Morgunblaðið - 01.06.1995, Page 8
8 FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Skoðanakönnun DV um fylgi ríkisstjómarinnar.
Það verða líka sætir dagar hjá beljunum yfir að fá fjósamann sem kann að moka flór,
Davíð minn.
Sveppaframleiðsla í gámi á Flateyri
Hefja ræktun á Shii-
take-sælkerasvepp
SVEPPABÆNDURNIR á Flateyri, Hildur Halldórsdóttir og Stein-
þór Bjarni Kristjánsson, með rotmassapoka sem orðinn er hvítur
af sveppamyglu. Á hillunum sjást pokar með harðviðarrotmassa
þar sem geijunin er ekki eins langt komin.
FRAMLEIÐSLA er að hefjast á
japanska sælkerasveppnum Shii-
take á Flateyri. Sveppurinn er
nokkuð frábrugðinn hinum hefð-
bundna hvíta matarsvepp sem
ræktaður hefur verið hér á landi í
35 ár. Shiitake-sveppurinn er
bragðsterkari en matarsveppurinn
og er auk þess talinn hafa heilsu-
samleg áhrif á fólk.
Hiidur Halldórsdóttir líffræðing-
ur og Steinþór Bjarni Kristjánsson
á Flateyri hófu tilraunaræktun
Shiitake-sveppsins í vetur. Ekki er
mikið um störf fyrir líffræðinga á
svæðinu en Hildur hafði fengist
nokkuð við sveppi í líffræðináminu
svo þeim kom í hug að hefja
svepparækt. Eftir athuganir á
ræktun og markaði fyrir sveppa-
framleiðslu fannst þeim áhugavert
að hefja framleiðslu á sælkera-
sveppum sem ekki hafa verið rækt-
aðir hér áður, einkum Shiitake.
Konungur
sveppanna
Hildur segir að þessi sveppateg-
und hafi einhvern tímann verið flutt
inn til landsins en verið lítið kynnt
og ekki náð útbreiðslu. „íslending-
ar vilja gjarnan prófa nýjungar og
sveppir eru hér tiltöluíega mikið
notaðir. Okkur fannst því tilvalið
að reyna eitthvað nýtt fyrir íslenska
sveppaunnendur. Shiitake-
sveppurinn er mun bragðsterkari
en venjulegir matarsveppir og því
þarf minna af honum í matargerð.
Bragðið er undursamlegt og talar
sveppafólk um hann sem konung
sveppanna. Þá sýna marktækar
læknisfræðilegar niðurstöður að
hann hefur heilsusamleg áhrif á
fólk, m.a. á ónæmiskerfi, blóðþrýst-
ing og meltingu," segir Hildur.
Sveppurinn er dýrari en venju-
legir sveppir og segir Hildur að
Japanir gefi hann gjarnan í stað
blóma, til dæmis þegar þeir fari í
heimsóknir til kunningja, með ósk-
um um góða heilsu. Þessi sveppa-
tegund hefur verið að ryðja sér til
rúms á Vesturlöndum og hefur t.d.
mjög aukist ræktun hans og neysla
í Bandaríkjunum.
Hildur og Steinþór eru að þróa
framleiðsluaðferðir. Shiitake er
tijásveppur og þau bjuggu til rot-
massa úr harðviðarsagi. Fyrsta
gróið var flutt inn í vor. Það er sett
í massann og pakkað inn í sérstaka
poka. Framleiðslan er afar við-
kvæm fyrir umhverfisáhrifum og
þarfnast nánast rannsóknarstofu-
vinnubragða. Þessar vikurnar er
myglan að umlykja massaköggul-
inn og þegar ræktunin er komin á
ákveðið stig er pokinn tekin utanaf
og hitinn lækkaður. Þá fara fljót-
iega að vaxa sveppir á ýmsum stöð-
um út úr massakögglinum, Hildur
á von á fyrstu uppskerunni um
miðjan júnímánuð og segir að þau
hjónin séu ánægð með hvað vel
hafí gengið í upphafi. Framhaldið
fer síðan eftir viðbrögðum markað-
arins. Hildur og Steinþór áætla að
ársneyslan hér á landi geti orðið
3-4 tonn.
Gámarnir heppilegir
Ræktunin fer fram í gámum á
Flateyri og segir Hildur að þeir séu
mjög heppilegir ræktunarklefar.
Hins vegar þyrfti að hafa annað
húsnæði fyrir rannsóknarstofuna
til þess að tryggja góðan árangur.
Hægt er að bæta við gámum eftir
því sem eftirspurn eftir sveppum
eykst. Steinþór og Hildur hyggjast
semja við grænmetisheildsala um
dreifíngu og vilja koma vörunni
sem víðast, bæði í verslanir og veit-
ingastaði.
Leiddi saman listamenn austurs og vesturs
Eigxtm að nota
listina til að
ná betur saman
DR. HORST Zimmer-
man hafði umsjón
með Tvíæringi
Eystrasaltsríkjanna í
Rostock frá 1956 til 1985.
Frá 1967 voru íslenskir
listamenn þátttakendur í
tvíæringnum og urðu þeir
87 talsins í tíð Zimmer-
mans. Listamenn frá Dan-
mörku, Vestur-Þýska-
landi, Finnlandi, íslandi,
Noregi, Póllandi, Svíþjóð,
Sovétríkjunum og Austur-
Þýskalandi komu saman á
tvíæringnum og fyrir
marga austantjaldslista-
menn var hann eina tæki-
færið sem þeir fengu til
að komast í snertingu við
menningu Vesturlanda.
- Hvernig var að standa
fyrir þessari menningar-
starfsemi á dögum kalda stríðs- ►Dr. Horst Zimmerman lagði
ins? stund á listasögu og fornleifa-
„Það byggðist allt á beinum fræði í Berlín. Á árunum 1956
tengslum við listamennina sjálfa. til 1963 starfaði hann við mál-
eða samtök þeirra í þeim löndum verkasafnið Dresden Pillnitz í
Dr. Horst Zimmerman
þar sem A-Þýskaland hafði ekki
sendiráð eða konsúl. STASI
fylgdist með öllu og maður fann
stanslaust fyrir því eftirliti. Ég
þurfti alltaf að láta ritskoða sýn-
ingarskrána og gerðar voru at-
hugasemdir við smæstu atriði.
Eg get nefnt sem dæmi að
eitt sinn sendi finnskur listmaður
mér upplýsingar um að hann
ætlaði að senda verk sem hét
Múrinn á tvíæringinn. Þótt verk-
ið væri óséð var þegar ákveðið
að ekki mætti sýna það þar sem
það hlyti að vera gagnrýni á
Berlínarmúrinn. Ég ákvað að
gera ekkert í málinu og lét lista-
manninn koma með verkið. í ljós
kom að um þýðingarvillu var að
ræða því myndin var af girðingu
við húsagarð og hún var sýnd
undir öðru nafni.“
- Fundu vestrænu listamenn-
irnir mikið fyrir þessu?
„Ég ber mikla virðingu fyrir
þeim listamönnum sem komu til
mín því það varð þeim sumum
síður en svo til framdráttar
heima fyrir. Þeir voru stimplaðir
fyrir það eitt að fara til kommún-
istalands og sýna þar. Svo var
allt þungt í vöfum og miklir
snúningar í kringum vegabréfsá-
ritanir og þess háttar. En sam-
starfið var gífurlega mikils virði
fyrir austantjaldslistamennina
sem höfðu enga aðra möguleika
á að kynnast vestrænni menn-
ingu. Vinskapurinn sem mynd-
aðist á milli manna var dýrmæt-
asti afraksturinn.
Þótt þessi tími kommún-
ismans hafi verið erf- _______
iður hefði ég ekki vilj-
að missa af því að
upplifa hann því það
var oft gaman að
standa í baráttunni."
- Hvað hefur breyst fyrir
listamenn í Austur-Þýskalandi?
„Það hefur allt breyst. Þegar
þýsku ríkin sameinuðust höfðu
listamenn ekki lengur aðgang
að opinberum sjóðum sem starf-
ræktir voru af ríkinu til að hafa
áhrif á list, eins og allt annað.
Þessi breyting var erfið, sérstak-
lega fyrir unga listamenn sem
voru að reyna að koma sér á
framfæri. Hið jákvæða er hins
vegar að eftir sameiningu gátu
listamenn í fyrsta skipti tekið
Dresden, 1963 til 1964 við
menningarmálaráðuneytið í
Berlín og í 20 ár frá 1965 var
hann forstöðumaður Listahall-
arinnar í Rostock (Kunsthalle
Rostock) og stýrði tvíæringi
landanna sem lágu að Eystra-
salti. Frá 1985 til 1994 var
hann forstöðumaður þess hluta
Málverkasafnsins í Dresden
(Dresdner Gemaldegalerie Al-
bertinum), sem hýsir list 19.
og 20. aldar.
Sýningar-
skrárnar voru
ritskoðaðar
þátt í heiminum, ef svo má segja.
Austur-Þýskaland var hálfgert
fangelsi. því það var aðeins opið
í austur. Nú búa þeir ekki lengur
við það að langa alltaf til að
gera eitthvað sem ekki má eða
ekki er hægt. Þeir geta pakkað
ofan í tösku og farið til Frakk-
lands, Spánar, Grikklands, Ítalíu
eða hvert sem er og séð dýrgripi
listasögunnar með eigin aug-
um.“
- En er allt samstarf við ís-
land dottið upp fyrir nú?
„Það er ennþá áhugi fyrir
hendi, bæði í Rostock og örugg-
lega í Dresden líka, þar sem ég
starfaði síðast. Það er synd að
þau tengsl sem mynduðust á sín-
urn tíma verði að engu.
Ég hef hrifist af því, á þeim
dögum sem ég hef verið hér nú,
hvað maður verður var við mikla
list. Það er augljóst að miklu er
eytt í listaverk og athyglisvert
er að sjá listaverk í gluggum
íbúða fólks. í Þýskalandi setur
--------- fólk blóm í glugga-
kistumar sínar en
héma sér maður lista-
verk. Mér finnst stór-
_________ kostlegt að sjá lista-
verk notuð á þennan
hátt til að tengja hið ytra og hið
innra. Ég hef einnig séð mörg
listaverk í galleríum hér sem
myndu vekja mikla athygli í
Þýskalandi.
Ég held að það væri grand-
völlur fyrir því að setja upp sér-
staka kynningu á íslenskri
myndlist, hönnun, handverki og
arkitektúr í Þýskalandi. Það er
vel hægt að gera ýmsa hluti án
þess að þeir þurfi að kosta allt
of mikið. Við ættum að nota list-
ina til að ná betur saman.“