Morgunblaðið - 18.05.1995, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1995 49
BRÉF TIL BLAÐSINS
Ungir Evrópusinnar
Frá Eiríki Bergmann Einarssyni:
MEÐ AUKINNI tækni hefur mað-
urinn sigrast á fjarlægðinni. Sam-
skipti manna frá öllum hornum og
afkimum heims-
ins eru orðin það
tíð og yfirgrips-
mikil að það læt-
ur ekkert okkar
afskipt. Gagn-
kvæm áhrif ríkja
eru orðin það
mikil að ekkert
ríki ræður sínum
málum sjálft. Heimsþorpið er orðið
að veruleika og þjóðríkið ræður
ekki við hlutverk sitt lengur. Þessar
staðreyndir eiga ekki síst við um
Evrópu sem er orðin eitt markaðs-
væði; og samskipti manna innan
álfunnar eru orðin svo mikil að
engin bönd fá þeim aftrað. Landa-
mæri halda fólki ekki lengur hverju
frá öðru því mönnum er ekki eðlis-
lægt að vera skipað á bás og dregn-
ir í dilka eftir huglægum línum sem
valdhafar hafa dregið um yfirráða-
svæði sín. Hið fullvalda ríki er í
raun ekkert nema orðið tómt, því
ríki hafa nú orðið það mikil áhrif
hvert á annað að alþjóðlegar lausn-
ir verða að leysa þjóðríkislausnir
af hólmi.
Ungir Evrópusinnar halda fram-
haldsstofnfund fimmtudaginn 18.
maí á efri hæð Sólons Islandusar
kl. 20.30. Ungir Evrópusinnar eru
þverpólitísk samtök ungs fólks sem
hefur áhuga á evrópskri samvinnu
og telur að ísland eigi heima í sam-
félagi lýðræðisþjóða í Evrópu og
hafnar þeirri einangrunarhyggju
sem íslensk stjórnvöld hafa haldið
á lofti. Ungir Evrópusinnar á ís-
landi eru hluti af evrópskum sam-
tökum, með aðildarfélög í 25 Evr-
ópuríkjum og kallast Ungir evr-
ópskir federalistar (Jeunesse
Européenne Fédéraliste, JEF).
Samtökin vinna að virkara lýðræði
og aukinni samvinnu Evrópuþjóða
°g byggt er á prinsípinu dreifræði,
sem þýðir að ákvarðanataka skuli
tekin á lægsta mögulega stjórn-
sýslustigi, þótt viðurkennt sé að
sumar ákvarðanir verði að vera
teknar á sam-evrópsku stjórnsýslu-
stigi, sem hafi takmarkað vald.
Ungir Evrópusinnar viðurkenna að
þjóðríkið er ekki fært um að taka
sumar ákvarðanir. Þjóðríkið ræður
því ekki hvort mengun sé innan
landamæra ríkisins, þjóðríkið hefur
engin tæki til að koma í veg fyrir
styrjaldir í álfunni og þjóðríkið ræð-
ur í raun ekki einu sinni hagkerfi
sínu, því það er orðið alþjóðlegt.
Þjóðríkið verður að framselja
ákveðin völd til sameiginlegra
stofnana Evrópuríkja. Hin federal-
íska hugmynd um dreifræði felur
því í sér að ákvarðanir skulu teknar
af þeim hópi sem ákvörðunin snert-
ir, hvort það er á Evrópustigi, ríkja-
stigi, svæðastigi, eða á valdi færri
einstaklinga.
Ungir Evrópusinnar á íslandi
hafna þeirri fáránlegu stefnu
stjórnvalda á íslandi að aðildarum-
sókn að Evrópusambandinu sé ekki
á dagskrá. Evrópusambandið er
ekki steinrunnin stofnun blýants-
nagara í Brussel, heldur samtök
lýðræðisríkja sem vilja vinna að
friði, mannréttindum og auknum
lífsgæðum með því að vinna saman
í stað þess að vera hvert um sig
að rembast í sínu iitla afmarkaða
horni. Evrópsk samvinna er í sí-
felldri þróun og grundvallast á ná-
lægð, langvarandi sameiginlegum
gildum og evrópskri samkennd. Það
er nauðsynlegt fyrir ísland að taka
þátt í þessari þróun á jafningja-
grundvelli. Við megum ekki stinga
höfðinu í sandinn og neita að horf-
ast í augu við staðreyndir. Við
megum ekki vera það þjökuð af
minnimáttarkennd að við þorum
ekki að halda til samninga við ná-
grannaþjóðir okkar. Við erum stolt
Evrópuþjóð og eigum heima í sam-
félagi lýðræðisþjóða í Evrópu. Um
leið og ég hvet alla áhugamenn um
evrópska samvinnu til að mæta á
framhaldsstofnfund Ungra Evrópu-
sinna, hvet ég einnig stjórnvöld til
að taka aðildarumsókn að Evrópu-
sambandinu á dagskrá, því málið
er vissulega á dagskrá hjá þjóð-
inni. Islenska þjóðin á sama rétt
og aðrar Norðurlandaþjóðir að segja
hug sinn í málinu í þjóðaratkvæða-
greiðslu að undanförnum samn-
ingaviðræðum. Stjórnvöld mega
ekki svipta þjóðina þeim rétti.
EIRÍKUR BERGMANN EINARSSON,
formaður Ungra Evrópusinna á ís-
landi (JEF-ÍS).
KRINGLUNNI 8-12 SÍMI 33300
Svar til Jóns Magnússonar hrl.
Frá Jóni Steinari Gunnlaugssyni:
ÞAKKA þér fyrir tilskrifíð hér í
blaðinu í gær. Mér er ljúft og skylt
að reyna að svara.
Á fundi Lög-
mannafélagsins
sagði ég orðrétt:
„Þeir fyrirsvars-
menn almanna-
hagsmuna sem
málið á undir,
dómsmálaráð-
herrann og for-
. maður allsherjar-
Jon Steinar nefndar Alþingis,
Gunnlaugsson tengjast for-
svarsmönnum vátryggingafélaga
nánum fjölskylduböndum. Þeir eru
því ekki vel til þess fallnir að stjórna
viðbrögðum stjórnvalda og löggjafa
við ábendingum um misfellur lag-
anna. viðbrögð þeirra sýna þetta
ljósast." Þegar þetta var sagt, hafði
ég í ítarlegu máli fjallað um furðu-
legan undandrátt þeirra i málinu.
í tilvikum beggja þessara stjórn-
málamanna er um að ræða fjöl-
skyldutengsl, sem eru svo náin að
þau myndu valda vanhæfi skv.
stjórnsýslulögum og lögum um
meðferð einkamála ef um væri að
ræða mál sem undir þessi lög
heyrðu. Það er þannig um að ræða
tengsl sem viðurkennt er í lögum
að séu til þess fallin að valda hlut-
drægni við meðferð mála. Það er
aldrei hægt að sanna að slík tengsl
valdi í raun og veru hlutdrægi.
Þegar þú, Jón minn, gerir t.d. kröfu
í dómsmáli um að dómari víki sæti
vegna þess að bróðir hans eða
maki sé fyrirsvarsmaður málsaðila,
ráðast úrslit um kröfuna ekki af
því að þú sannir að þessi hagsmuna-
tengsl muni í raun og veru skipta
máli fyrir málsmeðferð dómarans.
Þetta er nefnilega formregla. Hún
hefur það markmið_ að auka tiltrú
á málsmeðferðinni. í því tilviki sem
hér um ræðir hef ég nefnt ofan-
greind tengsl þessa fólks, þegar ég
hef leitað skýringa á undandrætti
þess við að taka málefnalega af-
stöðu til ábendinga um nauðsynlega
leiðréttingu á skaðabótalögum.
Eg er ánægður með stuðning
þinn við efni þess máls sem um er
fjallað. Hér sem endranær er það
málefnið sjálft sem mestu máli
skiptir. Fjölmiðlar gerðu mikið úr
ofangreindum ummælum mínum á
fundinum. Við því mátti sjálfsagt
búast fyrirfram. Hið eina slæma
við það er, að dómsmálaráðherrann,
þjálfaður maðurinn, greip þetta
tækifæri til að drepa kjarna málsins
á dreif enn eina ferðina. Hvers
vegna gerir hann það? Það var aumt
af fjölmiðlunum sem við hann
töluðu að leyfa honum að komast
upp með það.
Þú spyrð hvaða ábyrgð ég eigi
að bera á ummælum mínum. Svar-
ið er einfalt. Mér ber skylda til að
svara undanbragðalaust ákúrum
eins og þinni. Og um leið og dóms-
málaráðherrann sýnir það í verki
að hann vilji sinna almannahags-
munum með málefnalegum hætti,
skal ég verða fyrstur manna til að
virða það við hann.
JÓN STEINAR GUNNLAUGSSOþl,
hæstaréttarlögmaður.
Opið bréf til aðstandenda Stutt-
myndadaga og Rey kj avíkurb orgar
Frá Eiríki Inga Böðvarssyni og
Valtý Bergmann:
DAGANA 2., 3. og 4. maí síðastlið-
inn fór fram stuttmyndakeppni,
„Stuttmyndadagar í Reykjavík", á
vegum Kvikmyndafélagsins.
Undirritaðir voru meðal 50 þátt-
takenda og vilja varpa fram nokkr-
um spurningum til aðstandenda
keppninnar og styrktaraðila henn-
ar, Reykjavíkurborgar.
Hvers vegna var hvergi í auglýs-
ingum um keppnina getið um ald-
urstakmörk þátttakenda?
- Margir komust ekki inn á
Hótel Borg fýrstu tvö kvöldin, þar
sem 18 ára aldurstakmark var sett
skyndilega á, en 20 ára aldurstak-
mark síðasta kvöldið. Aðstandend-
ur keppninnar færðu unga fólkið
á veitingahús í nágrenninu þar sem
horfa þurfti á myndirnar á litlum
sjónvarpsskjá, við of lágan hljóð-
styrk og of mikla birtu.
Hvers vegna var unga fólkinu í
„útihúsinu" ekki boðið upp á
ókeypis veitingar eins og þeim sem
sátu á Hótel Borg?
- Allir höfðu jú greitt það sama
fyrir aðgöngumiðann.
Fylgdist styrktaraðili keppninn-
ar, Reykjavíkurborg, ekki með
framkvæmd keppninnar?
- Vitað er að dómnefnd horfði
ekki á allar myndirnar, keppnin
var því ójöfn. Telur styrktaraðili
að það sé heppilegt að keppendur
séu hafðir á tveimur stöðum á
meðan keppnin fer fram?
Svör frá aðstandendum og
styrktaraðila óskast birt í Morgun-
blaðinu.
Virðingarfyllst,
EIRÍKURINGIBÖÐVARSSON,
Helgalandi 12, Mosfellsbæ,
VALTÝR BERGMANN,
Klyfjaseli 1, Reykjavík.
STEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN
SALIMEX frá SALAMANDER
Litir: Svart og beige. Stærðir: 36-41 Litir: Svart og beige. Stærðir: 36-41
Ath. leðurfóðraðir leðurskór Ath. leðurfóðraðir leðurskór
2
Póstsendum samdœgurs • 5% staðgreiðsluafsláttur
STEINAR WAAGE . H SKÓVERSLUN j/ ^ KRINGLAN 8-12 SÍMI 689212 -éf [bppskórinn steinarwaage ^ LyHTUSUNDI Vlfi IMCÓlFSTOtE SÍHI: 21111 SKO VERSLUN A? IUUIISimi II • Silll: nill EGIISGOTU 3 SIMI18519 <3 J