Morgunblaðið - 02.06.1995, Síða 23

Morgunblaðið - 02.06.1995, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR VERK eftir Ana Rosa Rovera Marrero. New York — Nýló SUMARSÝNING Nýlistasafnsins 1995 opnar á laugardag 3. júní kl. 16. Sýningin ber yfirskriftina New York - Nýló/10 eyjarskeggjar í Ameríku. Eftirfarandi mynd- listarmenn taka þátt í sýningunni; Ana Rosa Rivera Marrero, Annex Burgos, Amaldo Morales, Carmen Olmo, Charles Juhasz- Alvarado, Hrafnhildur Arnardótt- ir, Ingibjörg Jóhannsdóttir, Kristín Hauksdóttir, Magnús Sigurðar- son, Stefán Jónsson. Sýningin er samsýning fimm íslenskra myndlistarmanna og fimm myndlistarmanna frá Puerto Rico, en þau eiga það sameiginlegt að vera öll búsett í New York. Sýningin er sjálfstætt framhald sýningar sem haldin var í Puerto Rico 1994. Form og efnistök eru margbreytt, en myndlistarmenn- irnir vinna með innsetningar, skúkptúra og málverk. Sýningin er opin alla daga frá kl. 14-18 og lýkur henni sunnu- daginn 25. júní. ------»-♦..♦.-..- „Sjö fiskar af fjöllum“ á Akranesi STEINUNN Guðmundsdóttir, roð- listakona hefur opnað sýninguna „Sjö fiskar af fjöilum“ í Listahorn- inu á upplýsingamiðstöð ferða- mála á Akranesi. Myndirnar eru unnar með akrýl á ýsuroð. Steinunn er fædd á Akureyri 1953 og lauk námi frá Kennaraháskóla Islands 1978. Þetta er þriðja einkasýning hennar, en auk þess hefur hún tekið þátt í tveimur samsýningum. Sýningin er opin á opnunartíma upplýsingamiðstöðvarinnar og stendur til 15. júní. FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ1995 2i- Opió hjá Sjóvá-Almennum Með hækkandi sól breytist afgreiðslutíminn hjá Sjóvá-Almennum. Frá 1. júní til 1. september verður opið frá klukkan átta'til fjögur. SJOVA Sími 569 2500 ÁLMENNAR Grænt númer 800 5692 AUK / SfA k116d11-277-1

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.