Morgunblaðið - 18.05.1995, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ
MINNIIVIGAR
FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1995 39
I
I
I
I
I
i
í
ALMA
SIG URÐARDÓTTIR
+ Alma Sigurðar-
dóttir fæddist
15. desember 1929
á Norðfirði. Hún
•Iést 10. maí sl. í
Sjúkrahúsi Suður-
nesja. Foreldrar
hennar voru Helga
Davíðsdóttir frá
Bændagerði í Eyja-
firði og Sigurður
Magnússon úr
Leiru (á Suðurnesj-
um). Hálfsystir
Olmu var Sigríður
Sigurðardóttir sem
nú er látin. Uppeld-
isbróðir hennar er Hafsteinn
Þorgeirsson sem býr í Reykja-
vík. Sambýlismaður Olmu var
Gunnar Jóhannesson og bjuggu
þau á Akureyri. Börn þeirra
eru: 1) Sigurður Birkir, f. 16.03.
1947, kvæntur Báru Benedikts-
dóttur og eiga þau tvo syni,
Benedikt og Róbert. 2) Helga
Bryndís, f. 2.12. 1949, gift
Baldri Ellertssyni og
eiga þau fjögur börn,
Jóhannes, Astu
Björk, Andreu og Ell-
ert. Alma og Gunnar
slitu samvistum. 1952
giftist Alma eftirlif-
andi eiginmanni sín-
um Magnúsi Berg-
mann Karlssyni og
voru þau búsett í
Keflavík. Börn
þeirra eru: Skúli Þór,
f. 17.4. 1952, Magnús
Bergmann, f. 9.6.
1958, og María, f.
23.8. 1960, gift Sölva
Þ. Hilmarssyni og eiga þau þrjú
börn, Helgu Heiðdísi, Hilmar
Rafn og Hinrik Örn. Alma ólst
upp á Akureyri til tvítugs og
flutti þá til Keflavíkur þar sem
hún bjó til dánardags, nú síðast
á Aðalgötu 6.
Útför Ölmu fer fram frá
Keflavíkurkirkju í dag og hefst
athöfnin kl. 14.00.
VORIÐ er sá tími ársins er nýtt líf
kviknar alls staðar í náttúrunni.
Allt lifnar við, bæði menn, dýr og
gróður. Þegar vorið kemur, hlýnar
manni líka um hjartarætur og það
er eins og birti til í sálinni. Það eru
margar minningar um hana
mömmu sem koma upp i huga mér
þar sem ég sit hérna á þessum fal-
lega vordegi í maí og hugsa til
baka. Þetta eru bæði góðar og ljúf-
ar minningar.
Tíminn líður svo hratt og mér
fínnst ekki svo langt síðan ég var
smá stelpa með mömmu á gangi
niðri í bæ, hún í síðri kápu og með
slæðu eins og flestar mömmur voru
þá og ég á köflóttum stredsbuxum
og strigaskóm og í fallegri peysu í
stíl. ís þótti mér góður og oft var
stoppað á ísbarnum við Hafnargöt-
una eftir dálítið suð og keyptur ís
í brauðformi. Já, við vorum búnar
að fara margar ferðirnar saman við
mæðgumar. Allt frá upphafi tengd-
umst við böndum sem styrktust
með hveiju árinu. Við urðum strax
góðar vinkonur og það hélst allar
götur síðan. Ég var einnig svo lán-
söm að eignast góða móðurömmu
og áttum við margar góðar stund-
irnar saman amma, mamma og ég
enda áttum við svo margt sameigin-
legt.
Ung kona var mamma mjög fal-
leg. Hún unni söng og góðri tón-
list, hafði góða söngrödd og hennar
draumur var að læra að syngja.
En alvara lífsins tók við strax á
unglingsárunum, orðin tveggja
barna móðir aðeins 19 ára, svo að
ekkert varð úr söngnámi. Þegar ég
fór svo sjálf að mennta mig var það
hún sem studdi mig og gaf mér trú
á sjálfa mig og sjálfstraust mitt á
ég að miklu leyti henni að þakka.
í lífsins ólgusjó þurfum við stundum
á þolinmæði að halda og af henni
átti hún mamma mín nóg. Heilsan
var oft á tíðum ekki góð en áfram
hélt hún ótrauð. Þetta sáum við
best sem umgengumst hana tvö sl.
ár þegar mest á reyndi. Hún var
öllum mjög kærleiksrík sama hver
átti í hlut.
Mamma lifði fyrir fjölskyldu sína,
það var hún sem henni var kærust
og mátti lesa það úr öllum hennar
verkum. Náið og gott samstarf hef-
ur alla tíð verið milli foreldra minna
og mín. Mamma sá varla sólina
fyrir barnabörnunum sínum og
Öfugt.
Alltaf var amma til taks, boðin
og búin ef á þurfti að halda, hve-
nær sem var sólarhringsins. Ég
man ekki eftir að hafa heyrt nei-
kvæðan tón eða hik á henni í eitt
einasta skipti sem ég bað hana um
eitthvað. Þetta myndi ég kalla ein-
staka fórnfýsi. Við gátum endalaust
rætt um börnin mín, daginn út og
daginn inn og hún naut þess inni-
lega að vera amma og vegna hlý-
leika hennar hændust þau að henni.
Hún hafði mjög gaman af að gauka
að þeim einhverju og við sem þekkt-
um hana vissum að hún var sérlega
gjafmild. A mínu heimili heyrðist
oft þessi setning: „Besta amma í
heiminum," og eru það kannski
bestu orðin til að lýsa henni.
Lífsstarf mömmu, húsmóður-
starfíð, leysti hún vel af hendi, hún
var sérlega þrifin og snyrtileg og
hafði auga fyrir því sem var fallegt
og smekklegt. Heimilið hennar bar
þess glöggt vitni. Ekki var bakstur-
inn síðri, ég gleymdi aldrei jólasmá-
kökunum hennar, þær voru í sér-
flokki.
Á árunum ’77-’78 vorum við
mamma svo heppnar að kynnast
frelsara okkar Jesú Kristi og breytti
það öllu okkar lífi. Höfum við verið
hluti af guðs fjölskyldu síðan. Það
var svo fyrir tveimur árum að
mamma greindist með krabbamein,
sem var okkur öllum auðvitað mik-
ið áfall. Á þessum tíma kom glöggt
í ljós hversu mikils virði trú hennar
var henni. Hún treysti Guði frá
upphafi veikinda sinna og lagði allt
í hans hendur enda var hún einstak-
lega róleg og yfirveguð svo að fólk
hafði orð á. Við skiljum ekki alltaf
vegi Guðs en treystum því að hann
velji alltaf það besta fyrir okkur.
Með allt sitt líf upp gert og allt
sitt traust á Guð kvaddi mamma
þennan heim. Ég er þakklát fyrir
að hafa fengið að hjúkra henni og
gera henni til góða þessi tvö síð-
ustu ár.
Ég kem til með að sakna hennar
sem móður og sem bestu vinkonu
minnar en ég verð að segja að ég
samgleðst henni að vera komin í
félagsskap frelsara okkar. Orð Guðs
lofar okkur því að þeir sem eiga
Jesú Krist sem frelsara sinn lifi
áfram með honum eftir sinn lík-
amlega dauða, þ.e. andi okkar lifír
áfram hann er ódauðlegur, sbr.
Jóh. 11. 25., sá sem trúir á mig
mun lifa þótt hann deyi og sbr.
Jóh. 14. 3., og þegar ég er farinn
burt og hefí búið yður stað, kem
ég. aftur og mun taka yður til mín,
til þess að þér séuð og þar sem ég
er.Þetta eru allt orð Jesú Krists.
Ég hef því ekki áhyggjur af henni
mömmu minni í dag eða nokkurn
tíma framar, ég veit að henni líður
mjög vel og að ég á eftir að hitta
hana seinna þegar ég sjálf fer til
frelsara míns einhvern tíma.
Mikið af traustu og góðu fólki
studdi við bakið á mömmu í veikind-
um hennar og hún átti marga góða
vini. Öll þessi hjálp var henni ómet-
anleg. Guð bar hana líka á örmum
sér, það var alveg greinilegt frá
upphafi.
Elsku mamma, þakka þér fyrir
allt traustið og öryggið sem ég fann
hjá þér og allar samverustundirnar,
þú átt öruggan stað í hjarta mínu.
Ég minnist þín um daga og dimmar nætur
mig dreymir þig svo lengi hjartað slær
og þegar húmið hylur allt sem grætur
mín hugarrós á leiði þínu grær.
Þín kærleiksbros mér aldrei aldrei gleymast
þitt allt, þitt bænamál og hvarms þíns tár.
Hvert ráð hvert orð, hvert armtak þitt skal
geyma
þín ástarminning græðir lífs míns tár.
Ein friðarstjarna á fagurhimni blikar
eitt friðarljós í sölum uppheims skín
sem veitir frið og fró þá tárið titrar
á tæru auga hvarms við náðarlín.
Sú ljúfa minning lifir mér I hjarta
hún ljóma slær á ævi minnar braut.
Ég á þig enn svo fagra blíða bjarta.
Ég bý sem fyrr við töfra þinna skaut.
Þín dóttir,
María.
Elsku amma!
Við þökkum þér fyrir allt sem
þú varst okkur, þökkum fyrir alla
blíðuna þína, hlýju faðmlögin og
umhyggjuna þína sem var einstök.
Við trúum því að þér líði vel hjá
Jesú núna.
Þín barnabörn,
Helga Heiðdís,
Hilmar Rafn,
Hinrik Örn.
Lærdómstími ævin er.
0, minn Drottinn, veit ég geti
numið allt sem þóknast þér,
þína speki dýrast meti.
Gef ég sannleiks gulli safni,
gef í visku og náð ég dafni.
(H. Hálfd.)
Þar sem ég nú fletti gömlu
sálmabókinni hennar ömmu, sé ég
að merkt hefur verið við þetta vers
og fleiri í þessari bók, það stendur
„próf“ og ég veit að það var hún
Alma frænka mín sem nú er látin,
sem hefur merkt við. Hún var að
læra fyrir biblíusögutíma vel og
samviskusamlega eins og allt sem
hún gerði, það skyldi vera vel af
hendi leyst.
Við Álma vorum systradætur,
hún var eldri og leit ég alltaf upp
til hennar'og var stolt af frænku
minni. Mín fyrsta minning um hana
er sú að Alma situr með mig á
rúmstokknum þar sem hún var las-
in með mislinga. Hún er að hossa
mér á hnjánum og auðvitað fékk
ég þá lfka mislinga.
Smám saman koma fram myndir
í huga mér, t.d. þegar við Alma
vorum að leika okkur bak við hús
í Gránufélagsgötunni á Akureyri.
Drullukökubaksturinn var heilmikil
list og allt var vandlega skreytt
með sagi og fíflum. Einu sinni fund-
um við lítinn dauðan fugl og þá var
jarðarför á túninu þar sem nú stend-
ur leikskóli. Það er sunnudagur og
þá fórum við auðvitað í sunnudaga-
fötin og nú skyldi haldið í þrjúbíó.
Alma fór gjarnan með mig þangað.
Þar var mikið troðist því margt var
um manninn. Alma hélt fast í hend-
ina á litlu frænku sinni og passaði
mig vel. Alma gekk í stúkuna Sam-
úð og auðvitað tók hún mig með
þangað og það má eiginlega segja
að hún hafi leitt mig fyrstu sporin
út í lífið. Hún fræddi mig um heil-
mikið varðandi lífið og tilveruna svo
ég gapti stundum yfír hvað hún
vissi mikið. Já, hún Alma var dug-
leg að læra, ég man alltaf eftir
barnaskólaskemmtuninni þegar
hún sýndi leikfimi ásamt öðrum
jafnöldrum sínum, hvað þær voru
fínar í hvítu leikfimikjólunum sínum
með rauðum borðum og með slaufu
í hárinu. Já, svona liðu árin, við
Alma vorum einmitt að minnast
þess í vetur, þegar við vorum litlar
stelpur hjá afa og ömmu sem
bjuggu stutt frá okkur.
Alma bjó við gott atlæti í bernsku
hjá foreldrum sínum, síðan komu
unglingsárin og eftir fermingu fór
hún að vinna. Hún var ung að árum
þegar hún trúlofast og á sín fyrstu
börn. Þegar hún var ófrísk af öðru
barni sínu fékk hún góða hjálp frá
móður sinni sem gætti eldra barns-
ins til að hún gæti farið í húsmæðra-
skólann á Akureyri. Þá var nú ekki
stokkið inn í bílana á morgnana og
brunað af stað, nei, þá þurfti fólk
að ganga milli staða og það gerði
Alma alla morgna. Hún gekk neðan
af Eyri og upp á Brekku í skólann
þar sem hún var við nám og störf
allan daginn og síðan var arkað
heim að kvöldi og barni og heima-
verkefnum sinnt.
Nokkru síðar flytja þær Alma og
móðir hennar Helga til Keflavíkur
þar sem Alma bjó til dánardags en
oft var komið norður þegar færi
gafst í amstri lífsins. Þegar ég fletti
myndaalbúmi móður minnar sé ég
mynd af Olmu sem ungabarni liggj-
andi á gæruskinni. Þar sé ég einnig
mynd af Hafsteini uppeldisbróður
hennar. Síðan er þarna mynd af
fjölskyldunni úr Keflavík, Ölmu,
Magga, Sigga, Skúla, Magga yngri
og Maju. Þegar ég fletti áfram rek
ég augun í fleiri myndir, þarna er
mynd af Helgu móðursystur minni
með Helgu Bryndísi nöfnu sína,
dóttur Ölmu.
Já, margs er að minnast og
margs er að sakna. Ég veit að ég
á eftir að sakna þess að heyra ekki
rödd Ölmu í símanum. Við slógum
stundum á þráðinn ogtöluðum sam-
an um Iífið og tilveruna, eins og
gengur. Til marks um það gerðist
það fyrir nokkrum árum að síminn
hringdi að morgni afmælisdags
míns, þá kallar lítil dótturdóttir
okkar og segir: „Amma nú er hún
Alma að hringja." Jú, mikið rétt,
Alma var að hringja eins og alltaf
á þessum degi. Aldrei var farið til
Reykjavíkur án þess að renna til
Keflavíkur og móttökurnar alltaf
jafn hlýjar og notalegar.
Alma átti góða vini sem hún
sagði mér frá sem studdu dyggilega
við bakið á henni og hjálpuðu henni
og fjölskyldunni í veikindum henn-
ar. Alma talaði líka um hversu
þakklát hún væri fyrir að hafa eign-
ast svona góða nágranna á nýja
staðnum á Aðalgötu 6 í Keflavík
sem þau Maggi voru nýbúin að
kaupa, ný og falleg íbúð.
Elsku Maggi og öll fjölskyldan,
við sendum ykkur innilegar samúð-
arkveðjur í ykkar miklu sorg, en
við vitum að Alma frænka á góða
heimkomu, því hún var góð mann-
eskja sem öllum vildi vel.
Kæra frænka mín!
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Guðfinna.
Það verða þung spor og hjörtu
full saknaðar, nú þegar við fylgjum
Ölmu síðasta spölinn á þessari jörð.
Þó er það huggun að hún hefur nú
fengið hvíld og er komin heim til
Drottins. Biblían kennir okkur að
Jesús hafí sagt: Sá sem trúir á mig
mun aldrei að eilífu deyja. Hann
segir líka: Ég fer burt að búa yður
stað. Einnig segir: En það er hið
eilífa líf að þekkja þig, hinn eina
sanna Guð og þann sem.þú sendir,
Jesú Krist. Við trúum þessum orð-
um og það gerði Alma líka og því
var enginn ótti í hennar hjarta. Hún
vissi að hún færi beint heim í faðm
Drottins.
Guð gaf Ölmu ótrúlega ró í gegn-
um öll hennar veikindi og allt til
enda var friður Guðs yfir hennar
sjúkrabeði. Alma var fínlega vaxin
og falleg kona. Hún var kærleiksrík
og elskuleg og alltaf svo gott að
tala við hana. Við höfum átt sam-
leið með Ölmu síðustu fjórtán árin
og erum þakklát fyrir þau. Síðustu
árin var Alma okkur sem móðir,
og hafði oft á orði að við værum
eins og börnin hennar. Það var allt-
af notalegt að koma í heimsókn til
Ölmu og Magnúsar, á þeirra fallega
heimili. Síðustu mánuðina átti Alma
trygga stoð í dóttur sinni Maríu,
sem er hjúkrunarfræðingur að
mennt. Voru þær mæðgur alla tíð
injög samrýndar. Einnig reyndist
eiginmaður hennar Magnús henni
mikill styrkur.
Við vottum Magnúsi, Maríu og
ljölskyldu, Sigurði og Qölskyldu;
Skúla og Magnúsi yngri innilega
samúð.
Kristinn og Þórdís.
Nú kveð ég Ölmu mína í bili. Ég
er alin upp við fagran fjörð, Dýra-
fjörð, með fjöllin allt um kring eins
og öryggisverði. Alma var mér eins
og fjöllin, svo örugg, traust og mér
svo góð. En nú er komið skarð og
fegursta fjallið horfið.
Orðaval hennar var fagurt eins
og hún sjálf og það er með söknuði
sem ég horfi á eftir Ölmu, og það
gera einnig eiginmaður, börn og
barnabörn, en huggun gegn harmi
er að við sjáumst aftur, þegar Hann
sem öllu ræður leyfir. Eg þakka
Ölmu yndislegar samverustundir og
votta Magnúsi, Maríu og fjölskyld-
unni allri, mína innilegustu samúð.
Dagrún Friðfinnsdóttir.
Mig langar til að minnast hennar
Ölmu með nokkrum fátæklegum
orðum. Þegar ég var að alast upp,
leit ég alltaf á Ölmu sem frænku
mína, af því að hún var konan hans
Magga móðurbróður míns. En eftir
að ég fór fyrir tæpum tíu árum að
vinna í verslun sem er rétt hjá hús-
inu sem Alma og Maggi áttu heima
í, og ég hitti haná flesta daga sem
ég var að vinna, fór ég að líta á
hana sem vinkonu mína. Mér fannst
alltaf svo gott að hitta hana, hún
var alltaf í góðu skapi, og svo þægi-
leg í umgengni. Þegar ég og maður-
inn minn bytjuðum að búa, fékk
Helga móðir Ölmu leigt herbergi
hjá okkur. Hún svaf í herberginu á
næturnar, en var hjá Ölmu og
Magga á daginn. Þegar við svo
fluttum þremur árum seinna í ann-
að hús, þá flutti Helga með okkur.
Helga var ættuð frá Akureyri, og
bjó þar þangað til hún flutti með
Ölmu til Keflavíkur, þegar Alma _
var um tvítugt. Helga var sérstak-
lega almennileg kona, og voru þær
Alma um margt líkar. Alma og
Maggi byggðu einbýlishús á Vest-
urgötu 44 í Keflavík og bjuggu þar
í rúm 30 ár.
Alma var frábær húsmóðir, og
voru þau hjónin svo samtaka um
að hafa allt sem snyrtilegast, bæði
innan húss og utan. Fyrir tveimur
árum seldu þau húsið sitt, og keyptu
skemmtilega íbúð, í nýju húsi á
Aðalgötu 6 í Keflavík. Þar lentu
þau í húsi sem góðu fólki sem hef-
ur reynst þeim vel. Þegar það kom
í ljós að Álma væri haldin illkynja
sjúkdómi, var það mikill styrkur
fyrir hana, að María dóttir hennar,
sem er hjúkrunarfræðingur, studdi
hana á allan hátt, hún fór með
henni þegar hún fór í rannsóknir,
og þegar hún fór á sjúkrahús hugs-
aði hún um hana. Síðasta hálfa
mánuðinn var hún hjá henni dag
og nótt. Trúin gaf henni mikinn
styrk í veikindunum. Skúli sonur
Ölmu mun útskrifast sagnfræðing-
ur hjá Háskóla íslands 17. júní
næstkomandi. Var Alma svo glöð,
að hann væri að ljúka þessum
áfanga. Ég kveð Ölmu mína með
söknuði og þökk fyrir samfylgdina
og bið guð að geyma hana.
Minný.
Ég mun sakna vinkonu minnar
Ölmu. Þrátt fyrir vissar hindranir
í samskiptum okkar vegna tungu-
málaerfiðleika var vinátta okkar
góð. Kærjeikur Krists tengdi okkur
saman. Ég mun sakna þessarar
yndislegu konu, en ég veit að hún
er núna glöð og ánægð í félagsskap
frelsara okkar Jesú Krists.
Shirley Bradley.
• Fleiri minningargreinar um
OlmuSigurðardóttur bíða birting-
ar og munu birtast í blaðinu næstu
daga.