Morgunblaðið - 18.05.1995, Page 38
38 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1995
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
SIGURÐUR
GÍSLASON
+ Sigurður Gísla-
son fæddist í
Hafnarfirði 30.
september 1911.
Hann lést 4. mai sl.
á Borgarspítalan-
um. Faðir hans var
Gisli Gunnarsson
frá Rofum í Mýrd-
al, f. 14.11. 1876,
dáinn í desember
1962. Móðir hans
var Guðríður Olafs-
dóttir frá Merki-
nesi í Höfnum, f.
19.12. 1879, d. 5.1.
1930. Sigurður átti
þrjú alsystkini og tvo hálfbræð-
ur samfeðra. Alsystkinin voru:
Málfríður Sigurbjörg, f. 30.9.
1911, d. 10.6. 1986. Gunnar, f.
9.6. 1914, d. 29.7. 1968, Valgeir
Óli, f. 9.4. 1920, d. 20.10. 1976.
Hálfbræður Sigurðar eru Kon-
ráð, f. 10.10. 1903, móðir hans
var Málfríður Jóhannesdóttir,
f. 1.1. 1883, d. 29.4.
1960, og Eiríkur, f.
13.6. 1941, móðir
hans var Guðlaug
Eiríksdóttir, f. 12.2.
1895, d. 19.6 1977.
Sigurður kvæntist
Jóhönnu Hinriks-
dóttur f. 30.9. 1946.
Foreldrar Jóhönnu
voru Stefanía Ein-
arsdóttir og Hinrik
Einarsson, þau eru
bæði látin. Eina
dóttur áttu Jó-
hanna og Sigurður,
Guðríði ráðuneytis-
stjóra, f. 19.5.1946. Hún giftist
Arna Birni Birgis. endurskoð-
anda. Þeirra börn eru Jóhanna
nemandi, f. 21.12. 1974, og Sig-
urður, nemandi, f. 14.7. 1980.
Sigurður Gíslason verður
jarðsunginn frá Fríkirkjunni í
Hafnarfirði í dag og hefst at-
höfnin kl. 13.30.
ÞEGAR okkur barst sú fregn að
góður frændi og vinur Sigurður
Gíslason væri látinn, kom það okk-
ur ekki á óvart, því hann hafði lent
í bílslysi 27. apríl og slasast mjög
mikið. Við fráfall frænda míns er
margs að minnast, bæði frá æsku
og fullorðinsárum, sem vert væri
að geta og þakka.
Siggi frændi, eins og við kölluð-
um hann alltaf, var sérstaklega
skapgóður maður, hann átti þetta
einstaka bros, sem geislaði af glað-
værð og hlýju, það var alveg sama
hvar og hvenær við hittumst, alltaf
stutt í brosið og hlýlegan glampa í
augum. Siggi kom víða við, var
varaslökkviliðsstjóri frá 1936, en
tók við slökkviliðsstjóraembættinu
1952. Ekki var hann lengi í því
embætti, því Brunaeftirlit ríkisins
setti þær reglur að sá þyrfti að
vera verkfræðingur sem gegndi því
starfi. Var því rafveitustjórinn Val-
garður Thoroddsen settur slökkvi-
liðsstjóri, en Siggi gegndi því starfí
varaslökkviliðsstjóra til ársins
1966. Siggi var einn af stofnendum
FH, hann stundaði hinar ýmsu
íþróttir á sínum yngri árum. Honum
var ógleymanleg ferð, sem honum
ásamt Hallsteini Hinrikssyni og
Gísla Sigurðssyni var boðið í á
Ólympíuleikana í London árið 1948,
honum fannst það toppurinn á allri
þeirri glaðværð sem hann hafði
notið innan íþróttanna.
Margs er að minnast þegar að
leiðarlokum kemur. Ferð fórum við
með þeim hjónum til Spánar 1975,
var það ógleymanlegt. Ætlunin var
að fá þau með okkur í haust til
Bandaríkjanna, en því miður verður
ekki af því.
Eitt og annað kemur upp í huga
manns þegar hugsað er til baka,
oftar en ekki, þegar við vorum í
heimsókn hjá Sigga og Jóu var
dyrabjöllunni hringt, á tröppunum
stóðu litlir krakkar, sem tóku lagið
fyrir frænda, og þáðu sælgæti að
launum.
Erfidrykkjur
Glæsileg kaffi-
hlaðborð, fallegir
salir og mjög
góð þjónusta.
Upplýsingar
í síma 22322
FLUGLEIÐIR
HÓTEL LOFTLEiDIR
Undanfarin ár hafði hann verið
sölumaður með sælgæti, og hentaði
það honum vel þar sem hann þurfti
helst alltaf að vera á hreyfingu, því
þau fáu skipti sem hann kom í heim-
sókn, stoppaði hann sjaldan lengi,
hann var alltaf að flýta sér.
Það er mikið lán fyrir hvem og
einn, að eignast góða vini og frænd-
ur, því verður söknuðurinn mikill,
nú er minningin ein eftir björt og
fögur, sem enginn tekur frá manni.
Við kveðjum þig hinstu kveðju,
kæri frændi og vinur, með þökk
fyrir langa og trygga vináttu. Elsku
Jóa, Gurra og böm, við trúum því
að Siggi sé ekki farinn langt frá
okkur, aðeins yfír landamærin til
næsta lífs, við getum talað við hann
í gegnum bænir okkar, og notið
samvista við hann í Ijósi minning-
anna. Guð blessi ykkur og styrki.
Guðmunda og Sigurður.
Kveðja frá Fimleikafélagi
Hafnarfjarðar
Stofnfélagi okkar og heiðursfélagi,
Sigurður Gíslason, fyirum formað-
ur FH, lést sl. fímmtudag 83 ára
að aldri, vel em, sprækur og sívinn-
andi fram á síðasta dag.
Sigurður var alla tíð mjög virkur
félagi í FH. Hann kom reyndar víða
við í félagsmálum Hafnfírðinga, en
hér verður aðeins nefndur viss þátt-
ur hans að framgangi í FH.
Hans fyrstu spor í íþróttinni voru
í fímleikaflokki Iþróttafélags Hafn-
arfjarðar, sem stofnað var 1922,
er knattspyrnufélögin Framsókn og
17. júni sameinuðust í ÍH, um það
leyti, sem gamla leikfimihúsið við
Suðurgötu hér í bæ var vígt. Og
var það fyrir forgöngu Bjarna
Bjamasonar skólastjóra að fím-
leikaflokkur drengja var stofnaður
hjá ÍH. Þessi flokkur sýndi víða og
þótti góður. Bjarni stýrði honum
af sinni alkunnu röggsemi og fág-
aða stíl, sem mótaði þessa ungu
menn og fylgdi þeim alla tíð.
Kjaminn úr þessum fímleika-
flokki ÍH stofnaði síðan Fimleikafé-
lag Hafnarfjarðar (FH), árið 1929,
undir forystu Hallsteins Hinriksson-
ar, sem tók við flokknum af Bjama
skólastjóra og þjálfaði Hallsteinn
flokkinn í nokkur ár.
Eins og fyrr segir var Sigurður
allt frá stofnun FH mjög virkur
þar. Hann var í fyrsta fimleika-
flokki félagsins — einn af þeim
þrem fýrstu FH-ingum, sem tóku
þátt í frjálsíþróttamótum fyiir fé-
lagið, árið 1934, í þeirri íþrótta-
grein var hann keppnismaður í
mörg ár við góðan orðstír. Og er
fleyg sagan af æfíngaaðstöðu
þeirra félaga — Sigurður heitinn
æfði t.d. hástökk í tijágarðinum,
þar sem æskuheimili hans var við
Suðurgötu 74 hér í bæ og má enn
sjá merki þess hvernig sú aðstaða
var, en Sigurður bjó á Suðurgöt-
unni til dauðadags.
Sigurður Gíslason var fyrsti
knattspyrnuþjálfari FH. Það kom
sér vel fyrir FH-inga að heimili fjöl-
skyldu hans var svo nálægt knatt-
spymuvelinum á Hvaleyrarholti,
sem var aðalíþróttaleikvangur
Hafnfírðinga í yfír 50 ár, eða háfla
öld. — Eldri FH-ingum er það minn-
isstætt, að allt fram yfír árið 1950,
sóttu FH-ingar „boltann" í kjallar-
ann á Suðurgötunni, og oft á tíðum
ónáðuðu þeir heimilisfólkið þar,
nótt sem nýtan dag, því þótt menn
ynnu oft fram á kvöld var ekki
nokkur ástæða til að æfíng félli
niður. En þessar heimsóknir voru
teknar sem sjálfsagður hlutur af
bræðrum Sigurðar — Gunnari og
Valgeiri Óla, sem og foreldrum
þeirra. En boltinn var ekki það eina,
sem við FH-ingar sóttum til heimil-
isfólksins á Suðurgötu 74, það var
svo margt annað, sem bræðurnir
önnuðust fyrir FH í þá gömlu góðu
daga.
Sigurður sat í fyrstu stjórn FH
frá stofnárinu 1929 til 1936, er
hann tók við formennsku í félaginu
og gegndi henni til ársins 1940.
Eftir þennan feril var Sigurður
ávallt reiðubúinn til félagsmála-
starfa fyrir FH og gegndi þannig
ótal störfum, gekk í hvaðeina, stór
sem smá verk. Hann vildi sjá hag
FH, sem bestan — sem þakklætis-
vott fyrir þessi miklu stöiíf var hann
árið 1954 kjörinn heiðursfélagi í
FH fyrir ómetanleg störf og keppni
fyrir félagið.
Frá stofnun Fulltrúaráðs FH
1975 og fram til síðustu daga var
hann virkur ráðgjafi þar fyrir félag-
ið. Sigurður mætti og alltaf á aðal-
fundi og aðrar meiriháttar samkom-
ur félagsins. Einnig mátti oft sjá
hann á „vellinum" er FH stóð í
strangri keppni og mikið lá við sem
oft var.
Nú í haust, 15. október sl., er
FH hélt upp á 65 ára afmæli sitt
voru þau hjónin Sigurður og frú
Jóhanna Hinriksdóttir mætt, hress
að venju, en þau hafa tekið þátt í
öllum afmælishófum FH frá upp-
hafi, það lýsir ekki hvað síst tryggð
þeirra við félagið. Og þegar maður
mætti Sigurði á fömum vegi var
það oft það fyrsta, sem hann spurði
„Og hvað er að frétta af FH?“
Fyrir nokkrum dögum mætti Sig-
urður svo í Kaplakrika og ræddi
um gömlu góðu dagana fyrir mynd-
bandsupptöku. Þar lýsti hann ýtar-
lega fyrstu dögum FH og ýmsu,
sem dreif á dagana. Sú frásögn
verður félaginu ómetanleg síðar.
Hann átti þess kost að starfa með
mörgum frábærum íþrótamannin-
um og íþróttafrömuðum, á langri
félagsmálastarfsævi. Hann sá FH
vaxa og dafna úr litlu félagi, í að
verða eitt öflugasta og best búna
íþróttafélag landsins.
Nú síðustu daga fylgdist hann
með undirbúningi HM’95, sem fer
að hluta fram á FH-svæðinu, í nýja
húsinu okkar, og mátti heyra hjá
honum stolt yfir að sjá þennan
framtíðardraum okkar rætast og
að hlutur FH í þeirri framkvæmd
var í góðri stöðu.
í dag þegar flest er falt fyrir
peninga og þegnskaparvinna og
félagsandi fer þverrandi má sjá
betur hvers virði menn á borð við
Sigurð Gíslason eru íþróttafélagi
sem FH. Hann og hans samferða-
menn, sem ávallt voru reiðubúnir
til að leggja sitt af mörkum, þó að
það kostaði þá mikinn tíma og/eða
fjármuni, ef heiður félagsins var í
veði, eða það sem mætti verða
æskufólki okkar til framdráttar —
þá voru hann og hans menn ávallt
reiðubúnir.
Því kveðjum við nú vin okkar
Sigurð Gíslason með mikilli virðingu
og þökkum um leið og við vottum
eiginkonu hans frú Jóhönnu Hin-
riksdóttur og aðstandendum innleg-
ustu samúðarkveðjur og biðjum
þeim blessunar.
Blessuð sé minning Sigurðar
Gíslasonar.
Fimmtudaginn 27. apríl bárust
mér þau tíðindi frá dóttur minni
að Sigurður frændi hefði lent í al-
varlegu umferðarslysi í Reykjavík.
Áreksturinn var það harður að Sig-
urður sat fastur í bifreið sinni.
Menn frá Slökkvistöð Reykjavíkur
mættu fljótlega á staðinn með
sjúkrabifreið og einnig tækjabifreið
slökkviliðsins og urðu þeir að skera
bifreið Sigurðar til að ná honum
út. Sigurður var fluttur á gjör-
gæsludeild Borgarspítalans mikið
slasaður og þar háði hann sína síð-
ustu baráttu og vék Jóhanna, kona
hans, ekki frá honum þar til yfir
lauk. Hann lést fímmtudaignn 4.
maí síðastliðinn.
Sigurður Gíslason var fæddur í
Hafnarfirði í húsi föður síns sem
stóð við Hellisgerði. Faðir hans lét
byggja fyrir sig hús að Suðurgötu
74 og þar átti Sigurður heima allt
til síðasta dags. Sigurður var alla
tíð mjög vinnusamur maður og
starfaði við hlið föður síns sem var
með mikil umvif í Hafnarfirði en
hann rak þar verslun og stundaði
samhliða því búskap og gerði einn-
ig út á trillubát. Fyrstu árin versl-
aði faðir Sigurðar í Marteinshúsi
áem er Suðurgata 40, síðan réðst
faðir hans í byggingu búðar sinnar
á Suðurgötu 35 og var sú verslun
starfrækt til ársins 1962. Það var
ávallt mikið að gera i Gíslabúð, en
þar var verslað með matvöru, bús-
áhöld og vefnaðarvörur eins og þá
var títt í svo mörgum verslunum.
Sigurður var driffjöður föður síns
í versluninni. Einnig störfuðu í
gegnum árin margir prýðisgóðir
afgreiðslumenn svo sem Jón Egils-
son sem einnig vann lengi í Kaupfé-
lagi Hafnarfjarðar, Ólafur Guð-
mundsson aðstoðaryfirlögreglu-
þjónn, Haukur Gunnlaugsson úr
Sandgerði, Gerða Sigurðardóttir og
Jóhanna Hinriksdóttir (síðar eigin-
kona Sigurðar). Á þeim árum sem
Sigurður vann við verslun föður
síns var m.a. mikið um skömmtun
á vörum og voru gefnir út skömmt-
unarseðlar á t.d. sykur, kaffí, kom-
vörur, búsáhöld og vefnaðarvörur.
En loks var aðeins skömmtun á
smjöri og smjörlíki sem var þó ekki
á fyrstu skömmtunarseðlunum og
mun það hafa stafað af því hversu
mikið var flutt út af feitmeti til
Þýskalands.
Siguður hafði sitt aðalstarf í
versluninni, auk bústarfa, til ársins
1951 en þá var hann fastráðinn í
slökkvilið Hafnarfjarðar. Þar hafði
hann gegnt starfí varaslökkviliðs-
stjóra frá árinu 1936 og faðir hans
var slökkviliðsstjóri í Hafnarfirði frá
árinu 1913-1949. Einnig störfuðu
bræður hans Gunnar og Valgeir
Óli í slökkviliðinu. Eftir að faðir
Sigurðuar hætti störfum sem
slökkviliðsstjóri árið 1949, tók Har-
aldur Kristjánsson við því starfi til
desemberloka 1951. Sigurður varð
þá slökkviliðsstjóri þar til í desem-
ber 1952 en þá var gerð sú krafa
að embætti slökkviliðsstjóra skyldi
skipað verkfræðingi og hófust jafn-
framt vaktir allán sólarhringinn og
voru ráðnir ljórir vaktmenn: Sá sem
tók við stöðu slökkviliðsstjóra var
Valgarð Thoroddsen sem einnig
gegndi stöðu rafveitustjóra. Árið
1961 tók Gísli Jónsson við störfum
Valgarðs. Sigurður starfaði við hlið
þessara manna sem varaslökkviliðs-
stjóri. Hann hætti svo störfum í
slökkviliði Hafnarfjarðar í október
1965 en í júlí það sama ár fékk
Sigurður kransæðastíflu að störfum
í eldsvoða. Er Sigurður hafði náð
bata gerðist hann sölumaður og
seldi sælgæti fyrir lakkrísgerðina
Kólus í Reykjavík og einnig fyrir
K.Á. sælgætisfyrirtæki og var hann
í þessu starfí til síðasta dags enda
sölumaður góður. Sigurður tók virk-
an þátt í félagsstarfsemi í bærtum.
Ungur að árum gekk hann í Fim-
léikafélag Hafnarfíarðar og var
hann í flokki fimleikamanna félags-
ins en meðal þeirra sem voru í fim-
leikaflokknum voru bræður hans
Valgeir Óli og Gunnar. Sigurður
gegndi um sinn formennsku í FH.
Sigurður var einnig virkur meðlim-
ur í Leikfélagi Hafnarfjarðar og-lék
þar í nokkrum leikritum. Hann var
einn af stofnendum félagsins árið
1936. Hann lék m.a. í Almanna-
rómi, Þorláki þreytta, Kinnahvols-
systrum og Ráðskonu Bakkabræðra
svo nokkur dæmi séu nefnd. Hann
sat einnig í stjórn leikfélagsins og
var formaður þess á árunum 1948-
1950.
Sigurður var í Fríkirkjusöfnuðin-
um í Hafnarfirði og söng með kór
kirkjunnar um árabil og nú síðast
annaðist hann hringjarastörf fyrir
söfnuðinn. Faðir Sigurðar var stofn-
andi Fríkirkjusafnaðarins í Hafnar-
fírði.
Sigurður missti móður sína 1930
en hún dó úr berkaveiki. Guðlaug
Eiríksdóttir ættuð úr Haukadal í
Biskupstungum réðst sem ráðskona
á heimili Gísla föður Sigurðar eftir
að móður hans lagðist á Vífilsstaða-
spítala. Það má með sanrti segja
að þar valdist til starfans hin mikil-
hæfasta kona. Hún sá um heimilið
auk þess sem hún starfaði mikið
við heyskap og kartöflugarða sem
faðir Sigurðar átti. Gísli faðir Sig-
urðar átti stór og mikil tún. Það
stærsta var kallað Stóra stykki en
það var tún sem var þar sem sund-
laug Suðurbæjar stendur og einnig
barnaheimilið Smáralundur. Einnig
átti hann stykki sem kallað var
Ásvellir en Keflavíkurvegurinn var
lagður að hluta til yfír það tún en
nú er búið að reisa hús í túninu
fyrir neðan Keflavíkurveginn. Einn-
ig var faðir Sigurðar með tún við
hús sitt á Suðurgötu 74 og eitt enn
sem var kallað Jóastykki en þar
átti áður Jóhannes bakari á Suður-
götu 55. Það tún var við hliðina á
Brandsbæ og náði að tijáræktar-
stöð Jóns Magnússonar frá Skuld.
Enda þótt tún föður hans væru stór
var þörfin fyrir hey mikil og stund-
um var heyjað á Ásbúðartúninu og
kom það þá í hut Sigurðar að slá
það með orfi eins og reyndar hin
túnin eða þar til sláttuvélin kom til
sögunnar en í þá daga var sláttuvél-
in dregin af hesti. Oft á tíðum var
Bjarni Guðmundsson frá Krýsuvík
við slátt með Sigurði en um tíma
bjó Bjami ásamt konu sinni Sigríði
Helgadóttur frá Melhúsum á efri
hæð í húsi föður Sigurðar. Vegna
þess hversu heyþörfin var mikil var
farið eftir heyi til Gísla bónda á
Stóru Vatnsleysu og var það stund-
um sótt á bílum eins var bátur föð-
ur hans notaður til heyflutninga frá
Stóm Vatnsleysu. Einnig man ég
eftir að hey var sótt til Emils Rok-
stað upp að Elliðavatni. Ég man
eftir Sigurði frænda er ég var lítill
hnokki þegar hann dró fram hverfí-
steininn til þess að leggja á ljáinn.
Þrátt fyrir hinn mikla eril á heim-
ili föður Sigurðar hafði hann mikið
yndi af að ferðast og man ég eftir
mörgum af hans ferðum. Hann fór
m.a. á Ólympíuleikana í London
1948 em það voru fyrstu leikarnir
eftir heimsstyijöldina. Þar var Sig-
urður í félagsskap með Gísla Sig-
urðssyni lögregluþjóni, Jóni Matt-
hísen kaupmanni, Hallsteini Hin-
rikssyni leikfimikennara o.fl. Siguð-
ur minntist ýmislegs er hann kom
heim úr þeirri ferð. Honum fannst
mikið til koma um afrek Satopeks
hins Tékkneska í lengri hlaupunum
og Hollensku hlaupadrottningar-
innar Fanney Blankers Koen. Sig-
urður frændi sagði mér einnig frá
uppákomu sem hann lenti í ásamt
félögunum er þeir fóru í Albert
Hall-leikhúsið í London. Þegar þeir
komu til sýningarinnar fundust ekki
aðgöngumiðarnir og var þá úr
vöndu að ráða. Gísli lögregluþjónn
hafði orð fyrir þeim félögum við
dyravörðinn og sagði „I am a polis-
man from Iceland“ og var þeim
umsvifalaust hleypt inn. Það kom
svo á daginn að Jón kaupmaður
Matthísen hafði stungið miðunum
inn í hælinn á skóm sínum þar sem
hann var með hælsæri. Sigurður
sagði mér einnig frá því að eitt snn
er hann keppti í 4x100 m boðhal-
upi fyrir FH að þá hafði það einu
sinni hent að sá sem hljóp fyrsta
sprettinn hafði ekkert kefli til að
afhenda næsta manni í röðinni og
voru þeir því úr leik. Annars var
velgengni þeirra FH manna oft á
tíðum glæsilegur.
Minningarnar hrannast upp og
munu geymast um góðan vin. Okk-
ar innilegustu samúðaróskir til ykk-
ar Jóhanna, Guðríður og börn.
Gísli Magnússon og Jóna
Bárðardóttir.