Morgunblaðið - 01.06.1995, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ
URVERINU
FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 1995 17
Tillögur Samtaka fiskvinnslustöðva án útgerðar
Vilja allan físk á markað
SAMTOK fískvinnslustöðva án út-
gerðar hafa nú kynnt tillögur sínar
um verðmyndun á sjávarafla og
breytingar á framsali veiðiheimilda.
Samtökin vilja að bundið verði í lög-
um að verð á öllum físki, sem hér
er landað til vinnslu myndist á opn-
um markaði. Þá vilja samtökin
banna framsal veiðiheimilda innan
hvers árs nema um jöfn skipti sé
að ræða, en heimila sölu varanlegra
aflaheimilda. Með þessu telja sam-
tökin að friður verði um verðmyndun
á físki og komið í veg fyrir að sjó-
menn séu knúnir til þátttöku í kvóta-
kaupum. Tillögur SFÁÚ eru svo
hljóðandi:
• „Öll verðmyndun á hráefni úr ís-
lenzkum fiskiskipum skal eiga sér
stað á opnum markaði og þannig
tryggt að aflinn seljist hæstbjóð-
anda.
• íslenzkum mörkuðum með löggilt
starfsleyfi sé einum heimilt að ann-
ast milligöngu um þessi viðskipti,
hvort heldur sem er að viðskiptin
fari fram í tölvutengdum fjarskipt-
um, aflinn sé í húsi, aflað sé tilboða
í afla eða komið á tímabundnum
viðskiptum.
• Verðmyndun og sala fer fram með
eftirgreindum hætti: Daglegu upp-
boði á lönduðum afla, sem til sýnir
er og sölu á gólfi fiskmarkaðar og
seldur þar og í tölvutengdum fjar-
skiptum.
Daglegu uppboði á markaði og í
tölvutengdum fjarskiptum á veidd-
um eða hluta til óveiddum afla um
borð í skipum og bátum.
Þegar um er að ræða skip í eigu
útgerðarfyrirtækja, sem reka fisk-
vinnslu, geti verðmyndun og sala
aflans farið fram á eftirgreindan
hátt: Útgerð skips komi nauðsynleg-
um upplýsingum um afla á fram-
færi við fiskmarkað ásamt verðtil-
boðum sínum og óski eftir kauptil-
boðum í aflann.
Fiskmarkaður kemur fyrrgreind-
um upplýsingum á framfæri við
kaupendur sam gera tilboð í viðkom-
andi afla eða hluta hans.
Fiskmarkaður kemur tilboðum á
framfæri við útgerð sem metur til-
boðin (á þessu stigi eru nöfn tilboðs-
gjafa trúnaðarmál) og ákveður hvort
og hvaða tilboðum verður tekið.
Útgerð hefur forkaupsrétt að af-
lanum á sama verði og tilboðin hljóða
hveiju sinni. Að selja allan aflann
eða vissan hluta hans (ákveðnar teg-
undir) á markaði. Gildir þá ekkert
lágmarksverð fyrir þann hluta af-
lans, enda sé um fasta venju að ræða
í samkomulagi við áhöfn viðkomandi
skips.“ Þá er að finna í tillögunum
ákvæði um viðskiptasamning milli
aðila um kaup á físki og samstarfs-
nefnd.
Framsal
aflaheimilda
Óheimilt að
leigja kvóta
SAMTÖK fiskvinnslustöðva án út-
gerðar leggja einnig til að framsal
aflaheimilda innan hvers árs, svo-
kölluð kvótaleiga, verði bönnuð,
nema um sé að ræða skipti á milli
tegunda í jöfnum ígildum. Samtökin
vilja að þeim aflaheimildum, sem
ekki nýtast innan hvers árs verði
skilað fyrir lok hvers fískveiðiárs.
Opinber aðili sjái síðan um að selja
þær á uppboði.
Kvótaþing
Tillögur samtakanna um framsal
aflaheimilda fara hér á eftir:
• Sala á milli útgerða á veiðiheim-
ildum innan árs verði óheimil. Að-
eins verði heimil skipti á milli teg-
unda í jöfnum ígildum.
• Veiðiheimildir sem skip veiðir
ekki og falla utan flutningsheimilda
milli ára beri því að skila að nýju
fyrir lok fiskveiðiársins, ella sæti
það skerðingu við úthlutun næsta
fískveiðiárs.
• Á vegum sjávarútvegsráðuneyt-
isins, til dæmis Fiskistofu, verði
starfrækt kvótamiðlun með van-
nýttar veiðiheimildir, kvótaþing.
Kvótaþing annist sölu á slíkum
veiðiheimildum með reglulegu út-
boði og ræður þar markaðsverð.
• Lagt er til að áhafnir skipa taki
ekki þátt í kaupum á veiðiheimild-
um. þegar veiðiheimildir eru keypt-
ar á kvótaþingi undirriti útgerð
skuldbindingu þessa efnis.
• Tekjum af sölu veiðiheimilda á
vegum kvótaþings verði varið til
samfélagslegra verkefna í þágu
sjávarútvegsins, samkvæmt lögum
sem sett yrðu um slíkan sjóð, svo
sem físki og hafrannsókna, þróunar
og fræðslu í þágu fiskiðnaðar og
til öryggis- og fræðslumála í þágu
sjómanna.
Þjóðin ein á fiskimiðin
I greinargerð með tillögum þess-
um segir meðal annars svo: „Það
liggur í hlutarins eðli að úthutun
veiðiheimilda af hálfu hins opinbera
(fyrir hönd þjóðarinnar) á aðeins
að fela í sér rétt til að veiða tiltekið-
magn af físki. Að slíkur réttur verði
ekki framseldur af skipi tímabundið
til þess að leigja hann öðrum. Það
er þjóðin ein sem eigandi fískimið-
anna, sem ætti að hafa rétt til að
innheimta leigugjald fyrir afnot af
þeim. Um þetta hefur farið fram
mikil umræða í þjóðfélaginu á liðn-
um árum og meirihluti þjóðarinnar
er þessarar skoðuna.
í umræðu um veiðileyfagjald hef-
ur hins vegar ekki gætt skilnings
á því að slíka gjaldtöku er ekki
hægt að taka upp án þess að breyta
framsalsheimildum í þá veru sem
hér er lagt til. Útleiga á ónýttum
kvóta, sem skilað er inn er því eðli-
leg leið.“
KOLAPORTIÐ
□□
□ □
Tiii iin im i rn m 1111 imi 11111111111111111 n
XL
XU
munm
i
TTT
.111,1
ŒEEO
TTT
■_________________________________________________________________________________________________________________________________________. ____________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________
Opið virka daga kl. 12 -18
__ U
TILBOлVEISLAN
.. alla virka daga í Kolaportínu
GEISLADISKAR Á VERÐIFRAKR.
| Risageisladiskaútsala með 1000 titla af íslenskri sem erlendri tónlist.
tyj/pfcm ^Pt/Ze QÁ'e/xm, ÓÁTo/iciay, 9/loy ©i/inMoet, P/aiyy /p/ine Ci/a'mni/tj /í/neiie
VANDAÐUR FATNAÐUR MEÐ
msmm
ALLT AÐ
mmmmmmmim
.heldur áiramj _____
og stendur adeins til 5. iuní
Sumar vörulegundir eru aö se'jasl upp!
A«,\WA'g%
PORTíö ../Kolaportim á m