Morgunblaðið - 18.05.1995, Page 42

Morgunblaðið - 18.05.1995, Page 42
42 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1995 JÓHANNA SVEINSDÓTTIR + Jóhanna Sveins- dóttir, bók- menntafræðingur og rithöfundur, fæddist í Reykjavík 25. júní 1951. Hún lést af slysförum í Frakklandi 8. maí síðastliðinn. For- eldrar hennar eru hjónin Sveinn B. Hálfdanarson vél- sljóri og Gerða R. Jónsdóttir húsmóð- ir, Hvassaleiti 147, Reykjavík. Bræður Jóhönnu eru Hjalti Jón Sveinsson, f. 5. mars 1953, skólameistari að Laugumí S- Þingeyjarsýslu, og Óttar Sveinsson, f. 14. október 1958, blaðamaður DV. Dóttir Jóhönnu er Alfheiður Hanna Friðriks- dóttir, f. 16. apríl 1970, nem- andi í píanókennaradeild og söng við Tónlistarskóla Reykja- víkur. Jóhanna útskrifaðist frá Menntaskólanum við Hamrahlíð vorið 1971. Hún tók próf í ensku og latínu við heimspekideild HI vorið 1972 og lauk 2. stigi í frönsku fyrir útlendinga, Diplome d’études francaises, í Montpellier í febrúar 1973. Hún lauk BA prófi frá HÍ með ís- lensku sem aðalgrein og latínu og ensku sem aukagreinar árið 1979. Jóhanna lauk fyrri hluta doktorsprófs í bókmenntafræði við Université de Provence árið 1980. Hún var að Ijúka magist- erritgerð í íslenskum og frönsk- um bókmenntum er hún lést. Jóhanna stundaði íslensku- kennslu við Menntaskólana við Tjörnina, á ísafirði og við Hamrahlíð með hléum á árun- um 1972-1991. Hún stundaði blaða- mennsku um árabil og annaðist próf- arkalestur fyrir ýmsa aðila um langt skeið. Eftir Jó- hönnu voru gefnar út viðtalsbækur og matreiðslubók, bók um breytingaskeið kvenna, ljóðabækur auk þess sem hún þýddi fjölda skáld- sagna, ljóða, barnabóka og unglingabóka af frönsku og ensku. Hún bjó til útgáfu ýmis bókmenntaverk, gömul og ný, sem ætluð eru til kennslu í ís- lensku í grunn- og framhalds- skólum. Um skeið sá hún um bókmenntagagnrýni fyrir Rík- isútvarpið og DV, Tímarit Máls og menningar, Helgarpóstinn og fleiri. Jóhanna skrifaði einn- ig fjölda greina fyrir blöð og tímarit og annaðist þáttagerð fyrir Ríkisútvarpið. Eftirlæti- sviðfangsefni Jóhönnu í fjöl- miðlum var jafnan matargerð. A siðustu misserum sökkti hún sér æ meir í heimspeki og leyndardóma þeirrar listar. Jó- hanna bjó lengst af í Reykjavík. Um skeið dvaldi hún á Italíu og nokkra vetur í Frakklandi á námsárum sínum. Frá því í byij- un árs 1993 var hún búsett í París. Jarðarför Jóhönnu fer fram frá Langholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.00. EITT SINN hringdi þrettán ára stúlka með kolsvart og sítt hár dyrabjöllu við útidymar í heima- húsi í vesturbænum og hélt fast í höndina á bróður sínum sem hall- aði sér að mjöðm stúlkunnar um leið og hann leit upp til hennar fullur iotningar og eftirvæntingar. „Komdu sæl, gaaaman að sjá þig,“ sagði skólasystir stúlkunnar þegar hún lauk upp dyrunum. „Sæl,“ svaraði dökkhærða stúlkan t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, HARALDUR SIGURJÓNSSON fyrrverandi kaupmaður, Hverfisgötu 45, Hafnarfirði, sem lést þann 14. maí sl., verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 19. maí kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþökk- uð en þeir, sem vilja minnast hans, eru beðnir að láta Sólvang njóta þess. Klara Guðmundsdóttir, Sturla Haraldsson, Anna Ólafsdóttir, Guðmundur Haraldsson, Rannveig Jónsdóttir, Hildur Haraldsdóttir, Ólafur Skúlason, Ingimar Haraldsson, Halldóra Björk Jónsdóttir og barnabörn. t Elskuleg móðir okkar, ELÍNBORG TÓMASDÓTTIR frá Seljalandi, Reykjavík, sem lést á Hrafnistu, Reykjavík, 9. maí sl., verður jarðsungin frá Háteigskirkju 18. maí kl. 1 5.00. Sigrfður Sigurjónsdóttir, Dýrfinna Sigurjónsdóttir, Ingibjörg Sigurjónsdóttir, Jörgen Sigurjónsson, Jón Oddur Sigurjónsson. Lokað í dag vegna útfarar TAGE AMMENDRUP. Drangey, Laugavegi 58. MINNINGAR og strauk móðurlega yfír ljósan kollinn á þeim stutta og sagði: „Þetta er Ottar, litli bróðir minn.“ Drengurinn skynjaði sterkan blæ af umhyggju og stolti í dimmri en glaðlegri rödd systur sinnar. Nú varð snáðinn feiminn. Hann hafði aldrei séð þessa skólasystur áður. Systirin kraup á annað hnéð fyrir framan hann, lagði hendurnar á vanga hans, horfði framan í hann og drengurinn virti fyrir sér stór og brún augu systur sinnar sem geisluðu í takt við breitt og hlýlegt brosið. Hann sá að stolt fallegu og traustu systurinnar leyndi sér ekki. Hún sagði ekkert. Þess þurfti ekki. Snáðanum var borgið. Hann fann strauminn og öryggið frá systur- inni og spurði glaður í bragði: „Á hún dót?“ „Já, hún á systur sem er jafngömul þér. Við skulum koma að leika.“ Þetta var hún ■ Jóhanna systir mín. Síðastliðinn vetur, þijátíu árum síðar, fórum við systkinin á barna- leikrit í Hlaðvarpanum með tvö af börnum mínum. Þó Adam, sex ára, og Júlía, þriggja ára, þekktu ekki mjög mikið til föðursystur sinnar, sem hafði búið í París síðustu ár, fann ég að þau skynjuðu hve börn, á sama hátt og fullorðnir samferða- menn, voru fullkomlega velkomin í líf hennar. Börnin áttu Jóhönnu alla þennan laugardag, frá morgni og þangað til þau sofnuðu um kvöldið. Hún litaði með þeim, sagði þeim sögur, gaf þeim gjafir, strauk, klappaði og kyssti. Hún naut hverr- ar stundar með börnunum sem fundu að þessi kona var þarna til að gefa þeim af sjálfri sér - allt. Þegar Jóhanna hitti fyrir vinkon- ur sínar í Hlaðvarpanum þennan dag var sami háttur hafður á við kynningar og forðum. Um leið og hún lagði höndina á öxl mína hall- aði hún höfðinu lítið eitt aftur, leit upp til mín og sagði með lífsglöðu og leiftrandi augnaráði: „Þetta er hann Óttar, litli bróðir minn.“ Svona hugsaði hún ekki bara til mín - hún var líka alltaf að hugsa um mig - litla bróður. Hún lét mig fínna sama stoltið og umhyggjuna. Alltaf. Með sama dökka hárið, stóru brúnu augun og hlýtt brosið - það var líka svo gaman að njóta þess að vera til. Lífíð er til að lifa því og vera stolt- ur og ánægður með þá og það sem maður á og hefur. Þetta voru ein- kunnarorð hennar Jóhönnu, trygg- lyndu systur minnar sem ég bar gæfu til að eiga alla. Hún brást mér aldrei. Þeim kafla er heldur hvergi nærri lokið í dag. í fjölskyldu okkar, sem oftast er kennd við Hvassaleitið, var Jó- hanna í stóru hlutverki. Hún var alltaf fremst og foringi félagsmála. Ég leit upp til systur minnar sem alltaf var að gera það gott, I skóla, í kór og alls staðar. Vinkonurnar voru margar og auk þess voru allir strákarnir skotnir í henni. Eftir stúdentspróf í Menntaskólanum við Hamrahlíð hélt Jóhanna til Frakk- lands í fyrsta skipti og dvaldi vetur- langt í Montpellier við nám. Á meðan var litli bróðir, sem nú var kominn á unglingsaldur, heima hjá móður okkar og Hönnu, dóttur Jóhönnu, stelpuhnokkanum sem ég átti eftir að gæta á næstu árum og leit síðan ætíð á sem litlu syst- ur. Hjalti Jón, bróðir okkar Jó- hönnu, var þá farinn að tvístíga við dyr foreldrahúsanna og var tals- vert mikið farinn að komast til manns, tæpum tveimur árum yngri en systir okkar. Á þessum tíma var ekki laust við að Hjalti Jón væri föðurímynd Hönnu litlu þó að hún væri vissulega alltaf augasteinn afa síns og ömmu. Faðir okkar var enn í millilandasiglingum á skipum Eimskipafélagsins. Þarna mótuð- ust sterk tengsl á milli okkar allra og fjarlægðir höfðu ekkert að segja. Þegar við Hjalti Jón vorum báð- ir fluttir að heiman gætti Jóhanna forystuhlutverks síns sem fyrr, hvort sem hún bjó í Hvassaleitinu, í Blönduhlíðinni eða erlendis. Hún var foreldrum okkar stoð og stytta, í blíðu sem stríðu. Jóhanna var ekki einungis gjafmild heldur mat hún líka mikils allan þann stuðning sem mamma og pabbi veittu henni óumbeðin. Við Hjalti Jón bróðir t Faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANNES HARALDUR JÓNSSON válstjórl, Háaleitisbraut 42, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 19. maí kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Slysavarnafélag íslands. Valgerður Jóhannesdóttir, Valgeir Birgisson, Ingi Jón Jóhannesson, Anna Björg Samúelsdóttir, Bjarni Danival Bjarnason, (ris Gréta Valberg, Trausti Guðlaugsson, barnabörn og barnabarnabarn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, ÖNNU JÓNSDÓTTUR, Hörðalandi 6, Reykjavfk. Guð blessi ykkur öll. Sigurður Kristjánsson, Valgerður K. Kristjánsdóttir, Jón Þór Kristjánsson, Helga Kristjánsdóttir, Koibrún Kristjánsdóttir og fjölskyldur. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar tii birtingar end- urgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringl- unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akur- eyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi í númer 691181. Það eru vinsamleg tilmæli blaðsins að lengd greinanna fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línu- lengd — eða 3600-4000 slög. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skím- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. MORGUNBLAÐIÐ ræddum það stundum okkar á milli hvern mann Jóhanna hefði að geyma. Þrátt fyrir oft á tíðum tak- mörkuð efni var hún alltaf höfðingi heim að sækja. Svo einfalt var það. Engin heimsókn á veitingahús jafnaðist nokkurn tíma á við heim- boð til Jóhönnu. Hún var göfugur og útsjónarsamur matreiðslusnill- ingur, skemmtilegur gestgjafi og umfram allt - uppbyggjandi systir, dóttir, móðir og tengdamóðir. Svona var þetta líka þegar hún heimsótti okkur, hún vildi helst fá að matreiða sjálf og þjónusta okkur hin með bros á vör - á sama hátt og hún gekk um beina á götum lífsins og veitti af sjálfri sér. Jóhanna var á hápunkti blómlegs og litríks lífs síns þegar hún hélt í bytjun maí til hinnar frönsku Belle Ile en Mer, Fallegu eyjarinnar í hafinu. Hún hafði nýlega sent litla bróður í vesturbænum eitt af sínum óteljandi kveðjukortum með svörtu stflsterku skriftinni sinni. Nú var Jóhanna að heimsækja íslenska konu til þess að taka blaðaviðtal við hana og njóta útilífs og sam- vista með nýju fólki á eynni. 8. maí var fagurt veður og Jóhanna fór í hjólreiðatúr með tíu ára dóttur konunnar. Samkvæmt venju barna hafði stúlkan tekið ástfóstri við Jóhönnu sem var orðin guðmóðir hennar. Ekkert þótti Jóhönnu ynd- islegra en að hjóla um og njóta lífs- ins í fallegu umhverfi í góðum fé- lagsskap. Henni var ekki gefið um að stjórna bíl - að rækta kroppinn á tveimur jafnfljótum eða hjóla var hennar lífsstíll. Guðmæðgurnar höfðu átt saman góða stund þegar slys átti sér stað með þeim afleið- ingum að Jóhanna var öll. Ekkert varð til bjargar. Stundin var komin. En það var sterkt í þessari konu. Tvisvar sinnum á síðasta áratug barðist hún hnarreist í gegnum mjög erfiðar aðgerðir og veikindi og stóð jafn traustum fótum á eft- ir sem áður. í síðara skiptið héldu henni engin bönd á sjúkrahúsinu. Þrátt fyrir fortölur lækna og fjöl- skyldu var Jóhanna kominn á ról áður en varði. „Ég get bara ekki beðið eftir að komast í leikfimina mína,“ sagði sú brúneygða í hjart- ans einlægni við litla bróður sinn þegar ég heimsótti hana á sjúkra- húsið í Hafnarfirði. „Þetta verður allt í lagi,“ sagði hún í sannfær- andi og traustvekjandi tón þegar ég leit á hana með efasemdaraug- um. Nokkrum dögum síðar var hún útskrifuð. Bara farin. Út í lífið. Það var svo gaman að vera til. Hún fór fljótlega aftur út til Frakklands og nú var aldeilis tekið til óspilltra málanna. Að halda áfram að fram- leiða ritverk, yrkja, matreiða, hitta fólk, gefa af sjálfri sér og síðast en ekki síst - njóta. Sem fyrr gleymdi hún engu og engum. Élsku hjartans Jóhanna, systir mín, stóra systir með stóra hjartað, við munum öll standa saman um að lifa með það veganesti sem þú veittir og bjóst okkur út með. Þú varst höfundur hamingjunnar. Hún var þitt skráða æviverk sem við hin munum nýta og njóta. Ottar bróðir. Með Jóku í Róm, hlæjandi rauð- hettu með bakpoka og bók. Blómatorgið tekið með stæl, kíkt á Friðarbarinn, Jóka kynnt heimilis- börum og köttum hverfisins. Einn lítinn hér og annan þar, smakkað, prófað, nýtt bragð, ný lykt. Malað og talað og hlegið enda- laust. Seinna á mexíkanska sýningu að kaupa silkisjal handa Hönnu, augun ennþá geislandi og hláturinn srnit- andi. Endað á torginu hjá lófalesurum og seiðkörlum. Spurning hver magnaði mestan seiðinn. Dýpstu samúðarkveðjur til Hönnu, foreldra, systkina og allra ástvina. Birna Þórðardóttir. Við kynntumst Jóhönnu á Ítalíu veturinn 1992 þar sem við vorum ýmist við nám eða störf. Það tókst

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.