Morgunblaðið - 02.06.1995, Síða 26

Morgunblaðið - 02.06.1995, Síða 26
26 FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Nútímaskáldin endurvakin Á SJÖUNDA áratugnum vareinfald- asta og ódýrasta leiðin til að kynna sér nýjustu strauma og stefnur í ljóðl- ist á ensku, að festa kaup á „Nútíma- skáldum" Penguin-útgáfunnar. í hverri bók voru kynnt þrjú ljóðskáld, sem mörg hver áttu eftir að gera garðinn frægan, þeirra á meðal Kingsley Amis, R.S. Thomas og Lawrence Durrell. Ritröð þessi rann sitt skeið árið 1979 en þá hafði áhugi á ljóðlist farið minnkandi og sam- kennd ljóðskáldanna þverrandi. Nú hefur hins vegar verið ákveðið að endurvekja útgáfuna í tilefni 60 ára afmælis Penguin-útgáfunnar. Á meðal þeirra skálda sem kynnt verða í fyrstu þremur heftunum eru þijú af bestu skáldum yngri kynslóð- arinnar í Bretlandi að mati The Ec- onomist, Carol Ann Duffy, Eavan Boland og James Fenton. Segirtíma- ritið að Duffy sé besta kvenljóðskáld- ið sem Bretar eigi nú. Henni láti best að lýsa hinni andlegu auð níunda áratugarins. Irska ljóðskáldið Boland skrifar um erfiðleikana við að kalla fram tilfinninguna fyrir því hvaða þjóð hún tilheyri. Besta karlkyns ljóðskáldið telur Economist vera James Fenton,-sem er prófessor í ljóðlist við Oxford. Segir tímaritið ljóðlist hans einkenn- ast af frábærri tækni og verkkunn- áttu og að hann velji sér fjölbreytt umfjöllunarefni, þökk sé því að hann hafi starfað um tíma sem fréttaritari erlendis. Það þykir hins vegar ljóður á ann- ars ágætri útgáfu að ákveðið skyldi vera að gefa út tvær bækur, eina með ljóðum karla og eina með ljóðum kvenna, rétt eins og um tvær óskyld- ar tegundir væri að ræða. Telja margir að slík skipting hljóti að stuðia að því að sú verði raunin. ÞÓRA við verk sitt „Heilagur andi“ við Hamarinn KARLAKÓRINN Heimir í Skaga- firði verður á tónieikaferðalagi dagana 8.-11. JÚNÍ NK. Aætlað er að halda ferna tón- leika. Fyrstu tónleikarnir verða í Logalandi, Borgarfirði, fimmtu- daginn 8. júní og hefjast kl. 21.00. Föstudaginn 9. júní heldur kórinn tónleika í Safnaðarheimili Landa- kirkju í Vestmannaeyjum, sem hefjast kl. 20.80. Laugardaginn 10. júní ætlar kórinn að halda tónleika í Selfosskirkju, þar hefj- ast tónleikarnir kl. ÍS’.OO. Loka- tónleikar kórsins verða síðan í Aratungu laugardagskvöldið 10. júní kl. 21.00. KARLAKÓRINN Heimir Karlakórinn Heimir í Borg- arfirði og á Suðurlandi Þar verður skagfirskt kvöld með tilheyrandi stemmningu því hljómsveit Geirmundar Valtýs- sonar leikur fyrir dansi að tón- leikum loknum. Söngsljóri Heimis er Stefán R. Gíslason og undirleikarar Thom- as Higgerson og Jon St. Gíslason. Söngskrá kórsins er mjög fjöl- breytt, má þar nefna lög eftirt Björgvin Þ. Valdimarsson, Jón Björnsson, Ómar, Þ. Ragnarsson og fleiri íslenska höfunda auk þess sem kórinn flytur lög úr söngleikjum og óperum og fjöl- mörg önnur skemmtileg lög. Einsöngvarar með kórnum verða Einar Halldórsson, Iljalti Jóhannsson, Pétur Pétursson og sigfús Pétursson. Tvísöng og þrísöng með kómum syngja: Gísli, Pétur og Sigfús Pét- urssynir og Bjöm Sveinsson. Fé- lagar í Karlakóraum Heimi em 60. ÞÓRA Þórisdóttir opnar á morgun, 3. júní, kl. 16.00, myndlistarsýn- ingu í tilefni hvítasunnunnar, með yfirskriftinni „Heilagur andi“. Sýningin er haldin í listhúsinu við Hamarinn, Strandgötu 50, Hafn- arfirði. Verkin á sýningunni eru ýmis- konar, m.a. vatnsskúlptúr, mál- verk og hvítar friðardúfur. í kynningu segir: „Með sýning- unni ieitast Þóra við að tjá per- sónulegan skilning sinn og upplif- un á heilögum anda og notar til þess þær táknmyndir sem Biblían notar um andann. Á Hvítasunnu- r dag fyrir tæpum 2000 árum féll andinn yfir postulana, hvítasunn- an er síðan hátíð heilags anda. Til gamans má geta að Þóra fædd- ist á Hvítasunnudag fyrir 33 árum.“ Þóra útskrifaðist úr skúlptúr- deild MHÍ fyrir einu ári, hún hefur tekið þátt í samsýningum og hald- ið tvær einkasýningar. Sýningin „Heilagur andi“ stend- ur til 18. júní, Þóra tekur einnig þátt í samsýningunni „Andinn“ sem opnuð verður sama dag í Hafnarborg. Allir velkomnir. HANDIÐANAM Fjölbrautaskólinn Breiðholti FJflLfiRAUTASXÓUNN BREIÐH0UI V___________________ FB þegar þú velur verknám Handíöabraut 1 ár (Fatahönnun, fatasaumur, módelteikning, sniöteikning, vefjarefnafræði, hekl og prjón) í Laugardalnum Allt nánasta umhverfi þvottalauganna í Laugardalnum hefur nú verið endurgert. Á grunni þvottahúss sem byggt var áriö 1901 hefur veriö reist sýningargrind. Þar erfjallab um sögu'þvottalauganna í máli og myndum. Föstudaginn 2. júní 1995 kl. 16:00 mun borgarstjóri opna sýninguna um þennan merka sögustað Reykjavíkur meb ávarpi. Kvennakór Reykjavíkur syngur nokkur lög undir stjórn Margrétar Pálmadóttur. Nokkrar þvottakonur meb bala sína og þvottabretti hafa bobab komu sína. Gestum og gangandi veröur boðið upp á kaffiveitingar. Allir þeir sem tök hafa á eru hjartanlega velkomnir í þvottalaugarnar í Laugardalnum. Skrifstofa borgarstjóra

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.