Morgunblaðið - 02.06.1995, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 02.06.1995, Qupperneq 10
10 FÖSTUDAGUR 2. UÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Guðni Guðmundsson rektor MR útskrifaði í gær síðasta stúdentahópinn sinn HOGVÆRÐ er aðals- merki hins menntaða manns. Þetta voru skilaboð Guðna Guð- mundssonar, rektors Mennta- skólans í Reykjavík, til 201 nýstúdents, síðasta stúdenta- hópsins sem hann brautskráir. Hann kvaddi samferðamenn sína, óskaði viðtakandi rektor, Ragnheiði Torfadóttur, veifarn- aðar í starfí og gaf nýstúdent- um heilræði. . „Hógværð sómir sér vel hjá þeim sem mikið hafa lært því að þeir gera sér væntanlega grein fýrir því hve mikið er ólært,“ sagði Guðni í ræðu sinni. „Hógværð í umgengni við um- hverfi sitt, lifandi og dautt, skyldu menn temja sér ekki síst í samskiptum við annað fólk. Munið að með hógværð, góðviid og ábyrgðartilfínningu famast ykkur best.“ Hann minnti loks á það að þau vináttubönd sem bindast í skóla muni batna og styrkjast eftir því sem tíminn líði. Hefur útskrifað hálft fimmta þúsund stúdenta Menntaskólanum í Reykjavík var slitið í 149. sinn í gærdag og hefur Guðni rektor braut- skráð 25 árganga á starfsferli sínum eða alls 4.560 nýstúd- enta. Hann hefur þannig út- skrifað 45% allra stúdenta, en stúdentar frá MR eru orðnir 10.143. Tíuþúsundasti nýstúd- entinn var jafnframt braut- skráður í gær og var Jóhanna Jóhannesdóttir af nýmálabraut leyst út með bókagjöfum af því tilefni. Dux árgangsins varð Sædís Sævarsdóttir úr náttúrufræði- deild en hún hlaut ágætisein- kunn, 9,60. Aðeins sex stúdent- ar hafa hlotið hærri aðaleinkunn frá því að einkunnir voru fyrst gefnar á bilinu 0-10. Hún hlaut jafnframt hæstu einkunn allra kvenstúdenta frá MR. Semidux Hógrærð aðals- merki hins menntaða manns Fráfarandi rektor hefur útskrifað 45% allra stúdenta frá skólanum Morgunblaðið/Þorkell ELSTI stúdent iandsins, séra Þorsteinn Jóhannesson, var við- staddur útskriftarhátiðina í Háskólabíói í gær en hann fagnar í ár 75 ára stúdentsafmæli. Við hlið hans standa Guðni Guð- mundsson fráfarandi rektor MR og Ragnheiður Torfadóttir sem tekur nú við því starfi. SKOPMYNDIR af stúdentunum vöktu eðlilega mikla kátínu. varð Lena Ásmundsdóttir, einn- ig úr náttúrufræðideild, með ágætiseinkunn, 9,26. Þrír aðrir nýstúdentar hlutu ágætisein- kunn: Hildur Ingvarsdóttir, Birgir Andri Briem og Tómas Þór Ágústsson. Dux scholae, Sveinn B. Sigurðsson, kom úr 3. bekk og hlaut hann 9,68 í einkunn. Leiddust langir kennarafundir Guðna Guðmundssyni var vel fagnað af gestum útskriftarhá- tíðarinnar og sam- --------------------- kvæmt hefð kvaddi 10.000. ný- elsti yfirkennari skól- Stúdentinn ans, Eiríkur Haralds- brautskráður son, fráfarandi rektor. Hann minntist kenn- araferils Guðna sem og ferils Heimsstyrjaldarárgangur Einar Pálsson, fræðimaður og rithöfundur, flutti hátíðar- ræðu fimmtíu ára stúdenta. Hann minntist þess að hans hópur hafí verið nefndur heims- styrjaldarárgangurinn. Hópur- inn hafi sest á skólabekk um það leyti er Hitler réðst með heri sína inn í Pólland en þegar hópurinn var um það bil að út- skrifast í maí 1945 hafi Hitler aftur á móti séð sitt óvænna og skotið sig. Einar kvaðst vera kominn á viðgerðar- aldurinn en minnti nýstúdenta á að þeir ættu lífið fyrir sér og ættu að nýta það sér tii heilla. Einar færði sem hans sem rektors. í huga Eiríks er Guðni ákveðinn og fylginn sér en ekki síður hrókur alls fagnað- ar við ólík tilefni í skólastarfínu. Eiríkur fullyrti að honum hafí þó leiðst langir kennarafundir. Stysti fundurinn sem hann hafí stýrt hafi verið um hálf mínúta. „Það voru ekki nærri því allir komnir inn,“ sagði Eiríkur og brosti. 75 ára stúdent viðstaddur Að venju voru margir eldri stúdentar viðstaddir útskrift- arathöfnina í gær. Þeirra á með- al var elsti stúdent landsins, séra Þorsteinn Jóhannesson, fyrrum prófastur í Vatnsfírði. Hann fagnar í ár 75 ára stúd- entsafmæli sínu, en hann útskrifaðist að nýliðinni fyrri heims- styijöld árið 1920. ____________ Honum var fagnað með ferföldu húrrahrópi. Svo skemmtilega vildi til að þegar Guðni útskrifaði fyrsta stúd- entahóp sinn árið 1971 var einn- ig viðstaddur þáverandi elsti stúdent landsins, 75 ára stúd- ent, Halldór Kr. Júlíusson fyrr- verandi sýslumaður. skólanum sjónauka að gjöf fyrir hönd heimsstyrjaldarárgangs- ins. Bryndís Víglundsdóttir, skólastjóri Þroskaþjálfaskólans, flutti skólanum og nýstúdentum kveðju síns árgangs og færði hún rektor málverk skólasystur sinnar, leirlistakonunnar Stein- unnar Marteinsdóttur, að gjöf. Sigríður Ásta Hallgrímsdóttir, fulltrúi 25 ára stúdenta, færði skólanum að gjöf ýmis kennslu- gögn en í hópi 25 ára stúdenta eru 4 kennarar við MR. Tónverk tileinkað Guðna Fulltrúi fyrsta árgangsins sem Guðni útskrifaði árið 1971, ----------------- Geir Haarde alþingis- Stysti kenn- maður, flutti sér- arafundur hálf staka ræðu af því til- mínúta efni að Guðni lætur _ nú af störfum sem rektor MR. Hann til- að samið hefði verið kynnti tónverk af þessu tilefni, sér- staklega tileinkað Guðna og ber það' nafnið Duo fyrir Guðna. Samstúdent Geirs, Ka- rólína Eiríksdóttir, samdi verk- ið en tveir nýstúdentar fluttu verkið fyrir hann. Ný bensín- stöð í Graf- arvogi SKELJUNGUR hf. opnar i dag nýja bensínstöð við Gylfaflöt í Grafarvogi í Reykjavík. Auk bensíns fást á stöðinni ýmsar vörur fyrir bifreiðaeigendur og aðstaða verður fyrir bíleigendur til að þvo og bóna bíla sína. Einn- ig verða seldar margs konar grill- og gasvörur, matvara, mjólkurvörur, gos og sælgæti. Hægt er að kaupa bensín úr sjálf- sala með peningaseðlum eða greiðslukorti utan opnunartíma stöðvarinnar. I tilefni opnunar- innar í dag verður glaðningur á boðstólum fyrir börnin. mM Reykholtsskóli Hagsýsluúttekt um miðjan mánuð STEFNT er að því að úttekt Hag- sýslu ríkisins á skólastarfinu í Reyk- holtsskóla verði lokið um miðjan júní. Oddi Albertssyni, fráfarandi skóla- stjóra, hefur verið veittur frestur til að ganga frá skólanum að loknu skólastarfi í vor. Ólafur Þ. Þórðarson tók formlega við skólastjóminni eftir nokkurra ára hlé 1. júní. Haukur Ingibergsson, deildarstjóri Hagsýslu ríkisins, sagði að verið væri að vinna að úttektinni. Starfsmaður Hagsýslunnar hefði m.a. átt samtöl við fólk í Reyholti, beðið um gögh og fengið gögn. Hann sagði að stefnt væri að því að úttektin yrði tilbúin ekki seinna en um miðjan júní. Menntamálaráðherra óskaði eftir því að Hagsýsla ríkisins gerði úttekt á því hvernig til hefði tekist við skóla- starf í Héraðsskólanum í Reykholti enda hefði skólastarfið verið nokkuð frábrugðið almennu skólastarfi í öðr- um framhaldsskólum. Ólafur Þ. Þórðarson sagði að Odd- ur hefði óskað eftir og fengið frest til að ganga frá skólanum að loknu skólastarfinu í vor. Ólafur sagðist ekki vita til að fresturinn tengdist úttekt Hagsýslunnar á skólastarfinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.