Morgunblaðið - 01.06.1995, Síða 2

Morgunblaðið - 01.06.1995, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Einar Oddur Kristjánsson alþingis- maður um brottkast fisks Gætí numið 40 milljörðum kr. STÆRSTI gallinn á núverandi afla- markskerfi er brottkast fisks. Brottkastið gæti numið 30-40 millj- örðum kr. í útflutningsverðmætum á síðustu fimm árum. Þetta kom fram í máli Einars Odds Kristjáns- sonar alþingismanns á ráðstefnu um kvótakerfi í sjávarútvegi sem Fiski- félagið hélt í gær. Snjólfur Ólafsson, dósent við við- skipta- og hagfræðideild Háskóla Islands, sagði að íslendingum hefði tekist vel upp með fyrirkomulagið á stjórnun fiskveiða miðað við árangur annarra þjóða. Hann segir þó alvar- lega vankanta á kerfinu og nefndi þar til sögunnar sérstakar reglur um smábáta og að inn í kerfið vantaði auðlindagjald í einhveiju formi. Einar Oddur vitnaði m.a. til skoð- anakönnunar SKÁÍS um áramótin 1989-1990 um brottkast físks meðal sjómanna. „Ef þessi skoðanakönnun hefur verið rétt er niðurstaðan sú, að hafí svo haldið fram í þeim mæli sem hundruð vitnisburða er um, er- um við að henda físki á þessum ára- tug samsvarandi nokkrum tugnm milljarða, 30-40 milljörðum í útflutn- ingsverðmæti," sagði Einar Oddur. Hann kynnti hugmyndir um flota- stýringu í stað aflamarks og kvaðst ekkert óréttlæti sjá í því að sóknin yrði skattlögð. „Ef menn vilja endi- lega skattleggja þennan atvinnuveg, og það má gera það á margan hátt, t.d. með tekjusköttum, getum við líka skattlagt sóknina og það væri ekki óréttlátt," sagði Einar Oddur. Snjólfur lagði til að tekið yrði upp auðlindagjald í einhveiju formi. Það væri réttlætismál Sem margir krefð- ust og með góðri útfærslu á gjaldinu gæti það dregið úr sveiflum í efna- hagslífínu og hamlað gegn óæski- legri hækkun raungengis. Morgunblaðið/Sverrir Útför Maríu Markan ÚTFÖR Maríu Markan Östlund óperusöngkonu var gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í gær. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson jarðsöng, organisti var Hörður Askelsson en auk hans sáu um undir- leik þau Jónas Ingimundarson píanóleikari og María Huld Markan Sigfúsdóttir fiðluleikari. Sús- anna Levonen og Ingibjörg Marteinsdóttir sungu einsöng og kórinn Söngvinir söng. Kórinn er skipaður þekktum söngvurum og vinum söngkon- unnar. Kistuna báru úr kirkju, f.v.: Helgi Agnars- son, Rolf Markan, Friðrik Weisshappel, Sebastian Notini, Páll Garðarsson, Benedikt Gunnarsson, Ari Georg Haraldsson og Jón Kristján Haralds- son. 200 atvinnurekendur hafa leitað sumarfólks til Atvinnumiðlunar námsmanna Um 500 færri umsóknir til Reykjavíkurborgar en í fyrra ALDREI hafa jafnmargir atvinnu- rekendur leitað til Atvinnumiðlunar námsmanna vegna sumarstarfs- manna, að sögn Sigurðar Eyjólfsson- ar framkvæmdastjóra, en um 1.100 námsmenn eldri en 16 ára hafa skráð sig hjá skrifstofunni. Hjá Reykjavík- urborg hafa 3.743 ungmenni, 16 ára og eldri, skráð sig í von um vinnu í sumar, rúmlega 500 færri en í fyrra. Munu að minnsta kosti 2.500 fá vinnu, að sögn Önnu Helgadóttur. Anna segir að færri umsóknir hafi borist en í fyrra en þá voru þær 4.267. „Það er búið að reikna með 2.000 sumarstörfum í fjárhagsáætlun borg- arinnar og síðan voru samþykkt 500 störf til viðbótar 23. maí. í fyrra fengu allir sem skráðu sig vinnu og ef það á að gerast aftur þarf að koma til aukafjárveiting líkt og í júní í fyrra,“ segir hún. Um er að ræða tíu vikna starfstíma hjá ýmsum fyrir- tækjum og stofnunum borgarinnar. 200 atvinnurekendur Sigurður Eyjólfsson, fram- kvæmdastjóri Atvinnumiðlunar námsmanna hjá Stúdentaráði HI, segir að mikill fjöldi fyrirtækja hafi leitað til skrifstofunnar. „Það hafa aldrei leitað til okkar jafnmargir atvinnurekendur og nú eða rúmlega tvöhundruð. Ég er því mjög bjart- sýnn á sumarið," segir hann. í fyrra útvegaði miðlunin starfs- krafta fyrir 480 störf og segir Sig- urður að 400 störf séu þegar til boða. „Við erum því komin langleið- ina til móts við þann ijölda starfa sem bauðst í allt fyrrasumar,“ segir hann. Nemendur úr fjórum félagasam- tökum leita til skrifstofunnar, þ.e. úr Félagi framhaldsskólanema, Samtökum íslenskra námsmanna erlendis, Bandalagi íslenskra sér- skólanema og Stúdentaráði HÍ og hafa rúmlega 1.100 námsmenn þeg- ar látið skrá sig. „Reynslan sýnir að atvinnurek- endur leita mest til okkar í upphafí júnímánaðar þannig að sú sprenging sem við höfum gjarnan talað um hér á væntanlega eftir að verða,“ segir Sigurður loks. 180 án vinnu í Hafnarfirði Hlynur Eiríksson, umsjónarmaður Vinnumiðlunar skólafólks í Hafnar- firði, segir 180 ungmenni, 17-21 árs, á skrá hjá skrifstofunni sem enga vinnu hafí fengið svo vitað sé. Um hundrað, á sama aldri, hafí þegar fengjð vinnu og einnig hafí bærinn ráðið 60 ungmenni 21 árs og eldri sem flokksstjóra í unglingavinnu. Störfin hjá bænum tengjast eink- um garðvinnu, leikjanámskeiðum og þess háttar að Hlyns sögn. „Horfurnar hjá þeim sem eiga eftir að fá vinnu eru ekki bjartar ef horft er til fyrirtækja. En átaksverkefnið sem við erum að fara af stað með núna hefur gengið mjög vel tvö síð- ustu sumur. Verkefnið heitir Tæki- færi og má segja að það byggi á frumkvæði krakkanna sjálfra,“ seg- ir Hlynur en um er að ræða garð- vinnu fyrir einstaklinga, bónþjón- ustu fyrir fólk að versla, barnapöss- un, hreinsun og tiltekt í kringum blokkir, málningarvinnu og glugga- þvott. Um 340 án vinnu í Kópavogi í Kópavogi er staðan þannig, að sögn Margrétar Þórðardóttur, að 523 ungmenni hafa sótt um vinnu til bæjarins, 285 á aldrinum 17-20 ára og 238 yfír 20 ára. Að hennar sögn eru 57 á atvinnuleysisskrá. Búið er að ráða 123 til starfa hjá bænum og segir Margrét þá sinna störfum í bæjarvinnunni, vinnuskóla, við íþróttavelli og þess háttar. Islensk stúlka sigraði BIRGITTA ína Unnarsdóttir, tæplega tvítug stúlka úr Kefla- vík, var í gær kjörin Miss World University eða Ungfrú háskóla- nemi í Seoul í Kóreu. Hún bar sigurorð af 46 öðrum keppendum frá 45 Iöndum. Birgitta fór í keppnina á veg- um Módelsamtakanna. Unnur Arngrímsdóttir framkvæmda- stjóri sagðist í samtali við Morg- unblaðið í gær vera stolt af ár- angri Birgittu, einkum í Ijósi þess að hún væri þriðja stúlkan í röð sem hún sendi í keppni og næði góðum árangri. Fyrir þrem- ur árum vann Heiðrún Anna Björnsdóttir þessa keppni og i fyrra vann Unnur Gunnarsdóttir titilinn Ungfrú Evrópa. Ekki náðist i Birgittu í gær en Unnur sagðist hafa heyrt í henni á þriðjudag og þá höfðu henni þegar boðist fyrirsætu- störf í París og á Ítalíu með haustinu ogþátttaka í tveimur fegurðarkeppnum til viðbótar núna í kjölfar þessarar keppni. Birgitta útskrifast sem stúdent frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja 17. júní nk. Að sögn föður henn- ar, Unnars Más Magnússonar, er ekki afráðið hvort hún fer í keppnirnar vegna þess að hana langar að vera við stúdentsút- skriftina. Forsætisráðherra Víetnam væntan- legur í opinbera heimsókn Sjötíu manna fylgd- arlið með í förinni FORSÆTISRÁÐHERRA Víet- nam, Vo Van Kiet, kemur í opin- bera heimsókn hingað til lands dagana 8. og 9. júní næstkomandi í boði Davíðs Oddssonar, forsætis- ráðherra, en með komu Vo Van Kiet hingað til lands lýkur för hans um Norðurlönd. í för með forsætis- ráðherranum verða, auk eiginkonu hans, þrír ráðherrar úr ríkisstjóm Víetnam ásamt fylgdarliði og sér- stakri viðskiptasendinefnd. Að sögn Guðmundar Árnason- ar, deildarstjóra í forsætisráðu- neytinu, er föruneyti víetnamska forsætisráðherrans það fjölmenn- asta sem, að minnsta kosti hin síðari ár, hefur komið hingað til lands í tengslum við opinbera heimsókn, eða um 70 manns. í sendinefnd forsætisráðherrans verða 20 manns og 15 manns í fylgdarliði, en auk þess verða með í för 17 manns í viðskiptasendi- nefndinni, 11 fréttamenn og áhöfn einkaflugvélar forsætisráðherr- ans. Hópurinn mun dveljast á hót- elum í Reykjavík, Keflavík og á Hótel Örk í Hveragerði. Þeir ráðherrar sem hingað koma ásamt forsætisráðherranum eru ráðherra stjórnarráðs Víetnam, utanríkisráðherra og fjármálaráð- herra, en þeir munu væntanlega eiga fundi með starfsbræðrum sín- um hér á landi um viðskipti land- anna. Þá er þess vænst að fulltrú- ar íslenskra fyrirtækja fundi með viðskiptanefndinni sem hingað kemur. Tómatar lækka mikið VERÐ á íslenskum tómötum lækkaði verulega í verslunum í gær vegna aukins framboðs á markaðnum. Þannig var verðið komið niður í 299 kr. kílóið í Hagkaupi í gær, en algengt verð út úr verslun hefur undanfarið verið á bil- inu 400-500 krónur kílóið. Oveiyumikil sala upp á síðkastið Að sögn Kolbeins Ágústs- sonar, sölustjóra hjá Sölufé- lagi garðyrkjumanna, hefur framboðið á tómötum aukist meðal annars vegna þess hve bjart hefur verið í vor. Hann sagði tómatasöluna hafa ver- ið óvenjumikla upp á síðkast- ið, og það ætti reyndar einnig við um flestar aðrar græn- metistegundir. Snjóflóð á Oshlíð- arveg Bolungarvík. Morgunblaðið. KRAPAFLÓÐ féll á Óshlíðar- veg snemma í gærmorgun og var vegurinn lokaður af þeim sökum um tíma eða til klukk- an átta er starfsmenn Vega- gerðarinnar á ísafirði höfðu komið moksturstæki á stað- inn og rutt flóðið. Krapaflóð þetta féll á veg- svalirnar við svokallaða Steinsófæru. Að öllu jöfnu falla slík flóð yfír vegsvalirn- ar og valda því engri hættu eða töfum en þar 3em óvenju- lega mikill snjór er fyrir, ofan á vegsvölunum, renna svona flóð, þótt lítil séu, út af svalarmunnunum og loka því veginum. Ekki er óalgengt að krapa- flóð falli á Oshlíðarveg um þetta leyti árs eða þegar snjór er að bráðna uppi í fjallinu. í flestum tilfellum eru þetta þó Iitlar og meinlausar skrið- ur sem oftar en ekki ná ekki út á vegarstæðið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.