Morgunblaðið - 02.06.1995, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 02.06.1995, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ1995 43 Sumarstarfið hafið í Viðey í VIÐEY hefst sumarstarfið nú um hvítasunnu- hátíðina. Á laugardag kl. 14.15 verður gönguferð á Austureyna með við- komu í skólanum. Á hvítasunnudag verður staðarskoðun heima við kl. 15.15. Annan í hvítasunnu flytur sr. Hjalti Guðmundsson hátíðar- messu kl. 14.00, en svo verður stað- arskoðun að messu lokinni. Á þriðjudagskvöld kl. 20.30 verður svo kvöldganga með staðarhaldar- anum um Viðey. Það er nýlunda, sem verður fastur liður í sumar, svo framarlega sem áhugi verður fyrir slíku. Verður reynt að fara öll þriðjudagskvöld. Fastar áætlunarferðir með Mar- íusúð hófust 1. júní. Um helgar er farið á klukkustundarfresti frá kl. 13 til 17, á heila tímanum úr landi en hálfa tímanum úr eynni. Sérstök ferð með kirkjugesti er kl. 13.30 þegar messað er. Virka daga eru ferðir úr Sundahöfn kl. 14.00 og 15.00 og í land aftur kl. 15.30 og 16.30. Fastar kvöldferðir eru fimmtudaga til sunnudaga kl. 19.00, 19.30 og 20.00 úr Sunda- höfn, en kl. 22.00, 23.00 og 24.00 í land aftur. Auk þess geta hópar fengið ferðir á öðium tímum. Fornleifagröftur er þegar hafinn og hestaleiga tekur til starfa í Við- ey fyrri hluta júnímánaðar. Ljós- myndasýning um lífíð á Sundbakk- anum í Viðey verður opnuð í skóla- húsinu í Viðey um Jónsmessuhelg- ina. Veitingahúsið í Viðeyjarstofu opnaði fyrir almenning 1. júní. Þar er hægt að fá kaffiveitingar síðdeg- is og mat að kvöldi. í tengslum við veitingahúsið er svo grillskálinn Viðeyjarnaust. Þar ætlar Karl Jón- atansson að standa fyrir „sveita- böllum“ á sunnudagskvöldum í sumar. Þar verður leikið fyrir dansi á harmóniku, gítar og trommur frá kl. 20.00 til 23.00. Fyrsta ballið verður 11. júní. Veitingar verða jafnframt seldar í skálanum. Gáfu öndunarvél fyrír fyrirbura LIONSKLUBBURINN Fjörgyn hefur undanfarna mánuði safnað peningum til tækjakaupa fyrir Barnaspítala Hringsins. Stefnt var að kaupum á önd- unarvél fyrir fyrirbura. Þörfin fýrir slíka vél var orðin brýn enda mik- il og góð reynsla af eldri vél sem hefur verið í notkun í nokkurn tíma á Barnaspítalanum. Söfnun Lionsmanna gekk sam- kvæmt áætlun og var öndunarvélin afhent læknum Barnaspítala Hringsins föstudaginn 26. maí sl. Öndunarvélin verður -etaðsett á vökudeild kvennadeildar Land- spítalans. Fyrir hönd Barnadeildar Hringsins veittu Ásgeir Haralds- son, yfirlæknir, forstöðumaður ungbarnadeildar. Hringsins, og Gúnnar Biering, yfirlæknir á kvennadeild Landspítalans, tækinu viðtöku. Lionsklúbburinn Fjörgyn kann öllum sem lögðu verkefninu lið bestu þakkir. Vorhátíð í Æfmgaskóla VORHÁTÍÐ Æfingaskóla KHÍ var haldin laugardaginn 13. maí sl. og stóð foreldrafélagið fyrir henni. Margl var til skemmtunar t.d. leiktæki frá ÍTR, fiskveiði, flóamarkaður, bakarí, iyólreiða- þrautir, körfubolti, blöðrur og hinar ýmsu veitingar voru á boð- stólum. Góð mæting var af hálfu foreldra, nemenda og kennara og virtust allir skemmta sér hið besta. FRÉTTIR Dr. HANNE Foss tekur við styrknum í Uppsölum 25. apríl sl. Uthlutun úr minningarsj óði Katrínar Fríðjónsdóttur ÞANN 25. apríl sl. var í fyrsta sinn úthlutað styrk úr Minningarsjóði Katrínar Friðjónsdóttur, sem stofn- aður var í háskólabænum Uppsölum í Svíþjóð við ótímabært lát Katrínar árið 1990. Dr. Katrín Friðjónsdóttir, sem fædd var árið 1945 á Seyðisfirði, var dóttir Friðjóns Stefánssonar rit- höfundar, sem lést 1971, og konu hans, Maríu Þorsteinsdóttur. Katrín stundaði nám í félagsfræði við há- skólann í Lundi og starfaði þar einn- ig, síðast sem aðstoðarprófessor við félagsvísindadeild háskólans. Katr- ín stundaði rannsóknir í félagsvís- indum og átti aðild að SCASSS, sænsku stjórnarnefndinni um fram- haldsnám í félagsvísindum. Meðal rita hennar er ritgerðin „Vísindi og stjórnmál" (Lundi 1983) og rit- gerðasafnið „Sænsk félagsfræði“ (Stokkhólmi 1987) byggt á fyrir- lestraröð við háskólann í Lundi. í áðurnefndri ritgerð Katrínar er haldið fram þeirri hugmynd að vís- indaiðkun byggist á samningi (óskráðum) milli samfélagsins og fræðimanna. Rétt fyrir andlát Katr- ínar hafði hún gert áætlun um viða- mikið verkefni um þróun félagsvís- inda í Svíþjóð og hvemig þau mót- uðust með samspili gagnrýninnar vísindalegrar hugsunar, skipulagi háskólans og samfélagsins. Styrkir úr minningarsjóðnum eru „La Bagu- ette“ flutt í Skeifuna VERSLUNIN „La Baguette“ sem sérhæfir sig í frönskum brauðum og kökum, er flutt í Skeifuna 7, en hún var áður til húsa á Laugavegi. Verslunin flytur inn frosn- ar, hálfbakaðar bökunai'vör- ur frá Frakklandi, sem neyt- andinn lýkur við að baka í ofninum heima sér. Er m.a. boðið upp á frönsk „bagu- ette“-brauð, smjördeigshorn (croissants, súkkulaðibrauð (pain au chocolat) og margt annað. I fréttatilkynningu frá La Baguette segir að sem dæmi um verð megi nefna að þijú „baguette“-brauð kosti 300 krónur og tíu „croissants" 450 krónur. Kaffi og með því Einnig hefur verið opnaður lítill kaffibar í versluninni þar sem hægt er að fá kaffi og franskt bakkelsi. Verslunin er opin mánu- daga til föstudaga 11-18 og laugardaga 10-16. KATRÍN Friðjónsdóttir (fyrir miðju) ásamt móður sinni og systur. ætlaðir ungum fræðimönnum í Sví- þjóð og á öðrum Norðurlöndum eft- ir ábendingar frá prófessorum í félagsfræði við háskólana í Lundi og Uppsölum og eru veittir af fé- lagsvísindadeild háskólans í Upp- sölum. Fyrsta styrkinn hlaut dr. Hanne Foss Hansen, frá stjórn- máladeild Háskólans í Kaupmanna- höfn, og fór styrkveitingin fram við hátíðlega athöfn í sal listadeildar háskólans í Uppsölum 25. apríl sl. Styrkveiting úr sjóðnum mun framvegis fara fram þriðja hvert ár til ungra fræðimanna, einkum á því sviði hvernig þekking verður til í samspilinu milli rannsókna, rann- sóknarstofnana, mismunandi rann- sóknarstefna og þjóðfélagsþróunar. Hægt er að styrkja minningarsjóð- inn með framlögum við ýmis tæki- færi, bæði til að minnast gleði og sorgar í eigin lífí svo og vina og vandamanna. Reikningsnúmer sjóðsins hér á landi er 68433 á bók í Vesturbæjar- útibúi Landsbanka íslands. Ábyrgð- armaður sjóðsins á íslandi er Lára Björnsdóttir, Ægissíðu 78, Reykja- vík. Morgunblaðið/Kristinn FÉLAGAR í Lionsklúbbnum Eir afhentu lögreglusljóranum í Reykjavík tækjabúnað að gjöf nýlega. Frá vinstri: Arnþór Ingólfs- son yfirlögregluþjónn, Krislján Ingi Krisljánsson, fulltrúi á fíkni- efnadeild, Böðvar Bragason lögreglustjóri, Ragna Lára Ragnars- dóttir, Ólafur Guðmundsson rannsóknarlögreglumaður, Rannveig Ingvarsdóttir, Guðríður Hafsteinsdóttir, Guðríður Thorarensen, Hugrún Jónsdóttir, formaður Eirar, og Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. Eir styður forvarna- starf lögreglunnar LIONSKLÚBBURINN Eir afhenti lögreglustjóranum í Reykjavík nýlega tölvubúnað til að vinna á fræðslu- og kynningarefni í vímuvörnum. Klúbburinn hefur í tíu ár stutt fíkniefna- og forvarnadeild embætt- isins með fjárframlögum og tækja- gjöfum. Tækin hafa verið notuð í tengslum við hin ýmsu störf fíkniefna- deildar og fjármunur.um hefur verið varið til útgáfu fræðslu- og upplýs- ingaefnis um skaðsemi fíkniefna. Að sögn Ómars Smára Ármanns- sonar aðstoðaryfirlögregluþjóns hefur hvort tveggja komið í mjög góðar þarfír, en hann segir lögregluna ekki síður kunna að meta viðurkenningu Lionsfélaganna og þann mikla áhuga sem að baki búi. Háskólabíó hefur á hveiju ári und- anfarin ár látið aðgangseyii forsýn- ingar á nýrri kvikmynd renna til Eir- ar. Eir hefur síðan varið ágóðanum til fíkniefnavarna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.