra sínar kenningar, og það helst á því máli sem hinn almenni borgari skilur. Á meðan við hluteig- andi aðilar höfum ekki séð útskýr- ingarnar um hagræðinguna í þess- um tillögum þá munum við kalla þessar úreldingarkenningar hag- fræði andskotans og ekkert annað, að leggja hundruð milljóna í niður- rifsstarf og sköpun atvinnuleysis er með öllu óskiljanlegt fyrirbæri þegar tækifæri býðst til aukinnar uppbyggingar og stækkunar fyrir- tækisins. Þetta fyrirtæki, MSB, var á sín- um tíma byggt upp af samvinnu- hreyfingunni, en í dag er síðasta vonin, um að ekki komi til úrelding- ar, hjá Sjálfstæðisflokknum. Og við sem óskum þessu fyrirtæki lengri lífdaga lifum enn um sinn í voninni um að innan Sjálfstæðisflokksins leynist vilji og geta til að bjarga því sem bjargað verður. Mín trú er sú, að ef af úreldingu verður muni sannast hið fornkveðna: Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Með kærri kveðju til MSB og starfsfólksins og ósk um bjartari framtíð. Höfundur er bifvélavirki í Borgarnesi. Álfasala fyrir unga fólkið MIKIL og þörf vakning hefur verið síðustu misseri um nauðsyn þess að stemma stigu við áfengis- og vímuefna- neyslu unglinga. For- eldrar, skólafólk, lög- regla, starfsfólk heil- brigðisstofnana og aðrir hafa vaxandi áhyggjur af neikvæðri þróun í þessum efnum. Einstaklingar og fé- lagasamtök hafa skip- að sér í fremstu víglínu baráttunnar og bent á að þetta er mál sem varðar okkur öll. Meðal þessara aðila er SÁÁ, Þetta starf SÁÁ, segir Guðlaugur Þór Þórð- arson, snýst um fræðslu til foreldra og unglinga. sem hefur í vaxandi mæli beitt sér í for- vörnum gagnvart unglingum. Þetta starf SÁÁ snýst um fræðslu til foreldra og unglinga um eðli vandans og úrræði gegn honum. Um þessar mundir sendir SÁÁ foreldrum um allt land fræðslurit um vímuefnaneyslu unglinga. Um næstu helgi stendur SÁÁ að ár- legri fjáröflun sinni, Álfasölunni. Ætlunin er að veija hagnaðin- um til að efla og auka forvarna- slárfið í þágu unglinganna. Það er von mín að landsmenn taki vel á.móti Álfinum og leggi þannig hönd á plóginn í barátt- unni gegn vímuefnaneyslu ungl- inga. Höfundur er formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna og varaþingmaður fyrir Vesturlandskjördæmi. Guðlaugur Þór Þórðarson *EMERALD AFSLÁTTARFARGJÖLD FYRIR ALLA. Frá 23. júní -1. september (í sölu til 2. júní). Keflavík - Belfast frá kr. 17.0110° Keflavík - London frákr. 22.7110° Flug og bíll Flug og gisting Flug og golf Flug og húsbátur Allt eftir þörfum hvers og eins. *Flugsæti með flugvallargjöldum. feréabær æ Aðalstræti 6 (Morgunblaðshúsinu) J'' sími 623020. Viku rútuferð um N-írland 30. Júní-7. Júlí.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.