Morgunblaðið - 02.06.1995, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 02.06.1995, Qupperneq 34
34 FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ _______AÐSEIMPAR GREINAR___ Amalgam — „bara svolítið ofnæmi“ FERMINGAR Á HVÍTASUNNU HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTIÐ efndi nýlega til fréttamannafundar og fyrirlestrahalds um amalgam- vandamálið, sem hefur vakið al-" menning til umhugsunar og grun- semda um að ekki sé allt með felldu um þetta eiturefni í tönnum okkar. Til fundahalda fékk ráðuneytið norskan tannlækni Ame Pettersen, yfírmann norrænnar eftirlitsstofn- unar um tannlækningaefni, en sér til halds og trausts hafði hann Magn- ús Ragnar Gíslason, yfirtannlækni í heilbrigðisráðuneytinu, og komst ekki hnífurinn á milli þeirra. Megintemað í yfirlýsingum þeirra var: „Amalgamið í tannfyllingum er með öllu hættulaust! Fólk verður aldrei veikt af amalg- ami!“ - En eftir af- dráttarlausar yfiriýs- ingar, fylgdi nokkmm málsgreinum síðar sak- laus viðbót nema sumir fá ofnæmi af amalgami," eða — „menn fá bara ofnæmi af amalgami." En hvernig lýsir sér þetta ofur saklausa „bara ofnæmi“? Um það má vitna í frásögn sænsku blaðakonunnar Barbro Jöberger í bók- inni „Amalgam, tíma- sprengja í tönnum þín- um,“ sem kom út í ís- lenskri þýðingu á liðnu ári: „Svimaköst, máttleysi, lélegt skammtímaminni, erfíðleikar í ein- beitingu og óvenjuleg svefnþörf." Og enn segir hún : „— Eg fæ mikl- ar hjartsláttartruflanir, verk í nýr- um, enn meiri svima, sorta fyrir augum, viðkvæmni fyrir hávaða, þarf oft að kasta þvagi, bólgnir og þrútnir sogeitlar undir hökunni. Þannig er „bara ofnæmi!" Þó verða sumir enn verr úti. All- margir Islendingar hafa orðið illa úti af amalgameitrun. En íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa ekkert gert fyrir þetta fólk, það hefur ekki feng- ið sjúkdómsgreiningu og engar op- inberar skýrslur eru til um sjúkdóm- inn hér á landi. Margir hafa orðið að leita til annarra landa og þar fengið sjúkdómsgreiningu og stund- um bót meina sinna. Eftir að ég af tilviljun kom á þrykk fyrmefndu kveri Barbróar Jöberger um amalgamið, hef ég reynt að gera mér svolitla grein fyrir, hvað væri á seyði og þreifa fyrir mér með al- mennri - skynsemi og mátulegri rö- kvísi ásamt þó dálítilli vitneskju í efnafræði og líffræði. Tímaskekkja Og nú get ég varla orða bundist, þegar ég les frásagnir af fundum þessum, því að sjaldan hef ég heyrt í málflutningi þvílíkar mótsagnir og rökleysur. Stærsta rökleysan og tímaskekkj- an er sá boðskapur Magnúsar Ragn- ars yfirtannlæknis, að halda áfram notkun amalgams hér á landi af fullum krafti á sama tíma og öll hin Norðurlöndin og fleiri vestræn lönd ákveða að banna notkun þess. Þetta er hættuleg stefna sem getur orðið til þess að íslendingar dragist mjög aftur úr og einangrist og að það spilli umhverfísímynd íslands. Fáeinar mótsagnir: — Ótti við notkun amalgams til tannfyllinga er með öllu ástæðulaus, segja þeir. — Hversvegna er amalg- am þá bannað í Svíþjóð frá 1. júlí í ár í böm og unglinga. — Hví, ef það er alveg skaðlaus?. Og hví á að banna amalgam algjörlega í Svíþjóð frá og með 1. jan. 1997? — Amalgamfyllingar eru hættu- lausar, segja þeir á blaðamanna- fundinum. — En hví ráðleggja heil- brigðisyfirvöld í Svíþjóð, Noregi og býskalandi að forðast amalgamfyll- ingar í barnshafandi konur? — Hví, ef það er alveg skaðlaust? — Amalgam í tönnum gerir fólki ekkert mein, segja þeir — en á hinn bóginn greina þeir frá því að innan fárra ára komi fram ný tannfylling- arefni sem leysi amalgamið af hólmi. — Hví þá, ef amalgam er skaðlaust? — Fólk verður aldrei veikt af amalgami, halda þeir áfram. — Þó viðurkenna þeir tveimur málsgrein- um aftar, að „sumir hafi ofnæmi fyrir kvikasilfri úr amalgami". — Það er fráleitt að amalgam valdi nokkru heilsutjóni! — en nokkru síðar segja: — Ekki er hægt að úti- loka að amalgamfyllingar hafí hlið- arverkanir. — Amalgam-tann- fyllingar eru með öllu skaðlausar! — En strax á eftir: — Sem betur fer hefur tannroti og fyll- ingum fækkað mjög, svo ekki er notað eins mikið amalgam og áður. — En hvað gerir það til, ef það er skað- laust? — Engin ástæða er til annars en að halda áfram að fylla tennur með amalgami. — En hví fer notkun amalg- ams þó stórminnkandi á Norðurlöndum því að æ fleiri tannlæknar hætta notkun þess? — Amalgam er langbesta tann- fyllingarefnið. — En hví hefur þá þýska fyrirtækið Degussa, áður stærsti framleiðandi amalgams í Evrópu, skyndilega hætt allri fram- leiðslu þess. Umhverfiseitrið og munneitrið er það sama, segir Þorsteinn Thor- arensen, þótt það fari aðrar leiðir — Amalgam er með öllu skað- laust. — En hví er nú ákveðið í Bandaríkjunum að setja upp aðvar- anir um að það sé eitrað? — Þær aðvaranir berast til íslands með að- keyptu amalgami frá Ameríku, en eru ekki festar upp. í klípu í mótsagnakenndum og órökvís- um flutningi lenda menn í þröng. Þannig fór fyrir Magnúsi Ragnari yfirtannlækni á fréttafundinum: — Amalgam er með öllu skað- laust. — Hví er þá ráðlagt í öðrum löndum að setja amalgamfyllingar ekki í barnshafandi konur? — Til að sýna ýtrustu varkárni ef það skyldi reynast skaðlegt? — Hví er sú vark- árni ekki sýnd barnshafandi konum á íslandi? — Eða ætlar yfírtannlækn- ir að láta banna á íslandi eins og á Norðurlöndum að setja amalgamfyll- ingar í böm og unglinga? — Nei, hann ætlar ekki að sýna íslenskum barnshafandi konum né börnum neina sérstaka varkárni? — Eða hvað? Tvennu ruglað saman. Amalgam-páfamir rugla fólk í ríminu með því að skilja á milli ólíkr- ar kvikasilfurshættu. Pettersson segir að eina hættan frá amalgam- fyllingum sé fyrir umhverfíð. — Víst er það slæmt fyrir umhverfið, en af hveiju? — Af því að það er sem eitur í náttúrunni hættulegt mönnum og líkamsstarfsemi þeirra. Umhverfíseitrið og munneitrið er það sama, þó það fari dálítið aðrar leiðir. Þegar borað er í amalgam fyllingar, berst fíngert kvikasilf- ursryk út í andrúmsloftið og skapar hvað mesta hættu fyrir tannlæknana sjálfa eða hjálparstúlkur þeirra. En ferill munneiturs og umhverfi- seiturs víxlast saman. Upplýst er erlendis að mikil kvikasilfurseitrun „í andrúmsloftinu" stafar af lík- brennslu. Hún kemur úr tannfylling- um hinna látnu, svo að það er að komast á döfína að banna lík- brennslu, nema settar séu upp sér- stakar kvikasilfurssíur sem kosta hundruð milljóna króna. Þær ætti að setja upp í Fossvogi. Mikið kvikasilfur fer út með hægðum fólks, því meira sem tann- fyllingarnar eru fleiri. I nákvæmum mælingum hefur komið í ljós, að þetta er líklega mesta umhverfis- mengun amalgamsins. Mest er hætt- an af þessu í lokuðum innhöfum eins og Eystrasalti, en við fiskveiðiþjóðin erum líka að spilla hafínu í kringum landið með amalgami. Þá er verið að setja takmarkanir við því að tann- læknastofur hleypi amalgami út í skolpið frá tannlæknastofum og mun það kosta dýran síubúnað. Alvarlegast er þó kvikasilfrið sem verður eftir í líkamanum, en sá vandi er á því, að það verður ekki mælt á lifandi fólki. Það sest einkum í heila og taugakerfi og verður aðeins rann- sakað í krufningum. Kvikasilfur safnast í taugakerfi fósturs. Grun- semdir eru um að amalgamið valdi alvarlegum sjúkdómum eins og MS — mænusiggi. Það er ekki sannað, en almenningur ætti að njóta vark- árni vafans. Hvað veldur tregðunni? .Þess undarlega fyrirbæris hefur gætt t.d. á Norðurlöndum, að for- stöðumenn tannlækninga í þessum löndum snerust til varnar þessu eitri. Þau viðbrögð þykja eftir á ámælis- og hneykslunarverð, svo verið er að lempa þá út úr stjórnstöðum í þess- um málum. Helst hallast ég að því, að þetta stafí af því að tannlæknar hafa ein- kennilega sérstöðu innan heilbrigði- skerfisins. Þeir eru úr tengslum við meðferð annarra sjúkdóma og verða heilbrigðiskerfinu einskonar tækni- legir páfar „teknókratar", sem eng- inn fékk haggað við. Staða Magnúsar Ragnars í heil- brigðisráðuneytinu virðist hafa verið af því tagi. Hann fer enn sínu fram án gagnrýni. Sjúkdómurinn amalgameitrun er óvenjulegur og erfitt að greina hann, hann getur verkað margvíslega á allt taugakerfið og enginn líkams- hluti verið ósnortinn. Sjúkdómurinn er því svo ósérhæfður, að hann þarfnast einskonar heildrænnar meðferðar t.d. samstarfs taugalækn- inga og tannlækninga. Að þessu leyti ógnar hann sérfræðiflokkun læknis- fræðinnar. Sá er þó munurinn að hinir ýmsu sérfræðingar ólíkra líkamshluta hafa vissan samgang sín á milli um með- ferð íjölrænna sjúkdóma, meðan tannlæknar einangra sig alveg inni í sínum bás og er þeim að því leyti kannski vorkunn. Þeir vilja þá sumir éinblína á hina tæknilegu hlið (amalgam er svo þægilegt í notk- un!), en skipta sér minna af al- mennri líðan og líkamsheilsu sjúkl- inga. Þar sem hjá því verður ekki kom- ist að hætta notkun amalgams innan fárra ára, er sárgrætilegt að „yfirt- annlæknir" landsins skuli ekkert gera til að milda þau umskipti, t.d. að beita sér fyrir námskeiðum og jafnvel að kosta endurmenntun og námsferðir tannlækna til Norð- urlanda. Svo mikil kergja hefur hlaupið í þetta að umbótum verður víst ekki komið fram nema með mannaskiptum í ráðuneyti. Höfundur er bókaútgefandi og rithöfundur. FERMING í Barðskirkju annan hvítasunnudag kl. 13. Prestur sr. Gísli Gunnarsson. Fermd verða: Einar Þórarinn Númason, Reykjarhóii 2. Iðunn Osk Óskarsdóttir, Stóru-Þverá. Jóhann Ásmundur Lúðvíksson, Sigriðarstöðum. Sigtryggur Kristjánsson, Skeiðsfossi 2. FERMING í Brautarholtskirkju á Kjalanesi annan hvítasunnudag kl. 14. Prestur sr. Gunnar Kristjáns- son. Fermd verða: Bergrún Ósk Ólafsdóttir, Móum. Elín Rós Pétursdóttir, Búagrund 7. Emil Hólm Halldórsson, Esjugrund 50. Hanna Björg Pétursdóttir, Búagrund 1. Ómar Órn Semlali, Miðleiti 2, Reykjavík. Ragnar Snorrason, Esjubergi. Rúnar Ingi Ásgeirsson, Skrauthólum. Tómas John Hounslaw, Búagrund 3. FERMING í Breiðabólstaðarkirkju i Stykkishólmsprestakalli annan hvítasunnudag kl. 14. Prestur Gunnar Eiríkur Hauksson. Fermd- ur verður: Hlynur Þór Hjaltason, Vörðufelli, Skógarstrandarhreppi. FERMING í Drangsnesskapellu kl. 14. Prestur sr. Sigríður Óladóttir. Fermd verða: Eydís Birta Jónsdóttir, Kvíabala 4, Drangsnesi. Eva Björg Einarsdóttir, Holtagötu 4, Drangsnesi. Þuríður Ásbjörnsdóttir, Kvíabala 1, Drangsnesi. FERMING í Fáskrúðsbakkakirkju á hvítasunnudag kl. 14. Prestur Ólafur Jens Sigurðsson. Fermdir verða: Gunnar Högnason, Hjarðarfelli. Haukur Gísli Harðarson, Hofstöðum. FERMING í ITateyrarkirkju, hvíta- sunnudag kl. 11. Prestur sr. Gunnar Björnsson. Fermd verða: Atli Már Sigurðsson, Hjallavegi 8. Grétar Öm Eiríksson, Unnarstíg 3. Gunnar Páll Hálfdánsson, Ránargötu 3. Halldór Gunnar Pálsson, Ólafstúni 6. Hólmar Jóhann Hinriksson, Ólafstúni 4. FERMING í Gaulveijabæjarkirkju, hvítasunnudag kl. 14. Prestur sr. Úlfar Guðmundsson. Fermd verða: Brynja Gunnarsdóttir, Hólshúsum. Stefán Geirsson, Gerðum. FERMING í Glaumbæjarkirlqu, hvítasunnudag kl. 13. Prestur sr. Gísli Gunnarsson. Fermd verða: Anna Sóley Karlsdóttir, Vatnshlíð. Baldrún Jónsdóttir, Dæli. Ingi Björn Árnason, Márbæli. Jóhann Gunnlaugsson, Geldingaholti 3. Jón Guðni Karelsson, Syðri-Húsabakka. Sveinrún Eymundsdóttir, Árgerði. FERMING í Grundarfjarðarkirkju, Setbergsprestakalli, hvítasunnudag kl. 10.30. Prestur sr. Sigurður Kr. Sigurðsson. Fermd verða: Álfheiður Ágústsdóttir, Gmndargötu 5. Birgitta Þórey Bergsdóttir, Fagurhólstúni 2. Garðar Hafsteinsson, Grundargötu 92. Gilbert Grétar Sigurðsson, Grundargötu 76. Guðrún Jóna Jósepsdóttir, Grundargötu 15. Hanna Sif Ingadóttir, Hlíðarvegi 11. Helga Hjálmrós Bjarnadóttir, Grundargötu 98. Ingibjörg Kristín Gestsdóttir, Eyrarvegi 17. Jóhanna Beck, Grundargötu 66. Jón Garðar Jörundsson, Eyrarvegi 7. Kristinn Soffanías Rúnarsson, Hlíðarvegi 5. Marsibil Katrín Guðmundsdóttir, Fagurhólstúni 5. Sara Stefánsdóttir, Eyrarvegi 14. Svavar Þór Sævarsson, Grundargötu 17. Þórhildur Guðrún Ólafsdóttir, Fagurhólstúni 3. FERMING í Hjarðarholtskirkju hvítasunnudag kl. 14. Fermd verða: Baldur Þórir Gíslason, Ægisbraut 17, Búðardal. Guðmundur Sveinn Grétarsson, Þorbergsstöðum, Laxárdal. Sunneva Jóhannesdóttir, Brekkuhvammi 10, Búðardal. FERMING í Hnífsdalskapellu hvíta- sunnudag kl. 10.30. Prestur sr. Magnús Erlingsson. Fermd verða: Gunnar Pétur Garðarsson, Smárateig 1. Guðjón Páll Bjamason, Dalbraut la. Helga Kristín Guðmundsdóttir, Bakkavogi 1. Hörður Páll Harðarson, Garðavegi 6. Rakel Helena Kristjánsdóttir, Bakkavegi 33. Tinna Aðalbjörnsdóttir, Bakkavegi 35. Tómas Michael Reynisson, Bakkavegi 3. FERMING í Holtskirkju kl. 14. Prestur sr. Gunnar Björnsson. Fermd verða: Hlynur Kristjánsson, Drafnargötu 9, Flateyri. Hörður Bjarnason, Ytri-Veðrará, Mosvallahreppi. Jónatan Magnússon, Hóli, Mosvallahreppi. FERMING í Hólaneskirkju á Skaga- strönd kl. 10.30 á hvítasunnudag. Prestur sr. Egill Hallgrímsson. Fermd verða: Birkir Rafn Gíslason, Suðurvegi 22, Skagaströnd. Bima Ágústsdóttir, Bankastræti 6, Skagaströnd. Bæring Jón Skarphéðinsson, Ránarbraut 23, Skagaströnd. Davíð Bragi Björgvinsson, Sunnuvegi_ 6, Skagaströnd. Elva Dröfn Árnadóttir, Ránarbraut 12, Skagaströnd, Guðjón Hall Sigurbjörnsson, Ránarbraut 17, Skagaströnd. Heiðrún Ósk Níelsardóttir, Strandgötu 8, Skagaströnd. Ingi Þór Finnsson Gullengi 1, Reykjavík. Kristrún Linda Jónasdóttir, Réttarholti, Skagaströnd. Ragna Hrafnhildur Magnúsdóttir, Skagavegi 15, Skagaströnd. Sigrún Líndal Þrastardóttir, Hólabraut 26, Skagaströnd. FERMING í Hólmavíkurkirkju kl. 10.30. Prestur sr. Sigríður Óladótt- ir. Fermd verða: Aðalheiður Halldóra Guðbjörnsd., Miðtúni 7. Aðalheiður Ólafsdóttir, Vesturtúni 2. Elvar Þór Þorsteinsson, Víðidalsá. Guðbjörg Gunnlaugsdóttir, Bröttugötu 4. Gunnar Bragi Magnússon, Ytri-Ósi. Gunnar Logi Bjömsson, Lækjartúni 4. Gunnar Númi Hjartarson, Kópnesbraut 23. Harpa Hlín Haraldsdóttir, Lækjartúni 15. Sigríður Ella Kristjánsdóttir, Austurtúni 3. Sigurrós Guðbjörg Þórðardóttir, Vitabraut 17. Smári Þorbjörnsson, Víkurtúni 5. Steingrímur Guðni Árnason, Lækjartúni 22. Steinunn Magney Eysteinsdóttir, Lækjartúni 2. FERMING í Hraungerðiskirkju, hvítasunnudag kl. 13.30. Prestur sr. Kristinn Á. Friðfinnsson. Fermd verða: Baldur Gauti Tryggvason, Víðivöllum 4, Selfossi. Davíð Ingi Baldursson, Litla-Ármóti, Hraungerðishreppi. Elín Magnúsdóttir, Oddgeirshólum IV, Hraungerðis- hreppi. Melkorka Mjöll Kristinsdóttir, Bankavegi 8, Selfossi. FERMING í Ingjaldshólskirkju, livítasunnudag kl. 10.30. Prestur Ólafur Jens Sigurðsson. Fermd verða: Katrín Hjartardóttir, Munaðarhóli 17. Kristín Helga Guðjónsdóttir, Keflavíkurgötu 3. Lilja Rún Fjalarsdóttir, Munaðarhóli 6. Þorsteinn Thorarensen

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.