Morgunblaðið - 02.06.1995, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ1995 27
Daði sýnir
í Minden
Draumar
lista-
manns,
draumar
Islands
DAÐI Guðbjörnsson listmálari
heldur um þessar mundir sýn-
ingu í Minden í Þýskalandi.
Sýningin
hefur vakið
athygli og
hlotið góða
dóma.
í Minden-
er Tagebiatt
8. maí birt-
ist lofsam-
leg umsögn
um sýning-
una eftir
Heike Schmidt. Gagnrýnand-
inn skrifar að Daði Guðbjörns-
son geri íslenska náttúru nýja,
birti það sem sé einkennandi
fyrir hana, breytingar frá ljósi
til dimmu með afströktum
formum sínum og skrauti.
Talað er um að Daði höndli
litbrigði norðurljósa í myndum
sínum. Hann sé súrrealískur,
en afstraktar kvenmyndir séu
áberandi í verkum hans.
Myndirnar opinberi drauma
listamannsins, drauma ís-
lands.
Blaðið Minden am Sonntag
(7.5.) minnir á skýra og hreina
liti kraftmikilla verka Daða og
birtir þijár myndir í tilefni
syhingarinnar.
í Westfalenblatt (5.5.) er
farið viðurkenningarorðum um
þennan „málara Ijóss og
skugga".
Sýning Daða Guðbjörnsson-
ar, sem opnuð var í byijun
maí, stendur út júnímánuð.
Sýningin er í BUZ, menning-
armiðstöð Mindenborgar.
Landsmót
samtaka
íslenskra
skólalúðra-
sveita
LANDSMÓT samtaka ís-
lenskra skólalúðrasveita verður
haldið í Neskaupstað dagana
2.-4. júní næstkomandi og er
nú í fyrsta skipti haldið á Aust-
úrlandi.
Landsmót eru haldin annað
hvert ár og er tilgangur þeirra
að efla kynni meðal ungs fólks
með sömu áhugamál og leyfa
öðrum að heyra hvað það hefur
fram að færa.
18 lúðrasveitir munu taka
þátt í mótinu og er reiknað
með 550 hljóðfæraleikurun víðs
vegar að af landinu.
Tónleikar verða í nýja
íþróttahúsinu (sem enn er í
byggingu) laugardaginn 3. júní
kl. 14.00. Þar leikur hver
hljóms'jjeit þijú lög og einnig
leika allar hljómsveitirnar sam-
an nokkur lög. Af því tilefni
hafa verið útsett sérstaklega
lög eftir þijá höfunda sem allir
hafa verið búsettir á Neskaup-
stað, en þeir eru Haraldur Guð-
mundsson, Svavar Benedikts-
son og Ingi T. Lárusson.
Enginn aðgangseyrir er að
mótinu. Mótinu verður síðan
slitið kl. 14.00 á Hvítasunnu-
dag í nýja íþróttahúsinu við
Mýrargötu.
Morgunblaðið/Þorkell
NÁLGAST nú hin djúpa viska.
F erðalög
sínar og hún gerir það á sinn sér-
staka hátt og nær merkilega mik-
illi dýpt og fyllingu í litaáferðina.
Það skilur svo verk hennar frá
mörgum annarra, hve hreint og
beint hún gengur til verks, hve
einlægnin er mikil og henni liggur
mikið á hjarta.
Sýning sem Soffía hélt í listhús-
inu „Hjá þeim“ á Skólavörðustíg í
desember sl. vakti dijúga athygli
mina og þá einmitt fyrir ofan-
greinda eiginleika, sem bera vott
um sérstæða tilfinningu fyrir miðl-
inum.
Það er svo eitthvað draumkennt
yfir myndferlinu, enda er titill sýn-
ingarinnar „Álfahallir/Englabyggð
og hittir í mark í fleiri en einum
skilningi. Þannig er sýningin^ tví-
skipt, annars vegar er það Álfa-
byggð og eru það sjálf þrykkin,
en hins vegar er það Englabyggð,
sem vísar til stokkanna, sem hún
þrykkir með. Þá höfðar myndefnið
til hins ófreska í tilverunni, drauma
manna og skilningslinda. Myndirn-
ar eru yfirleitt jafngóðar, en þó
staðnæmdist ég einkum við nr. 4
„Nálgast nú hin djúpa viska“, svo
og „Spegilmynd.. söngvinir" (6)
og „Samlyndi“ (9).
Lítil sýning, en þó um margt
afar athyglisverð og mætti gerand-
inn kanna þetta sérstaka svið enn
nánar, en jafnframt líta til fleiri
átta um tjámöguleika.
Bragi Ásgeirsson
MYNPLIST
Stöðlakot
EINÞRYKK
Soffía Sæmundsdóttir
Opið frá 14-18 alla daga
til 19. júní.
Aðgangur ókeypis.
EINÞRYKKIÐ á miklu fylgi að
fagna hér á landi nú um stundir,
þótt ekki gangi það endilega undir
því nafni. En einþrykk á tréplötu
telst ekki trérista, frekar en ein-
þrykk á koparplötu koparæting og
er komið mál að minna á það.
Réttara væri að árita myndirnar
einþrykk á tré, því að trérista er
í eðli sínu fjölþrykk.
Þá eru menn gefnir fyrir hvers
konar tilraunir með handgert
þrykk, sem er betra mál en öllu
má samt ofgera, því merkilegt er
hvað lítið sést til sígildu aðferðanna
meðal ungra listamanna. Þær lifa
þó góðu lífi og hitt býður upp á
fullmikið af tilviljunarkenndum
lausnum, sem oft eru frekar grunn-
ristar og lítið spennandi til lengri
kynna. Til að tengja slík vinnu-
brögð innri lífæðum myndflatarins,
er nauðsynlegt að sinna einnig*sí-
gildu aðferðunum, því áferðarfeg-
urð einþrykkja vill fljótt dofna.
Soffía Sæmundsdóttir telst í
hópi þeirra, sem handgerir myndir
Norræn ráðstefna
um orðabókafræði
NORRÆN ráðstefna um urðabóka-
fræði, sú þriðja sinnar tegundar,
verður haldin í Reykjavík dagana
7.-10. júní nk. Ráðstefnan er haldin
á vegum Orðabókar Háskólans, Orð-
menntar, félags orðabókarfólks á
íslandi, Norræna orðabókafræði-
félagsins og Norrænnar málstöðvar.
Skráðir þátttakendur eru um 130
talsins, frá öllum Norðurlöndunum.
Alls verða haldin rösklega 40 erindi
á ráðstefnunni um hin margvísleg-
'ustu efni á sviði orðabókafræði.
Fyrsta norræna ráðstefnan um
orðabókafræði var haldin í Ósló árið
1991 og við það tækifæri var Nor-
ræna orðabókafræðifélagið stofnað.
Markmið félagsins er að efla fræði-
legt og hagnýtt orðabókarstarf á
Norðurlöndunum og treysta norræna
samvinnu á því sviði. í því skyni
gegnst félagið fyrir norrænni ráð-
stefnu um orðabókafræði annað
hvert ár.
í fýrra hóf félagið útgáfu á tíma-
riti, Lexico Nordica, þar sem birtar
eru greinar um orðabókafræði auk
ritdóma um nýútkomnar orðabækur.
Félagið gefur einnig út fréttabréf til
kynningar á norrænni orðabókar-
starfsemi. Nú um nokkurt skeið hef-
ur verið unnið að því á vegum félags-
ins að semja norræna orðabók um
íðorð í orðabókafræði, og er stefnt
að því að bókin komi út innan tveggja
ára.
Norrænt samstarf um orðabóka-
gerð birtist m.a. í því að um rösklega
eins árs skeið hafa Orðabók Háskól-
ans og Norræn málstöð með styrk
frá Norræna menningarsjóðnum
unnið að því í sameiningu að semja
íslenskan stofn íslensk-skandinaví-
skrar örðabókar.
Morgunblaðið/Ámi
ULTRADJASS, djasshljómsveit nemenda tónlistarskólans í Stykk-
ishólmi, með stjórnanda sínum, David Enns.
Ultradjass í Stykkishólmi
Stykkishólmi. Morgunblaðið.
STARF tónlistarskóla Stykkis-
hóims hefur verið öflugt í vetur
eins og undanfarin ár og í haust
var stofnuð djass-hljómsveit innan
skólans. Það var tónlistarkennar-
inn David Enns sem stóð fyrir því.
Hann fékk tii liðs níu nemendur
á aldrinum 12-16 ára og á upp-
stigningardag hélt hijómsveitin,
sem hefur fengið nafnið Uitra-
djass, tónleika á veitingastaðnum
Knudsen í Stykkishólmi.
Frásagnargleði
og hlátur
SKÁLDSAGAN Heimskra manna
ráð eftir Einar Kárason kom nýlega
út í Svíþjóð í þýðingu Johns Sweden-
marks. Útgefandi er Bonniers.
„Það er langt síðan ég hef getað
mælt jafn heilshugar með bók“,
skrifar gagnrýnandinn Maria Gume-
son í Uppsala Nya Tidning. „Ólíkt
mörgum sænskum höfundum af
yngri kynslóðinni býr Einar Kárason
yfir frásagnargleði og hæfileikum
til að koma henni á framfæri", seg-
ir Böije Isakson í Dagens Industri.
Gagnrýnendur leggja áherslu á
að nöfundinum takist vel að sameina
gaman og alvöru. Gagnrýnandi Dag-
ens Nyheter, Ola Larsmo, er einn
þeirra:
„Maður hlær góðan hluta leiðar-
innar, er því næst staddur í öng-
stræti sorgarinnar í frásögninni.
Eftir það vantar aðeins að síðari
hlutinn og sögulokin, skáldsagan
Kvikasilfur, verði þýddur á sænsku.“
Þórður G. Halldórsson hefur sent frá sér 25 laga nótnahefti
ÞÓRÐUR G. Halldórsson lagahöfundur hefur
sent frá sér nótnaheftið Látið vaða [á nót-
um]. Þar er að finna 25 lög sem flest eru
samin á síðustu tveimur árum. Ljóðin eru
flest eftir Þórð sjálfan en meðal annarra sem
leggja hönd á plóginn eru Halldór Laxness
og Loftur Guðmundsson.
Þórður spreytti sig fyrst á lagasmíðum á
sjötta áratugnum og áttu Iög hans þá góðu
gengi að fagna í keppni. „Þetta voru ekki
nema fimm eða sex lög í heildina en flest
þeirra voru gefin út á plötu og ég er enn að
fá stef-gjöld frá Ríkisútvarpinu," segir höf-
undurinn.
Lagahöfundurinn Þórður hvarf hins vegar
af sjónarsviðinu í um fjóra áratugi. Hann
starfaði lengst af sem fasteignasali og hafði
einfaldlega öðrum hnöppum að hneppa. Tón-
listin blundaði þó alltaf í honum.
Þórður settist i helgan stein fyrir nokkrum
árum og fékk þá á ný útrás fyrir listsköpun-
arþörfina. „Menn eiga ekki að leggjast í kör
þegar þeir eldast og ég fann mér því tóm-
stundagaman. Fyrst lá leiðin í myndlistar-
skóla en ég fór aftur að leika mér í tónlist-
inni í rólegheitum í fyrra.“
Hann festi kaup á hljómborði og höfuðtól-
Morgunblaðið/Þorkell
ÞÓRÐUR G. Halldórsson segir að menn
eigi ekki að leggjast í kör þótt þeir eldist.
Maður verður
að þora að
stinga sér
um og var fljótur að komast á skrið. „Kostur-
inn við þennan búnað er sá að ég pirra eng-
an þótt ég sé að dunda mér inni í herbergi."
Þórður kveðst hafa ákveðið að senda frá
sér nótnahefti þar sem hann hafi ekki bol-
magn til að standa straum af kostnaði við
geislaplötuútgáfu. „Þetta er eins og með
sundið, maður verður að þora að stinga sér.
Eg lét bara vaða og bíð siðan eftir dóms-
degi. Gagnrýnendur verða þá bara að
skamma mig.“
Fólk hefur þegar fengið sýnishorn af því
sem heftið hefur að geyma en átta af lögun-
um hafa verið hljóðrituð á snældu og lagði
Jóhanna Linnet til röddina. Þá söng Bergþór
Pálsson nokkur af hinum nýju lögum Þórðar
við opnun myndlistarsýningar Gríms Marinós
Steindórssonar í Gerðarsafni á dögunum.
Þórður útsetur ekki sjálfur og það gerir
honum erfitt um vik. I hans huga eru tón-
smíðar hins vegar fyrst og fremst skemmti-
legt áhugamál og honum leiðist ekki við
hljómborðið. „Menn eru alltaf að berjast við
að koma lögum sínum á geislaplötur. Ég læt
þetta hins vegar siglá í rólegheitunum. Það
verður bara að ráðast hvort einhver vill
syngja þessi lög.“