Morgunblaðið - 02.06.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.06.1995, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Morgunblaðið/Þorkell VERKI Uluga Eysteinssonar Menntun og þorskur er ekki að fullu lokið. Eftir er að selja upp þverslár og þorskhausa. SÍÐUSTU daga hefur mikið verið um að vera á bílastæðum Háskóia íslands gegnt Aðalbyggingunni á gamla iþróttavellinum. Þar hafa undanfarna daga verið settar upp risastórar trönur og hafa margir vegfarendur haldið að um undir- búning vegna hátíðarhalda á 17. júni væri að ræða. Svo er ekki. A þessum stað í nágrenni Norræna hússins er hafinn undirbúningur norrænnar umhverfislistahátíðar sem opnuð verður 10. júní nk. Fimm verk hafa verið valin til sýningar á þessari umhverfislista- sýningu sem ber yfirskriftina Nor- Fiski- trönur í yfírstærð rænir brunnar. Trönurnar sem um ræðir eru hluti af stóru íslensku verki eftir arkitektinn Illuga Eysteinsson og nefnist það Menntun og þorskur. Harpa Björnsdóttir einn umsjón- armanna hátíðarinnar segir að 111- ugi hafi hannað fiskitrönur í yfir- stærð og standi þær í boga gegnt Háskólaboganum við Sæmundar- götu. Þorskinum sé þannig stillt táknrænt upp gegnt mennta- stofnuninni. Verk norrænu listamannanna verða sett upp í grennd við Nor- ræna húsið næstu daga en aðrar tillögur sýndar í sýningarsal Nor- ræna hússins. Það þarf þó vart að kaupa sig inn á aðalsýninguna þar sem verkin eru öll utanhúss. Framkvæmdastjóri Ríkissj ónvarpsins Vart kemur til greina að hætta dagskrárgerð Pétur Guðfinnsson PÉTUR Guðfinnsson framkvæmda- stjóri Sjónvarpsins segir í athugun hvað sé því samfara að taka upp nauðsynlegt bókhald svo hlíta megi úrskurði Samkeppnisráðs sem nýbúið er áð kveða upp. Hann er þess efnis að stofnuninni beri að aðskilja fram- leiðsludeildir dagskrárefnis hjá RÚV frá öðr- um deildum og segir Pétur að fjórar vikur gefíst til þess að kanna hvort áfrýja eigi úrskurðinum. Húsakostur og tækni- búnaður til staðar Pétur segir vart koma til greina að Sjónvarpið hætti dagskrárgerð. „Þegar Sjónvarpið byrjaði var engin kunnátta fyrir hendi og ekkert fyr- irtæki til að sinna þessu þannig að ekki var um annað að ræða. Við eigum húsakost og tækjabúnað og sérhæfðan mannskap sem starfar við þetta,“ segir hann. Aðspurður hvort til greina kæmi að leigja hann út segir Pétur umræðuna ekki Stjórnarfrumvörp lögð fram sem snerta nýja tækni í fjölmiðlun Sektir við ólöglegri notkun á myndlyklum BJÖRN Bjarnason, menntamálaráð- herra, hefur mælt á Alþingi fyrir frumvarpi til laga um bann við gerð og notkun myndlykla til þess að fá aðgang að læstum útvarpssending- um án greiðslu áskriftargjalds. í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að Stöð 2 telur sig verða fyrir að minnsta kosti 170 milljóna króna tekjutapi á ári vegna notkunar ólöglegra myndlykla, og tekjutap rík- issjóðs vegna virðisaukaskatts geti numið 23-24 milljónum króna. Einn- ig mælti menntamálaráðheira í gær fyrir frumvarpi til laga um breytingu á höfundalögum til samræmis við nýjar tilskipanir og samþykktir Evr- ópusambandsins um nýja fjölmiðlun- artækni. í myndlyklafrumvarpinu er kveðið á um að óheimilt sé að framleiða, afhenda, leigja, setja upp eða gera við myndlykla í því skyni að veita einhveijum utan hóps áskrifenda aðgang að innihaldi læstrar útsend- ingar, og jafnframt sé öheimilt að nota myndlykil til þess að taka á móti læstri útsendingu án þess að greiða áskriftargjaldið. Brot gegn þessum ákvæðum varði sektum eða varðhaldi allt að sex mánuðum, og sömuleiðis varði tilraun til brots sekt- um. Menntamálaráðherra sagði þegar Helena Rubinstein FERÐATILBQÐ Komdu til okkar og verslaðu áður en þú ferð í ferðalagið. Við bjóðum takmarkað magn afSkin LifeT.PA kremi í 30 ml túpum á frábæru tilboðsverði. SKJNTIFET.RA. Andora, Hafnarfirði; Ársól, Efstalandi; Bylgjan, Kópavogi; Brá, Laugavegi; Clara, Kringlunni; Snyrtivöruv. Glæsibæ; Hygea, Austurstræti; Libia, Mjódd; Nana, Hólagarði; Sara, Bankastræti; Spes, Háaleitisbraut; Amaró, Akureyri; Apótek Olafsvíkur; Bjarg, Akranesi; Hilma, Húsavík; Krisma, Isafirði; Mosfellsapótek; Ninja, Vestmannaeyjum. hann mælti fyrir frumvarpinu að efni þess væri efnislega sambærilegt við tillögur útvarpslaganefndar um að tekin yrðu upp í útvarpslög ítarleg ákvæði um að iæstar útsendingar, sem boðnar séu gegn greiðslu, njóti refsiverndar. Breyting á höfundalögum í máli hans kom fram að telja verði að sú skylda hvíldi á löggjafarvaldinu að það tryggi lögmætri atvinnustarf- semi sem mesta vemd gegn því að hún verði fyrir tjóni af ólögmætri starfsemi. Það verði að vera ótvírætt í lögum að móttaka áskriftarefnis útvarpsstöðva án heimildar og án greiðslu áskilins áskriftargjalds sé ólögmæt. Þá feli óheimii móttaka jafnframt í sér brot gegn hagsmun- um annarra en útvarpsstöðvarinnar, ekki síst þeirra sem eigi höfundar- rétt að því efni sem sent er út. Með aðild íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið skuid- Yfirlýsing MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá ritstjóra sænska tímaritsins teatern: ATHYGLI mín hefur verið vakin á því, að grein um íslenskt menn- ingarlíf, sem Súsanna Svavars- dóttir skrifaði að okkar ósk i tíma- ritið „teatern", hefði valdið deilum á sjðum Morgunblaðsins. Ég hef kannað frumtextann og get staðfest, að í þýðingu og stytt- ingu hefur grein Súsönnu verið leikin heldur illa. Sumum stað- reyndum hefur verið breytt og vegna lítils tíma gafst henni ekki kostur á að leiðrétta það. Get ég ekki annað en harmað þessi leiðu mistök. Virðingarfyllst, Mireille Bergenström, ritstjóri teatern. komna á það stig. „Þó að það dytti í menn að leggja dagskrárgerð nið- ur yrði það ekki gert nema á löng- um tíma.“ Erfitt að reikna út kostnaðarliði Pétur segir ekki erfítt að reikna út tímavinnu og tækjakostnað vegna dagskrárliða. „En það er kannski erfiðara að vita hvaða tölur á að leggja til grundvallar að auki. Hvernig á að reikna húsaleigu af húsi sem keypt var fyrir 30 árum eða tæki sem búið er að nota í tíu ár og hvort eða hversu stór hluti launakostnaðar yfirstjómar eigi að vera í kostnaðarreikningum? Margt í þessu verður aldrgi reiknað með mikilli vísindalegri nákvæmni," segir Pétur. batt ísland sig til að aðlaga löggjöf landsins að hinu almenna vemdar- stigi hugverka í löndum Evrópusam- bandsins, og í gær mælti mennta- málaráðherra í því skyni fyrir frum- varpi til laga um breytingu á höf- undalögum. Tilgangur frumvarpsins er að binda í lög ákvæði í tilskipunum Evrópusambandsins er fjalla um vemd tölvuforrita, höfundarétt vegna leigu og útlána hugverka, höfundarétt vegna endurvarps hug- verka og Iistflutnings um gervihnött eða kapal og verndartíma höfunda- réttar úr 50 í 70 ár. Talið er að frumvarpið kunni að hafa í för með sér kostnaðarauka fyrir stofnanir og fyrirtæki sem miðla hugverkum með útsendingu, sýn- ingu, leigu eða útlánum, en tekjur rétthafa að hugverkum og listflutn- ingi munu þá aukast að sama skapi. Ógjörningur er hins vegar talinn á að áætla nokkuð um fjárhæðir í þessu sambandi. Verkfall boðað hjá Isal VERKFALL starfsmanna ísal í Straumsvík verður boðað í dag frá og með 10. júní, að sögn Gylfa Ingvarssonar aðaltrúnað- armanns. Verkfallið er boðað með viku fyrirvara en. samningar gera ráð fyrir að heimilt sé að draga úr rekstrinum og stöðva hann á tyeimur vikum. Þannig að komi til verkfalls stöðvast reksturinn 24. júní. A fundi deiluaðila í gær var farið yfir ýmis smærri mál, að sögn Hannesar G. Sigurðssonar formanns samninganefndar ísal. Farið var yfir starf undir- nefnda sem skipaðar hafa verið og þá stöðu sem þar er. Annar fundur hefur verið boðaður í dag og sagði Hannes að reynt yrði að ná sámningum og koma í veg fyrir verkfalls- boðunina. Það væri nauðsynlegt í ljósi fyrirhugaðrar stækkunar á verksmiðjunni. „Ef tafir verða vegna vinnustöðvunar þá er eins ljóst og nótt fylgir degi að þessi stækkun í besta falli frest- ast,“ sagði hann. Ekki veik- indalaun í verkfalli SAMKVÆMT dómi Hæstarétt- ar eiga kennarar ekki rétt á veikindalaunum í verkfalli. Hið íslenska kennarafélag höfðaði mál á hendur fjármála- ráðherra fyrir hönd ríkissjóðs og krafðist þess að kennarar, sem voru óvinnufærir vegna veikinda eða slysa áður en verk- fall kennara hófst 17. febrúar síðastliðinn, ættu rétt til veik- indalauna í verkfalli. Hæstiréttur telur að ekki sé hægt að túlka reglugerðir um veikindaforföll sem svo að um lögákvæðnar greiðslur sé að ræða þótt efndir á vinnuskyldu hafi fallið niður. Rétturinn lítur svö á að greiðslur veikindalauna falli niður við upphaf verkfalls eins og venjulegar launagreiðslur um leið og vinnuskylda þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.