Morgunblaðið - 18.05.1995, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 18. MAÍ1995 43 '
góð vinátta með okkur fimmmenn-
ingunum þrátt fyrir töluverðan ald-
ursmun. En Jóhanna var ung í anda
og féll því vel inn í hópinn. Jóhanna
var okkur góður vinur, hún var
sérstök og skemmtileg og lá ekki á
skoðunum sínum, því var oft glatt
á hjalla í þessum litla hópi.
Hún var mjög áköf um að við
lærðum að njóta þeirrar menningar
og lista sem Ítalía hefur upp á að
bjóða. Hún hvatti okkur til að sækja
tónleika og listasýningar, en hún
skildi líka diskótaka og bíóþörf okk-
ar ungmennanna og slóst þá gjarn-
an í hópinn.
Við minnumst Jóhönnu sem sjálf-
stæðrar og dugandi konu, sem
kunni að njóta lífsins og lét drauma
sína rætast.
Það er sárt til þess að hugsa að
hún hafi kvatt þennan heim svo ung
og full af lífskrafti. Við getum að-
eins vonað að hún haldi uppteknum
hætti á sínum nýja tilverustað og
að við fáum tækifæri til að hitta
hana aftur og riíja upp allar þær
skemmtilegu stundir sem við áttum
saman í Perugia.
Við vottum Hönnu og öðrum
aðstandendum okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Brynhildur, Guðmundur,
Erna og Jóhann.
í hvíta, græna og gyllta eldhús-
inu hennar Jóhönnu á 63 rue Lam-
arck eru stórir sólfíflar, eða sólblóm,
á vegg. Út um opinn enda á gam-
alli gullmálaðri gasleiðslu upp við
loft teygir sig eitt skondið sólblóm
niður acþ vaskinum og lífgar upp á
þetta gamla eldhús. Gott ef það fær
ekki súrrealískt yfirbragð fyrir vik-
ið. Á frönsku kallast sólblóm „tour-
nesol“ og merkir „sem snýr sér að
sólu“ en einmitt þannig hagar sér
þetta stóra fallega blóm, eftir gangi
sólar. Tákn lífs og vonar. Höfuðkr-
ans heilagra, engla og dýrlinga. í
kínverskum goðsögnum er sólblóm-
ið ódáinsfæða. Jóhönnu þótti vænt
um þessa plöntu sem* Van Gogh
málaði gjarnan sem tákn þrár og
eftirvæntingar. Hún var sjálf dálítið
eins og sólblómið og leitaði vongóð
í birtu og yl. Og rétt eins og sól-
blómið tekur á sig mynd sólarinnar
sem það speglar sig í var Jóhanna
sól fyrir vini sína. Jákvæð og gef-
andi.
Fyrir fjölmarga vini og kunningja
í París var hún miðpunktur og afl-
gjafi. Það var hún einmitt fyrir
okkur. Hún tók á móti okkur þegar
við komum til borgarinnar á liðnu
hausti og það var gott að eiga hana
að nágranna á Montmartrehæð.
Hún hýrgaði tilveruna og þreyttist
ekki á að hvetja okkur og styðja í
verkefnum okkar. Það var alltaf
eitthvað að gerast í kringum Jó-
hönnu, matarboð á næsta leiti, ferð
í leikhús, í bíó eða á myndlistarsýn-
ingu. Og ætíð stutt í brosið hennar
fallega og kankvísa.
París er ekki söm þessa dagana.
Það er harla tómlegt að ganga um
hæðina, sömu götur og við gengum
oft með Jóhönnu. En svo hlýnar
okkur þegar við minnumst þess
hvernig hún málaði mannlífið méð
orðagaldri sínum og setti í búning
ævintýra. Hversdagslegir hlutir og
atburðir öðluðust, eins og hjá ljóð-
vinum hennar súrrealistunum, mik-
ilvægi og nýtt líf. Allt varð að
skemmtilegri sögu; hún skoðaði
umhverfi sitt af forvitni, ást og sí-
fellt í nýju ljósi.
Dóttir hennar, Álfheiði Hönnu,
foreldrum, bræðrum, ættingjum og
vinum vottum við innilega samúð
okkar. „ . _
Geir Svansson og
Irma Erlingsdóttir.
Skömmu fyrir síðustu jól hitti ég
Jóhönnu Sveinsdóttur í síðasta sinn.
Hún var í mikilli uppsveiflu. Fyrsta
ljóðabók hennar „Guð og mamma
hans“ var nýkomin út og hún var
langt komin með annan mikinn
ljóðabálk, „Spegill undir fjögur
augu“. Hún heimsótti mig, gott ef
hún kom ekki á einhveijum hjól-
garmi, settist í svartan hæginda-
stól, brýndi sína djúpu, kyngimögn-
uðu raust og las allan bálkinn fyrir
mig í einum rykk. Mér fannst orðin
buna út úr henni eins og gullmolar,
hún var í stuði. Ég dáðist að ljóðun-
um að lestrinum loknum og þá sagði
hún með þó nokkrum gusti: „Já,
heldurðu að ég geti þetta ekki“, sem
ég efaðist aldrei um, því Jóhanna
var bæði góðum gáfum gædd og
vel menntuð á sínu sviði. En það
hafði tekið hana langan tíma að
gera upp hug sinn og leyfa sér að
skrifa skáldskap, orka hennar fór
til annarra verka. Jóhanna yfirgaf
ísland og fórnaði öllu til að fá næði
eins og hún orðaði það sjálf. Og
hún leitaði næðis allt fram á síð-
asta dag. En kannski fékk hún aldr-
ei það næði sem hún leitaði að. Það
var svo margt sem hindraði hana
og angraði, þótt það væri óvenju
bjart framundan. Hún kvartaði
stundum undan vonsku heimsins,
fjárskorti og skilningsleysi annarra
á því sem hún var að fást við og
kenndi því um þegar illa gekk. Og
víst var margt til í því, það eru svo
fáir sem hafa raunverulegan og
sannan áhuga á því sem aðrir eru
að gera og skapa og það fannst
Jóhönnu sárt, því sjálf var hún afar
hvetjandi og uppörvandi gagnvart
sínum vinum sem henni fannst eitt-
hvað til koma.
Ég kynntist Jóhönnu fyrst sem
barn, því við ólumst upp í sama
bakgarðinum vestur í bæ, þar sem
hún var ein af hressu og skemmti-
legu stelpunum í Bakkó. Síðar
skildu leiðir, en við hittumst aftur
í Menntaskólanum við Hamrahlíð,
þá báðar kennarar við þann skóla.
Hún hafði sérstakan áhuga á leik-
list sem ég kenndi, enda sterk
tengsl við íslensku og bókmenntir
sem hún kenndi. Við fylgdumst síð-
an hvor með annarri eftir að við
hættum kennslu 1985 og síðustu
árin, eftir að Jóh'anna flutti úr landi,
vissi ég nánast allt um hennar hagi.
Við hittumst bæði hér heima og
erlendis og Jóhanna leyfði mér að
skyggnast inn í og fylgjast með
öllum sínum áætlunum, hvort held-
ur voru veraldlegar eða andlegar.
Jóhanna var mikill og góður vin-
ur vina sinna. Hún ræktaði þá með
bréfaskriftum, sendi þeim ljóð í
pósti eða blaðagrein sem tengdist
áhugasviði viðkomandi, já eða mús-
ik. Svo var hún mikill húmoristi og
það var sérstaklega gaman að hlæja
með henni og fá hana til að hlæja.
Jóhanna var á allan máta sérstök
og skar sig alltaf úr þar sem hún
kom bæði fyrir sérstakt og glæsi-
legt útlit sitt, en ekki hvað síst fyr-
ir þann lífsstíl sem hún hafði tamið
sér hin síðustu ár. Það var lífsstíll
sem fáir hefðu haft úthald í. Að
vera bóhem og skáld í París reynd-
ist dýru verði keypt. Dauði Jóhönnu
_Sveinsdóttur er fullkominn harm-
leikur, óréttlátur og óskiljanlegur
með öllu. Hún var ólgandi af lífs-
krafti, hjólandi inn í bjarta framtíð.
Það var að rofa til hjá henni eftir
þriggja ára dvöl í útlöndum, þangað
sem hún fór til að sinna sínum
leyndu draumum. Hún ætlaði sér
að skrifa, verða skáld og rithöfund-
ur. Áform hennar voru stór og
þrautseigja hennar mikil. Kannski
var hún að fara að blómstra, það
lá einhvern veginn í loftinu. Hún
fór út á Fögru eyjuna í hafinu til
að sækja sér vatn og loft til áfram-
haldandi skrifta og það fór sem fór.
Ég sendi dóttur hennar Hönnu,
foreldrum og bræðrum mínar inni-
legustu samúðarkveðjur. Blessuð
sé minning Jóhönnu Sveinsdóttur.
Hlín Agnarsdóttir.
Á maídögum þegar vorið boðar
komu sína eftir langan og kaldan
vetur berast þær napurlegu fregnir
hingað heim að kær æskuvinkona
sé öll. Okkur gömlu vinina úr Vest-
urbænum setur hljóða. Fyrir tæpum
fjórum áratugum, á árunum í Mela-
og Hagaskóla, bundumst við þeirri
vináttu sem alltaf er. Við vorum
svo heppnar að fá að vera í sama
bekk öll þessi ár frá 7 ára aldri til
16 ára aldurs. Minningarnar sækja
á, minningar sem allar á einn eða
annan hátt tengjast Jóhönnu
Sveinsdóttur. Hún var um margt
svo sérstök og á sinn hátt okkur
hinum fyrirmynd. Jóhanna var
glæsileg kona svo eftir var tekið,
falleg og með frábæran húmor. Hún
reyndist afburða góður námsmaður
og var vandvirk með afbrigðum.
Allt frá unglingsárunum var hún
sískrifandi og þvi undraði engan
sem til hennar þekkti að hún skyldi
leggja fyrir sig ritlist og íslenskt
mál. Jóhanna var góður kennari.
Um leið og hún leiðbeindi mennta-
skólanemum um óravíddir íslenskra
fræða, gaf hún sér tíma til að kenna
okkur hinum að njóta lífsins betur.
Pistlar hennar í blöðum og útvarpi
vöktu athygli og fáum var betur
gefið að tvinna saman heimspeki,
sagnfræði, menningu og matar-
gerðarlist í sömu hendingunni.
„Hvað er skammlífi?
Skortur lífsnautnar, -
svartrar svefnhettu
síruglað mók.
„Hvað er langlífi?
Ufsnautnin fijóva,
alefling andans
og athðfn þörf.“
Það er hörmulegt að vita til þess
að Jóhanna sé nú dáin. Lífið hennar
var svo sannarlega of stutt, en þó
var hún ekki skammlíf í þeim skiln-
ingi sem Jónas Hallgrímsson leggur
í það orð, heldur langlíf. Hún naut
lífsins og notaði það til að efla and-
ann og hafast að.
Þótt oft hafi vík skilið vini í gegn-
um árin, við valið okkur ólík ævi-
störf að loknu menntaskólanámi og
langur tími liðið milli þess að við
hittumst, var vinátta æskuáranna
alltaf sú sama. Ævi Jóhönnu eins
og við þekktum hana, einkenndist
af ótrúlegum lífskrafti og það var
alltaf jafn gaman að hitta hana og
heyra hvað hún var að fást við
þessa stundina. Hún var alltaf á
nýjum slóðum, leitandi og síung.
Hennar verður sárt saknað.
Dóttur Jóhönnu og öðrum ástvin-
um sendum við hugheilar samúðar-
kveðjur.
Þórunn S. Þorgrímsdóttir,
Vigdís Pálsdóttir, Sigríður
Pétursdóttir, Ragnheiður
Haraldsdóttir, Margrét
Hvannberg, Kristín Hauks-
dóttir, Álfheiður Ingadóttir.
Við, Jóhanna Sveinsdóttir og ég,
höfðum allar ástæður til að vera
góðir vinir. Lengi samkennarar við
MH, hún var „frönskumanneskja"
og bæði vorum við mikið áhugafólk
um ljúffengan mat.
Jóhanna heimsótti okkur í hvert
sinn sem hún kom til landsins, ég
reyndi að elda sæmilegan kvöld-
mat, sem við renndum niður með
flösku af rauðvíni. Oftar en ekki
kom Ragnheiður í Sögufélagi yfir
sundið til að vera með okkur. Jó-
hanna talaði um Frakkland og við
um ísland, töluðum um allt og alla,
fijálslega og mjög kát. Síðan fór
Jóhanna á sínu hjóli til að heilsa
upp á aðra vini í Vesturbænum og
þeir voru margir.
Á eyju fyrir sunnan Bretagne-
skaga, sem að stærð og íbúafjölda
svipar til Vestmannaeyja, kvaddi
Jóhanna Sveinsdóttir lífið. Á þess-
um árstíma er eyjan alþakin gulum
blómum.
Jóhanna var sífellt að byggja
brýr á milli íslands og Frakklands
og með dauða sínum nálgaðist hún
sjómennina frá Bretagne, sem
mættu örlögum sínum við strendur
íslands.
Gérard Lemarquis.
• Fleirl minningargreinar um
Jóhönnu Sveinsdóttur bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
Handrit afmælis- og minningargreina
skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski-
legt, að disklingur fylgi útprentuninni.
Auðveldust er inóttaka svokallaðra
ASCII-skráa, öðru nafni DOS-texta-
skrár. Ritvinnslukerfin Word og Word-
perfect eru einnig auðveld í úrvinnslu.
Senda má greinar til blaðsins á netfang
þess Mbl@centrum.is en nánari upplýs-
ingar þar um má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd
greina fari ekki yfir eina og hálfa örk
A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega
línulengd — eða 3600-4000 slög. Höf-
undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn
sin en ekki stuttnefni undir greinunum.
KRISTIN AGUSTA
INGIBJARTSDÓTTIR
■4- Kristín Ágústa
■ Ingibjartsdóttir
var fædd á Þingeyri
við Dýrafjörð 17.
nóvember 1907.
Hún lést á HrafnistU'
Hafnarfirði 12. maí
síðastliðinn. Foreld-
ar hennar voru Sess-
elja Margrét Magn-
úsdóttir, húsmóðir,
ættuð frá Hlíðarhús-
um í Reykjavík, f.
20. júlí 1877, d. 4.
janúar 1963, og
Ingibjartur Valdi-
mar Sigurðsson,
skipsljóri, fæddur á Arnarnúpi,
Dýrafirði, 25. október 1876, d.
4. mars 1938. Hún var ynst
þriggja systkina. 5. október gift-
ist hún Guðna Kristjánssyni,
verslunarmanni, en þau slitu
samvistum 1936. Eftir það bjó
hún með börnunum sínum hjá
móður sinni þar til börn hennar
stofnuðu eigin heimili, en þá
fluttist hún á heimili Sesselju
dóttur sinnar. 1981
fluttist hún á Hrafn-
istu Reykjavík þar
sem hún dvaldist í
eitt ár, og síðan á
Hrafnistu Hafnar-
firði þar sem hún
dvaldist til dauðá-
dags. Kristín Ág-
ústa eignaðist þjú
börn með Guðna
Kristjánssyni, Sess-
elju Jóhönnu, f. 21.
nóvebmer 1929, gift
8. maí 1951 Guð-
mundi Ibsen, skip-
stjóra, Kristinn
Viktor, f. 15. júlí 1931, en hann
lést fárra mánaða gamall, og
Halldór Viktor, læknir, f. 16.
júlí 1932, d. 15. júlí 1985, kvænt-
ur Dröfn Markúsdóttur, f. 24.
mars 1933, d. 31. júlí 1982. Krist-
ín Ágústa eignaðist átta barna-
börn og ellefu barnabarnabörn.
Útför Kristínar fer fram frá
Fossvogskapellu í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
í DAG kveðjum við ástkæra ömmu
okkar, Kristínu Ágústu Ingibjarts-
dóttur. Þótt söknuðurinn sé mikill,
þá kom andlát hennar ekki að óvör-
um enda hafði hún átt við mikinn
heilsubrest að stríða síðustu mánuð-
ina.
Þegar okkur er hugsað til ömmu
nú á þessari stundu, þá er efst í
huga okkar þakklæti fyrir að hafa
fengið að njóta návistar hennar á
uppvaxtarárum okkar. Þótt líf
hennar ömmu hafi ekki alltaf verið
dans á rósum, þá færði hún okkur
börnunum alltaf gleði og hamingju.
Hjartahlýja hennar, örlæti og um-
hyggja í okkar garð áttu sér engin
takmörk. Amma bar alltaf hag okk-
ar fyrir brjósti og þegar við vorum
börn þá var hún ávallt fyrst til að
tala máli okkar þegar henni þótti
við órétti beitt. Sömu umhyggju og
ástúð sýndi hún líka mökum okkar
og börnum fram á síðust stund.
Návist ástkæru ömmu okkar var
bæði rík og mikilvæg þegar við
vorum börn. Hún bjó á heimilinu á
uppvaxtarárum okkar og þegar
mamma hóf störf utan heimilisins,
þá tók hún að sér daglega umönnum
okkar systkinanna. Við gleymum
því seint elsku amma hve gott það
var að koma heim úr skólanum og
þú tókst á móti okkur með þinni
hlýju og yndislegan hádegismat.
Og engin bjó til eins góða brauð-
súpu og þú.
Þá er og minnisstæð sú um-
hyggja sem þú sýndir okkur þegar
við vorum í prófum. Alltaf sást þú
um að gleðja okkur með sjóðandi
heitum klöttum eða pönnukökum
og öðru góðgæti í kaffitímanum.
Ógleymanlegar eru líka þær stund-
ir þegar við vorum veik og þú ann-
aðist okkur með einstakri um-
hyggju og spilaðir við okkur tímun-
um saman svo okkur leiddist ekki
og við héldumst róleg í rúminu.
Hún amma minnti okkur alltaf á
að hugsa vel til landsins okkar. Ást
hennar á íslandinu sínu var tak-
markalaus. Ekki var henni illa við
það sem erlent var, en ekkert í
heiminum var fyrir ömmu eins gott
og ísland og það sem íslenskt var.
Ávallt minnti hún okkur á þennan
sannleika þegar við bæði í æsku
og á seinni árum gerðumst ginn-
keypt fyrir erlendum straumum á
kostnað lands okkar og þjóðar.
Elsku amma, ást okkar á Islandi
er ekki síst þér að þakka.
Það er erfitt að finna orð sem
lýsa því hve þú og nærvara þín var
okkur mikils virði. Við kveðjum þig
með þessum fátæklegu orðum, en
minningu okkar um þig veður ekki
lýst með fáum orðum né í eitt sinn.
Hún verður ávallt í hugum okkar
og vermir okkur um hjartarætur
um ókomin ár.
Á þessari kveðjustund þökkum
við þér fyrir allt sem þú gafst okk-
ur og kenndir. Við verðum þér ávallt
þakklát fyrir þá umhyggju sem þú
ætíð sýndir okkur og þær mörgu
gleðistundir sem þú færðir okkur.
Elsku amma, megi Drottinn Guð
geyma þig að eilífu.
Þín Kristin, Dröfn og Þórir.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og
vináttu við andlát og útför eiginmanns
míns og föður,
ÁRNA SNJÓLFSSON AR
skipstjóra.
Marta Imsland,
Hrefna Árnadóttir.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
útför elskulegrar móður okkar, dóttur, stjúpdóttur og systur,
ÞÓRDÍSAR KRISTJÁNSDÓTTUR,
Trönuhjalla 1,
Kópavogi.
Valgerður Dís Valdimarsdóttir, Benedikt Karl Valdimarsson,
Valgerður Einarsdóttir, Haraldur Gíslason
og systkini.