Morgunblaðið - 18.05.1995, Page 34

Morgunblaðið - 18.05.1995, Page 34
34 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ + Elínborg Tóm- asdóttir fæddist 16. september 1906 á Reykjum í Staðar- hreppi, V-Hún. Hún lést í Hrafnistu 9. maí sl. Foreldrar hennar voru Þórey Kristjánsdóttir Fjelsteð og Tómas Jörgensson frá Borðeyri. Hún ólst upp hjá föðurbróð- ur sínum Magnúsi Jörgenssyni og móður hans Dýrf- innu Helgadóttir á Gilsstöðum í Hrútafirði. Þau tóku tvö fósturbörn, Valdimar Danielsson og Elínborgu. Magnús fluttist til Reykjavíkur með móður sína og Valdimar 1928, en Elínborg fór í vinnu- mennsku í Fornahvammi í Norðurárdal. Magnús kvæntist 1930 Sesselju Guðlaugsdóttur frá Sogni í Kjós, eignuðust þau eina dóttur, Aðalheiði. Elin- borg giftist 29. mars 1930 Sig- uijóni Jónssyni, f. 6. ágúst 1907, d. 29. febr 1992. Foreldrar hans ""** voru Jón Oddur Jónsson frá Galtarholti í Borgarfirði, síðar verkamaður í Reykjavík, og Ingibjörg Gilsdóttir frá Kross- nesi, Álftaneshreppi. Elínborg ELÍNBORG ólst að mestu leyti upp hjá föðurbróður sínum og föður- ömmu. Sökum fátæktar gat Elín- borg ekki alist up með móður sinni en þess í stað gekk föðuramma hennar henni í móður stað. Með þeim langmæðgum var ætíð mikill "-kærleikur og dáði Elínborg ætíð ömmu sína. Elínborg var af traustum alþýðu- ættum en í þessari grein verða ekki raktar ættir hennar. Leiðir okkar tengdamóður minnar lágu fyrst saman árið 1948 eða nú fyrir um 47 árum. Það ár kynntist ég elstu dóttur Elínborgar og eigin- manns hennar hins merka alþýðu- manns Siguijóns Jónssonar, sem alinn var upp að Galtarholti á Mýr- um. Ákváðum við Sigríður að rugla saman reytum og hefur hjónabnd okkar staðið í rúm 45 ár. í þá daga var ég námsmaður og efni ekki mikil. Af kærleika sínum tóku þau hjón, Elínborg og Sigur- jón, við okkur og sátum við.raunar í búi þeirra í níu ár. Fengum við Sigríður litla íbúð í þröngu húsnæði þeirra hjóna en þau bjuggu að Selja- landi við Seljalandsveg í Reykjavík. Brátt varð mér ljóst hvílikum mannkostum tengdamóðir mín var búin. Ástúð hennar til alls sem lifir fór ekki fram hjá neinum. Hjónin Sigurjón og Elínborg, ráku lítið bú sem algengt var á þessum árum til drýgingar á tekjum láglaunafólks. Þama voru kýr og nokkrar kindur en auk þess hænsni sem verptu nægilega fyrir heimilið. Búskapinn annaðist Elínborg að mestu ein því að Siguijón var lang- _ tímum saman að heiman í vinnu. Á milli mín og tengdamóður minnar tókust brátt miklir kærleik- ar. Fómfýsi hennar og ástúð í okk- ar garð og ekki síst þegar börnin hlóðust á okkur meðan ég var enn í námi, sýndi mér svo ekki varð um villst hvílík mannkostamanneskja Elínborg var. Kona mín, Sigríður Siguijóns- dóttir, var ein fyrirvinna heimilis okkar á þessum ámm. Laun vom þá lág fyrir þá sem unnu skrifstofu- eða verkastörf, svo sem enn er. Þó að fjármunir væru ekki miklir í okk- ar fjölskyldu liðum við þó aldrei neinn skort. Því þakka ég þessum elskulegu hjónum og þá ekki síður tengdamóður minni. - Þegar sonur okkar fæddist var hann að sjálfstöðgu mest í umsjá ömmu sinnar. Nokkra síðar fæddist okkur dóttir sem einnig varð auga- steinn ömmu, svo og þriðja barnið, drengur, sem líka var í hennar og Siguijón bjuggu á Seljalandi við Seljalandsveg. Vann hann lengst af við dráttarbátinn Magna. Börn þeirra hjóna eru: 1) Sigríð- ur, f. 16. okt. 1929, gift Birni Onundar- syni, lækni, og eiga þau sex börn. 2) Dýrfinna Helga Klingenberg, ljós- móðir, f. 5. júli 1931, gift Sigurði Jóns- syni, iðnverka- manni, og eiga þau sjö börn. 3) Ingibjörg, vistmaður á Slqóli, f. 31. okt. 1933. 4) Jörg- en Jón Hafsteinn, bifreiðastjóri, f. 12. nóv. 1935, kvæntur Önnu Ingólfsdóttur sjúkraliða og eiga þau einn son. 5) Magnús Tómas, húsgagnabólstrari og fram- kvæmdastjóri, f. 12. nóv. 1937, d. 1993, var kvæntur Sigrúnu Ingimarsdóttur kaupkonu og eignuðust þau fimm börn. 6) Jón Oddur Rafn, húsgagnabólstrari og umsjónarmaður hjá Sjón- varpinu, f. 5. maí 1942, kvæntur Helgu Snorradóttur og eiga þau fjögur börn. Elínborg verður jarðsungin frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 15.00. næmu gæslu. Skemmst er frá því að segja að Elínborg annaðist böm okkar þijú í næstum heilan áratug af slíkri alúð að móðir hefði ekki betur gert. Elínborg Tómasdóttir var ekki aðeins frábær kona um allt atgerfi heldur var hún einnig sterkur og mikill persónuleiki. Haft er að orði að Elínborg hafí verið kvenna feg- urst og minna mig lýsingar af henni á unga aldri helst á lýsingar úr sög- um okkar íslendinga af glæsikon- um. Meira um verð var þó skapfesta hennar tryggð og ástúð við allt sem lifir og þá ekki síst við þá sem henni voru næstir. Húsakynni á Seljalandi vora ekki ríkuleg enda þar ekki auður í garði. Haft var á orði að þau hjón hafí aldrei vísað nokkrum manni frá sín- um dyrum. Minnist ég þess að iðu- lega leituðu einstæðingar sem hvergi áttu höfði sínu að halla á Seljaland og var þeim öllum vel tek- ið hvort sem var í mat eða gistingu. Álagið á hina elskulegu húsmóður var stundum svo yfirþyrmandi að svefn var nánast enginn. Öll þau störf sem Elínborg tók sér fyrir hendur voru vel unnin. Aldrei var kastað hendi til nokkurs verks. Þess var áður getið í þessum fá- tæklegu minningarorðum að Elín- borg hefði alist upp hjá föðurbróður sínum Magnúsi Jörgenssyni og ömmu sinni Dýrfínnu Helgadóttur að Gilsstöðum í Hrútafirði. Þeirri velvild og elsku sem þessi mæðgin sýndu Elínborgu var aldrei gleymt. Elínborg gat ekki notið þeirrar ást- úðar sem móðir ein getur veitt, sak- ir þess að hún var fædd utan hjóna- bands og á þeim tíma var börnum sem svo var ástatt um venjulega komið í fóstur til vandalausra. I þakklætisskyni fyrir fóstrið tók El- ínborg Magnús Jörgensson föður- bróður sinn og konu hans Sesselju Guðmundsdóttur inn á heimili sitt og voru þau í lítilli kjallaraíbúð í húsi Elínborgar og Siguijóns um árabil. Síðar voru í þessari sömu íbúð Valdimar Daníelsson, uppeldis- bróðir Elínborgar og kona hans Stefanía Guðmundsdóttir. Ljóst er að öllu þessu fólki leið þarna mjög vel enda bjó það í þessari íbúð svo lengi sem kostur var. Elínborg var afburðahlý kona en einnig hafði hún sterka og drengi- lega skapgerð. Ég minníst þess aldr- ei á þeim mörgu árum sem ég var samvistum. við tengdamóður mína að hún hallaði nokkra sinni á nokk- MINNINGAR urn mann í orði. Oftast tók hún málstað þess sem varð fyrir aðk- asti. Slík var skapgerð Elínborgar. Ég get ekki látið þessum fáu kveðjuorðum svo lokið að ég minn- ist ekki hversu ástríkt hjónaband þeirra Elínborgar og Siguijóns var ætíð. Ástúð, umhyggja, virðing og elska var ætíð ríkjandi í samskiptum þeirra, barna þeirra og annarra vandamanna. Enn er höggvið djúpt skarð í fjöl- skyldu okkar. Ég sakna mjög tengdamóður minnar og vinkonu um svo langan aldur. Mun sárar sakna þó börnin, barnabömin og bama- barnabömin elskulegrar móður og ömmu sem ætíð var til fyrirmyndar í öllu lífí og starfí. Heiðurskonan góða sem allir dáðu, sem _ hana þekktu er nú fallin í valinn. Ég bið góðan Guð að varðveita tengdamóð- ur mína og blessa. Við munum hitt- ast í landi heiðríkjunnar í hinu eilífa ríki Drottins allsheijar, sem öllu ræður. Guð blessi minningu dásam- legrar konu, tengdamóður og vin- konu. Björn Onundarson. Handartakið slitnar, sem þakkaði kynni samvistir allar og síðasta fund. Sálimar tengjast við tillitið hinsta taug, sem að slítur ei fjarlægðin blá. Brenna I hjartnanna helgidóm innsta hugljúfar minningar samverustundunum frá. (Erla) Mig langar að minnast ömmu minnar og nöfnu Elínborgar Tómas- dóttur sem nú hefur kvatt þetta jarðneska líf, eftir langvarandi heilsuleysi. Ég trúi því að nú hafi hún öðlast eilíft líf og dvelji á með- al ástvinanna sem farnir voru á undan henni. Hugrún segir í kvæði sínu Jörðin skiptir um búning: Allt er risið úr vetrarins viðjum, það er vorið sem fjötrana sleit. Fyllir sál mína ylur og angan því hún elskar hvern blómgaðan reit. Það er nú þegar jörðin er að klæð- ast í vorbúning sinn og sýnir okkur dásemd lífsins, að hún amma mín kveður þennan heim. Hún er nú laus úr fjötram heilsuleysis síns og haldin í ferðalgið sem bíður okkar allra einhvern tíma. Ekki er hægt að minnast ömmu, án þess að nefna afa, Siguijón Jóns- son, sem lést árið 1992 og Bíbí frænku, því svo nátengd bemsku- minningunum eru þau öll þijú. Allt- af var gott að koma í heimsókn á Seljaland sem barn, þar sem amma, afi og Bíbí bjuggu með dýrin sín. Hún amma mín var náttúrbarn, sem unni lífinu og elskaði kýrnar og kindurnar sínar. Á Seljalandi var oft mannmargt, en þar sem er nóg hjartarými, er ætíð nóg húspláss. Afí og amma voru gestrisin og lík- aði vel að hafa fólk í kring um sig og aldrei heyrði ég ömmu mína kvarta, heldur hló hún og gerði gott úr málum. Hún amma mín á Seljalndi unni svo heitt þeim sem minna máttu sín, bæði mönnum og málleysingjum. Hún vann við ræst- ingar og gæslu á dagheimilinu Lyngási frá stofnun þess, svo lengi sem kraftar hennar og aldur leyfðu. Amma fann sig svo vel á meðal barnanna er þar dvöldu og þar hafði Bíbí frænka dægradvöl við að rýja mottur. Það var Iærdómsríkt að koma í heimsókn til ömmu í vinn- una, fá að „hjálpa" henni með börn- in, skúra með henni og síðar að fá tækifæri til að kenna börnum þar hluta úr vetri á námsárum mínum. Amma og afí létu af búskap sín- um á Seljalandi og fluttu í Álta- mýri 33, þegar byggðin jókst við Háaleitisbrautina. Þau Héldu samt áfram að eiga nokkrar kindur uppi í Fjárborgum og fóru þangað dag- lega til gegninga. Á sumrin óku þau oft upp á Sandskeið til að hitta kind- urnar sínar í nágrenni Litlu kaffist- osfunnar og til að gefa þeim brauð. Stundum fengum við barnabörnin að fara með þeim í þessar ferðir. Amma minntist oft á það við mig, hve hana langaði til að eiga heima uppi í sveit og stunda þar alvöru bústörf. Hún gladdist með mér þegar ég flutti úr Reykjavík í sveitina mína, en hún hneykslaðist jafnframt þegar hún heyrði að ég ætlaði ekki að stunda þar búskap. Amma og afi voru ávallt höfðingj- ar heim að sækja í Álftamýrinni, þegar ég og fjölskylda mín, kaffí- þyrst sveitafólkið, litum þar inn í bæjarferðum okkar. Oft sendi amma þá afa út í bakarí, til þess að kaupa „eitthvað gott“ með kaffinu og ekki máttum við fara aftur án þess að segja þeim fréttir af sauðburði_, hey- skap og tíðinni í sveitinni. Ásamt því að amma nefndi alltaf annan son minn „bóndann sinn“. Farin að heilsu og kröftum, dvaldi amma mín síðustu árin á hjúkruanr- deild Hrafnistu í Reykjavík. Öllum þeim er önnuðust hana í veikindum hennar þar og heima í Álftamýri eru hér færðar bestu þakkir. Elsku ammam mín, ég veit að þú ert haldin til fundar við vorið og að nú líður þér vel, ég vil þakka þér samfylgdina nú þegar komið er að kveðjustund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Elínborg Sigurðardóttir. Elsku amma mín, nú ertu farin frá okkur. Ég vil kveðja þig með nokkrum orðum og þakka þér fyrir alla umhyggjuna sem þú sýndir okkur systkinunum. Mér er minnisstætt þegar ég dvaldi hjá þér og Ingibjörgu sumar- langt, á mínu þrettánda aldursári, við brölluðum margt saman og var þá oft glatt á hjalla, því hún amma mín var ákaflega glaðlynd kona. Margar voru sögumar sem þú sagð- ir mér frá Seljalandi og þínum upp- vexti. Var mér þá ljóst hversu mik- il búkona og dýravinur þú varst. Við amma slógum stundum upp veislu. Þá bökuðum við pönnukök- ur, þeyttum ijóma og buðum síðan vinum og vandamönnum í kaffi. Þá lék amma á als oddi því með fjölskyldunni undi hún sér best. Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð. Þú vaktir yfir velferð bama þinna. Þú vildir rækta þeirra ættaijörð. Frá æsku varstu gædd þeim góða anda, sem gefur þjóðum ást til sinna landa og eykur þeirra afl trú. En það er eðli mjúkra móðurhanda að miðla gjöfum - eins og þú. (Davíð St.) Kæra amma, megi guð varðveita þig og geyma. Þú munt ávallt lifa í huga okkar og hjörtum. Blessuð sé minning þín. F.h. systkina minna, Siguijón Jónsson. Það var í júnímánuði árið 1959 að ég, sem þetta skrifa, leiddi hjól- garm minn frá Sjúkraskýlinu á Flateyri niður á bryggju þar sem Skjaldbreið lá, eitt skipa þáverandi Skipaútgerðar ríkisins. Ferðinni var heitið til Reykjavíkur með viðkomu á all flestum fjörðum þar vestra. Foreldrar mínir, sem þá voru bú- settir á Flateyri, höfðu leyft mér níu ára gömlum að fara með skip- inu til að heimsækja ömmu og afa á Seljalandi. Hún var löng og ströng þessi ferð, vont veður og ég illa sjóveikur. En það gerði ekkert til. Það sem skipti máli var að komast í höfn svo ég næði fundi ömmu og afa sem fyrst. Foreldrar mínir bjuggu í þeirra skjóli til ársins 1958 þannig að þau voru mér ekki aðeins afi og amma heldur eins konar pabbi og mamma. Til þeirra leitaði hugurinn alla ferðina og þangað varð ég að komast án lifrar og lungna ef því var að skipta. Loksins lagðist skipið að bryggju. Það var fyrr á ferðinni en ráð var fyrir gert. Klukkan var rúmlega sex að morgni. Ég var þreyttur eftir volkið að vestan. Það skipti svo sem ekki máli. Ég leiddi hjólið mitt í land og setti pokann minn á böggla- berarann. Það var sprangið að aftan og framan. Þar fór í verra. Ekki gat ég hjólað án þess að skemma dekkin. Og dekk voru dýr. Leiðin ELÍNBORG TÓMASDÓTTIR frá höfninni inn að Seljalandi var býsna löng fyrir stutta fætur. Ég var svangur og með sjóriðu. Ég lagði af stað. Gekk og hljóp til skipt- is. Upp Hverfisgötuna, fram hjá Hlemmi, Ási, Mjólkurstöðinni, Tungu, Shellstöðinni, Lækjar- hvammi og loks sá ég Seljaland. Nú hljóp ég eins og ég mest mátti. Amma kom út á móti mér. Hún breiddi út faðminn, tók utan um mig og kyssti á þann hátt sem henni var einni umkomið. Öll þreyta, sjó- riða og hungur hurfu út í buskann. Ég var kominn til ömmu. Biðin langa frá því að foreldrar mínir leyfðu mér að fara og þar til ég var kominn var á enda. Þetta var alsæla. Því segi ég frá þessu að aldrei á lífsleiðinni hefi ég fundið til slíkrar fölskvalausrar ástar, blíðu og um- hyggju eins og frá ömmu minni á Seljalandi og hafa þó margir verið mér góðir. Það voru fleiri en við sem næst henni stóðu sem nutu þessarar ein- stöku manneskju. Þau voru býsna mörg börnin í Lyngási, heimili van- gefinna, þar sem hún vann um nokkurra ára skeið, sem fengu not- ið umhyggju hennar, skilnings, væntumþykju og virðingar. Mér er nær að halda að foreldrar og starfs- fólk þess fróma staðar hafi ekki farið varhluta af því. Amma var náttúrubarn af Guðs náð og þráði fátt heitar en að kom- ast í snertingu við náttúruna eftir að hún flutti til Reykjavíkur, ilm gróandans og trygglyndi málleys- ingjanna. Henni varð að ósk sinni, því þau festu kaup á Seljalandi, sumarhúsi Páls Dungal, sem í eina tíð var skólastjóri Stýrimannaskól- ans. Með í kaupunum fylgdi smá- vegis jarðnæði sem ömmu tókst að nýta betur en mögulegt var. Eftir kaupin beið amma ekki boðanna, keypti kú, hænur og nokkrar skjátur. Nú var unnið myrkrana á milli svo endar næðu saman. Börnunum fjölgaði og ekki leið á löngu þar til þau sem eldri voru gátu lagt hönd á plóginn, þótt auðvitað hafi búskapurinn að mestu hvílt á ömmu. Afi var á þessum áram kyndari á dráttarbátnum Magna, erfiðu, slítandi og heilsu- spillandi starfi. Með einstakri sam- vinnu og samhug gátu þau rekið þessa stóru fjölskyldu svo sómi var að, komið börnunum á legg og til manns. Mér varð orðavant þegar ég hitti ömmu mína í hlaðinu á Seljalandi árið 1959. Nú þegar ég kveð hana stend ég í sömu sporum; ég veit ekki með hvaða orðum ég get þakk- að henni nógsamlega fyrir allt og allt. Aðeins þetta kemur mér í hug eins og segir á einum stað í Sturl- ungu: „Og láti nú Guð henni raun lofi betri“.__ Onundur Björnsson. Mig langar með nokkrum orðum að minnast hennar Ellu frá Selja- landi, sem hún var lengstum kennd við. Foreldrar mínir leigðu mörg árin á Seljalandi, þar ólst ég upp með þessum systkinum og hafa ávallt verið mikil tengsl við þau. Gestrisni var mikil hjá þeim hjónum. Þegar foreldrar mínir fluttu þaðan fannst mér engin jól nema vera á Selja- landi. Það er margs að minnast þaðan, sem yrði of langt hér upp að telja. Elínborg og Siguijón fluttu frá Seljalandi árið 1967 í Álftamýri 33 í Reykjavík. Voram við hjónin þá flutt norður og þegar skroppið var suður var oft gist í Álftamýri. Allt- af virtist nóg pláss þar og maður fann hvað við vorum alltaf velkom- in. Einnig komu börn okkar oft til þeirra og eiga þeim mikið að þakka, það var eins og þeirra annað heim- ili þegar þau fóru fyrst suður. Við kveðjum nú Elínborgu með miklu þakklæti fyrir allt, það er ómetanlegt að eiga allar þær góðu minningar. Við sendum börnum, tengda- börnum, barnabörnum og langömmubörnum samúðarkveðjur. Aðalheiður og Einar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.